Austri - 20.07.1899, Blaðsíða 3

Austri - 20.07.1899, Blaðsíða 3
NR. 2ö AUSTBI. tð ... . . Nellemann og háskólakennara Deunt- zer, og mun pað hin bezta réttarbót. Nefnd: Kr. J., J. Havsteen og Sig. St. Fjárkláðinn. pá leggur stjörnin fyrir frv. um almenna skoðun og böð- un á sauðfé og eins um sótthreinsun fjárhúsa. Fátækrafrumvarpið frá síðasta pingi leggja þeir Kristján Jónsson og f'or- kell' Bjarnason enn fyrir pingið. Um afnám lausafjártíundar og breyt- ingu á gjöldum peim er bundin eru við lausafjártíund leggja peir Guðl. Guðmundsson og Ól. Briem nú fram frv. Um friðun álpta leggur Tryggvi Gunnarsson fram frv. Klæðaverksmiðju vilja peir Guðl. Guðm. og B. Sveinsson koma hér upp tneð 5000 kr. fjárveitingu til undir- búnings og 75 pús. kr. til blutabréfa kaupa. Kjergengi kvenna heldur Skúli Thoroddsen enn fram, pó hann segði kvennfólkinu upp allri náð og miskun, er fröken Ólafia gjörðist svo djörf í vetur að andæfa Valtýskunni! Smjerlíki vilja nokkrir pingm. tolla með 15 a. á pundinu. Ihugunarnefndir eru settar í mennta- og landbúnaðarmál landsins og hvala- veiðamálið. í fjárlaganefndinni eru: Skúli Thor- oddsen, Jón Jónsson. pm. Eyfirðinga, Sig. Gunnarsson, Jón Jensson, Tr Gunnarsson, Guðjón Guðlögsson og Jón Jónsson pm. Austur-Skaptfellinga. Eru Valtýsliðar par í minni hluta. Almennt búnaðarfólag er nú stofn- sett, en pó vantar ennpá formelt sampykki Vesturamtsins. Suðuramtið leggur 23 pgs. af eign sinni og hip ömtin ákveðin ársgjöld. Á stofnfundi pessum mættu kjörnir menn úr 3 ömt- «m og var stofnun fólagsins sampykkt »>eð 35 atkv. gegn 6. Hir.n alkunni sveitarhöfðingi Pótur Jbnsson frá Reykjahlíð fór nú norður nieð Hólum eptir að hafa dvalið hér bjá frændfólki sinu rúman hálfan mánuð, onlengsthjá síra Jónasi Hallgrímssyni. Pétur er einn af hinum 12 pjóðkunnu Heykjahlíðarsystkinum og nú 82 ára, ern og fjörugur, og næst' m ungur í anda, og ber með sér hinu einkennilega hófðingssvip peirrar ættar. ■' Dóttir hans, Guðfinna og dóttur dóttir Jakobína, fylgdust með honum á pess- ari kynnisferð. Missögn er pað, að síra forvarður Brynjólfsson hafi sagt af sérprest- pjónustu við fríkirkju VfUnmnnna. Hann heldur áfram að pjóna pvi ura- bætti einsog áður. Slysfarir. Laugardaginn p. 8. p. m. kollsigldi bátur á Stöðvarfirði í kast- vindi og drukknuðu allir prír menn er á voru: 2 bræður Sigurjón og Gunnar Einarssynir og Sig. Benndiktsson, útróðrarraenn Óarls kaupmanns Guð- mundssonar, allir efnilegir og duglegir menn og Vel látnir. Um kvöldið sama dag fannst J>órður bóndi Stefánsson í Snæhvammi drukkn- aður í flæðarmálinu við bát sinn. Hann var 70 ára að aldri og mesti sjógarpur og mjög vel metinn meðal allra er hann pekktu. Hval rak nýb ga á Núpskötlufjöru á Sléttu. Seyðisfirði, 20. júlí 1899. Fiskiafli hér tregur. En báðu- meginn við Langanes kvað verakominn góður afli, og á Vopnafirði fiskuðu bátar allvel um síðustu helgi. Síldarvart hefir orðið á Brim- nesi. „C e r e s“ kom p. II. p. m. frá útl. „H e i m d a 11 u r“ og „D í a n a“ komu hér p. 14. p. m. og lágu hér nokkra daga. „H ó 1 a r“ komu hér að kvöldi pess 14. að sunnan og var allra mesti fjöldi farpegja með skipinu á bina ýmsu viðkomustaði alla leið að sunnan. Hingað komu frökenarnar fórunn Kristjánsdóttir og Kristín fórarins- dóttir, stud. art. þórarinn fórarinsson, frú J. Nielsen, Sig. Sigurðsson barna- kennari, ritstj. Austra og Ingibjörg dóttir hans o. m. fl. Síra Jön Bjarna- son frá Winnipeg fór í land á Horna- firði með frú og 2 fósturbörnum. Með Hólum voru til Húsavíkur síra f orv. porvarðarson prestur til Fjalla- pinga með frú sinni, og til Akureyrar: síra Friðrik Bergmann, og St. kenn- ari Stefánsson. Á Hornafirði hrakti „Hóla“ svo fyr- ir hinum voðalega straumi í ósnura, að skipið stóð um tíma að aptan, pareð atkerið hélt eigi botni í straumkastinu en drógst með skipinu, er eigi gat komizt á s’t.t vana lægi vegna fraklc- nesks lystiökips er par lá. En fynr góða forsjá tókst að ná „Hólumw af grynningunum með flóði. Oaptain Jak- obsen fékk svo kafarann á „Heimdal“ til að skoða „Hóla“, sem reyndust ó- skemdir. Enskt lystiskip kom 15. p. m, „G a r ð a í “ heitir nýtt fiski- og síld- arfélag, er tekið hefir sér hér stöðvar; formaður félagsins er konsul I. M. Hansen, en framkvæmdarstjöri C. B. Hermann. A ð v ö r a n. Hérmeð bið eg menn að varast að skjóta dúfur mínar hvar sem pær kynnu að hittast. Seyðisfirði, 20. júli 1899. Fr. Wathne. Með ferð „Hóla“ frá Iteykja- vík til Seyðisfjarðar 11. — 15. júní s. 1. tapaðist sængurfatapoki merktur: „Jón tíigurðíson Passagergods Seyðis- fjörð,“ á hvítann pappírslappa, og enn- fremur sama nafn skrifað með blákrít á sjálfan pokann. I pokanum átti að vera undirsæng með boldangsveri, yfir- sæng með gulleitu einskeptuveri, koddi með gráleitu boldangsveri, tvær vað- málsrekkjuvoðir og eitt ullarteppi grænt og svart. peir sem kynnu að bafa orðið varir víð nefndan poka eru vinsamlega beðnir að gefa undirskrifuðum sem fyrst upp- lýsingu um pað. Yestdalseyri, 16. júlí 1899. Jón Sigurðsson. Augiýsing. Hérmeð vil eg tilkynna peim, er keyptu af mér á uppboði 1 Fjallseli 25. apríl 1898. að eg befi falið Gigurði bónda Jónssynií Hramsgerði áhendur að heimta inn skuldirnar frá téðu uppboði. p. t. Hrafnsgerði 9. júlí 1899. Jön porkehson. * * * J>areð eg hefi tekið að mér inn- heiintu á uppboðsskuldura peim, er ofanrituð auglýsing getur um, vil eg minna menn á að síðasti gjalddagi á skuldum pesum var 1. p. m. J>ær skuldir sem ekki eru borgaðar á rétt- um tíma verða tafarlaust teknar lög- taki samkvæmt söluskilmálunum; helm- ingur skuldanna borgist í peningum til undirskrifaðs en helmingur í innskript til Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs, V. T. Thostrups verzlunar, S. Johan- sens eða A. Basmussens á Seyðisfirði. Hrafusgerði, 9. júlí 1899. Sigurður Jónsson. Legsteinar. I>eir, sem vilja panta legsteina, ættu að snúa sér til undirskrifaðs, sem smíðar pá á næstkomanda vetri og gjörir sér far um að vanda pá sem bezt. Búðareyri, 13. júlí 1899. Þörarinn Stefánsson. Orgel-liarmonia hljómfögur, vonduð og ödýr (frá 100 kr) frá hinni víðfrægu verksmiðju Gstlind & Almqwist í Svípjóð, er hlotið hefir æðstu verðlaun á fjöldamörgum sýningum út um heim, og ýms önnur hljóðfæri, útvegar: L. S. Tómasson Seyðistírði. Spnnavélar. J>eir, sem vilja kaupa spunavélar frá herra Albert Jónssyni á Stóruvöllum, geta fengið pær hjá mér undirrituð- um. Einnig geta menn hja mér séð hvernig vélar pessar vinna og feng- ið allar upplýsingar peim viðvikjandi. Akurqyri 24. júní 1899. Jakob Gíslason. m „Svo skal vera, fröken,“ sagði Óli og tók ofan. „í>ær eru bæði fríðar og tilkoraumiklar,“ sagði Óli um leið og hann horfði á eptir peim. „J>etta er hverju orði sannara,“ sagði Jens prestsins, og spýtti tangar leiðir. J>að var illfært að komast purrt frá prestsetrinu, svo hinar úngu stúlkur urðu að stikla á steinunum, er láu fram með hinum gömlu viðitrjám, svo pær ekki rennvæðu. J>ær hlóu hver að annari ®f peim skrikaði fótur, og kvað hlátur peirra ánægjulega við í Jokunni og sallaregninu. Mary hló, af pví Nancy gjörði pað, pó henni væri eigi hlátur i huga, pví bréf ívars lá pungt á hjarta hennar, par sem hún lagði það á hverjum morgni, er sólin vakti hana á herbergi hennar, en ú kvöldin lagði hún pað undir svæfilinn um leið og hún slökkti ljósið. Bréfið brenndi bjarta hennar, pví að hún fann til pess, að blær- inn á pví var öðruvísi en henni sæmdi að hlusta á, og pó réði pað Öllum hennar hugsunum og tilfinningum. Hún hafði sárasta samvizkubit útaf pessu leynibréfi, pví hennar nnga -sála var s‘vo saklaus, og pö gat hún ekki fengið af sér að farga Jvi, nei, aldrei — aldrei. „Yið óhreinkum víst gólfið hjá madömu Olesen," sagði Eva um leið og hún purkaði vandlega af sér á mottunni. „J>að verður að hafa pað,“ sagði Nancy um leið og hún leit á bina smáu fætur. „Mér virðist, að pað hafi gengið mest út yfir °kkur sjálfar." Eva klappaði á dyrnar, og nú var peim svarað úr fremri stof- Unni og beðnar blíðlega að koma inn. „J>að veit heilög hamingjan, að pað var fallega gjört af ykkur 'illum premur að heimsækja mig i svona vondu veðri,“ sagði madama Olesen, er sat ánægð í völtrustól sínum. „Hér sit eg á gamals aldri og gleð mig við allan pann sóma, er góðir menn hafa sýnt °kkur hjónunum. Sjáið pið ekki, hvað allt er hér viðhafnarlegt. ^ ð hugsa til pess, að herra Hvit hefir munað eptir hátíðisdegi okkar bjónanna — pið hafið víst heyrt, að hann sendi okkur svo fallegan lagan fjaðravagn, svo eg vesalingur gæti komizt upp i hann“. 77 Hann las bréfið yfir og stóð upp. gekk órór um gólf, en settist svo aptur niður, lagði bréfið innaní umslag og skrifaði utaná pað. Keiðhesturinn beið hans. J>jónninn átti illt með að halda í taumana á hinum fjöruga hesti, er sneri höfðinu strax að húsbónda sínum, er hann heyrðihann koma ofan riðið. ívar klappaði hestinum á snoppuna og fór svo á bak. „Legðu petta bréf strax í póstkassann,“ skipaði ívar pjóninum og rétti honum bréfið til Mary. ívar tók nú í taumana og reið hægt út úr staðnum stytztu leið. Svo fór hann að ríða liðugt og virtist nú hafa gleymt öllurn áhyggj- um. Og er hann var kominn út að skemmtigarði stórkaupmanns Petersens, pá virtist hann að vera svo ástfanginn í Helgu dóttur hans, að hún mátti par vel við una og gat eigi annað séð á unnusta sínum en að pað væri hún sjálf, en ekki auðurinn, er ívar gengist fyrir. Einar beið ívars lengi með ópolinmæði á herbergi hans. J>eir höfðu par langa og alvarlega samræðu. J>eir höfðu orðið vinir af hendingu og við að umgangast hina sömu félaga. ívar var skemmtilegur og meinlaus og kátur, en lauslátur í meira lagi; en sem vinur var hann trúr og áreiðanlegur. Hann var ör af fé og hjálpsamur við pá, er pess purftu með, og var almennt vel metinn. En óstöðugleiki hans og léttúð höfðu opt komið honum í vandræði og Einar hafði opt bjargað honum úr peim flækjum. En pessi heimsókn Petru á Birkidal hefði illa getað komið upp um hann, og hann varð lafhræddur við tilhugsunina um, hvað faðir hans og systur mundu hafa sagt um pað ráðlag hans. Við lýsingu Einars á neyð barnsmóður hans og sonar, varð hann klökkur og vildi strax hjálpa peim fram yfir efni. En Einar réð til að peim væri hjálpað eptir pörfum, svo hjálpin hefði eigi verri áhrif á stúlkuna en sjálf fátæktin. Loksins kom peim saman um að veita henni hæfilega mánaðar- peninga til að lifa af. Einar pekkti ráðvönd skósmiðshjón, er óhætt var að trúa fyrir stúlkunni með barninu, og par kom hann peim fyrir. J>eir minntust ekkert á hjartasorg og stríð Einars. Hann var of stórlátur til pess að tala um pað við bróður hennar og ívar hafði nú annað að hugsa um, syo hanntók ekki eptir peim sorgarsvip, er var yfir vini hans.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.