Austri - 21.09.1899, Blaðsíða 2

Austri - 21.09.1899, Blaðsíða 2
NR. 26 AUSTKI. 102 forsætisráðgjafi einnig út á konungs- skipið „Dannebrog,11 til pess að láta konnng skrifa undir yíirlýsingu um pað. Síðan konungur kom heim hafa börn og barnabörn hans verið að tínast að úr öllum áttum til pess að dvelja hjá konungi um lengri eða skemmri tima, Yoru nú fiestir niðjar konungs í kring um öldunginn í byrjun péssa mánaðar, nema pyri dóttir hans og maður henn- ar, hertoginn af Cumberland, en pau ætluðu að koma seinna; enda hafði konungur sjálfur heimsótt pau rétt áður en hann kom heim. Norvegur. lJar kvarta kaupmenn fremur um peningaskort, og allt af eru einhverjir að verða gjaldprota í Kristjaníu. lJann 1 p. m. vígðu Norðmenn hið nýbyggða veglega pjóðarleikhús sitt í Kristjaníu að viðstöddum Óskari kon- ungi og drottningu hans og hinni norsku hirð, og höfuðskáldum Norð- manna. Yar konungi og pjóðskáld- uuum fagnað með mestu virktum og svo byggingameistara og furstjóra leik- hússins, Birni, syni skáldsins Björn- stjerne Björnsons. En pó fundu vinstri- blöðin að pví við konung, að hann hefði borið einkenni sænsku Serafim- orðunnar við petta tækifæri, en ekki aðeins ólafs helga orðumerki. Svo ekki má nú mikið vera. Fregnir hafa borizt nýlega til Nor- vegs frá leiðangri Sverdrups á „Fram,“ og var hann nýkominn frá vetrarstuðv" um norðurfara Pearys, Etah, á norð- urströnd G-rænlands, 5 mílur áleiðis nú í ágúst, og lítur út fyrir að ferðin sækist fremur seint fyrir peim Sver- drup. Látizt hafði í vetur einn af vísinda- mönnum pessara norðurfara, dr. Sven- son. l>essi fregn barst p. 10. p. m. til Newfoundland með ,,'YVindward,“ norð- urfararskipi sjóliða Peary, er hafði komizt á sleðum 50 mílum lengra norður, en Nansen með „Eram,“ (ensk- ar mílur). En par hafði hann orðið að snúa aptur fyrir kulda. En eigí sneri Peary aptur frá, suður til vetrarstöðv- anna í Etah, fyr en hann var mjög kalinn og hafði misst 7 tærnar, og varð að aka honum 100 mílur suður á bóginn til Etah. Ætlar „Wind- warð“ svo að sækja Peary og félaga lians pangað í júlí að sumri komanda. Professor Nathorst á „Antartic“ hefir von um töluvefðan vísindalegan árangur af norðurför sinni, pó aldrei finni hann pá dr. Andrée og félaga hans. ]?ýzkal and. Yilhjálmi keisara kvað jíka pað mjög illa við pjóðpingið í Berlín, að pað vill eigi veita fé sem purfti til hinnar stórkostlegu vatna- leiðar í gegn um pvert pýzkaland milli allra stóránna, og hefir verið get- ið til að keisarinn mundi líklega inn- an skamras leita sór nýrra ráðgjafa, er hefðu betra lag á að fá pjóðpingið út með skildinginn, en einkum er keis- ari sagður óánægður með fjármálaráð- gjafa sinn Miquel, er pó hefir lengi honum pjónað með trú og dyggð, og maxgan skildinginn neytt upp úr vasa pjóðarinnar til hernaðarvitleysunnar. pjóðverjar hafa pann 28. f. m. haldið 150 ára afmæli hins mesta pjóðskálds síns, JolianncWolfang Qöethe, íErank- íurt við Main með mikilli viðhöfn. England. Kýlenduráðgjafinn Cham- berlain og gamli Kriiger, forseti Bú- anna í Transvaal eru a-lltaf að rífast útaf rétti innílyténda, og pykjast báðir vilja miðla málum, en vígbúast pó hvor um sig af mesta kappi, og senda nú Englendingar livern herflokkinn af öðrum pangað suður, bæði að heiman og austan af Indlandi, svo petta er eigi friðvænlegt, og mjög hæpið að friður standi par lengur en par til Englend- ingar pykjast vera orðnir nógu lið- margir á landamærum Transvaals til pess að geta kúgað vesalings litilmagn- ann. Yæri Englendingum sæmilegra að leggja málið í gjörð og sýna með pví, að peim hefði einhver alyara ver- ið með hinar friðsamlegu tillögur sín- ar á friðarpinginu í Haag í sumar. Enskir sjómenn heimta nú hærri laun og vilja gjöra almennt verkfall á öllum enskum skipum um allan heim, ef útgjörðarmenn neita kröfu peirra. Yrði petta stórkostlegasta verkfall í heimi, cn örðugt að framkvæma í einu, hringinn í kring um alla jörðina. Frakkland. Hið ótrúlegasta er skeð. Hermannarétturinn í Bennes hefir pann 9. p. m. dæmt Dreyfus sekan með 5 atkvæðum gegn 2, án allra gildra sannana, og prátt fyrir pað að flest allar sannana-nefnur hafa reynzt upplognar frá rótum, og hefir pvílíkt níðingsverk eigi getað orðið nema fyrir hina voðalegustu hlutdrægni dómaranna, er neituðu hvað eptir annað málafærslumönnum Ilreyfusar, peim Demange og Labori um að leggja gagnspurningar fyiir ljúgvottana til pess að sannieikurinn gæti komizt fyllilega í ljós. Dreyfus er dæmdur án sannana, aðeins eptir geðpótta og hatri hershöfðingjanna, einsog her- mannaflokkurinn hafði áður framtekið að eigi pyrfti dómendur s a n n a n a v i ð fyrir glæp Dreyfus, pað væri nóg að peir væru sannfærðir um að hann væri sekur, ekki svo mjög um land- ráð, heldur fyrir pað, að hann og all- ur pessi málarekstur hefði komið svo óumræðilega mikilli svívirðingu upp um hershöfðingjana, Henry, du Paty de Clam, Esterhazy, Mercier o. fl. o. fl., er hefðu ýmist neyðst til að skera sig á háls, flýja úr landi eða sæta ákæru fyrir svik og glæpi. Mercier hers- höfðingi gengur pó enn laus, og skulu hér til smekks talin afreksverk! hans í málinu. 1. Mercier hafði fengið hermannarétt- inum heimugleg skjöl á laun. ]?að var glæpur. 2. Eitt af pessum skjölum var fals- að, og pað vissi Mercier, og var pað glæpur að leg"ja pað fram. 3. Mercier hefir unnið eið að pví bæði fyrir Cassationsréttinum og nú í Kennes, að hann hafi ekki fengið dómendunum 1894 hin fölsuðu hrað- skeyti frá Panizzardi. !>ar vann Mercier tvöfallt meinsæri. 4. Mercier hefir tvívegis stolið eða stungið undir stól opinberum skjöl- um, sem líka er lögð hegningvið. 5. Hann hefir nýlega nú í Kennes fengið Chanoine hershöfðingja nýja falsaða útgáfu af hraðskeyti Panizz- ardi og narrað pennan stallbróður sinn til að leggja pessar nýjulygar fram í réttinum, og er pvílíkt glæpur. Mercier rataðist pá satt af munni, er hann sagði: „Einbver hlýtur að vera hinn seki í pessu máli. Ef Drey- fus er ekki glæpamaðurinn, pá hlýt eg sjálfur að vera pað“. Lesendurnir muna víst eptir pví. að pað var Mercier sem var hermála- ráðgjafi Erakka 1894, er Dreyfus var dæmdur og hann var pað sem lét du Paty de Clam lauma pessum upplognu leyndarskjölum að dómendunum ein- mitt inní dómherberginu, er málið var tekið upp til dóms; hefir einn af páverandi dómendum, Ereystátter kap- teinn, nú kannast við pað fyrir réttin- um í Rennes, að pað hafi einm itt ver- ið pessi upplognu leyndarskjöl, sem hvorki Dreyfus né Demange málsfærslu- maður hans pá fengu að sjá, er alveg hafi ráðið pví, að Dreyfus var pásak- felldur, og siðan hefir ekkert nýtt komið fram, er geti sannað nokkra verulega sök á hann. Hershöfðingjaflokkurinn hrósar nú sigri. En övíst er enn, nema hér sannist hið fornkveðna, „að skamma stund verður hönd höggi fegin,“ pví peir formgallar munu enn vera á pess- um hermannadómi, að liklegt er að Cassationsrétturinn muni reka hann tvöfaidan í hermannadómstólinn aptur fyrir rangsleitni dómenda, sem bönn- uðu málsfærslumönnum Dreyfusar hin- ar nauðsynlegustu gagnspurningat' og að fá pá Schwartzkoppen ogPanizzardi yfirheyrða,og pær lygar reknar aptur með eiðfesturn vitnisburðum peirra beggja, er hershöfðiugjarnir lugu upp að peir hefðu borið fram, en sem bæði stjórnirnar á pýzkalandi og íta- líu og mennirnir sjálíir hafa lýst sót- svarta lýgi. Og pó er Dreyfus sakfelldur enn á ný eptir pessum álygum! Dómurinn var pó nokkru vægari en í hið fyrra skiptið. 10 ára fangelsis nst er hegningin nú, og dómendur hafa sent forseta pjóðveldisins áskorun um að Dreyfus verði ekki sviptur herfor- ingja einkennum sínum. Telja dóm- endur málsbætur vera á Dreyfusar hlið en dæma hann pó sekan, og segja margir að pað sýni ljóslega, hve hik- andi dómendur hafi verið í skoðun sinni. pað er von að pvílíkur dómur veki hina mestu gremju um allan hinn menntaða heim. Eru Englendingar og Ameríkumenn jafnvel svo æstir, að mörg blöð peirra leggja pað nú til, að heimsækja ekki Parísarsýninguna að ári. Sumir vilja láta Loubet pjóðveldis- forseta náða pá Dreylus og Dérouléde báða til pess að fá kæft niður æsing- arnar og flokkadráttinn í landinu. En sumir krefjast ákafir að málinu sé vísað til Cassationsréttarins. En eitt- hvað verða Erakkar að gjöra til pess að hrinda af sér pví voðalega ámæli, er peir hafa af pessum dómsúrslitum um víða veröld. „Kölnische Zeitung“, eitt hið helzta blað pjóðverja, kallar dóminn „raggeitardóm.u En hermannadómurinn hefir ekki porað að dæma öðruvísi af ótta fyrir hershöfðingjunum, sem leituðu allra bragða með að fá Dreyfus sakfelldan. pannig er sagt, að ein hershöfðingja- fiúin hafi á undan dómi gengið meðal allra dómenda og sárbænt pá um, að dæma Dreyfus sekan. Sjálfur ber Dreyfus sig vel. Og pegar dómurinn var upp kveðinn og kona hans varð mjög harmprungin yfir málalokum, pá hughreysti Dreyfus hana og sagði: „Yertuekki áhyggjufull yfir mér, eg hefi polað svo mikið, að mér bregður ekki við; en pú parft að reyna að herða upp hugann. Eg hefi enn góða von um að pað rætist framúr pessu og að eg nái loks rétti mínum.“ pegar dómur var fallinn laugardag- inn pann 9. september, sendu fregn- ritarnir hraðskeyti frá Bennes út um allan heim fyrir 450,000 franka. Erakkkneska hersveit, er átti að koma samgöngum á, milli Suður- Algier og Sudan yfir pvera Sahara eyðimörku, hafa Tuaregarnir strádrepið niður. Hinir frakknesku herforingjar, er getið er um í síðasta tbl. Austra að séu ákærðir fyrir að hafa unnið ýms griramdarverk í Mið-Afríku, — heita Voulet og Chanoine. Skutu peir til dauðs báða hina frakknesku yfirfor- ingja, er stjórnin hafði sent með her- sveit til pess að setja pá af og senda sem bandingja til Erakklands. En herdeild sú, er hinir föllnu foringjar höfðu haft til fylgdar, ilýði pegar. Og glæpamenn pessir eru nú einráðir par í löndum Erakka í Sudan. Svo víða er eitthvað bogið með heragann og drengskapinn í frakkneska hernum. Belgia. far hafa orðið nýlega ráð- gjafaskipti út af kosningarlögunum og heitir ráðaneytisforsetinn du Smet du Nayer, og heldur fram frjálslyndari kosningaraðferð en fyrirrennarar hans, og líkar klerkum pað illa og hafa sagt ráðaneytinu stríð á hendur. Svarti dauðij eða hin indverska kýlasýki, er nú líka komin til hafnar- bvxrgaiinnar Oporto í Norður-Portugal, og hefir henni verið par leynt af yfir- völdunum um tíma, til pess að spilla ekkí fyrir' samgöngum og atvinnuvegi bæjarbúa, svo pestin hefir haft gott næði til að maguast og útbreiðast, og hefir drepið par pó uokkra menn. Nú er loks bervörður og sjúkrahús reist á landamærum Portugals og Spán- ar og líklega hafðar sterkar gætur á samgöngunum á sjó líka. Eru menn mjög hræddir við pestina i Madrid Paris Marseille og Hamborg, paðan sem samgöngurnar eru mestar við hinn allstóra hafnarbæ Oporto, og Lissabon, par sem pestin hefir lika gjört vart við sig. pað leikur og* töluverður grunur á pví, að pest hafi líka borizt frá Ind- landi inní Norðurálíuna austanverða, og pað muni eiginlega vera pestin, sem drepur niður fólkið fyrir uorðan Kaspi- haf á Kússlandi. Englendingar eiga svo illt með að yfirstíga pestina par eystra, pví Hind- úar álíta allar sóttvarnir aðeins firrur einar úr Englendingum, er Bramína- prestar landsins stæla alpýðu upp i að óhlýðnast. Og berist pestin til Afgan- istan og Persíu, pá er húu strax komin inn á Rússland, pví í pessum löndum fær hún óhindruð að breiðast út. Suður-Ameríka. Lýðvéldunum par syðra lízt ekki á aðfarir Bandamarma í Yesturindíum og Eilippseyjum og óttast fyrir að peir muni vilja seilast til valda suður fyrir Panamaeiðið. Hafa nú Brasilía, Argentína og Cliili komið sér saman um að leggja öll deilumál sín hér eptir í gjörð og minnka til muna herkostnaðinn. líýr fjármarkaður. —o— Síðan innflutningsbannið á lifandi fé var lagt á í Englandi, og öllu inn- fluttu fé verður að slátra undir eins og pað kemur af skipsfjöl, án pess pað fái nokkurn tíma til að taka sig eptir sjóferðina, — hefir veiið hin mesta pörf fyrir íslenzba bændur á nýjum fjármarkaði og , hagkvæmari en hinn enski fjármarkaður er nú orðinn, með pví óheppilega og verðspiflandi bandi er nú hvílir á honum; pví litlar vonir eru til pess, að band pað verði í bráð af leyst, par eð pað er lagt á til pess að vernda hina innlendu ensku bænd- ur gegn erlendri samkeppni og utlend- um fljárflutningi. Umboðsmenn pöntunarfélaganna, peir Zöllner & Yidalín, hafa á síðari árum gjört allt sitt til að útvega íslending- um nýja fjármarkaði, og hafa gjört tilraunir með að senda fé til Belgíu og Erakklands. En kaupmenn par hafa reynzt peir viðsjálsgripir, að lík- lega er nú fyrst um sinn hætt við pá fíármarkaði; og með pví eigi hefir tek- izt að opna nýja fjármarkaði i öðrum löndum, prátt fyrir ítrekaðar tilraunir, pá hafa umboðsmenn pöntuuarfélag- anna neyðst til að sriúa sér með féð til hinna ensku fjármarkaða og selja pað par, prátt fyrir pá galla, sem áður er um getið, og er jafnvel furða hvað peim tekst að fá fyrir féð að svo vöxn- um söluskilmálum. En síðan gamli Slimon hætti hér að kaupa fé, pá hefir peningaeklan og fjárvandræðin vaxið óðum hér álandi, og nú síðast gengið langt fram úr öllu hófi við lánstregðuna í landsbankanum, svo pað er hin brýnasta nauðsyn á að opna nýja fjármarkaði í útlöndum, einkum pó fyrir yngra fé, vegna hiuna sauðafærri smábænda, sem ekki gota notað sér af pví til nokkurra muna í pantanirnar, vegna pess peir eiga svo fáa sauði, — en purfa pó eigi síður á peningum að halda en sauðabændurnir. jþað er pví í sannleika gleðifregn, er Austri flytur bændum landsins að pessu sinni, að pað eru allar líkur til pess, að peim efnilegu og hyggnu kaupmönn- um, bræðrunum Magnúsi og Friðriki Kristjánssonum á Akureyri hafi nú

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.