Austri - 08.01.1900, Blaðsíða 1

Austri - 08.01.1900, Blaðsíða 1
 K'.ma út 3l]2blað á mán. 31 42 arJcif minnst til noosta nýárs\ kostar hér á landi aðeinf 3 Jn\, erlendis 4 kr. Qjalddagi 7. júlí. 61659« "~~f X. AR. Seyðisflrði, 8. janúar 1900. Á v a r p. —:o:— „Gleðilegt nýái’, göfga þjóð, gleðilegt nýáv menn og fljóð!“ Með pessura orðum lætur skáldið I'jallkonuna ávarpa börn sín, hina ís- lenzku pjóð. Vér finnum heldur ekki betri orð til pess að ávarpa leseudur Tora með nú í byrjun hins nýja árs og við hin nýju aldamót. Gleðilegt nýár og pökk fyrir hin umliðnu árin, lesendur góðir, pökk fyrir tryggð yðar og vinfesti við blað vort, sem nú byrj- ar sitt tíunda ár, en sem heíir átt við míkla og marga örðugleika að stríða. Án fylgis yðar og trausts hefðum vér aldrei getað sigrað í pessari baráttu, en nú horfum vér hugglaðir í mót hinni nýju öld, treystandi pví, að Drottinn gefi oss krapt og fjör til pess enti um mokkur ár að vinna eptir megni að lieíll og framför vorrar elskuðu fóstur- jarðar. Við áramót er margs að minnast, og hvað pá við aldamót, slík sem pessi. Hvílík öld sem nú er að renna til viðar! Heimsins mesta framfara- öld, öld sem hefir að mörga leyti gjör- samlega umhreytt útliti og fyrirkomu- lagi mannfélagsins. Hún er dóttir .átjándu aldarinnar, og sver sig í ætt- ina, en pó, hve ólík! Átjánda öldin, skynsemistrúar-tímabilið, sem endar á stjórnarbyltingunni miklu. Byltinga- og umbrotatími, en sem ekki getur -komið á föstu skipulagi í stað hins gamla, er niður var rifið. Napoleon sezt að á rústum hins gamla frakk- neska konungdæmis, og hans blóðugu styrjaldir móta hina fyrstu tugi nýju aldarinnar. Hann beitir harðstjörn, og hinir pjóðhöfðingjarnir, sem loks fengu yfirstígið hann, sverjast í hið alræmda harðstjóra bandalag er nefn- ist „heilaga sambandið“. Napoleons- stríðin skilja Norveg frá Danmörku, en ísland er kyrrt; pví var gleymt. Svo ríkir harðstjórnin um alla Horð- urálfu par til 1830, pá heyrist brest- ur hár og mikill, er hin frakkneska pjóð í annað sinn braut af sér hlekkina. Ný frelsisalda hófst, og áhrif hennar náðu jafnvel til vors fjarlæga lands. En frelsið var ungt og lítt magnað, pað var brotið á bak aptur, en pnð eymdi í glóðinni, og 1848 sló eldinum upp í ljósum loga; pá mátti heita upp- reist um alla Norðurálfu. Að vísu er hún brotin á bak aptur, en pjóðhöfð- ingjarnjr neyðast pó til að slaka til og veita pjóðunum meira frelsi; á pví tímabili kemst á pingbundin stjórn í flestum ríkjum álfunnar. Um miðja öldina hepta Vesturpjóðirnar yfirgang Rússa. J>á lyptir prússneski örninn vængjunum, skekur þ&, og ríkir sjálfa. Eldur og blóð geysar, og alstaðar blakkar örninn yfir vígum. Eyrst Danir, síðan Augturríkismenn og síðast Frakkar mega lúta honum. Ítalía verður frjáls; kappinn Garibaldi færir mönnum heim sanninn um pað, að öld hetjuskapar og ævintýra er ektíi úti enu. Svo kemur hin síðasta frakkneska stjórnarbylting og seinasti aldarfjórð- ungurinn hefst. Viðbnrði hans pekkja allir sem komnir eru til vits og ára, og parf ekki á pá að minna. jþetta er í örfáum orðum hin póli- tiska saga aldarinnar. En öldin á sér aðra betri og fræg- ari sögu, og pað er saga hugvits og vísinda. Engin öld, er sögur fara af, hefir borið svo merka atburði í skauti sínu sem uppgötvanir pær, er gjörðar hafa verið á pessari öld. Gufuvélin er að vísu barn átjándu aldarinnar, en nítjánda öldin fyrst kemur króan- um á legg og lætur hann vinna fyrir sig. Skip og vagnar knúðir áfram með gufu afli — hvílíkt furðuverk! Heimurinn stóð hissa, en brátt vand- ist hann við að nota hið nýja afl. Tsland er hin eina pjóð sem lítt hefir notað sér petta afl, við höfum aðeins séð pað svífa meðfram ströndum lands- ins, færandi áfram hin ú 11 e n d u gufuskip. fað er fyrst á síðustu árum að nokkrir innlendir menn hafa keypt sér gufuskip. En svo kemur annað afl til sögunn- ar. Rað heitir rafurmagn. |>vl á heimurinn að pakka telegrafinn, telefóninn og óteljandi uppgötvanir aðrar. þekkingin á rafurmagnsafiinu fer óðfluga vaxandi, pað má framleiða k ótal vegu, fossar og ár geta rekið vélar, og vatnsaflið, breytt í rafur- magn, má leiða langar leiðir. Náttúrufræði, eðlisfræði, efnafræði og læknisvísindi hafa tekið svo stór- kostlegum framförum, að orð fá pví tæplega lýst. Nægir að benda á bólu- setningarnar, bakteriufræðina, anti- septik, Röntgens geisla, ljóslækningar, svo og margt fleira, er oflangt yrði hér upp að telja. Prometevs sótti eldinn til himna, en vísindamenn pessarar aldar hafa ekki einungis leitt eldinguna af himni ofan, heldur og tekið öfl vatna og undirdjúpanna í pjónustu sína. Og hvað hefir nítjánda öldin fært íslandi? Hún byrjar ekki glæsilega. Hungur og neyð og vesaldómur um land allt; en brátt rísa upp afbragðs- menn, sem beito kröptum sínum af alefli til viðreisnar fósturjörðiuni. Átjánda öldin átti einnig marga slíka, og áhiif peirra ná einnig til nýju aldarinnar, parf aðeins að nefna menn sem Eggert Ólafsson, Skúla fógeta og Magnús Stepbensen. Eu pað var ekki eitt, heldur allt, sem purfti viðreisnar við. Tungau var spillt og pví nær glötuð hjá flestum heldri mönnum, pjóðernistilfinningin dofnuð og menntunin sáralítil, allt ber merki um skort og kúgun. 1 menn- ingaráttina mun enginn hafa gjört meira en Magnús Stephensen, pó litlar pakkir fengi hann fyrir pað hjá sum- um. En hann var átjáudu aldar maður með lífi og sál; upplýsing var pekkiorð peirrar aldar, en orðið vildi stundum verða andasnautt stagl, en nýja öldin purftí nýtt blóð og nýjan krapt. p>að purfti að vekja pjóörna af svefni, alpýðuna, er oin hafði geymt tung- una, sem lærðu mennirnir höfðu týnt, alpýðan elskaði enn Ijóð og sögur, en lifðí sem i draumi; að vekja hana, megnuðu s k á 1 d i n ein. Skáld átjándu aldarinnar, fyrst Eggert, svo Bene- dikt Gröndal eldri, svo Bjarni Thor- arensen. hann Inkarnation íslenzks pjóðernis og hins gainla hetjuskapar. Hve stná, hve máttlaus virðast ekki sum hinna nýju skálda, er kvæði peirra eru borin saman, við t. d.: „p>ú nafn- kunna landið“. „Fjör kenni’ oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll aýni torsótturn gæðum að ná, bægi, sem Kerub með sveiflanda sverði, silfurblár Ægir pér kveifarskap frá!“ fetta voru orð til að kveða líf í dauða pjóð, og pað tókst. Hver afbragðsmaðurinn reis upp á fætur öðrum, Jón Sigurðsson, Ejölnis- menn, sem fylgdu hver sinni stefnu, hvortveggju brennandi af föðurlands- ást og framfarahug, Jón praktiskari, hinir meiri hugsjónamenn. Manniget- ur næstum tekið sárt að hafa ekki lifað á peim tíma. J>ó pjóðina vant- aði pólitiskt frelsi, pá fæddi frelsis- baráttan af sér andlegt líf, og pá var s ó m i að pví að heita íslendingur. Yér pekkjum pessa menn af verkum peirra, ritum, ræðum og kvæðum. Hver er sá íslendingur, er nokkurntíma hefir litið í Jónasar kvæðabók, sem ekki pekkir og ann „listaskáldinu góða“, sem endurfæddi og fágaði svo íslenzka tungu, að hún skín sem skærasta gull í ljóðum hans og óbundinni ræðu. Og pjóðin fylgdi peim, fylgdi hinum politiska foringja, Jóni Sigurðssyni. Ekki einn í hóp og tveir í lest, einsóg nú gjörist, heldur sem einn maður. Yér elskum pessa menn, eins pá af peim er vér aldrei höfum séð, og vér óskum að nútíðarménnirnir væru peim líkir. En pví miður — hvar eru nú peir menn, sem pyrðu að standa upp á móti stjórnarboði og segja: vér mótmælum allir! Nei, nú eru aðrir tímar. Mennirnir frá 1851 eru fyrir löngu undir lok liðnir, og peir sem vilja vinna í peirra anda eru kallaðir apturhaldsmenn, heimskingjar, og öllum illum nöfnum. Regar hin danska stjórn, hinn ömerki- legasti Islands ráðgjafi, sendir erind- reka sinn á ping með sitt tvísýna tilboð, pá vilja nær helmingur ping- manna, og vel að merkja, ekki peir smærstu, heldur flestir heldri menn, tkppsögn skrlfleg butidín við áramót. Ógild nema kom- in sé til ntstj. fýrir 1 oJctó- bcr. lnnl. attgl. 10 anra línan, eða 70 a. Jiverþum. dálks og há’fn dýrara á 1. siðu. NR. 1 menn sem ættu að vera andans menn og merkisborar frjáísrar menningar — peir vilja gleypa við pessu tilboði, peir vilja gefast upp. J>eir oru preytt- ir á baráttunni, og vilja taka pessu svokölluðu kostaboði stjórnarinnar um sérstakan íslenskan ráðgjafa er skilji og tali íslenzku og mæti á pingi. Sérstakan ráðgjafa höfðum vér áður samkvæmt stjórnarskránni, pað er ekki hún sem hefir mælt svo fyrir að hinum íslenzku ráðgjafastörf- um skuli dembt uppá dómsmálaráð- gjafa Dana, er situr í ríkisráð- mu. Nú er oss boðinn nýr ráðgjefi, og formælendur hinuar nýu stefnu telja sjálfsagt og rétt að hann sitji einnig í ríkisráðinu. Já, höfuð- paurinn sjálfur, danskí íslendingurinn, átrúnaðargoð pessara mauna, hefir sjálfur flutt pá skoðun í sinni miklú Eimreiðargrein, er Valtýingar fl ekki nógsamlega lofað. Blöð peirra hafa reyndar sneypst til að láta sem pau væru ekki samdóma foringjanum í pessu efni; t i 1 n e y d d hafa pau gjört pað, og er pað ein af peirra mörga tilraunum til að villa sjónir fyrir al- pýðu manna, vitandi pað, að ef peir gjörðu pað lýðum ljóst að pau væru samdóma kenningu Valtýs um að ráðgjafi íslands eigi að sitja í ríkisráði Dana og að grundvallarlög Dana gildi á íslandi, pá mundi ekki nokkur lifandi maður vilja fylgja peim framar. En hvaða pýðingu hefir pað að mót- raæla í orði, en sampykkja i verki? Og pað gjöra peir sem vilja taka pessu boði, sem grundvallast á pessari kenningu og engu öðru. Stjórnarskráin frá 1874 færði oss árangurinn af æfistarfi Jóns Sigurðs- sonar, innlenda stjórní okkar sérstöku málum. 1 gr. stjórnarskrár- innar segir svo : „I. 1. gr. I öllum peim málefnum, sem samkvæmt lögum um hina stjórn- arlegu stöðu íslands í ríkinu, 2. jan- úar 1871, 3. gr., varða ísland sér- staklega, hefir landið löggjöf sína og stjörn útaf fyrir sig.“ Jetta er pað vígi, sem vér verðum að verja, meðan nokkur íslendingur lifir. En petta vígi vilja peir yfirgefa og láta Dönum í hondur, peir sem vilja aðhyllast stjórnartilboðið, og um leið gefa frá sér eina vopnið sem vér eigum, 61. gr, stjórnarskrárinnar. íslendingar! Einnst yður petta hyggileg pólitík? það hefir að visu sungið fyrir eyrum yðar nöldrið og sífrið um ónýti stjórnarskrárbarátt- unnar — pað er ekki til neinsaðklifa á pví sem aldrei fæst. segja hinir hug- lausu, pað kostar bara peninga. Víst kostar pað peninga, pví neitar enginn. En einsog hér að framan er sýnt og sannað, pá er pað baráttan sera skapar hug og móð og dáð og dug í pjóðina. Hverníg ætli pjóðfundar-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.