Austri - 27.01.1900, Blaðsíða 2

Austri - 27.01.1900, Blaðsíða 2
NR. 3 Al) STRI. 10 fyrir hendi í viðlagasjóði, en annars fæst ekkert. — Eg ætlaað skrifa þér síðar, og minnast meira á pingið í sumar leið, og svo á kosningarnar, sem væntanlega fara fram á næsta sumri. Kirtjuvöntunin á Öldunni. —o— Um fátt mun mönnum hér hafa verið tíðræddara í seinni tíð heldur en það, hve daufleg j ó 1 i n hafi verið á Seyðisfirði í þetta sinn. Allir vita hvernig blessað veðrið var, því nær ó- fært húsa á milli jólavikuna fyrir ill- viðri og ófærð. J>að var ekki fyr en á nýársdag að veðrið varð skaplegt. J>etta hefir ]>ví verið viðkvæðið hjá fólki sem hitzt hefir nú síðan góðviðr- ið byrjaði, er menn hafa farið að óska hver öðrum gleðilegs nýárs: „Já, ekki veitir af, ekki voru jóíin svo skemmti- leg“. „Eg hefi aldrei lifað jafn leið- inleg jól“. „Eg fór ekki út fyrir hússins dyr“. .,Eg svaf alltaf“. „Eg fór ekki einu sinni í kirkju“. Já, þarna kemur það, þrátt fyrir alla „fríþenkingu“ er almenningur ekki orðinn meira „móðins“ en svo, að honum þykja það daufleg jól, er ekki verður komizt í kirkju. Hér á Yestdalseyri voru menn þó betur staddir í því efni; reyndar sást lítið til vegagjörða bæjarstjórnarinnar, því á gamlaársdag flæddi áin sem fyr yfir alla Eyrina, en Guð almáttugur hafði lagt til veg eptir fjöruborðinu, og þannig gátu menn með illan leik komizt í kirkju á nýársdag, en hver, sem ætlaði sér að stefna á hina nýju vegabót bæjarstjórnarinnar, sökk 1 krap upp að mitti. En þrjá hátíðisdagana í röð, aðfangadagskvöld, 1. og 2. jóla- dag var hér messað yfir hálf tómu húsi, sem stafaði meðfram af því, að því nær ómögulegt var að sækjakirkju af Oldu og Búðareyri, sökum þess að íllfært mátti heitahæði á sjóoglandi. Reyndar er hér á Yestdalseyri og í grenndinni nóg fólk, er geti fyllt kirkj- una, og hefir líka Jirásinnis gjört það, en í þetta sinn var veður svo kalt og hvasst, að ósitjandi var í ofnlausri kirkju nema fyrir fullorðið og hraust fólk. • í þetta sinn hafa margir Oldubúar haít orð á því, að þeim hafi þótt það mjög leitt að geta aldrei komizt til kirkju um hátíðarnar. „pað er ekki eingöngu af viljaleysi að við Oldubúar ekki komum til kirkju“ sagði ein af helztu konum bæjarins við mig nýlega, er okkur varð tíðrætt um bin „dauf- legu jól“. Að þetta er satt, veit eg vel, eg hefi sjálf verið búsett á Öld- uuni, og veit að það getur opt verið erfitt, jafnvel á sumardag og það í góðu veðri, að sækja kirkju út á Yest- dalseyri, og ber margt til þess. Vega- lengdin er að vísu ekki mikil, T/a—1 klukkutíma gangur. En að vera kom- inn út á Yestdalseyri fyrir hádogi, er þó ekki umsvifalaust, að minnsta kosti fyrir margt kvennfölk, sem einmitt á sunnudagsmorgnana hefir í fleiru að snúast heldur en endrarnær. Um vet- ur gætir þessa þó miklu meira, og það mun óhætt að segja, að einsog landslagi og veðráttufari er háttað í Seyðisfirði, þá getur það opt komið fyrir, að ófært sé á milli Ejarðaröldu og Vestd .lseyrar marga daga í einu bæði á sjó og landi. Er því ekki, er a'lls þessa er gætt, ástæða til að furða sig á, þó Öldubúar og Búðareyringar sæki ekki vel kirkju á Vestdalseyri. Að þeir gjarnan vilji beyra Guðsorð haft um hönd, sést bezt á því, að þeir tvo vetur, (1896 og 1897) hafa launað guðfræðingum úr eigin vasa til þess að halda uppi guðsþjónustugjörðum áhelgi- dögum á Öldunni, og þær samkomur hafa verið mjög vel sóttar, og það þó húsnæðið væri ekki sem viðfeldnast. Guðsþjónustugjörðirnar hafa nfl. farið fram í Bindindishúsinu, sem, einsog kunnugt er, er notað til allskonar mannfunda, t. d. sjón- og danzleikja: og mun mörgum hafa þótt óviðfeldið að setjast niður og hlýða á guðsþjóuustu- gjörð í sama húsinu, þar sem rnenn, máske kvöldið áður, hafa verið að danzleik. Ekki svo að skilja, að eg alíti að danzleikir ogþví um líkt saurgi húsin, en fæstum mundi þykja sæmi- legt að halda danzleik í kirkju. Og þá er eg loks komin að efninu. J>að vantar kirkju á Öldunni. Hún verður að byggjast, og það sem fyrst, |>að er ekki í fyrsta sinn, að þessi hugmynd liefir kornið fram. l>cgar gamla Dvergasteinskirkjan var rifin, mun það hafa verið rætt rækilega, hvar hentugast væri að reisa nina nýju kirkju, og niðurstaðan varð, að hún var byggð' hér á Vestdalseyri. Yar þá miklu minni byggð á Öldu og Búðareyri heldur en nú, og miklu færra fólk, engin brú yfir Ejarðará, enginn vegur milli Búðareyrar og 01du; og þá var hér aðeins eitt sveitarfélag, svo kirkjan stóð pá hérumbil í miðri sveit. Mun það því hafa verið álit manna, að kirkjan væri bezt sett á Vestdals- eyri, og að þar mundi hún verða betur sótt, heldur en ef hún stæði fyrir innan fjarðarbotninn, á 01dunni. En reyndin hefir orðið allt önnur. Kirkj- an á Vestdalseyri hefir opt staðið tóm og orðið messufall, eða þá að messað nefir verið yfir sárfáum hræð- um. Er slíkt kristnum söfnuði til stórrar hugraunar, og skylduræknum presti hin mesta skapraun. J>egar kirkjan fauk á Vestdalseyri, var mikið rætt um það, að byggja hana upp aptur í aðalhluta bæjarins, en Vestalseyringar og Utfjarðarmenn vildu eigi missa kirkjuna. af Vestdals- eyri, en fé skorti þá og áræði til þess að koma upp kirkju á Öldunni eða Búðareyri, þó meun fynndu brýna nauðsyn til þess. Síðan hefir málið legið í þagnar- gildi. En með fjölgun íbúa bæjarins í innri hlutanum vex alltaf þörfin að því skapi fyrir kirkju þar, og vart getur hugsazt betra málefni fyrir kristinn söfnuð en þetta, til að fylgja nú fram sem eiun maður í bróður- legum kærleika og eindrægni. Og þá I aitti þetta nauðsynjamál bæjarins ekki | að vaxa bæjarbúum svo í augum, að í þeir þyrðu eigi að leggja út í það. Hér í bæ eru tiltölulega lítil útsvör í samanburði við aðra kaupstaði lands- ins, og gjaldþol bæjarins og tekjur I vaxa ár frá ári, svo bæjarbúum ætti ekki að vera ofvaxið að taka lán upp á langa afborgun til þess að reisa kirkju fyrir. þannig fóru Akureyr- ingar að, þegar sóknarkirkjan var flutt frá Hrafnagili ofan á Akureyri, sem þá var miklu fámennari og efnaminni bær en Seyðisfjarðarkaupstaður er nú, og óx þó fæstum sú lántaka í augum, og er nú víst að mestu endurgoldin. Svo er sjálfsagt að létt yrði undir byrði kaupstaðarins með i'rjálsum sam- skotum og hlutaveltu og bazar, sem áður hefir gefizt hér mjög vel, bæði er Vestdalseyrarkirkja var reist, og þegar verið var að safna fé til spít- alans. Hú hafa Öldubúar og Búðareyring- ar fengið h]á sér prýðilegt kirkju- garðsstæði, en næsturn því frágaugs- sök fyrir þá að fara með lík hingað ut í Vestdalseyrarkirkju og svo inn- eptir aptur í kirkjugarðinn. Eu svo er Guði fyrir þakkandi, að enn munu þó flestir kristnir menn kunna bezt við þann kristna sið að bera líkin í kirkju, en sem aðeins verður hægt fyrir meginhluta bæjarins með því au reist verði kirkja í innri hluta hans, annaðhvort á Öldu eða Búðareyri. Læt eg svo úttalað um mál þetta að sinni, en óska og vona að sem fíestir styðji það með ráði ög dáð. A. -f- B. Síra Pétur og landsstjórnin. —:o;— f>ótt við, sem þetta ritum, séum hvorki lagamenn né Levítar, dettur okkur í hug að bera upp eitt lítið réttarspursmál fyrir slíka menn og hvern sem þessar línur les og eittkvað þekkir til kringumstæða. Réttarspursmálið er í stuttu máli það, hvort vel nefndur uppgjafaprestur muni ekki eiga réttarkröfu til sæmi- legs framfæris hjá stjórn landsins eða stipsyfirvöldum. Málinu er svo varið, að þegar síra P. tók við Grímseyjarbrauði og flutti þangað 1868 með konu sinni, stóð svo á, að yfírvöldin (sem þá voru) höfðu þá árum saman verið í vandræðum með Grímsey, því að enginn vildi, þótt beðinn væri og marg dekstraður,( þangað fara sem þjóuandi prestur. Loks tókst þeim að semja við síra P. sem þá var við nám í Rvík. Samdist svo, að yfirvöldin hétu honum veitingu á hinu fyrsta góða meðal- b r a u ð i, sem laust yrði og hann bæði um, þegar hann hefði þjónað íGrímsey full sexár. fetta fyrirheit var síðan staðfest með stjórn- arbréfi. JNu tók síra P. við brauði sinu; og mun sannast bezt að segja, að fáir munu hafa tekið við lélegri stað eða órýflegri úttekt hlotið hér á landi á þessari öld. Eptir því var kagur eyjarskeggja bágborinn um þær mundir. Sjálfur tók haun og við brauðinu félaus. En allt um það leið ekki á löngu áður en margt fór að lagast og lifna þar úti. Sjálfur var hann laginn, hygginn, hægur og hag- sýnn, og hinn bezti starfsmaður, enda var kona hans, frú Solveig Björnsdóttir, skörungur að dugnaði sem greind. Lét hún einkum til sín taka að sjá um betri ungbarna meðferð, svo og allan þrifnað og siðmenning í aðbún- aði þar á eynni. Um greiðasemi og hjálpfýsi þeirra hjóna segja allir hið sama. Eór þá smásaman svo, að allur hagur eyjarbúa tók drjúgum og jöfnum framförum alla stund sem liann bjó þar úti, ©g gengu þö stundum ísavor og annað harðæri. Eitt af því, sem stórnm bæfti kjör Grimseyinga var það, að Húsavíkurkaupu aður tók að senda þeim vöruskip á hverju sumri, enda bættust þá og bráðurn við strand- ferðaskipin, sem skylduð eru til að koma þar við um hásumartímann. Er nú Grímsey engu afskiptari með sam- göngur orðin en ýrcs útkjálkabrauð í landi eru. En svo við snúum aptur til síra Péturs, komst hann þar brátt til nokk- urra efna, fyrir dugnað og hagsýni þeirra beggja. J>ó rýrðust þau efni óðum aptur, er bann tók að endur- byggja staðinn. Reisti hann þar uvert hús frá stofni af beztu kostum, svo þar varð snotrari staður en víðast annarsstaðar á útkjálkum þessa lands. furfti þar til mikinn kostnað og um- stang. Síra Pétur var og hinn ötul- asti og verklægnasti til að hj ilpa sóknarbændum sínum; er mælt ao tveir eink bæir séu þar, som ekki bera j menjar eptir hann. Á síðaii árum hans í eyimi tók kona haus mjög, að bilast að kröptum og lieilsu, mest að sögn sakir hins næma kukla, sem þar er tíður, og gamallar áreyuslu. Vildu þau úr því, og einkum hún gjarnan flytja til lands. En hvert skyidi flytja? Eptir 17 ára þjónustu lét síra P» sækja fyrir sig um Saurbæ á, Hval- fjarðarströnd. ]>að brr.uð féldt hann ekki. Seinna bað hann um Mælifell, og fór það á sömu leið, <yida voru þá og kosningarlög safnaða komin á. Loks varð hann að segja lausu 189,5, eptir 27 ára prestsþjónustu á eynni. Fluttu þau hjón tiIAkureyrar og létu þegar stofna til húss-smíðar — í trausti til fagurra fyrirheita! Alþingi veitti honum eptirlaun 500 kr., og hefði á þau mátt líta, ef samningur sá, eða fyrirheit landsstjórnarinnar hefði ekki verið á undan gengið. þ>vi fyrir traust sitt til samningsins réðst hann í þann kostnað að byggja húsið — fremur lítið, en snoturt og eigulegt; er og dýrt fyrir efnalitla að búa hór í leiguhúsum. Erá Grímsey fluttu þau hjón sár-félítil, þareð hin síðustu árin, auk flutningsins, liöfðu orðið þeim rnjög erfið og kostnaðarsöm. fegar svo síra P. sá, að hann meö engu móti myndi kornazt vandræða- ‘laust af einsog komið var, tók hamu enn að treysta hinu forna fyrirheiti,, og sótti til síðast haldins alþingis umi 300 kr. viðbót, og ekki miuna, og kvaðst ekki með öðru móti geta staðið straum af sér og veikri konu sinni né haldið hinu nýja skýli sínu. Svar upp á umsókn hans er þó enn ókómið, og mun vera synjun tóm, þótt þagað sé. En hitt höfum við spurt, að einhver þingmanua haíi. þá er beiðni síra P. var rædd, lagt það til, ; að honum skyldi gefinn kostur á að flytja vestur að Stað í Súgandafirði — vandræða-brauði, afar snauðu, af- skekktu og óskemmtilegu, sem enginrr sækir um. Síra Pétur er nú uær sjötugur og pött hanu sjálfur væri nokkurs fær, er kona hans ófær til ílutnings og ferða, enda nær slík fcil- laga siður en ekki nokkurri átt, ef vera á alvara, en ekki -spott. Við ítrekum nú spurningu okkur, hvort ekki liggj beinlínis eða óbeinlínis sú skylda á stjórn þessa lands að sjá fyrir sæmilegu framfæri séra Péturs, eins og hans kjör nú eru komin?— Tveir Oddeyringar. * * * • J>ess væri óskandi, að laadsstjórnin og alþingi fynndi nú í sameiningU hvöt hjá sér til þess, að bæta síra Pétri Guðmundssyni þann órótt, er hann ómótmælanlega hefir orðið fyrir, þar sem eigi voru haldin við haun orð og be>n loforð af veitingávaldiuu. Virðist eitthvað mjög særandi í því fyrir sómatilfinningu þingsins, stjórn- arinnar og þjóðarinnar, að gjörast meðsek i því að jafn heiðarleg hjón komist á vonarvöl í sinni háu elli eptir hið sómasamlegasta æfistarf. Ritstjóiinn.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.