Austri - 09.02.1900, Blaðsíða 2

Austri - 09.02.1900, Blaðsíða 2
NR. 5 A TT S T R I. 16 eyðileggja á vi'xl hvorar aðrar. Og ellin og hrumleiki á rót sína að rekja til pess, að rán-cellurnar verða líf- cellunum yfirsterkari og eyðileggja lífærin, heilarin o. s. frv. Metchnikoff lagði nú pá spurningu fyrir sjálfan sig: Geta vísindin ekki styrkt svo líf-cellurnar, í sinni heilsu- samlegu baráttu gegn rán cellunum, að pað komizt á jafnvægi milli pess- ara fjanda? Metchnikoff fullyrðir nú, að nákvæm- ustu vísindalegu rannsóknir hans svari pessu spursmáli með eindregnu já. Hefir Metchnikoff beztu vonir um að pað „serum“ muni finnast, er varðveiti hvert líffæri, ekki pó móti utanaðkom- andi gerlum og basillum, heldur á móti hinum i n n r i skæðu óvinum lífsins, hinum rángjörnu morðingj- um, hlóð cellunum. Hefir Metchnikoff pegar fundið pað „sernm,“ er varðveitir og styrkir hinar heilsu- samlegu rauðu blóðagnir. Og nú rétt fyrir jólin fann hann pað „serum", er styrkir nýrun. Er pví pað sem pegar er fengið við pessar rannsóknir heldur notasæl jólagjöf til mannkynsins. Og enn hefir Metchnikoff góða von um að finna fleiri „serum“ í pessa átt. Búar. Norðmaður noklcur í ridd- araliði Englendmga hefir ritað „Ham- ars Stifts Tid.“ á pessa leið: í Prætoria (höfuðborg Búa)eru um 2000 enskir herteknir, par af 40 yfir- liðar. tpgar pessir fangar komu til borgarinnar, pá tóku íbúarnir ofan fyrir peim og stóðu berhöfðaðir með- an peir fóru fram hjá. Eöngunum er flestum komið fyrir á einstökum heim- ilum og umgangast Búar pá fremur sem vini sína eu óvini. Búa kona nokkur sagði: „Yið höfum gefið fóstur- jörðunni eiginmenn vora og syni, og pó peir falli allir, pá munum vér innræta smábörnum vorum samalund- erni og feður peirra og bræður gengu í dauðann með4*'. Á vígvöllunum hafa legið fallnir 12, 14 og 16 ára gamlir drengir. Ekkja nokkur átti einn son, og var hann einbirni, er var yndi og eptir- læti hennar, og var einhver af efni- legustu yngri lagamönnum lýðveldisins. Hann fór í stríðið, og pegar móður hans var sagt frá pví, að hann væri fallinn, svaraði húr,: „Eg hefi fórnað föðurlandinu honum til pess að hann verði pað og frelsi pess, hefði eg átt fleiri syni, hefði eg gefið fösturjörð- unni pá alla!“ fað verður Englendingum örðugt að berjast við pá menn, er eiga pví- líkar mæður. Josep Chamherlain, nýlenduráðherra Englendinga, er mest er um ófriðinu við Búa að kenna, er fæddur 1837, og er hann sonur stórkaupmanns nokkurs, er verzlaði með skófatnað. Joseph Chamberlain stofnaði ungur stóra verk- smiðju i Birmingham og gjörðist brát.t einn af helztu og atkvæðamestu borg- arbúum og gjörðist síðar par svo ráð- rikur, að pað var orðtæki: ,.að Joseph Chamberlain væri Birmingham og Birmingham Joseph Chamberlain.“ Allur porri borgaranna trúði á hann, prátt fyrir ráðríki hans og drottnun- argirnd og völdu hanu fyrir pingmann sinn 1876. 1 Parlamentinu bjuggust menn við að Chamborkin fyllti fiokk æsinga- manna, og voru aðeins í efaum, hvort hann mundi fyr reyna að velta altariuu eða hásætinu. En er hann kom á ping, lét hann fyrst lítið á sér bera. en gaf öllu ná- kvæmar gætur og pegar hann loks tók til máls, sýudi pað sig, að hann var einna mælskastur allra pingmanna og mjög óhlífinn í orðum við mótstöðu- menn sína, og á pví marga óvini. Chamberlain varð verzlunarráðherra í ráðaneyti Gladstones 1880, en sveik flokkinn, er Gladstone vildi rýmkaum kjör íra, og fylgdi bráðum íhaldsflokkn- um á pingi og utan pings, án pess hinar fyrri frjálslyndu skoðanir hans hafi ofpyngt samvizku lians, og ætlar sér nú víst að gjörast foringi Tory- flokksins, er Salisbury fellur frá eða segir af sér. Er pá varla á verra von, pví met- orðagirnd og drottnunargirni Cham- berlains munu vera óseðjandi. Upppot varð svo milrið í kaupmanna- höllinni miklu í New York á annan í jólum, að varla eru dæmi til annars eins gauragangs par í landi, bó opt gangi par mikið á. Kaupmenn höfðu lengi „spekúlerað“ með annara manna fé, ea svo hækkaði leigan af peningum, flestir gengu eptir skuldum sínum, og fjöidiim allur varð í vandræðum með að borga pær, og pá kom hrunið. Eyrst urðu nokkrir stórkaupm. gjald- prota og drógu marga smærri með sér, svo urðu flestir hræddiroj; seldu alls- konar hlutabréf fyrir gjafverð, og síðan ærðust menn og fiörguðu ógrynni hluta- og skuldabréfa fyrir gjafverð. Má marka æði manna í kaupmannahöll- inni á pví, að á tæpum 2 tímum voru par seld 1,650,000 hlutabréf, og pau mörg stór. Kaupmenn voru orðnir viti sínu fjær, æddu um sem vitstola menn í rifnum fötum, flugust á, bölv- uðu og rögnuðu, æptu og orguðu. Menn töpuðu par fó, svo mörgum mill. dollara skipti, á svipstundu; stórríkir menn, sem höfðu haldið dýrðlegustu veiziur í skrauthöllum sínum á jóla- daginn, urðu nú á svipstundu öreigar. En sárast er, að parna missti fjöldi betri manna sinn síðasta pening, sem peir höfðu trúað pessum fjárglæfra- mönnum fyrir í von um háa vexti. þetta upppot sefaðist eigi fyr en peir púsund millíóna eigendurnir, John H. Kockefeller og Pierpont Morgan kornu til kaupmannahallarinnar og buðu sínum mönnum að kaupa af mönnum allkonar hlutabréf fyrir rnargar millíónir dollara. p>á fóru menn loks að hugsa aptur út í pað, að pau kynnu pó að veranokk- urs virði. En pað hlýtur að líða langur tími par til pau sár gróa, er petta voða- lega npppot 3ærði roenn svo mörgum púsundum skiptir. Norvegskonung-asögur Snorra Sturlu- sonar hefir nú dr. Gustav Storm snúið á norska tungu og látið gefa út; er útgáfan skreytt 300 myndum eptir helztu málara Norðm mna. Bókin er Öll 682 síður í fjögrablaða bröti. Yandaðri útgkfan kostar 28—35 kr., eptir pví hvað skrautlegt bandið er, en alpýðuútgáfan kostar 16,50—20 kr., og mun pað lítið verð á svo vandaðri bók, sem ætti líka að verða keypthér á ísl vndi, en sízt mætti hana pó vanta á helztu bókasöfn landsins. Húsbruni varð nýlega ákaflega mik- ill á horninu á Akersgötu í Kristja- níu, par sem meðal annars afgreiðslu- stofa og pappírsbyrgðir blaðsius „Daes Avisen“, og klæðahöll o. fl. brann til kaldra kola. 18 slokkvivélar voru brúkaðar tii pess að reyna að slökkva petta voða- lega bál, en gátu ekki annað aðgjört en hindrað útbreiðslu eldsins tilnæstu húsa. 600 málpræðir er sagt að hafi brunn- ið parna, en pá má fljóttbæta aptur, Ejártjónið er metið um 1 x/2 millíón króna. Hraðskeytin fr i Suðnr-Afríku kosta ensku blöðin 4 kr. 5 a. orð hvert. Blöðin geta reyndar fengið orðið fyrir kr. 1,35, en pá koma hraðskeytin líka rniklu seinna. Danskir smjörsalar sendu herliði Englendinga suður .í Afríku 50,000 smjördalla; enda kaupa Englendingar mest smjör af Dönum. Rússar ætla nú úr nýárinu að gjöra alvöru úr pví að banna annara pjóða skipum strandflutninga við Kússland, er peir taka í svo víðri pýðingu, að oss minnir, að par með sé og annara ríkja skipum bannaðir flutningar frá Svartahafi til Kússlands. Czekkar heimta nú manntal tekið í ár í öllu Austurríki fyrir vestan Leithfljótið, og skuli svo láta pjóð- flokkana ráða úrslitum um, hvaða tungumál sé par löggilt í hverju landi fyrir sig. Palizzolo heitir einn af pingmönn- um Palermoborgar í Kóm, og er hann ræningjaforingi heima hjá sér og ein- hver voldugasti maðurinn i Palermo- borg, enda á hann vísa aðstoð allra ræningja i.orgarinnar og umliggjandi sveita; heimsækja ræningjarnir ping- manninn og gefa honum stórgjafir, og fara ekki í neina launkofa með pað. Voðalegt slys. Sú hörmung vildi til á landamærum Erakklands og Belgíu rétt fyrir jólin, að 35 börn drukknuðu ofan um ís á ánni Lys, par sem pau höfðu verið að leika sér. Snillingahæli vill einn ameríkskur prófessor stofna par vestra. Honum reiknast svo til, að pað fari minnst einn snillingur (Geni) „í hundana“ á degi hverjum í Ameríku einni. Pró- fessorinn vill nú safna pessum skip- brotsmönnum lifsin3 saman á einn stað, pó pannig, að hinum sérstöku andstæöu snillingum lendi par eigi saman, t. d. heimspekingum og skáldum o. s. frv., heldur sé hver flokkur snillinganna par sér, og gefist tækifæri á að stunda list sína eða vísindi. Prófessorinn ætlar sér að finna snillingana með segulmagni(H) Oss er skrifað af ísafirði 2. janúar: Nóttana milli 15. og 16. desbr. brarm til kaldra kola hús Bárðar búfræðings Guðmundssonar á Hesteyrí i Jökulíjörðum, og varð par að eins fólkinu, 4 fullorðnum og 2 börnum, bjargað hálfnöktum. Sýslumaöur H. Hafstein fór pangað óðar er hann fékk fréttir um petta, til að taka próf um eldsuppkomuna, par sem i bæði hús og lausafé var vátrvgit. Yið próíið bar öllum húsbúendum sainan og ekkert virtijt grunsamt, en sýslu- maður tók samt húseiganda með sér hiugað, og eptír fáein próf á ný tókst honum að fá fuíla játningu Báröar fyrir því, að hann af ásetíu ráði hefdi Uveykl í húsinu vegna peninga- vandræða. Húsið var vátryggt fyrrr 1600 kr. og hafði B. skömmu fyrir eldsvoðann reynt að fá ábyrgðina hækkaða upp í 2000 kr. eu iékk neitun, en sem ekki barst honum fyr en eptir brennuna. Lausafé Bárðar var vátryggt fyrir 1400 kr. og ráðs- konu hans fyrir 400 kr., og er talið víst að eigur peirra til satn.ans, pá er bruninn fór fram, hafi eigi getaö numið priðjungi peirrar upphæðar, eða j ef til vill eigi meir en tímmtungi. | Ekki vill B. kannast við að neina í liafi verið í vitorði með sér. itofabæ í Leiðvallahr. Yeatr. Skfss. 16. f. m, Heill og sæll Austri minn! pó eg setjíst við að skriía pér fáeinar línur, ímynda eg mér að pú tukir .ekki undir með gamla tíahtmoni: „Svo sem kalt vatn er pyrstn sáiu,. sé góður boðskapur af íjariægu landrri jþaö má virðast keuna djöríungar, að eg fer að hripa pér líuur pessar, par sem pú ekki einu sinni veitst aö eg er ti), pó af pví, að starfsbróður piuum „Bjarka“ er öðru hvoru skrifað úr héraði pessu, pykir mér vel til fallið, að fylgja par í humátt á eptir í pví trausti að pú virðxr á hægra veg, pó miði pessi ekki verði klæddur vísiiida- legum búmngi. J>að eru pá vanalegu fyrstu frétt- iruar um tíðarfarið, og fylgi eg hér peirri reglu. Eptir að hinn gjaffeldi vetur 1899 gekk úr garði, var tíðm jafnaðarlegast mild og góð. Eénaðar fellir varð ekki. Yorið fremur rign- ingasamt og perridauít, pó náðist almennt sáð og eldiviður hór um slóðir. Aptur skemmdust pau í útsýslunum, Árnes- og Rangárvallasýslurn. Sum- arið var mjög perridauít og rigningar stórfeldar, en hlýindi fram undir höfuð- dag. uTr pví urðu rigningarnar stór- feldari og livassviðri tíðari. Heyföng pví nál. í meðallagi, pví jörð var vei sprottin, einkum purlendi til ijalla, — Skaptártunga og Síða, enda neyjaðist par með bezta móti. Aptur á móti notuðust hey hér miður, pví hér eru fióar, fen og foræði, parf pví skarpan perri til að purka hey svo pau verði í góðri verkun, en pau seyddust hér af bitanum. fúnuðu og brunnu til stór skaða. Haustið og pað sem af vetrin- um er, nefir verið hretviðrasamt, en snjökomur litlar. Erost ineð vægasta móti kringum jólin, pá hæst eða rnest 15° B. Næstliðna vetrarvertíð aflaðist lítið. Stafaði pað meðfram af gæftaleysi og fiskiti egð, enda er hér aldrei beita pví síld vantar. Kauphöndlanin heldur eríið. Jarðepli spruttu æmilega eink- um róiur. Islenzkí melurinn rntð meira móti; en hretviðrin drógu mikið úr aflafeng peim sem mörgum í byggðar- lagi pessu er mesti búbætir i. Skurð- arfó reyndist meö rýrara móti. Verð á sláturfé í Vík mjög lágt. Framtíð- arhorlur eru pví ekki glæsilegar í héraði pessu. Heilsufar allgott, nema hvað kvef er aptur og aptur að heim- sækja fólk, virðist pad á seinni árum hafa verið tíðara enn áður fyrrum. Ekki hefir mikið kveðið að bráðapest í haust svo mér sé kunnugt, pó kemur sá gestur hér optast við ár hvert. Aptur á móti hefir skitupost almenut gjört vart við sig á löinbum, en fátt af peim drepist. Tvö skip strönduðu hér í fyrra vetur fyrir Meðaiandsfjörum enskur trollari, „Kichard Sympson“ frá Hull. Skipið var ekki seit i von um að ná pví út í sumar, sem eptir langa og nrikla fyrirhöfn reyndist áraugurslaust. I oíviðrunum í haust hlutaðist pað í tvennt, svo pað er nú líklega úr sögunni. Hitt skipið sem hér steytti, var iranska spítaluskipið „St. Paul,“ stærðar skip. Var pað

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.