Austri - 29.06.1900, Blaðsíða 1

Austri - 29.06.1900, Blaðsíða 1
Koma út Sll2blað á mkn. eðr 42 arkir minnst til nœsta nýárs; hostar hér á landi aðeins 3 kr., erlendis 4 kr. Gjalddagí 1. júlí. X. ÁE. Seyðisfirði, 29.júní 1900. Hér kemur það nú! íslenzkur fjalljurta Bitteressents er búinn til úr liinum kraptmestu jurtum og rótum, leystum upp i ekta kinadropum. Þessi Bitteressents gefur Jví ágæta matarlyst, styrkir taugarnar og er mjög þægilegur á bragðið. Ætti að vera til á öllum fieimilum. Prófið og dæmið! Pæst i öllum verzlunum á íslandi. Til kaupenda Austra. Kaupendur og útsölumenn Austra eru hérmeð vinsamlega beðnir um að borga blaðið nú í sumarkauptíð, annaðhvort í peningum eða innskript. Sérstaklega skora eg á pá, er skulda mér fyrir fleiri fyrirfarandi árganga Austra, að láta nú ekki lengur drag- ast að greiða mér andvirði blaðsins. Borgunina fyrir Austra má skrifa inn við allar verzlanir á Austurlandi, á Norðurlandi við verzlanir 0rum & Wulffs, Gránufélags, konsúlsHavsteens, Höefners og Jóhanns Möllers, á Yest- urlandi við verzlanir Isl. Handels & Utlendar fréttir. —o— Ófriðurinn hallast nú alltaf á Búa, sem verða á öllum stöðum að hörfa aptur. Hefir nú B u 11 e r, hershöfð- ingi Englendinga að austanverðu, alveg rekið Búa út úr N a t a 1, og halda nú Englendingar líka peim megin norður eptir Transwaal. pó hefir D e Wet, einum af helztu foringjum Búa, tekizt að sigra tvo herflokka af liði Methuens lávarð- ar norður af Kroonstadt og taka pá höndum. Ameríkumenn hafa ráðið Búum til að biðjast friðar af Euglendingum, og segja síðustu fregnir, að pað sé eigi fjarri skapi Krúgers, en Stejin forseti taki pví fjarri og vilji berjast meðan nokkur peirra manna standi lifandi nppi; og er pað álit hernaðarfróðra manna, að Búar mundu lengi ennpá geta varizt i hálendinu í kring um Lydenburg, enda sé par nógur forði vista og hergagna til langs tíma. Kriiger hefir pverneitað pvi að hann jetli sér að fiyja land til Hollands. Líklega hafa Búar einhverja von um að stórveldin láti eigi Englendinga brytja pá alla niður. En sú von mun reynast völt, einkum pá stórveldin hafa meira en nóg að sýsla austur í Kína, par sem allt gengur nú á tré- fótum. Kína. par magnast nú uppreist Boxanna dag frá degi, brenna peir bæi og trúboðastöðvar og jafnvel trú- boðana sjálfa og kirkjur peirra. fann- ig höfðu uppreistarmenu rétt nýlega Eiskeri Co. og á Suðurlandi við verzl- un H. Th. A. Thomsens. Ekkert íslenzkt blað gjörir kaupend- um sínum svo hægt með borgunina. Seyðisfirði, 20. júní 1900. Skapti Jósepsson. ~AMTSBÓKASAEjSTIÐ á Seyðisfirði er opið á laugardögum frá kl. 4—5 e. m. Vigilantia. Munið eptir pví, að Yigilantia tekur á móti hæði starfandi og ekki starf- andi meðlimum hringinn í kring um ísland. Eyðublöð fyrir uppljóstranir um ólöglega veiði botnverpinga fást á lyflahúðinni á Seyðisfirði. brennt kapólsku kirkjuna í sjálfri höf- uðborginni, P e k i n g, og sýnir pað, hve gjörsamlega ónýt og viljalaus stjórnin er til pess að bæla pessa uppreist niður, sem hefir opinberlega sett sér pað fyrir mark og mið að reka alla útlendinga burt úr Kínaveldi eða ganga af peim dauðum, og drepa alla pá Kínverja er hafa tekið kristna trú, og vita uppreistarmenn að pað er heitasta ósk Mandarinanna og keisara- ekkjunnar, sem hefir pakkað Boxunum röskva framgöngu, en skammað lið hennar sjálfrar fyrir bleyðuskap! Svo fast ganga nú Boxar að útlend- um mönnum og kristnum, að stórveldin hafa sent nokkra hermenn af herskip- um sÍDum til Peking, par sem sendi- herrunum hefir pótt ráðlegast að víg- girða hallir sínar. En nú hafa Boxarar brotið allar járnbrautir frá sjó til höfuðborgarmnar, svo pað er eigi víst, að flotaforingjarnir komi einu sinni nægu hjálparliði í tíma til Peking, pó sendiherrunum riði lífið á pví. En samt voru nú herskipin í óða önn að skipa herliði í land er síðast fréttist, einkum pó Rússar, er hafa nú par eystra hér um bil eius mikinn ' herskipastól og hin stórveldin öll til samans, og meiri landher en pau öll. Er eigi trútt um pað, að Engler.ding- ar gruni Rússa um, að halda undir niðri taum Kínverja, er peir muni síðan láta borga sér notalega liðveizluna með pví að reka Englendinga paðan úi Jandi og aðra mótgangsmenD Rússa. J árnbrautin frá Rússlandi yfir pvera Asiu er nú bráðum fullgjör og eptir pví færa Rússar sig upp á skaptið par eystra, og ætla sér sjálfsagt allan norðurhluta Kínaveldis, að höfuðborg- inni Peking meðtalinni. Er :mjög lík- legt, að paðan austan sé að vænta bráðlega stórtíðinda. — En sjálfir geta Kínverjar ekkert viðnám veitt yfir- gangi Yestur-pjóðanua, pví hvorki kunna peir til bernaðar og svo er allur herbúnaður Kínverja ákaflaga úreltur, einkuin er frá sjó dregur, par sem hermenn eru enn búnir spjótum, bogum, örfamæli og tréskjöldum! Danmerk. Kristján konungur er nú farinn til hinnar venjulega baðvistar sinnar í Wiesbaden á pýzkalandi, og var nú vel friskur. Georg Grikkjaprinz, landstjóri Krít- eyinga, hefir boðað Dr. Ehlers að koma pangað suður til pess að ráðstafa par holdsveikum mönnum, er helzt er ætluð vist á ey einni afsekktri norður af Kríley. Síðan ætlar Dr. Ehlers sér til Litlu- Asíu til pess að leggja parlíka ráð á, hvernig fara skuli með holdsveika menn; próast veikin tjar vel, einsog allur annar ófögnuður, undir stjórn Tyrkja? einsog áður á Krítey. Nýlega brann hin mikla Portland Cementverksmiðja við Álaborg til kaldra kola, og er skaðinn metinn jrfir hálfa millión króna. Hæstaréttardómur er nú uppkveðinu yfir glæpamönnunum á „Royalist“. Er skipstjóri Nilsson par dæmdur í 2 ára betrunarhúsvinnu og 8000 kröna skaðabætur til skyldmenna hinna drukknuðu o. fl. og skal hann rekinn úr landi að lokinni hegningu, og á ókvæmt til íslands. Stýrimaður Holmgreen er dæmdur í 15 daga og matreiðslumaður Rugaard í 20 daga fangavist við vatn og brauð. Hæstaréttarmálafærslumaður A s- m u s s e n sótti málið gegn botnverp- ingum fyrir hæstarétti, og fórst pað prýðilega. — Menn mega ekki gleyma, að glæpamenn pessir hafa setið í varðhaldi í Danmörku síðan í haust, og er svo löng fangavist jafnan látin draga nokkuð úr strangleika dómsins. Oskar konungur var nú í París og tóku Erakkar honum mæta vel, enda er hann ættaður af Erakklandi. Schaen af Persíu er nú á ferð um Evrópu, og ætlar í ferðalagi pessu að koma tilDanmerkur ogkynna sérsmjör- gjörð Dana, er nu fer mest orð af, pó ekki beri á pví enn, að vér íslend- ingar álítum oss parflegt að læra af Dönum í peirri grein, einsog Austri lagði til í vetur. Stephania krönprinzessa, ekkja Rudolphs keisarasonar, er nú gipt Lonyay, ungverskum greifa. Yildi Leopold Belgíukonungur faðir hennax lengi vel eigi pann ráðahag, en keisari Eranz Jóseph gekk pá í málið, svo ráðahagur sá mætti takast. Vppsögn shifieg lundin vit áramót. ógild nema kom- in se til ntstj. fýrir 1 omI- lcr. Innl. augl. 10 amra línan, eða 70 a. hverþuml. dálks og hálfn dýrara á 1. síðu. NR. 22 i Wilhelmina Hollandsdrottning * er nú sögð í bónorðsför ásamt móður sinni. Ætlar drottning að biðja sér i prinz Bernhards Heinrichs, bröður- ' sonar stórhertogans af Weimar. | Wilhelmina drottning verður sjálf að biðja sér prinzins, par hún er tignari en hann. Hún er nú tvítug, en mannsefnið 22 ára. j Kosningarnar í Belgíu hafa mjög ■ gengið hinum frjálslyndu flokkum t pingsins í vil, par sem kapólski flokk- | urinn hefir nú aðeins 10 atkvæði fram l yfir hina, er áður voru miklu færri á pinginu. Czekkar hafa gjört svo mikil ólæti á rikispinginu 1 Wien, að K ö r b e r forsætisráðgjafi sá sér ei annað fært en slíta pinginu. Yorið var mjög kalt í allri Norður- Evropu og kom fyrst verulegur sumar- hiti fyrst í júni. fingmalafundur fyrir Norður-Múlasýslu var haldinn að Rangá 26. p. m. samkvæmt áður út- gefnu fundarboði frá báðum ping- mönnum kjördæmisins. Alpm.Einar prófastur Jónsson setti fundinn, og var hann síðan kosinn fundarstjöri, en Björn prestur J>or- láksson skrifari fundarins. Yoru pessi mál tekin til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. Eptir all-langar og ýtarlegar um- ræður voru í pví máli bornar upp eptirfarandi tillögur: a. Eundunnn skorar á kjósendur' í Norður-Múlasýslu, að kjósa pá eina til alpingis, er fylgja stjórn- arskrárfrumvarpinu frá 1894. Till. felld með 11 atkv. gegn 3, (Runólfur Bjarnason, Skapti Jósepsson og f orsteinn J. G. Skaptason). b. Fundurinn lýsir yfir pví, að hann vill að stjórnarskrárfrv. verði samp. á næsta pingi, er byggt verði á sama grundvelli sem lagð- ur var 1897, pó pví aðeins, að breytt sé 28. gr. stjórnarskrár- innar á pá leið, að fundur í ping- deildum sé lögmætur, er um fjár- lög er að ræða, ef helmingur pingmanna mætir, og i samein- uðu pingi, ef helmingur úr hvorri deild mætir. Samp. með 18 atkv. gegn 3. c. Eundurinn lýsir yfir pví, að hann vill að 61. gr. stjórnarskrárinnar haldist óbreytt, og ætlast til að pingmenn kjördæmisins leggi alvarlega áherzlu á pað. Samp. með öllum atkv. d. Eundurinn lýsir yfir, að hann vill að alpingi reyni af fremsta megni að fá pví framgengt, að kosning- arréttur verði rýmkaður, einkum að pví er snertir kaupstaðarborg- ara og purrabúðarmenn.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.