Austri - 11.08.1900, Page 2

Austri - 11.08.1900, Page 2
NK. 27 AUSTRI. 100 hvernig þeir, seni álíta að „ráðgjaíinn á þingi“ muni f;era oss alla blessun og framfarir (sérílalagi náttúrlega fjárliagslega) mn í landið, geta verið að gjöra ráð fyrir, að hann eigi að staðaldri að vera i minnihluta í þing' inu og þá svo settur, að hann geti ekld komið fram áformum sínum nema roeð lögbroti, ef ekki eptir orðum stjórnarskrárinnar, þá eptir anda hcnnar. Vér íslendingar evum sjálf- sagt hvorki hyggnir né ráðþægir, en þó munum vór vart vera svo heillum horfnir, að vér mundum til langframa vi-lja sporna við framfaraviðleitni ráð- gjafa vors, eptir að vér þó sjálfir vær- um búnir að „gefa oss upp á gat“ og kasta öllum vorum áhyggjum á hann, einsog mér virðast formæiendur A'al' týskunnar hallast mjög að. Miklu lík- legra er, að vér mundum vilja leggja fram krapta vora, þó veikir seu, til að hjálpa honum, því án hans megnum vér þá ekkert. En það vona eg allir sjái, að ekki mundi ráðgjafinn fara að gefa út bráðabirgðafjárlög ’ ef hann hefði von um að geta fengið svo mikið þing- fylgi, að hann gæti komið áformum sínum fram á löglegan hátt. Eg ímynda mér raunar eigi, að hann mundi verða svo mjög hræddur við ábyrgðina fyrir alþingi, sem Valtýsliðar eru jafn- an að flíka málstað sínum til stuðnings, en flestum mönnum er samt svo farið, að þeir kjósa heldur vinsæl, en óvinsæl meðöl, jufnvel þó þeir þá þurfi að slá töluvert af, eða bíða nokkuð eptir upp- fylling óska sinna. í annan stað er mér eigi vel ljóst, hverjar þær fjárveitingar gætu verið, sem ráðgjafannm væru svo mikið á- hugamál, að hann fyrir þeirra sök vildi leggja út í svipaða baráttu um fjárlög, einsog Estrúpsráðoneytið á sínurn tíma háði í Danmörku. f»að er víst flestum kunnugt, að su barátta var háð um víggirðing Kaupmannahafnar og önnur gjöld til hers og fiota, og get eg varla hugsað mér nokkurt því- h'kt deiluefni rísa npp hér á milli þings og stjórnar, því lítt trúlegt álít eg, að farið verði að stinga upp á víg- girðingum eða öðrum hernaðarútgjöld- um hér á landi, að minnsta kosti um nokkra áratugi hér frá. Og það er víst líka flestum kunnugt, að hægri- mannaflokkurinn í Danmörku, sem vakti þessa baráttu og hélt henni á- fram á meðan hann treystist til þess, hefir fengið mjög áþreifanlega sönnun fyrir því, hvaða afieiðingar það hefir, að stjórna þvert ofan í vilja meiri hluta þjóðarinnar, því hann er nú kominn að fótum fram og verður án efa innan skamms að víkja frá völd- uin, þó ekki væri annars vegna, en þess, að hann á nú orðið enga hæfa menn, sem skipa vilja ráðgjafasæti. Og þó hefir danska ráðaneytið allt til þessa haft með sér mikinn meiri hluta efri málstofunnar. Eg get því engin likindi séð til þess, að sú stjórn, sem nú er í Danmörku, mundi nokkru sinni láta sér koma til hugar, að fara að beita hér því athæfi, sem henni hefir gefizt svo afarilla þar, og að vinstrimannaráðaneyti mundi, þá er það kemur að völdum, fara til þess, verður þó að teljast, ef nokkuð er, ennþá ólíklegra; verð eg því fyrir mitt leyti að telja öþarft, að reisa nokkrar skorður við slíku. En ef mönnum nú samt sem áður virðist svo afar-nauðsynlegt, að gjöra stjórninni ókleyft að koma fram bráða- birgðafjárlögum, þá er til miklu betra og hættuminna ákvæði til þess, en það, er Rangárfundurinn stingur upp á. í>að er ákvæðið, sem vinstrimanna- blaðið „Politiken“ hefir lengi haldið fram, að Danir þyrfti að bæta inn í grundvallarlög sín: „að þá er ekki liggi fyrir löglega samþykkt fjárlagafrum- varp frá því þingi, sem slitið er, þá skuli síðustu fjárlög gilda yfir næsta fjárhagstímabil, að svo miklu leyti, sem þau geti átt við“. Yið þetta einfalda ákvæði hverfur öll nauðsyn og því öll heimild fyrir bráðabirgðafjárlögum, því þau, einsog öll önnur bráðabirgða- lög, heimilast aðeins af nauðsyn- inni (sbr. II. gr. stjórnarskrár vorrar). |>að versta, sem þá getur komið fyrir, er það, að memx verði að hugsa sig um fjárveitingar til nýrra fyrirtækja til næsta þings, og mundi það eins opt verða til góðs einsog til ills, því „fátt er of vandlega liugsað11, hjá oss að minnsta kosti. Landbúskapurinn mundi hafa sinu óhindraða gang eptir sem áður, og allar íjárveitingar, sem gætu átt við kringumstæðurnar, mundu ‘ standa óhaggaðar. Að koma þvílíku ákvæði inn í stjórnarskrá vora, mundi að visu líklega ekki vera hægt sem stendur, því hægrimannastjórnin heldur auðvitað dauðahaldi í réttinn til að gefa x'xt bráðabirgðafjárlög. þó hún þori ekki lengur að nota hann. En innan skamms mun það fást, og þó vér þyrftum að bíða eptir því nokkur ár, þá sé eg ekki að nein yfirgnæfandi hætta sé á ferðum. Áður en eg skilst við þetta mál, vil eg alvarlega skora á kjósendur í Norður-Múlasýslu og annarsstaðar, að athuga rök þau, er eg hefi fært fyrir máli mínu, og ef þeim virðast þau gild, þá að skoða vandlega huga sinn áður en þeir geía atkvæði sín við næstu kosningar nokkrum þeim mönn- um, sem koma vilja inn í stjórnarskrá vora því ákvæði, er mundi geta gjört öll fjármál vor að leiksoppi í hendi hvers þess þingflokks, sem í það og það skipti gæti náð einföldum, örlitl- um meiri hluta, og sem mundi setja á stofn hjá oss hina verstu tegund harð- stjórnar: meirihluta harðstjórn í henn- ar verstu mynd. Yopnafirði, 25. júli 1900- Ó. F. Davíðsson. * * * Hvað ummæli „Bjarka“ um álit vort á Rangár-pólitíkinni viðvíkur, nægir að vísa til atkvæðis vors á fundinum. « Bitstjórinn. Úr Húnavatnssýslu, 11. júlí s. I. Herra ritstjóri! það er bæði, að langt er á milli, enda flytur Austri yðar sjaldan fréttir héðan úr Húnaþingi; er þó ekki hægt að segýa að Austri só bundinn við einn landsfjórðung, því ekkert blað veit ég útbreiddara en hann, þar sem eg hefi spurnir af, Yil eg núlátaAustra vita nokkuð um, hvernig oss líður hér vestra og hvað með oss gjörist helzt tíðindavert. Er þá að byrja á tíðinni að göml- um hætti. Yeturinn var hér einhver sá bezti, að undanteknum 2—-3 hörð- um skorpum, mjög svo mildur og stilltur, jarðir ávallt nægar. Gekk kvikfénaður vel undan og bar hvergi á heyleysi. Gjörði þó afarillt hret í vor um krossmessuna og vorið allt afarkalt. Grasspretta I tæpu meðal- lagi, einkum á túnum, vegna þurka og kulda. Illur gestur l<om hér í vor austan um land og sæ, kvefsóttin, gjörði hx'in ærið tjón á atvinnu og heílbrigði, ank þess að allmargir döu, flestir þó veikl- aðir menn eða aldraðir. Eáir nafn- kenndir. Tvo get eg þó nefnt: A. Hemmert, sem lengi stýrði m’eð heiðri skipum Örum & Wulffs, hann dó hjá syni sínum, verzlunarstjóra E. Hem- mert á Skagaströnd, í öndverðum júní háaldraður maður og þrotinn að heilsu; og |>órð bónda Jónsson a Auðúlfs- stöðum, hann dó úr landfarsóttinni í maí, ungur maður og vel þokkaður. Héðan er stórtíðiudi að flytja um sjávarútveg, sem er í stöðugum vexti og viðgangi í nýjustu tízku; eru hér nú reist íshús hjá verzlunum á Blöndu- ósi og Skagaströnd. |>ó ber þar stör- um af afarstórt ís- og frystihús, sem J. G. Möller kaupmaður á Blönduósi reisti í fyrra sumar; mun það hafa kostað 4—5000 krónur og er sönn fyrirmynd, að því er snertir frágang allan, og með sérstaklega vönduðu sniði og „praktisku“. Var íshúsið fyllt í vetur af ísi, og frystirinn nú í sum- ar af síld, sem gott er til fanga af við ósinn á gömlu Blöndu. Er það meira en smáræðis atvinna, sem Blöndu- ósingar hafa haft við þetta í vetur og vor. Ganga nú einir 30 bátar af Blönduós og Skagaströnd og hafa fiskað vel það sem af er sumrinu. Mun Möller kaupmaður svo til ætlast, að ekki verði beitnskortur í bráðina, hvorki á opnum bátum, né þilskipum, sem til hans vilja leita síldarkaupa, og eru það ekki lítil hlunnindi þeim, sem þau þurfa og til geta náð, að geta, leitað 1 sllkt forðabúr. Er það ekki ofsagt, að Möller kaupmaður er hinn öruggasti brautryðjandi allra gagnlegra nýunga og framkvæmda, og liggur hvergi á liði sínu er til slíks horfir; mætti gjarnan benda þeim mönn- um á hann og verk hans, sem gjöra þess engan mun, hvort verzlunarstéttin er innlend eða útlend. Auk þess hve Möller er gestrisinn maður, látlaus og lipur í viðskiptum við æðri sem lægri. Til Ameríku fóru margir hér úr sýslu 1 vor, og búast margir við að fara að vori; kenna illri stjórn og vax- andi útgjöldum óánægju sína, og mun eittbvað vera í þessu, en hvað er hér við að gjöra: hreppsnefndir, sýslu- nefndir, amtsráð og alþing er þó hluti af þjóðinni, betri hlutiun mætti ætla, sé hann að engu nýtur, á hverju er þá þjóðinni von; ætli hér fari ekki saman laun og verðskuldan einsog optar. En svo kemur fleira til: dýr hjú, og óbeit alþýðu sjálfrar á landbúnaði og sveita- vinnu, en löngun til sjómennsku og æfintýra. Lítt er búizt við þingkosningum hér ennþá; þó er sagt að Yaltývar mymi berjast í svínfylkingu til valdanna, þykir þeim nú sómi(!) sinn liggja við, að missa ekki þetta kjördæmi, hjartað úr landinu, sem kallað hefir verið. En hvað sem öðru líður, þá er það þó víst, að mikill meiri bluti Hunvetninga er á móti uppgjafa-pólitíkinni, þar á meðal flestir betri menn og vitrari. Hinir geta því engu treyst nema sundr- ung í liði voru, er hún þó það, sem sízt skyldi að falli verða. Mun þá nóg komið að sinni, en síðar mun Austri fá skeyti um undirbúning undir kosningar, og ef fleira markvert væri þá um að gjöra. * ., * * Kæru Húnvetningar! Munið það nú við kosningarnar í haust, að Jón Sigurðsson taídi yður jafnan eina ti-yggustu flokksmenn sína, og þvoið nú af þann blett og ósóina, er Yaltýskan hefir sett á hið pólitiska skjaldarmerki einhvers frjálslyndasta og menntaðasta kjördæmis landsins. Kastið allri sundrung, en fylkið sem einn maður um tvo af yðar beztu mönnnum, og látið sjá, að þér þolið Yaltýingum eigi lengur aðtroðamerki gamla Jóns Sigurðssonar, Jóseps Skaptasonar, Asgeirs Einarssonar og og Páls Yídalíns ofan í saurinn. Og þess væntum vér, að þér látið eigi troða yður ofan í „músarbelgi11, svo að þér samdaunist þeirri smásálar- pólitík, er þar rúmast í. ítitstjórinn. Nýjustu útlendar fréttir. --0—• Umberto, Italíukonungur, var myrtur 29. f. m, 1 Monza nálægt Milano, af anarkista, að nafni Gaetano Bressi. Morðinginn skaut 4 marghleypuskotum á konung, hvar af 3 hittu, og eitt nær hjartastað. — Morðinginn var nýkom- inn frá Ameríku, þar sem hann haft£ lært fræðin; hefir hann að öllum lík- indum verið einn af þeim „þokka- piltum“, er nýlega lögðu þaðan hingað til álfunnar, 27 að tölu, í þeim erinda gjörðum að myrða sem flesta þjóðhöfð- ingja. — Konungdóm eptir Umberto tekur son hans, Yiktor Emanuel, giptur Heienu fögru frá Montenegro. Shaen af Persiu ætluðu anarkistar að skjöta í Pnrísarborg, en misíókst það tilræði; en ekki ætlar Shaen sér að halda nú áfram lengra ferðalagi sínu um Norðurálfuna. Kína. Nú eru komin áreiðanleg skeyti frá sendiherra Englendinga i Peking, Mac- Donald, með hans eigin hendi og undirskript til ensku stjórnarinnar dags. 21. júlí, um að þá hafi allir sendiherrar og skyldulið þeirra í Peking verið á lífi, en fallnir voru þá 62 menn af varnarliðinu, og eru því hryðjusögurnar nm blóðsúthell- ingar í Peking í byrjun júlímánaðnr að að mestu leyti ósannar. En altaf voru Kínverjar að endurtaka árásirnar og skothríðina áhöll enska sendiherrans, þaðan sem allir sendiherrarnir verjast Kínverium. 100 'trúboðar hafa nýlega verið nryrtir í Mandsjúríinu. Búar verjast enn, en hafa þó við Eouriesburg nýlega misst heila herdeild í hendur Englendingum eptir harða vörn, og hét sá Prinsloo, er réði fyrir henni, en Hunter hét sá hershöfðingi Englendinga, er handtók þar um 5000 Búa í einu. Englendingar hafa og náð Middelburg, bráðabyrgðar aðsetri Krirgers og stjórnarinnar, er nú mun hörfa til Liidenburg, síðasta hamra- vígisins. Nýdainn er elzti sonur Viktoriu drottningar, Alfred, hertogi af Coburg. Til trollarastjórans Þorsteins Erlingssonar. —0 — „Lengi getur vont versnað11 segir nráltækið, og það sannast sannarlega á trollarastjóranum J>orsteini Erlings-

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.