Austri - 20.08.1900, Síða 2
NR. 2 8
AUSTEI.
104
Statt þegar stormar
stynjandi dynja,
láðvörður lýða,
lýsandi’ af von!
Statt þú, hinn sterki,
stríð við sem blíðu
fyrirmynd frægust
fornkappa son!
Hvert sinn er hraustum
hugur vill bugast,
biðji pinn svipur
sífelt sér hljóðs.
Lifendum ljóði
letur á grjóti
sæmdir og sóma,
sigur alls góðs!
Yelkominn. W athne!
Yarði sá standi
grund meðan girðir
glyrajandi sær!
Lif' pú í lofi
liðandi tíðir
hljóðstöfum hafmn,
hollvinur kær!
í næst afhenti ritstjóri Skapti
Jósepsson fyrir hönd gefendanna og
forstöðunefndarinnar bæjarstjórn Seyð-
isfjarðar minnisvarðann sem gjöf til
bæjarins, og bað bæjarstjórnina að
gæta hans vel, sem hiunar dýrmætustu
minningar um hínn mesta og bezta
mann bæjarins.
Herra bæjarfögeti Jóh. Jóhannesson
pakkaði síðan í nafni bæjarins og bæj-
arstjórnarinnar fyrir gjöfina og minut-
ist 0. W. með mjög vel völdum viður-
kenningarorðurn.
Yar pá pessari roinnisvarðahátíð
lokið.
Minnisvarðinn stendur á einhverjum
fegursta bletti í Seyðisfjarðarbæ, Búð-
areyrar- megiu við brúarsporðinn; er
grunnurinn hlaðinn upp í hálfhring
peim megin er veit að ánni og lóninu
og allur steinlimdur, með 12 smástytt-
um eptir múrbrúninni með keðjum í
milli, og nokkru stærri stólpum, 8 að
tölu, gagnva.rt veginum, samtengdir
með keðjum. Miiinisvarðinn sjálfur er
granítstöpull mjög fallegur með inn-
greyptri andlitsmynd Otto Wathnes.
En undir myndinni stendur letrað:
I)eyr fé, deyja frændr,
deyr sjálfr it sama,
en orðstírr deyr aldrigi
hveim sér góðan of getr.
Utari unr minnisvarðann eru ágætlega
smíðaðar járngrindur, er hvíla á út-
höggnu íslenzku grjóti.
Er að öllu pessu minnismerki hin
mesta hæjarprýði; pó mun sumum
pykja að myndina af Wathne beri
of !ágt, og má gjöra við pað síðar
með pví að hækka undirstöðuna undir
minnnisvarðanum, sera nú var of naum-
ur tími til cptir að minnisvarðinn kom
hingað
Grindurnar kringum minnisvarðann
voru alsettar hlómsveigum, og brúin
yfir Ejarðará prýdd á sama hátt, og
stafirnir O. W., fléttaðir úr blómsveig-
um, blöstu við á suðurenda brúarinnar.
Þjóðminning’arhátíð
Ánstíirðinga
var einnig lialdin einsog til stóð 13.
p. m. Kl. 8. voru fánar dregnir upp.
Síðan var gengið í skrúðgöngu um
bæinn með fánum og hljóðfæraslætti
Heimdellinga í broddi fylkingar, munu
flest börn bæjarins eldri en 5 ára hafa
verið með í skrúðgöngunni, livert með
sitt flagg, og var pað mjög fagurt að
sjá. Endaði skrúðgangan svo við
minnisvarðann kl. 12.
Eptir afhjúpun minnisvarðans gengu
margir til hlutaveltu,»er hnldin var í
bindindishúsinn frá 1—3, til ágóða
fyrir hina nýju kirkjugarðsbyggingu;
mun mörgurn hafa pött hlutnvelta pessi
draga fremur úr hátíðarhaldinu.
Kl. 3 byrjuðu ræðuhöldin. Por-
maður forstöðunefndarinnar, fórarinn
Guðmundsson verzlunarstjóri, setti
samkomuna og bauð menn velkomna.
|)á var sungið: „ 0, fögur er vor fóst-
urjörð“. Síðan liélt pöntuna.rstjóri
Jón Jónsson a.ðal hátíðarræðuna, er
kom víða við, og sagðist honum vel.
J>á var sungið eptirfarandi kvæði
eptir ritstjóra þorstein Gislason:
Lag: Ó, fögur er vor fósturjörð.
jpó sitthvað ami landi’ og lýð
skal liðka hjartans strengi
og sýngja ljóð um sumartíð,
er sóley hlær á engi.
Ef glóey skín einn glaðan dag
pá gleyma vetri stráin
og fuglinn syngur sumarlag
í sóltitrandi bláinn.
Og grói vonin glöð og hlý,
sem góðri framtíð lofar:
pó breiðan himiu byrgi ský
sje blessuð sólin ofar.
Sú von ei frýs í vetrarbil,
sem vorsól hlúir ranni;
hún sendi ljós og sumaril
í sálu hverjum manni.
Sú hátíð sem við höldum nú
skal herða, festa bandið —
skal glæða ást og traust og trú
og tryggð við gamla landið.
Á nýrri öld með nýjurn dug
skal nýjar brautir finna,
með nýjum orðum, nýjum hug
og nýjum kröptum vinna.
f*á hélt bæjarfógetinn ræðu fyrir
konungi, og var hrópað nífalt húrra
á eptir.
|>ví næst hélt skáldið síra Matthías
Jochumsson fagra ræðu fyrir íslandi,
og var tekið undir á eptir með húrra-
hrópum og síðan kallað fram aptur
„hið si-unga pjóðskáld landsins“, og
kvað pá við glymjandi fagnaðaróp.
Hér á eptir setjum vér útdrátt úr
ræðu skáldsins.
„Sáuð pið hana systur mína,
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti eg falleg gull, —
nú er eg búinn að brjóta og týna.“
„Heiðraða samkoma!
Ósjálfrátt detta mér pessar sam-
hendur í hug í pvi eg á að minnast
Ejallkonunnar fögru, móður vorrar
allra, á pessari aldaroóta- samkomu:
Eósturjörðin sem nugsjón minnir
alla á móður eða systur. Fósturjörðín
treynir manm lengst hugsjónir æskunn-
ar og fegurðarinnar, frumhugsjónir
lífs og lýða. En — „nú er eg búinn
að brjóta og týna,“ pótt fyrrum ætti
„falleg gull“. ]>að er jafn sorglegt
sem satt, að pegar ellin kemur, una
hjá fáum hinar fögru frumlegu tilfinn-
inningar — renna sem endurskin eða
skuggi, endurskin minningarirmar og
skuggi ökominua hluta, sem vonin ein
pegar bezt lætur, breiðir birtu yfir.
þessi hátíð sé eg að er einkum helguð
sögu peirra 25 ára, sem liðin eru af
íslands nýju 1000 áraöld, má pað vel
vera. En helzt er mér hugfast ísland í
sambandi hinnar stóru aldar, sem nú
sígur til viðar. En á hvað skyldu
mín fáu orð helzt minna? Skyldi eg
eiga að ræða lands vors stjórnarstríð,
S eða rekja pess sögu? eða skyldi eg
! retla mér að segja pess framfarasögu
j í búnaði, menntun, félagslífi? eða kveða
| pess hjartaljóð og vöggukvæði, pess
Itrúar- og vonar- og ástar óð: Nei
enau pessu vil eg lýsa — til pess er
enginn tími. Um allt petta hefir ótal-
sinnum verið talað. Yérkveðjum öld,
sem mikið hefir talað, mikið ritað,
| rætt og kveðið. Ef til vill verður hin
( 19. öldin hvað ísland snertir, síðar meir
j kölluð hin talandi öldin; látum oss
j; vona í roótsetning hinnar komandi,
f sem pá skyldi kallast hiá starfandij
Já, árnum í dag vorri fósturjörð, að
aldanna drottiun gefi henni aptur öld,
sem talar eins snjallt vort fræga feðra-
mál, er tali pað enn betur í v e r k i
og framkvæmd, en pessi bar
gæfu til, öld sem tali meining i hinn
i h' sa róm hafsins, í hávaða fossanna
og pyt skóganna, — öld, sem leysi
tunguhaft sjálfra fjallanna. —
„Eyrrum átti eg fögur gull —“
I petta erindi kom í huga mér liér
^ um daginn: ímynd minnar fósturjarðar
frá æskudögunum glóði fyrir augum
mér frá hárri heiðarbrún í mynd og
líki ngu hins fagra og sólgylta E 1 j ó t s-
dalshéraðs! Hvílík stund! pví eg
sá pað i fyrsta shro. Mér sýndist
sólin hlægja, svanir synda áLeginum,
mér heyrðist fuglarnir kvaka og skógar-
ilmurinn berast að vitum mér. Já, mér
pótti sem hinn fagri Lögur hefði nýtt
líf fengið; allt fór á ferð og flug:
svanirnir urðu að sighindi skipi, en
skrauthýsi og skrúðfagrir blettir báru
við vatnið beggja vegna, meðan fossar
og lækir sungu fram fram! En sjá:
svo sveif poka fyrir hina fögru sjón
og hið fyrirheitna land var horfið. —
„Sáuð pið hana systur mína,“ o. s,
frv. — Nú sit eg hér við sæinn, að
komandi aldinn ljóðavinur, staddur
með yður á tveggja alda mötum, mitt
á milli vonar og endurminningar. Og
mér sýnist sem eg sitji við vöggubeð
móður minnar og segi með Alladín
„Yar pað áður að pú vaggaðir mér,
nú skal eg veslingur, vagga pér aptur.“
Og sjá fortjaldið lyftist og egséaptur
systur mínar brosa við mér sem
verndarengla minnar móður. Og mín
brotnu og týndu gull eru bætt og
fundin, og systurnar eru enn sem pá,
eins ljúfar sem á æskudögunum og
halda enri sömu nöfnunum: E 1 s k a,
T r ú og Y o n. Og mér pykir sem
pær fórni höndum til hímins og blessi
yfir vora sameiginlegu móður segjandi:
ísland skal lifa!
Lifi ísland !“
Síðar hélt síra Matthías ræðu fyrir
minni kvenna og Hjálmar Sigurðsson
ritstjóri fyrir roinni Seyðisfjarðar.
J>á voru reyndar ýmsar ípróttir, or
mönnum fóruzt ágætlega, og fengu
pessir verðlaun:
Eyrir leikfimi:
1. verðlaun (5 kr.): Er. Gíslason.
2. — (3 kr.). Rolf Johansen.
3. — (2 kr.): Jón Ólafsson.
Eyrir kapphlaup:
1. verðtaun: Er. Gíslason.
2. — Sig. Einarsson.
3. — J>órarinn |>órarinsson.
Eyrir pokahlaup:
1. verð!aun Fr. Gíslason.
2. — J>órarinn J>órarinsson.
3. — Simon Jens Joensen.
Kapphlaup kvenna:
1. verðlaun Guðný Sigurðardóttir.
2. — Elín Eiriksdóttir.
\ 3. verðlaun: Asta Arnadóttir.
Fyrir glímur:
1. verðlaun: Einar Metúsalemsson.
2. — Halldör Vilhjálmsson.
3. verðlaun voru ekki veitt, pótt
pau án efa bæru Jóni skósmið Guð-
lögssyni, sem glímdi mjög vel.
Hátíðin endaði svo með fjörugum
dansi og fögrum flugeldum í landi.
Hátíðarsvæðið, er lá yzt á Ejarðar-
túninu, var afgirt og ágætlega vel
skreytt með biómsveigum og fánum
allt í kring; á miðju svæðinu var reist-
ur bæði ræðupallur og danspallur. er
einnig voru skreyttir fánum og blóm-
sveigum. Inngangurinn á hátíðasvæðið
var fagurle?a prýdiur og yfir honum
mátti lesa, fléttað úr blómsveigum.
S.
I s 1 a n d.
1874—1900.
Hafði forstöðunefnd hátíðarinnar og
ýmsar konur bæjarins, eldri og yngri,
komið öllu hátíðarskrautinu hið bezta
og smekklegasta fyrir. Eiga allir, sem
lagt hafa hjálparhönd hér að, mikla
pökk skilið fyrir starfa sinn, er bærinn
hafði heiður af; enda heyrðum vér
alla, er vér áttum tal við, játa, að
petta hefði verið hin bezta skemmtun,
er hið inndæla veður, er var allan
daginn, stuðlaði mjög að að gjöra sem
ánægjulegasta.
Eitt var pó sem vantaði við pessa
hátíð, og pað var: söngur; aðeius tvö
kvæði voru. sungin og bæðiundir sama
I lagi. Söngrnennirnir voru tvístraðir
; út um allt, ogsjaldan sáust nema 2—3
af peim saman.
Stúdeniaförin.
—0—
Hinir dönska stúdentar og vísinda-
menn voru komnir til Keykjavíkur með
„Botniu“, er „Hólar“ fóru; hófðu
iteykvíkingar tekið stúdentunum með
miklum fögnuði og hátíðahaldi og höfðu
| bæði hin dönsku skáld og hiu íslenzku
ort fögur og vingjarnleg kvæði. Svo var
stúdentunum iylgt úr Iieykja.vík til
J>ingvalla og Geysis.
Georg Brandes hafði sökum lasleika
! ekki getað verið með í stúdentahópnum,
j en hann hafði ritað, rétt áður, mjög
j vingjarnlega grein í „Politiken“, sem
bann á, einsog fyrir margar pvílíkar
fyrri greinir sinar, hið bezta pakklæti
skilið fyrir af oss Islendingum; pví
pessar greinir- hans hafa svo stórum.
útbreitt rétta pekkingu á oss Islend-
ingura og bókmenntum vorum; er um-
tal danskra blaða um oss varla pekkj-
anlegt frá pví sem áður var, par sem
heita má að pau keppist nú um að
í flytja hverja greinina annari velviljaðri
um Island, íslenclinga og bókmeuntir
vorar; enda fylsja Brandesi að málum
flestir yngri fræðimenn Dana, og vinstri-
mannaflokkurinn á pingi og utan pings.
Er enginn vafi á pví, að pessi breyt-
ing á liug manna í Danmörku hlýtur
að hafa góð áhrif á endalok stjórnar-
skrármáls vors.
Nytsamt fyrirtæltí.
Sútun sMnna.
— 0---
Hér hefir nú norskur maður, Berg
að nafni, keypt sér hús og lóð i kaup-
staðnr.m, inn með Fjarðará, og ætlar
par að stofnsetja reglulega sútunar-
verksmiðju, pá fyrstu, sem stoí'nsett
er hér á landi, og óskum vér herra
Berg velkominn hingað.
Hér á Ishmdi er sannarlega nóg
verkefni fyrir höndum, par sem vér
höfum áður orðið að senda skinn vor
öll ógörfuð til útlanda, en pau skinn,
sem vér höfum haldið eptir í landinu
til heimabrúks, hafa reynzt oss æði
haldlítil, pareð pau hafa verið ógörfuð;
svo höfum vér oiðið að kaupa frá út-
löndum húðir, er opt hafa reynzt
eitraðar, er vonandi a.ð pær geti nú
fullið úr sögunni.
Herra Berg garfar liæði stórgripa-
húðir, sauðskiim, geitaskinn og selskinn.
fcivo álúnbarkar liaiiu og órökuð skinn,