Austri - 20.10.1900, Blaðsíða 3

Austri - 20.10.1900, Blaðsíða 3
NB. 36 AUSTBI. 131 í hjónabandi eignaðist Olafur 7 börn, einn son, sera dáinn er og sex dætur, sem allar lifa hérumbil uppkomnar. Hann var ástrikur eiginmaður og faðir, og í samvinnu með konu sinni ól bann börn sín upp til starfsemi og góðra siða, og bar umhyggju fyrir að ýmsar nýbreytingar pessa tíma sem bonum póttu miður heppilegar, næðu sem minnst að snerta hin ungu björtu. Hann bjó með konu sinni farsælu og sjálfstæðu búi'; okkert' var fjarstæðara hugsunarhætti hans en pað að vera á nokkurn bátt. öðrum háður. Olafur sál. var vel getinn maður til sálar og líkama, hafði farsælar gáfur og minni ágætt; hann unni öllum fróðlieik sem hann gat náð í, hafði pví menntað sig sjálfur á yngri árum, skrifaði fallega höi d, skildi allvel dönsku og hafði kynnt sér nokkuð í sögu og landafræði, ert einkum nátt- úrufræði; honum var kært allt sem hann sá að leitt gæti til einhverra verklegra nota í lífinu; hann var góður smiður, einkunr á tré, og í öllu var hann hinn bagsýoasti. Hann var viljamikill og stefnufastur, áreitti ekki að fyrra bragði, en hélt hlut sínpm ef pví var að skipta. I viðskiptum var hann hreinskilinn og áreiðanlegur; i viðræðu var hann hinn skemmtilegasti og gat jafnvel verið fræðandi peim sem minna vissu en hann. feim, sem náðu vináttu hans, var hann rnjög trygglyndur, en hann sóttist ekki eptir að gjöra sér alla að vinum. pað má með sanni scgja, að Olafur sál. var að mörgu leyti einkennilega. merkilegur maður, hcfir pví pað sveitarfélag sem hann lifði í, misst með honura einn af sínum merkustu mönnum. Blessuð veri minníng hans. 17. t Ingjaldur Jónsson, fæddur 3. nov. 1874, dáinn 30. águst 1900. — o— Um árdagsstund, er sól af sævi stígur og svásir geislar verma blómín smá, j hve glaður, léttur. frjáls vor andi flýgur | fegúrð, ljósi’ og gæfu til að ná. Yið undum saman æskumorgun blíðan, ein var gleði. beggja sömu tár; tryggðum heitum héldum ávalt síðan, hvers við annars mýkja vildum sár. Svo kom óttinn, sjávarháskinn — dauðinn, sorgin punga nísti mína sál, dimmar öldur dýrstan svelgdu auðinn djúpt hann grófu’ í hafsins köldum ál. 1 Eg kveð pig vinur. Sof nú sætt í bárum, eg sjónum leiða pig ei framar má, en minning pín frá mörgum horfnum árum mun hér geymast vinnm pínum hjá. Eg pakka sérhvað púmér fy rir hafðir, eg pakka hverja sæluríka stund, við pökkum bæði, pú sem að pér vafðir, við práum bæði aptur nýjan fund. (Ort undir nafni ekkju og fósturbarns). P. s. „Tíeimdallur“, Coramandor Schluter, lagði af stað í gær héðan alfarinn tií Danmerkur, og mun pað óhætt að segja, að aldrei hafi skylduræknari og duglegri foringi verið hér fyrir „Hcimdalli", og yfirmenn skipsins par eptir. í gær morgun, áður en skipið fór héðan, sýndi Commandör Schluter pá greiðvikui að reyna til pess að ná út hinni færeysku skútu, „Éoyndin frída“ er hér hafði strandað í veðrinu mikla, en skipið stóð svo fast, að hinn afarsterki margpætti stálstrengur slitnaði í sundur. Aptur tókst „Heimdalli“ vel að leggja aðra fær- eyska skútu, Fearless, við Yestdalseyri, á úthliðina; allt gratis. Með Heimdalli fór kaupmaður Er. Wathne til Hafnar. Oddur Gislason yfirréttarmálaflutn- ingsmaður kom hingað með „Hólum“ síðast að sunnan. 118 um sköginn, og sáum nú ekkert til turnsins. En allt í einu vorum við rétt komin að honum, og sáum við pá, að petta voru einhverjar stórkostlegustu leyfar fornaldarinnar, áttstrendur turn úr höggnu fornbergi, er enu hafði lítið látið á sjá og var um 100 fet á hæð, ög líktist apturgöngu frá fornöldinni, er manni óaði við að sjá parna í skógareinverunni. Upp úr dýkunum umhverfis turnbygginguna hafa tré vaxið svo vel, að efsta lim peirra nær upp að neðstu glugg- unum á turninum, og skýlir pessi trjávöxtur neðri hluta turnsins, og gjörir byggingnna alla ennpá draugslegri, og vekur ósjálfrátt hjá manni endurminninguna um kongsdótturina, sem s,vaf töfrasvefninum í turninum í 100 ár. Eg sagði nú fröken Marguerite frá pvi, hvað mér hefði dottið ( hug, og sagðist hún hingað til ekki hafa rannsakað turninn, en ef mig langáði mikið til pess að fá konungsdótturina vakta, pá gætum við nú farið inn í turninn, pví hún vissi af pví, að hér ættu að vera í grenndinnni annaðhvort hjarðsveinn eða hjarðmey, sem hefðu lykilinn að turuinum. „Yið skulum pá binda hér hesta okkar, og svo farið pér að leita að hjarðsveininum, en eg að hjarðmeynni“. Yið bundum svo hesta okkar við tré og fórum svo sitt í hvora áttina að leita, en gátum engan fundið, en urðum við pað ennpá forvitnari í að komast iun í turninn og gengum rakleitt vfir dýkis- hrúna og að turninum. Yið vorum svo heppin, að hin punga turn- huið stóð opin, og gengum víð pegar inn um hana og konium inn í nokkurs konar forstoíu, er var myrkt 1 og var par mikið af hrundu stórgrýti ofan úr turnbyggingunni. |>aðan komumst við inn í stóran kringlóttan sal, og voru par reist fyrir ofan eldstæðið forn skjaldar- merki frá krossferðatímabilinu, en birtu fékk salurinan frá geysistór- um glugga í múrnum, og var glugganum skipt 1 tvennt með glugga- pósti úr steini, er var í lögun sem krossmark. J>að kvað við í turninum af fótataki okkar, og styggðum við par upp einhverjar íleygar skepnur, er hristu dupt aldanna af vængjum sér ofan yfir okkur. Yið að klifra upp á nokkra forngrýtisbekki út við múrinn, gátum við horft ofan í dýkið umhverfis turninn og trén er uxu upp paðan. Siðan rákum við okkur á uppgang og komumst eptir honum _„Angelus“ kom loks 10 p m. til pess að taka fé Sig. Johansens, hátt á annað púsund. Bókasafn alpýðu, 4. ár: 1. J>ættir ur Islendingasögu, eptir Boga Th. Melsteð, með myndum og uppdráttum l. h. kr. 1,00 2. Lýsing íslands, eptir dr. J>orv. Thoroddsen, 2. útg. endurb. með mörgum ágætum mypdum og uppdr. innb. kr. 1,50, skrautb. kr. 1,75 Nýjasta barnagullið innb. — 0,80 Stafrofskver — 0.55 Ennfremur nokkur eintök af fyrri árg. bókasafnsins. Fæst hjá: Porsteini J. G. Skaptasyni. Heimsins vönduðustu og . ódýrustu orgel og fortepíanó fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Plano & Organ Co., og frá Cornish & Co., K'ashington, IN\ew Iersey, U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum (122 fjöðrum), 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönduðum orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 krónur (Orgel með sama hljóðmagni kostar í hnottréskassa hjá Petersen & Steenstrup minnst ca. 340 krónur og lítið eitt minna hjá öðrum orgel- sölum á Norðurlöndum). Flutnings- kostnaður frá Ameríku til Kaupmanna- hafnar er frá 26—40 krónur eptir verði og pyngd orgelsins. Oll full- komnari orgel og fortepíano tiltölu- lega jafn ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einka- fulltrúi félaganna hér á landi: Þórsteinn Arnijótsson. Sauðanesi. Hiá undirskrifaðri fæst saumaður alslags kvennmanna nærfatnaður (damelinned). Einnig fást hakkaðir fallegir barnakjólar treyjur og húur úr vel spunnu bandi. Firði 19. október 1900. Aðalheiður Gestsdóttir. Tapast hafa nýlega tveir gullhringir báðir merktir nafni eigendannaSigurður Einarsson og Oddný, hvort nafn á hvorum hring. J>essir tilteknu hringir töpuðust á leiðinni, úti eða inni, yfir Olduna eða á veginum út á Yestdals- eyri (innvafðir í pappír). Finnandi er beðinn skila peim til borgara Olafs G. Isfeldts á Yestdalseyri mót sanngjörnum fundarlaunum. Eg undirskrifaður gef kost á, að panta fyrir menn orgel og piano frá Vesturheimi mjög hljómfögur og ágætlega vel vönduð og pó ótrúlega ódýr eptir gæðum. Nauðsynlegar upplýsingar gef eg hverjum sem vill. Dvergasteini, 12. janúar 1900. Halldór Vilhjálmsson Vort tilbúna Fineste Skandinavisk Export Kaífe Surrogat hefir unnið sér fáhejrrða útbreíðslu reynið pað, ef pér eigi brúkið pað nú pegar. F. Hjorth & Co Köbenhavnn. IJndertegnede Agent for Islands Östland, for det kongelige ectroje- rede, almindelige BrandaBsuraacð Compagni, or Bygninger, Varer, Effecter, Krea- urer, Hö &c., stiftet 1798 i Kjaben- havn,modtager Anmeluelser o ns Brand forsikring; meddeler Oplysninger om Præmier &c. og udsteder Policer,, Eskifirði í maí 1896. _____________Carl D, Tnlinius. B o r g i ð andvirði Austra! 115 öðlast Eg get eigi sagt hór frá peira viðbjóði, er eg hlaut að finna til er eg hugsaði til pess, hve hún hafði tekil langt niður fyrir sig við pennan ráðahag. Sönn ást hefir svo háleitar og helgar tilfinningar í för með sér, að hún í gleði sem sorg lyptir huga vorum svo hátt yfir hversdagslegar hugsanir, og breiðir tignarskrúða yfir konu pá, er vér unnum, og vefur hana peirri helgiblæju, er enginn annar má snerta. Eg var pess fullviss, að eg var sá eini maður í vlðri veröld, sem kunni að meta hina framúrskarandi yfirburði, sem pessi engil- fríða mær hafði til að bera i svo rikum mæli, og að enginn maður gæti gjört hana sæla nema eg einn, að eg einn væri verður að ná ásthennar og að við hefðum verið hvort öðru ætluð af forsjóninni. Svona var hroki minn takmarkalaus, enda líð eg nú óuraræðilegar kvalir fyrir ofmetnað minn. Einhver illur audi hvíslaði pví að mér, að fröken Marguerite mundi líða betur við lilið pessa hversdagslega lítilmennis, en með mér með öllum ástarofsannm. pað gat verið, að hún hefði notið rólegra lífs; en eg álít, að hvíldin sé ekki æðsta hnoss lifsins. Nægði pað, að lifa tilfinningarlausu lífi og eigingjörnu, pá væru allt of margir gæfumenn í pessum heimi. Guð veitir hinum dauðu hvíldina, en peim lifandi ástríðurnar. Jafnhliða smámunum lífsins hefir skaparinn til- sett háfleygi sálarinnar, er hlýtur stundum að láta á sér bera í heit- ustu eptirprá vorri og guðmóði. J>að hittast jafnvel p»r stórsorgir, sem hefja mannlegt líf einsog upp í veldi og auðga og hreinsa sál mannsins fyrir pví lítilsverða. En pessa ró og frið mun fröken Marguerite aldrei öðlast, par pau hjónaefnin eru svo ólík að lunderni og hún er svo langt hafin yfir herra de Bévellan. í pessum raunum mínum fann eg aðeins frið og ró hjá hiniá gömlu vinkonu minni, fröken Porhoét. Annað hvort vissi hún ekki, eða lét sem hún vissi eigi um liarm pann, er eg bar í brjósti mór; en eg fann pað, að hún vildi með öllu óbeinu móti hugga mig, og hún veitti mér nokkuð af peirri sálarrö og stillingu, sem «r gro aðdáanleg hjá pessari göfugu konu, er hefir borið svo pungar sorgir á siuni löngu lífsleið. Eg hafði líka mikla skemmtun af að hugsa

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.