Austri - 29.10.1900, Síða 3

Austri - 29.10.1900, Síða 3
NR. 37 A l) S T R I. Í.35 mannsmeð fortíð forsteinsErlingssonar og pað er engin furða, pó hann sé ánægður með sjálfan sig. En öll ánægja hér í heimi er ögn beiskjublandin, og svo hygg eg verði um þessa líka. Menn munu nefnilega reka augun í það, að porsteinn segir sjálfur í byrjun greinarinnar, að hann hafi áður vitað um pessar „skuldindbingarskrár11 verzl- unarinnar, og enginn mun ætla, að hann hefði ekki lika áður getað haft ráð á 50 aurum, úr pví ekki parf annað til að geta fengið veðmálabókaútskriptir afhverju, er maður vill. pað liggur pvísvo fjarska- iega nærri, að menn, þegar peir lesa um „siðferðislegu skylduna11, spyrji sjálfa sig sem svo: „pví var ekki löngu búið að koma pessu ódæði upp? og var „siðferðislega skyldnhvötin“ nokkru ríkari hjá ritstjóranum nú, en áður? ]?á mun menn fara að reka minni, til pess, að verzlunarstjóri ,0rum & Wulffs á Vopnafirði hafi eins og flestir Vopnfirðingar, verið andstæðingur sýslumannsins og Valtý- inga yfir höfuð við nýafstaðnar ping- kosningar; og ósjálfrátt mun pá sú spurning vakna hjá mönnum, hvort liin „siðferðislega skylda“ mundi hafa legið eins pungt á ritstjóranum, ef petta hefði ekki verið svo, eða ef verzlunarstjórinn hefði t. d verið meðhaldsmaður sýslumannsins og hefði notað petta míkla vald, sem ritstjórinn lætur hann hafa, til pess að afla honum atkvæða — og svo munu menn brosa í kampinn að „siðferðislegu skyldunni“ og pað mun leggjast pungt á ritstjórann! Vopnafirði, 16. okt. 1900. 0. P. Davíðsson. Ofsaveðrið 20. f. m. hefir gjöit mikið tjón víða um land, Kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfaðardal fuku báðar og brotnuðu í spón, en Vallakirkja skemmdist mikið; svo par er nú aðeins Tjarnarkirkja til að messa í. A Arnarfirði fórust 5 bátar, par af 4 frá Selárdal, 17 menn drukknuðu og voru 9 af þeim giptir. Víða á höfnum höfðu skip laskast meira eða minna. Plutningsbátnr barónsins á Hvítár- völlum slitnaði aptan úr gufubátnum „Hvítá“, á leið upp í Borgarfjörð, og fórst með 2 mönnum, og vörum, er vóru um 1000 kr. virði. Baróninn hafði og misst um 700 hesta af heyi í ofviðrinu. ÁSKORUN, I sýslufundargjörð Suður- Múla- sýslu, sem birtist í 23 ng 24. tölubl. „Austra“ p. á. standa pau orð, að álitsgjörðar skoðunarmenn sýsluveganna í Breiðdalshreppi sumarið 1899. „höfðu algjörlega misskilið hlatverk sitt“. En sökum pess að oss finnast pessi orð rniður vingjarnleg í garð vorn, pá skorum vér hérmeð á hina heiðruðu sýslunefnd að færa opinberlega ástæður f'yiir pessum ummælum sínurn; en gjöri hún það ekki, verðum vér að álíta að pessi orð hafi slæðst par inn af athugaleysi og séu á engum rökum byggð. En jafnfrarnt viljum vór láta pess getið, að oddviti sýslunefndariunar borgaði okkur ummælalaust eptir reikningi, vegarsl oðutiargjörðina, einsog öðrum vegaskoðunargjörðarmönnum sýslunnar. Iiitað i byrjun september 1900. Alitsgjörðarskoðunarmenn sýslunefndar Breiðdalshrepps. Soyðiatirði, 29. oktöber 1900. Tíðarfar má heita að hafa verið allgott síðustu viku og hvorki snjó- koma eða frost til muna, svo að al- staðar hér eystra mun enn vera gott til jarðar. Eiski- og síldarafli lítíll. J>ann 24. p. m. síðdegis komu hingað gufuskipin: „Vesta“,„Oeres“ og „Egill“, og „Hólar“ daginn eptir’ Með „Ceres“ voru á útleið dönsku landmælingamennirnir er hafa verið hér uppi í sumar. Hingað komu með skipinu konsúll Carl Tulinius og Björnulfur Thorlacius. Með „Agli“ komu frá útlöndum stud. vet. Karl Nikulásson og Helgi Valtýsson. „Hólar“ reyndu til pess að ná út „Royndin frida“, en tökst ekki. AUGLÝSINU. I markaskrá þeirri, er gefin var út í ár, hefir mark mitt misprentast par. Stendur: Ómarkað h. Sýlt v. og biti aptan, en á að vera: Ómarkað h. S t ý f t v. og biti aptan. ]?etta bið eg nærlíggjandi hreppa að gjöra svo vel að athuga. Karlskála, 8. okt. 1900. Björn Eiríksson. Hannyrðir. Ungar stúlkur, sem viljalæra útsaum, geta fengið tilsögn hjá undirskrifaðri. Einnig hefi eg til sölu áteiknuð stykki og silki tilheyrandi. Vestdalseyri, 23. okt. 1900. Þorgerður Baldvinsdóttir. Hjá undirskrifaðri fæst saumaður allslags kvennmanua nærfatnaður (damelinned). Emnig fást hakkaðir fallegir barnakjólar, treyjur og húfur úr vel spunnu bandi. Eirði, 19. október 1900. Aðalheiður Gestsdóttir. Mér hefir í haust verið dreginn hvítur lambhrútur, sem eg ekki á, með mínu marki: heilrifað hægra, ómarkað vinstra. Réttur eigandi aetur vitjað lambs pessa til mín eða audvi rð is pess, og boigi pessa auglýsingu og fyrirhöfn mína. Merki á Jökuldal, 30. sept. 1900. Guðjón Pinnsson. $jg§£„ Eg undirskrifaður sel héreftir ferðamönnum allan greiða sem eg get úti látið á nótt og degi, par með talið hey handa hestum. Ásbrandistöðum, 27. sept. 1900. Kristján Friðflnnsson. E p 1 i Og k a r t 8 p 1 u r fást í Wathnes verzlun, J>yril-skilvindur hefii Jón Bergsson á Egilsstöðum til sölu. þær eru geyradar hjá Jóni Jónssyni pöntunarstjóra í Múla, og geta menn einnig fengið pær hjá honum. T 6 n 1 j ö ð. Islemkur hátíðasöngur eptir síra Bjarna porsteinsson . . kr. 1,50 Sex sönglög eptir sama ... —■ 0,75 er til sölu hjá undirrituðum. Allir peir, sem sönglist iðka og unna, ættu sem fyrst að kaupa pessi fögru lög, er merkir útlendír sðng- fræðingar hafa lokið lofsorði á. Þorsteinn J. G. Skaptason.’ Allar aðgjörðir á úrum og Ulukkum eru mjög vandaðar og óvenjulega fljótt af hendi leystar á úrsmiðaverkstofu Friðriks GKslasonar. Undertegnede Agent for Islands Östland, for det kongelige ectroje- rede, almindelige Brandassurance Compagni, for Bygninger, Varer, Effecter, Krea- turer, Hö &c., stiftet 1798 i Kjgben- ’’afvn,modtager Anmelaelser omBr&nd- forsikring; meddeler Oplysninger om Præmier &c. og udsteder Policor. Eskifirði í maí 1896. Carl D. Tulinius. 122 yfir pví. —• — — En hvað æru minni við víkur, er pað aílt annað mál, hana annast eg sjálfur, og hún er óflekkuð, og pað skal eigi líða á löngu áður en eg hefi neytt yður til að játa pað. Og við pá æru mína sver eg yður, að ef eg nú bíð hér bana, pá munuð pér gráta mig, en lifi eg af, pá skal eg aldrei giptast yður — hversu Ueitt sem eg ann yður — pó pór bæðuð mig um pað á hnjánuin — nema að pér verðið eins fátæk og eg, eða eg eins ríkur og per! Og nú — biðjist, biðjist fyrir! Biðjið Guð nú um krapta- Verk, pví nú er pörf á pví!“ „j>ví næst hratt eg henni hart inn úr glugganuro og stökk sjáífur efst upp í gluggann; mór hafði lmgkvæmst voðalegt ráð, sem eg pegar framkvæmdi. Einsog eg hefi áður á vikið, pá náðu efstu greinar trjánna, er uxu undir turninum, upp á móts við gluggann. Eg náði í efstu limar trjánna með svipuólinni minni og aró pær að mér, greip utan um greinamar í einhverju fáti og lét mig falla með peimofaní djúpið. Eyrir ofan mig heyrði eg lirópað; „Maxime“, og ógurlegt ángistaróp. Greinar pær, er eg hékir við, teygðust svo langar sem pær voru ofan í dýpið, svo heyrði eg geigvænlegt brak í peiin, er pær brotnuðu fyrir punga líkama míns og svo féll eg hart til jarðar. J>að er nógu líklegt, að bleyta jarðvegsins liafi bjargað lifi mínu, pó eg meiddist nokkuð. Annar handleggur minn hafði lent á múr- Prúninni á gryfjunui umhverfis turninn, og olli mér svo mikils sárs- auka, að eg missti um stund meðvitundina. Eg raknaði aptur úr i'otinu við neyðaróp fröken Marguerite — „Maxime, Maxime,“ hrópaði hún, „miskunið pér yður yfir mig! Eg bið yður í algóðs Guðs nafni, að tala til mín, að svara mér!“ „Óttist ekki,“ sagði eg rólegur, „eg hefi eigi meitt mig. En pér verðið að gefa mér tíma til pess að ríða heim til hallarinnar, pað fer bezt á pvi. J>ér getið reitt yður á pagmælsku mína og að tíg skal sjá sóma yðar borgið einsog eg þegar hefi verndað æru úiína.“ Með noklcrum erfiðleikum komst eg loks upp úr turngryfjunni °g fór svo þaðan til hests roíus. Eg gat eigi hreyft vinstri hand- legginn og eg hafði mikía praut í lionum og batt hanu að mér með 119 um mjög ógreiðan veg upp á turnbygginguna, þaðan sem var hið feg- ursta útsýni yfir hið feykimikla víðlendi, er tók hinum inndælustu litarbreytingum í kvöldroða haustsius og hreif okkur til pögullar aðdáunar, er að minnsta kosti á mina lilið var mjög svo trega blandin, þar eð eg áleit pessa stund hina síðustu, er mér mundi auðnast að vera einum saman með fróken Marguerite, Hvað henni leið sjálfri vissi eg ógjörla um, hún hafði sezt utarlega á múrbrúnina og horfði út yfir petta stórfei glega liérað, og heyrði eg aðeins við og við að hún andvarpaði þungan. Eg veit eigi hve lengi við höfum setið parna þegjandi, en er rökkva tók pá stóð fröken Marguerite á fætur og sagði lágt, einsog hún segði skilið við einhverja kæra sjón: „Svo, nú er pað á enda“. Síðan gekk hún niður uppgönguna og eg á eptir henni. ]pegar við ætluðum út úr turninum brá okkur heldur í brún, pví að dyrunum var lokað. LíLlega hefir tumvörðurinn, er ekkert vissi af okkur, lokað turninum; Okkur varð pað fyrst að skellihlæja, og þötti nú auðséð, að við vorum heilluð parna í turninum. Eg reyndi af alefli að opna hurðina, en pað tókst eigi. Eg tók pví upp stóran stein, og ætlaði að reyna að mölva upp hurðina með pví að kasta honum á hana, en hún var of sterk, og svo hrundu nú stórir steinar ofan úr hvelfingunni, og komu niður rétt fyrir framan fætur okkar, og varð eg því að hætta við þessa síðustu tilraun til þess að komast út úr turninum, með pví hún var all-hæltuleg fyrir okkur. Egflýtti mér pá út að glugganum á múrnum og kallaði paðan svo hátt s®m eg gat, en cnginn tók undir við mig. Eg hélt áfraro að kalla nokkra stund án nokkurs árangurs, og notaði eg svo síðustn dagsbirtuna til pess að grennslast eptir pví, hvort eigi væru fleiri útgangar úr turn- inum, en pað reyndist eigi, nema glugginn í múrnum, sem var rfst 30 fet frá jörðu. |>að för nú óðum að rökkva og varð bráðum dímmt í turninum, pvi tunglskinið náði eigi nema rétt inn í gluggann í múrnum. Kætin f'ór nú að fara af fröken Marguerite, og hún gaf varla gaum að til- gátum mínum um fjærveru turnvarðarins. Hún stóð fjær glugganum í myrkriuu, en eg út í gluggakistunni

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.