Austri - 31.01.1901, Blaðsíða 2

Austri - 31.01.1901, Blaðsíða 2
NR. 4 A U S T R I. 12 þekkíngu í sérstakri h a g f r æ ð i (Statistikens specielle I) e 1); en fnndu skjótt að peir l)öfðu „engin tök á að afla sfer“ slíkrar bók- legrar pekkingar, sem von var, pví bók sú er hvergi til á bygðu bóli. Hvað var nú til ráða? Heillaráð eitt lá hendi nærri, sem auðsætt má pykja, með pví að klerkar voru annarr hluti nefndarinnar en leikmenn hinn. ISTix er pað lýðum ljóst, að klerkum er tamt, ef eigi öllu tamara, að „ganga í trú en ekki í skoðun". fetta ráð var tekið, og nefndarálitið samið. En handviss er eg um, að spyrir pú lögfræðíng pann er sat í nefndinni, hve „fult skyn“ vitni purfi að bera á málefnin til pess að vitnishurðr pess sé gildr — en pú mátt eigi spyrja bann sem nefndarmann, heldr í essinu sínu, pað er í dómarasætinu — að pá muni hann svara: „í’að er nú að vísu fremr ótiltekið. en víst er um pað, að eigi dettr mér í hjartans hug að taka til greina vottorð pess manns, hversu trúarsterkr sem hann vera kann á pekkíng sína, er eigi ber fyllra skyn á málefni pað, er hann um skal vitna en nefnd efri deildar bar á banka- málið“. Y. Hana, nú losnaði ólukku ónota- kökkrinn frá brjóstinu á mfer, og hafðu blessaðr gert. Eg trúi nú eigi framar a stóra bankann né á bankavit efri deildar. Aldainót heitir mjög fallegur leikur, sem séra Matth. J ochumsson samdi rétt fyrir aldamótin. Leikur pessi var sýndur í leikhúsinu á Akureyri í fyrsta skipti á gamlaárskveld og síðan 4 sinnum. Kemur par „Gamla öidin“, sem gömul kona, hvitklædd, með silfurski aut á liöfði, há og tiguleg, fram á leiksviðið til að kveðja íólkio í hinnsta sinn, en „Kýja öldin“ birtist par blómum prýdd, ung og fögur. Enn fremur eru sýndar á leiksviðinu í gerfi ungra kvenna> „Trúin“, „Yonin“ og „Elskan“, og 3 smámeyjar, sem herta „Óró“, „Erí- lund“ og „Eramför“. Samtal persón' anna er að nokkru leyti í óbundnu ináli’ en mein hlutinn í ljóðum og leikurinn er prýddur iögrum kórsöngvum. Undir lok leiksins kveður „Gamla öldin“ til fulls og deyr; kveða pá við 12 klukku- slög, er tilkynna aldamótin, en úti dynur prumandi íallbyssuskot. Leikur- inn enaar með sólósöng á sviðinu og kór bak við tjöldin. Búningar persón- anna eru gullfagrir og smekklegir, og leiksviðið var prýtt sio sem föng voru á, enda er pað samhljóða dómur allra> sem leikinn hafa séð, að jafnfagurt hafi aldrei verið sýnt hér áður á leiksviði. Leikendurnir leysa hlutverk sitt ágætlega af hendi. Einkum pykir mikið kveða að framkomu „Gömlu aldarinnar“ og pá ekki síður „Nýju aldarinnar“, enda er hlutverk peirra mest og stóifeldast. „Göinlu öldina leik- ur frú Halldóia Yigfúsdóttir, en „JSiýju öidina“ íröken Eiín Matthiasdóttir. Leikurinn er stuttur og heíir pví á hverju kveldi verið bætt við hann ein- hverju til skemmtunar. Eyrstu tvö kvöldin kom lrú Anna ytephensen fraiu á leiksviðið, skrautbúm som „Ejallkonan“, og með isienzka fáuann í heudi, og mælti fram Hýársósk Ejalikonuniiar úr leiknum: „Hinn sanni pjóðvilji“ eptir Matth. Jochuros- son. jrriðja kvöldið las kennari Pál) Jónsson upp „Nýársósk j’jóðólfs", eptir sarna höfund, og pað kvöld og leikkvöldin par á eptir mælti fröken Elín Matthíasclóttir fram „Litli fossinn“ eptir Pál Ólafsson og „Xllur lækur1-, pýðing eptir Jónas Hallgrímsson; og síðasta kvöldið einnig smákvæði úr „Æskau“ (Berjaförin), og fórst henni pað svo snilldarlega, að allt húsið dundi við af fagnaðarópi og lófaklappi áborfendanna, og var sem peim látum ætlaði aldrei að linna. Inngöngumiðar hafa verið seldir á 50 aura, og leíkhúsið verið troðfullt í hvert skipti, og rúmar pað pó full 200 manns að meðtöldum börnum. |>ess skal getið, til verðugs heiðurs fyrir höfundinn, að hann hefir ekkert tekið fyrir starf sitt; en mestur hluti af ágóða leiksins er ætlaður fátækum. P. J. Akureyri 16 jan. 1901. T í ð a r f a r hefir verið framúrskar- andi gott nálega allan desember s. 1. og pað sem af er pessum mánuði, snjó- komi engin og sífeldar frostleysur að kalla á hverjum degi, og pá sjaldan frost hefir komið, hefir pað jafnan verið mjög vægt og sjaldan staðið nema litla stund í einu. Heybyrgðir manna í nálægum sveitum munu, vegna hinnar góðu veðráttu, vera í bezta lagi, enda var og heyskapur góður síðast liðið sumar. H e i 1 s u f a r manna yfxrleitt mjög gott, og mjög lítið ber á bráðafári eða öðrum kvillum í skepnum manna og má ef til vill pakka petta að nokkru leyti hinni mildu veðráttu. A f 1 i. Allt að pessu hefir verið töluvert síldarvart hór á firðinum, og samtals hefir aflazt hér mikið af síld síðan í baust, margir eru um pá veiði, og pví kemnr fremur lítið í margra hlut. jporskafli hefir aptur á móti verið sárlítill, og kemur mörgum pað illa, ekki sízt hfer á Akureyri, pví svo má að orði kveða, að margan vetur hafi sumir fátækiingar bfer í bænum liíað næstum eingöngu á pví sem peir hafa aflað hér úr Pollinum. í fyrra vetur brá-st hann algjörlega, enda varð fyrir pá sök töluvert pröngt í búi hjá mörgum efnaminni bæjar- búum. Akureyrarbær eflist óðum á ýmsan hátt; húsum og fólki fjölgar árlega, vegir batna, pó mikið vanti enn á að peir séu í viðunanlegu lagi, götur eru lýstar upp með ljóskerum til mikilla bóta, en pó enn ekki nægilega. Nú er búið að gefa götum bæjarins nöfn og húsin á að númera og verður pað mikill hægðarauki, einkum fyrir ferðamenn. Með helztu framförum má telja hina nýju skólahúsbyggingu, sem er mjög góð og haganleg á flestan hátt. Komið hefir til orða að gjöra vatnleiðslu í hvert hús í bænum, en enn er pað mál óráðið, en líklega verður pess ekki langt að bíða, að pað komist á alvarlega hreyfingu, pví fjöldi manua er pví hlynntur, enda er pað stórnauðsynlegt. Barnasúóla hafa Eyfirðingar í huga að reisa (iíklega á Grund í Eyjatírði), en örðugt mun pað mál ! eiga uppdráttai enn sem komið er, | pö eru margir beztu menn sveitarinn- ar pví hlynntir, og er pví vonandi að pað fái framgang. Nokkurt fé er fyrir hendi til skólabyggingarinnar, par á meðal 1000 krónur, gjöf frá kaupmnnni Magnúsi Sigurðssyni á Grund. Drukknun. Snemma dags 31. desember s. 1. fannst druknaður hör við hafnarbryggjuna, ljósmyndari Gisli Benediktsson, er fiuttist hingað síð&st liðið vor. Hann var 25 ára gamall, prýðilega skynsamur maður og vel- látinn, og talinn vel að sér í sinni -iðn. Svar til skoðnnarmanna sýsluvega Breiðdalskrepps. —o— í nr. 37 Austra 1900 stendur „áskorun“ frá mönnum peim í Breið- dalshreppi, er sýslunefnd Suður-Múla- sýslu fól að gjöra álit á sýsluveginn par. J>essir menn skora á nefndina „að færa opinberlega ástæður" fyrir peim ummælum sínum, að peir „hafi algjörlega misskilið hlutverk sitt“ (Sbr, niðurlag fundargjörðar nefndar- innar, nr. 24 Austra s. á. Jn ssi ummæli nefndarinnar verða ekki tekin aptur af mór, Hinar opin- beru ástæður, sem pessir menn krefjast, standa skrifaðar eptir pá sjálfa í álitsgjörð peirra yfir veginn, og 4 peim bvggði nefndin ummæli sín, pegar bún bar saman álitsgjörðina við álitsgjörðir úr öðrum hreppum sýsl- unnar. Að fara opinberlega að aug- lýsa pessar ástæður tel eg óparfa, og ekkí gott fyrir mennina sjálfa nó heldur skemmtun fyrir almenning að lesa pær. fað virðist eins og pað hafi móðgað mennina jafn mikið, að oddviti sýslu- nefndarinnar borgaði peim „ummæla- laust“. Astæður fyrir pví eru pær, að oddvitinn, Axel sýslumaður, er háttprúður og kurteis maður, að hann mundi sízt fara að ávíta mennina um leið og hann borgaði peim, enda var pað gjört eptir tillögu nefndarinnar, sem áleit réttara að viðhafa ekki smá- munasemi í pessu efni, pótt álitsgjörðin yfir veginn væri ekki vel af hendi leyst. Jpetta keyri, að roönnunum hafi verið borgað umraælalaust, sem átti að vera á sýslunefndina, hittir pá sjálfa. Eiðum, 14. jan. 1901. í sýslunefnd Suður-Múlasýslu Jónas Eiríksson. Svar til Ara Brynjólfssonar á Jpverhamri í Breiðdal. —o— „Eátt er of vandlega hugað“, er yfirskript á dellugreiu A. B. í 46. nr. Austra 1900, til sýslunefndarinnar í Suður- Múlasúslu út af útsvarsmálun- um úr Breiðdal, enda hefir hann v a n d 1 e g a hugsað hana, par sem A. B. hefir haft grein pessa jafn lengi með hönduro. Hann getur pess líka í enda greinarinnar, að hann hafi í fyrstu ætlað sér að fara „annan veg“, en pessi vegur heíir orðið A. B. ó- greiður yfirferðar, pessvegna koma pessar „línur“ ekki á prent fyr en nú. Eg mótmæli pví, að sýslunefnd Suður- Múlasýslu hafi reynt til „að sverta“ hreppsnefnd Breiðdals „að ástæðulausu“, eins og A. B, gefur í skyn, er megi „gefa. tilefni til ósam- iyndis“ i sveitarfélagi par, og enn síður að sýslunefndiu vilji gera pað i öðrum hreppum sýslunnar. Hvernig ætli A. B. gengi að sanua að svo værí? Eg mótmæli einnig pví, að sýslunefndin hafi fellt úrskurði sína „aðeins eptir framburði kærendanna“, eins og A. B. segir að hún hafi gjört í útsvarskærumálunum, pví sýslunefndin lagði sig eptir að taka ástæður hrepp3- nefndarinnar til greina, eða öllu heldur oddrita hennar að pví leyti sem framast var hægt. Hreppsnefndinni og oddvita bennar A- B. var vel kunnugt um, að sýslunefndarmaður Breiðdalshrepps mundiekki geta farið á sýslufundinn vegna heilsulasleika og hreppsnefndin vissi einnig að hún út bjö útsvarskærumálin frá siuui hálfu, til endilegra úrslita í hendur sýslunefndar, samkvæmt lögum (Sbr. lög um sveitarstjórn á ís- landi), Máske hreppsnefndin hafi ekki vitað petta, pá er henni vorkun. J>að bannaði heldur enginn A. B, að koma á fundinu til viðtals við nefndina, eða öðrum af hendi hreppsnefndar. Furðu djarft er pað af Ara par sem hann segir: „að útsvarskærur bamda úr Breiðdalshrepp11, sem sýslu- nefndinni haíi borizt, hafi enga áheyrn fengið, pví öll útsvarsmál, sem fyrir sýslufundinum lúgu, voru úrskurðuð hvert á sinn hátt eptir útbúnaði peirra. Nei, pví miður! „Hnúturnar“ eru vandræða vropn, ef pær hitta manninn sjálfan sem kastar. pó að pað sé greinilega tekið fram í sýslufundargjörðinni, í 23—24. nr. Austra f. á. skal eg aptur taka pað frám hér, að hreppsnefndinni í Breiö- dal og A. B, skjátlast, pegar hún metur að jöfnu enjbættistekjur eða atviniiutekjur og tekju a í e i g n, eins og hreppsuefndin gerir moð embættistekjur sfera þ. J>órarins- sonar, par sem hún segír að pær nemi svona og svona háum eignar höfuðstól, Eptir pessum mælikvarða leggur svo hreppsnefndin útsvör á pá síra Jporstein, Bjarna verzlunarstjóra Siggeirsson og Lárus sál hinn ríka, sem kenndur var við Papey, og að líkindum fleiri hreppsbúa. J>að er víst eins og boðið er: „eptir efnum og ástandi“(?) Ætli svona löguð grund- vallarsetning fyrir útsvars álagningu geti eigi gefið „tilefni til ósamlyndis“ í sveitarfélagi Breiðdæla. Eptir pessum mælikvarða álítur hreppsnefndin eða öllu heldur A, B., sama gjaldpol t. d. hjá Petri, pó hann eigi aðeins fötin. en hefir 50 kr. laun t. d. fyrir kennslu á ári, eins og Páli, sem á 1000 kr í verðniætuni eígnum, er hann hefir 50 kr. tekjur af árlega. Eg læt pess getið hér, af pví eg sé á grein A. B. að hann beitir peim vopnum, er hann pykist hafa til móti sýslunefndinm, að eg hygg að sýslunefndin geti sannað, að flest útsvarskærumál, nú á síðari árum, hafi komið fyrir sýslun. S. Múlasýlu einmitt úr Breiðdalshreppi, tiltölulega miðað við hina hreppa sýslunnar. Hverjum er pað að kenna? Eg hef frfett að nokkrir nýkosnir menn sitji nú í hreppsnefnd Breiðdæla; peim væri tiltrúandi að stuðla að pví að útsvarskærum fækkaði par, og bæta yfir misfellurnar í pví efni í garðhins

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.