Austri - 17.07.1901, Blaðsíða 2
ttft. 26
AUSÍRÍ.
86
tímabihnu, þareð hvergi annarsstaðar
sé akbrautarstæði á AusturJandi milli
Héraðs og Fjarða.
6. Y i t in A1.
Fundurinn skorar á alþingi, að viti
með þokuláðri verði settur á Seley.
6. Botnvörpuveiðamálið.
Fundurinn skorar á alþingi, að banna
með lögúm nokkru botnvörpuíélagi að
hafa aðsetur á íslandi, sömuleiðis að
hert verði á hegningum fyrir brot
gegn lögum nm botnvörpuveiðar með
fangelsisvist skipstjóranna. Fundur-
inn telur það landráðum næst, að sleppa
landhelgisréttindum á nokkrum bletti
tið strendur íslands.
7. Telegrafmálið.
Fundurinn skorar á alþingi, að gjöra
sitt til að lagður verði telegraf til
íslands og að hann verði fyrst látinn
koma á land á Austfjörðum.
8. F i s k i v e i ð a r.
Fundurinn skorar á alþingi að veitt
verði viss lánsupphæð, hverjum lands-
fjórðungi útaf fyrir sig, til þilskipa-
kaupa, gegn veði í vátryggðum þilskip-
um.
9. Landbúnaðarmál.
Fundurinn skorar á alþingi að styrkja
landbúnaðinn með því að veita ríflegan
styrk til búnaðarfélaga og einstakra
manna.
10. Fundurinn skorar á alþingi að
hlutast til um, að hæfur maður verði
sendur til Austurlandsins, til að rann-
saka kola- og surtarbrandslögin á
Austfjðrðum.
11. B a n k a m á 1 i ð.
Fnndurinn skorar á alþingi að laga
fyrirkomulag landsbankans og auka
stofnfé hans. Einnig að stofnuð verði
útibú, sem gjöri mönnnm, sem búa í
fjærlægð frá bankanum, hægra fyrir
að nota hann. — Meiri hluti á fund-
inum var á móti „stóra bankanum“.
12. A 1 þ ýð u m e n n t unarmálið-
Fandurinn skorar á alþingi að veita
sem mest fé til aukinnar alþýðumennt-
unar.
13. Samgöngumál.
Fandurinn lýsir óánægju sinni yfir
ýmsu fyrirkomulagi á millilanda- og
strandferðum póstskipanna og skorar
á alþingi að ráða bót á þvi; sérstak-
lega óskar fundurinn að millilanda-
skipin ánppleið í nóvember og janúar
komi við á Seyðisfirði, Norðfirði, Eski-
firði og Fáskrúðsfirði og fari þaðan
snnnan um land til Reykjavikur.
Strandferðaskipin skulu skyld, að
standa við ákveðinn tíma á hverjum
viðkomustað, og að menn úr
landi hafi allan viðstöðutímann frjálsan
aðgang að skipinu. Ennfremur skorar
fundurinn á alþingi, að stemma stigu
fyrir hinni gífurlegu vínsölu, er strand-
ferðaskipin hafa, sem er því óviður-
kvæmilegri, sem brytar á þeim hvorki
borga toll né sérstakt gjald fyrir vín-
sölu.
Eskifirði 17. júní 1901.
Jóhann L. Sveinbjarnarson.
Guðm. Asbjarnarson.
A 1 þ i n g i.
— 0—
Alþingi var að vanda sett þann 1.
júlí af landshöfðingja, að aflokinni
guðsþjónustugjörð i dómkirkjunni, þar
sem síra Magnús Anarésson frá
Gilsbakka prédikaði.
Forsetakosningar fóru þannig:
^* X sameiuuðu þiugi:
forseti, Eiríkur Briem;
varaforseti, Júl. Havsteen
í efri deild:
forseti, Arni Thorsteinson;
varaforseti, Kristján Jónsson.
í neðri deild:
forseti, Klemens Jónsson;
varaforseti, Pétur Jónsson.
Upp í efri deild voru kosnir:
Axel Tulinius,
Guttormur Yigfússon,
Sigurður Jensson,
Guðjðn Guðlögsson,
Magnús Andrésson,
Ólafur Ólafsson.
í fjárlaganefnd voru kosnir:
Einar Jónsson,
Pétur Jónsson,
Stefán Stefánsson,
Skúli Thoroddsen,
Tryggvi Gunnarsson,
form.
Valtýr Guðmundsson,
framsögum. og skrifari.
feir Axel Tulinius, Einar Jónsson
og þórður Guðmundsson höfðu fylgt
Yaltýingum að embættismannakosning-
um þingsins, sem sýna, að Yaltýingar
hafa að öllum líkindura afl atkvæða L
n. d.
Höfðu þeir Valtýr Guðmundsson,,
Guðl. Guðmundsson, Jóh. Jóhannesson,
Axel Tulinius og Ólafur Briem þegar
lagt fram frumvarp i stjórnarskrármál-
inu, sem likast til verður samþykkt í
báðum þingdeildum, svo fraraarlega
sem Valtýingar halda vel saman á
þinginu; en innan flokksins munu vera
töluvert frábrugðnar skoðanir um málið.
En vissast mun vera fyrir kjósend-
ur, að búast svo við, að Valtýskan
verði samþykkt á þessu þingi og þeim
muni því gefast kostur á að segjaálit
sitt um hana að vori komanda.
XJað er athugavert við kosninguna
til e. d., að þangað eru kosnir báðir
þingmenn SuðurMúlasýslu, svo kjör-
dæmið hefir hvorugan þingmann sinn
í n. d. og munum vér ekki eptir, að
þvílíkt hafi áður átt sér stað á þinginu.
Ur bréfi frá Kaupmannaböfn, 29. júní 1901,
Hinn 8. júní hljóp afstokkunum hjá
Burmeister & Wainí Kaupmannahöfn
bryndreki einn mikill, er þeir höfðu
smíðað fyrir Kússastjórn. Skipið heitir
„Boyarin". Jjað á að fara 22 raílur
á vökunni og verður því með hrað-
skreiðustu skipum; svo á að utbúa
það með hinum beztu og nýjustu fall-
byssum.
Að Rússar hvað eptir annað láta
smíða sín vönduðustu skip hjá Bur-
meister & Wain sýnir hvað inikið álit
menn hafa á þessari verksmiðju, og
það ér ekki aðeins skipið sjálft, sem
þeir smíða, heldur og allar maskínur
sem því fylgja.
Burmeister & Wain hafa stöðugt 2000
manns í vinnu og smíða allskonar vél-
ar. J>eir hafa fundið upp og smiða
nú skilvinduna „Perfect“ sem er tals-
vert farin að verða brúkuð á Islandi,
og selja þeir hana ekki aðeins um öll
norðurlönd heldur einnig í aðrar heims-
álfur. Eptirspurn eptir þessari þörfu
vél vex stöðugt svo ekki hefir verið
hægt að fullnægja eptirspurninni. |>að
er því nú í smíðum hjá Burmeister &
Wain stór verksmiðja þar sem ein-
göngu á að búa til „Perfect“ skilvind-
ur af margvíslegri stærð. Verksmiðja
þessi er geypistðr bygging, öll úr járni.
þegar henni er lokið jerður hægt að
smiða þar 20,000 skilvindur á ári, eða
60 til jafnaðar á dag.
Fyrir utan sjálfa Danmörku ganga
„Perfect“ skilvindurnar mest til Rúss-
lands, Svíaríkís, Noregs, Finnlands,
Síberiu, Frakklands, pýzkalands, Eng-
lands, Ameríku og jafnvel Eyjaálf-
unnar.
— Verð á saltfiski erlendis fer nú
lækkandi. Markaðurinn á Spáni er
slæmur og lítil eptirspum þaðan.
Stór saltfiskur hefir verið um 50 kr.
skp., smáíiskur 43, ísa 42. En það
er búist við lækkandi verði þegar
mikið af fiski fer að berast að. J>ó
verð þetta sé talsvert lægra en í fyrra.?
þá hafa fiskprísar þó opt verið lægri.
Með ull eru mjög slæmar horfur, haldið
að hún muni verða enn lægri en í fyrra.
SíJd sú er kom semast seldist á 14
kr. tunnan (næst á undan 12 og 10 kr.)
Kornvörur, kaffi og sykur standa
líkt og áður.
Tíðarfar i Danmörku hefir verið
næsta óstöðugt, stundum hitar og blíð-
viðri og á milli kuldar og ákaflegar
rigningar. J>að eru því ekki líkur fyrir
góða uppskeru eins og stendur, en þó
getur allt lagast, ef júlímánuður
verður góður.
Embættisskipun.
Konungur hefir nú veitt héraðs-
læknisumdæmi ísafjarðar Davíð Sche-
ving í Stykkishólmi.
Hörgárbrúin.
Nú er fullgjör hengibrúin á Hörgá
í Eyjafjarðarsýslu, mikið og vandað
verk. Aðalbrúin með aukabrú, sem
or áföst við hana, er nær 80 álnum
á le igd og 4'/2 al. á breidd. Er
mælt, að hún muni kosta undir 19,000
þegar hún er fullmáluð. Brúin var
vígð 22. júní s. 1. að viðstöddum 500
manna. Sýslumaður Klemens Jóns-
son hélt vígsluræðuna og opnaði brúna
til umferðar. Margir fleiri töluðu við
þetta tækifæri og sungið var nýort
kvæði með nýju lagi, hvortveggja eptir
M. Einarsson organista á Akureyri.
Slys. J>að sorglega slys vildi nýlega
til, að hinn góðkunni enski ferðamaður,
mr. H o vv e 1, drukknaði í Héraðs-
vötnunum ofan undan Miklabæ; hafði
aftekið að fara á ferju, lennt í sand-
bleytu og losnað við hestinn og
straumurinn svo tekið hann. Líkið er
síðar fundið.
Dáinn er síra Gunnar Ólafs-
son, er lengi var prestur að Höfða,
hið mesta valmenni.
Seyðisfirði, 17. júlí 1901.
T í ð a r f a r nú undanfarandi vætu-
samt, þokur og súld, svo þurkinn hefir
vantað á töðuna. En í dag er brakandi
þurkur.
F i s k u r er nú haldinn vera á
uppgöngu.
Síld hefir sézt hér í miklum torf-
um úti fyrir firðinum, en lítilega hefir
orðið vart við síld hér inn á íirðinum.
„A 11 a s“ kom aptur að sunnan 8.
þ. m. Farþegjar: Jón Jónsson pönt-
unarstjóri, stud. art. J>ór. fórarinsson
og Halldór borgari Kunólfsson.
Ferðin hafði gengið hið bezta frá
Djúpavog til Keykjavíkur og farþegj-
um líkað vel við skip og skipverja.
Atlas færði hvorki bréf eða blöð
frá Reykjavík; er það vítavert skeyt-
ingarleysi af þeim, sem eru sök í því.
„C e r e s“ kom norðan um land 10.
þ. m. Frá _Eyjafirði komu: Hallgr.
hreppstjóri Hallgrímsson, Davíð Sig-
urðsson snikkari og kaupm. J>orv.
Daviðsson o. fl. Með skipinu fóru til
Fáskrúðsfjarðar: verzlunarstj. Olgeir
FriðgeirssoD og systir hans, er hingað
höfðu kornið með Elínu 6. þ. m.
„V e s t a“ kom frá útlöndum 11.
þ. m. Með skipinu fóru: frú Jóhanna
Emarsdóttir, farþegjarnir sem komu
hingað að norðan með Ceres o. fl.
„Hólar“, skipstjóri Öst-Jakobsen
komu hingað sunnan af Djúpavog 12.
júli og fylgdi þeirn þaðan hingað
björgunarskip Em. Z. Svitzers í
Kaupmannahöfn, „Helsingör“, skipstj.
Mogensen. Hafði „Atlas“ verið svo
! heppinn að hitta björgunarskipið á
| Keykjavíkurhöfn og fór það samstundis
þaðan austur. Voru siðau kannaðar
skemmdixnar á Hólum og reyndust
þær litlar, aðeins nokkrir naglar
gengnir út, sem köfunarmennirnir gátu
fljótt bætt. Var svo fengið hér stein-
lím til frékari aðgjörða að innan; eru
„Hólar“ nú taldir alveg jafugóðir,
og halda nú réttri áætlun og fóru
héðan norður 15. júlí.
Með HóJum kom hingað af Djúpa-
vog: stud. jur. Guðmuudur Eggerz.
E i s k i n n úr færeyska skipinu
„Fearless“, er strandaði hér í fyrra
heíir nú Gránuíeiagsverslunin keypt
af aðaleigandanum herra M. Mortensen,
er kom nú hingað upp með „Vesta“.
„Keserven“ kom í gær með kol
frá Englaiidí. Flutti blöð til 12. þ. m.
>! -------------------
I T r ú 1 o f u ð eru hér í bænum:
j fröken Elín Stephensen og
! stud. jur. Karl Einarssón.
i
I
j Til de Döve. En rig Dame, som
1 er bleveu heibredet for Dövhed og
j Öresusen ved Hjælp af Dr. Nicholsons
| kunstige Trommehinder, har skænket
hans Institut 20,000 Kr., for at iaxtige
j Döve, som ikke kunne kjöbe disse Trom-
I mehinder, kunne faa dem uden Betaling.
; Skriv til: Institut „LongcoHu Guu-
j norshury London, IV., England.
f gpíf*" Hérmeð auglýsist að eg tek
! 5°/0 vöxtu af þeim skuldum við verzl-
! un mína, er ekki eru greiddar við
j næsta nýár.
j Höfn við Bakkafjörð í júlí 1901.
Halldór Kunölfsson.
j Fr j ónar é 1 ar.
VOTTOKD.
I „Prjónavélin „Dundas“ Nr. 1, sem
j eg keypti af herra kaupmanni Jóh.
; Kr. J ónssyni á Seyðisíiröi, hetir í alia
j staði reynst mér eins vel og leiðar-
í vísirinn segir, og get eg prjónað aliar
j þær aðferöir sem þar eru kenndar.
i Mér er pví sönu ánægja að mæla med
j prjónavéium þessum, sem eg álít
l nauðsýnlegar hVerjum þeim, er hefur
j ráð á að fá sér þær.
Skriðuklaustri 21. júní 1901.
Halléór Benediktsson,
Í* *
*
Prjónavélar þessar, sem kosta 50 kr.
< og 10°/0 aísláttur gegn peningura, íást
) hjá Jóh. Kr. Jönssyni á Seyöisiirði,
j sein hefur einkasölu á vélum pessum
j á Austurlandi. — Saiyi útvegar alis-
S konar prjónavélar með innkaupsverði.
! Verðlistar til sýnis.
i Seyðisfirði í júní 1901.
Jóh. Kr. Jónssn.
*