Austri - 16.01.1902, Blaðsíða 1

Austri - 16.01.1902, Blaðsíða 1
Komaút d^l^blað d wáw. <ða 42 arfo'r minnst til nassia nýáys- - ostar hér á landt aðeins3kr., erlendis 4 kr. Ojalddagi 1. júlí. XII. AE Seyðisflrði, 16. janúar 1902. Stj órnnrskrarmal Íslendinga. — cOO-- Fyrirlestur baldinn af Einni Jónssyni, prófessor, dr. phil., i stúdentafélaginu dansfca 29. nóv. f. á. --GO'5-<• JSTiðurlag. Nú var kjörtímabilið á enda og nýjar kosningar fóru frara. Kosnir voru 15, sem, þegar á átti að berða, urðu með dr. Y. Gr. og aðrir 15, sem voru á móti honum. Af hinum konungkiörnu urðu 2 með, en 4 á móti. í raun og veru hafði dr. V. G. mein hluta á móti sér, en atvik, sem voru tilviljun ein, ollu pví, að hans flckkur hafði lítið eitt betur, svo ha.nn gat húizt við 1 atkvæði meiri hlnta í efri deild. og, ef bezt léti, 2 atkvæða í neðri deild (12: 10, en það kom seinna í Ijós, að hér urðu jöfn atkvæði). Krumvarpið, sera nú var borið upp, Var að ýmsn leyti frábrugðið hinum fyrri frumvörpum. og pnð af peirri einföldu ástæðu, að dr. Y. Gr. vissi að jafnvel hans eigin flokksmenn vildu ekki greiða atkvæði með hinu gamla frurovarpi óbreyttu. f>eir álitu nú, að Jjeir gætu — og pað pó tæplega — fallizt á kosti pé, er Nellemann hafði sett, ef tryggilegri ákvarðnnir fengjust) t. d. hvað samsetniug pingdeildanna snerti, einkum ef hinir pjóðkjörnu yrðu meiri hluti efri deildar. J>ví var stungið uppá, að í henni skyldu sitja 14 pingmenn, og af peim 8 pjóðkjörnir, og hinum pjóðkjörnu ping- mönnum fjölgað yfír höfuð um 4 (verða pá 26 í neðri deild.) Sömuleiðis var stungið upp á breytingum viðvíkjandi peim atkvæðafjölda sem pyrfti til pess að lög gætu orðið sampykkt í sameinuðu pingi; loks átti að lengja pingtímann um 2 vikur (áður 6). Aðalatriðið var, einsog áður er sagt, ó b r e y 11. Og nú var ekki minnst á 61. gr., sem dr. Y. Gr. áður hafði lagt svo mikla áherzlu á að fá breytt. petta frumvarp var vel fallið til pess að sameina flokksmenn dr. V. Gr. En sökum pess að pað var ó b r e y 11 Í aðalatriðunum, pótti mót- flokknum pað jafn óaðgengilegt og áður. Hann kom pví fram með frum- varp á móti, par sem í aðalatriðinu var haldið fram hinni gömlu stefnu: að fá æðstu stjórn sérmálanna inn í landið. Auk hérumbil hinna sömu breytinga, sem frumvarp dr. Y. Gr. fór fram á, um fjölgun pjóðkjörinna pingmanna o. fl. — sem pó ekki voru eknar úr pví frv. — var stungið ? upp á ráðherra í Iteykjavík fyrir sérmálin, rnsð ábyrgð, og öðrum ráð- herra í Kaupmannahöfn fyrir sameig- inlegu málin; ráðharrann í Reykjavík átti að sigla til Kaupmannahafnar til að fá ritað undir lögin. Að sumu leyti átti Hafnarráðgjafinn að geta mætt fyrir hönd Keykjavíkur ráðgjaf- ans. pessi uppástunga um ráðherrann í Kaupmannahöfn var ekkert aðal- atriði, heldur aðeins tilraun til að koma sambandi landanna í lag, en sem hugsanlegt var að hægt væri að gjöra á aðra vegu. Fréttirnar um að líkindi væru til að ráðaneytaskipti mundu verða í Danmörku, voru flokknum mikil upphvatning. Hann :: vildi, að hvað sem sk»ði, pá ætti að | framsetja skýrar kröfur fyrir íslands j hönd um hina laugpreyðu sjáli'atjórn. , Hann vissi líka að einnig í pessu l efni voru menn hér í Danmörk al- ; mennt íslendingum vinveittir. | Flokkur dr. Y. G. tók samt pessu ‘ skynsamJega fiumvarpi með hinni I mestu óvild. Allar tilraunir til að fá : flokkinn til að aðbyllast einhverja j máianiiðlun urðu árAngurslausar sökurn | hins blinda ofstækis foringja flokKsins. J>að varð e;gi annað séð, en að poir, fyrst peir íýrir tilviljun voru í pessum ‘ litla meiri hluta, vildu pað eitt, a ð s i g r a. Ef fregnin um ráðaneyta- skiptin hefði borizt nógu snemma til , Reykjavíknr, hefði frumvarp dr. Y. : G. failið í neðri deild með 11 atkv. gegn 11, en af pví pað varð ekki, í var pað sampykkt með 12: 10, pví l einn af peim 11, sem fyrst hafði : greitt atkvæði raeð mótfrumvarpinu 5 til vara og með sérstöku fororði, f greiddi nú atkvæði með frumvarpi dr. ; Y. G. í efri deild var frjimvarpið i sampykkt með 6: 5, prátt fyrir pað, í pó pá væri sannfrétt um ráðaneyta- | skiptin, og grundvöllurinn undir pólitík j og frumvarpi dr. V. G. fallinn burtu. s |>essi sampykkt frumvarpsins er, eptir | minni skoðun, eitt hið stærsta p ó 1 i- t i s k a glappaskot, sem hægt i var að gjöra. Eins og pá var ástatt, I áttu menn að gjöra pað e i 11: að stanaa sem eitm maður hvað hinar pólitisku kröfur íslands snerti, gagn- vart hinu nýja ráðaneyti, sem menn reyndar ekki vissu upp á víst hvernig mundi taka í málið, en sem menn enga ástæðu höfðu til að efast um að væri íslendingum vinveitt. Alpingi hefði átt að sampvkkja ávarp til ráða- oeytisins, og lýsa par yfír pví, sem menn óskuðu eptir, og skora á ráða- neytið að leggja frumvarp, er fari svo laugt sem hægt sé, fyrir næsta alpingi. Um leið hefðu menn átt að kjósa 4—5 menn til að semja við ráðaneytið. Ef petta hefði verið gjört, mundi málinu hafa miðað íljótt og vel áfram, í stað pess að pað máske hefir verið eyðilagt um langan aldur. Ávarp, : sem átti að bæta úr hinni pölitisku j fávizku, er framin hafði verið, var l fellt af hinum harðsnúna meiri hluta I dr. Y. G. í neðri deild; en i efri deild f var sampykkt ávarp, og var flokkur- j inn neyddnr til að taka upp i pað j grein um að æskilegt, væn að fá j annað og meira, en framvarpið færi 5 fram á. Hion núverandi Islands ráðgjafi ! hefir enn ekki látið skoðun sína i Ijós ) nema í almennum orðatiltækjum. ; Aðal gallarnir á frv. dr. Y. G. eru hinir sömu og á núverandi ; fyrirkomúlagi, pó tæplega eins raiklir. j Ráðgjafinn er of langt í bnrtu, vafn- jj ingarnir verða hinir sömu, framkvæmd- irnar jafn stirða.r og erfiðar. Ráð- j gjafinn mun, eptir pví sem lengra líður, verða æ ókunnugri hinu rétta : ástandi i landinu, hann mun hvorki í l réttan tíma eða á réttau hátt geta ; bundizt fyrir gagnlegum framkvæmdum. ! J>etta legg eg mjög mikla áherzlu á. j I>að stoðar ekki mikið, pó hann annað- hvort ár dvelji einar 8 vikur í Reykja- vík. Enn fremur eru pað mikil ' ópægindi. að pessi ráðgjafi auðvitað ; hlyti að fara frá í hvert sinn, er ráða- neytaskipti yrðu í Danmörku. f>etta fyrirkomulag dr. Y. G. hefir ’ ekki hlotið neitt fylgi hjá peim mönn- um hér, er bera skyn á málið. Eg ; gæti nefnt mörg nöfn, og vitnað til \ orða ýmsra manna um málið, t. d. | Chr. Krabbe (í fólkspinginu), Scavenius { (í San fundet 26. okt.), Politiken j o. s. trv. J>að er pá óhætt að segjk að pað j sé viðurkenat, að pað sé ekki aðeins - nauðsynlegt fyrir fsland. heldur og i eðlilegt og hollast að stjórn sérmála pess sé í landinu sjálfu, p. e. í Reykjavík, Og eru pá, einsog sjá j má af pví sem hér á undan er sagt, I ýmsar uppástungur um fyrirkomulagið, | sem geta komið til greina: !1. Landstjóri (jarl), sem sé um- boðsmáður konungs, með einum eða | tveimur ráðgjötum undir sér, sem | eiga að bera ábyrgð á 'öllum stjórnar- 5 athöfnum fyrir alpingi. Landstjórinn (jarlinn) ritar undir lögin fyrir hönd konungs o. s. frv. |>að er petta, eða lílct fyrirkomulag, sem hefir vakað fyrir fleirum áður, og nú síðast Chr. Krabbe í fólkspinginu. Enginn efi er á pví að petta stjórnarfyrirkomulag samsvarar bezt óskum íslendinga og er hið ákjósanlegasta. J>að mætti líka | bætá peirri ákvörðun við (sbr. frumv. : fiá 1889) að konungur, áður en árið . væri liðið, gæti apturkallað lög, ef s hann vildi. Hagsœunum Danmerkur hvað sérmálin snerti, mundi vera alveg óhætt með pessu fyrirkomulagi, og hið pólitiska samband íslands við Danmörku jafn fast og áður. Hinn ísl. landstjóri (jarl) mundi opt, ef ekki optast vera danskur maður, sem Vppsdgm sk.nfleg bunatn áramót. Ógild nema lcovi- in sé til ntstj. fyrir 1. ofttó- bar. lnnl. attgl. 10 *igrn Hnan, eða 70 a._ hrttr-þMmL dtXks og hálfu dýrara 'é í. siðu. | XE* 2 li aldrei muudi gleyma hagsmunum Danmerkur. En á hinn bóginn hefðu íslendingar enga ástæðu til að óttast áhrif hans. 2. Menn gætu hugsað sér lyrir- komulag eins og pað sem stungið var ui>p á í sumar, raeð tvo ráðgjafa. I>að er skylt hiuu fyrnefnda en er pó ekki sem heppilegast, og var heldur aldrei álitið aunað en neyðar- úrræði. 3. Loks gætu menn hugsað sér einn ráðgjafa í Reyujavík, sem færi hing ið til Hafnar til að fá uudirskript konungs og semja við stjóruina. I>á ætti forsætisráðgjafinn að framkvæina eptirlit pað, sera nanðsynlegt er, af Danm-rkur háifu. Hvernig fvrir-' komr.lagið yrði í einstökum atriðura, skal eg ekki fara frekara orðum um. J>að ætti að verða hægt að semja um. Af pví petta fyrirkomulag er svo einfalt, er pað all-viðkunnanlegt. Kostnaðurinn, sem ætti aö greiðast úr landsjóði, mundi ekki verða mikið meiri en nú, pví iandshöfðingja- embættið félii burt, og amtmanna- embættin og líklega eitt eða tvö embætti enn. Lannig lagað fyrirkomulag fæ eg ekki séð að geti á neinn hátt raskað hinu pólitíska sambandi vio Danmörku. J>að verður jafnraikið og pað nú er. J>að eptirlit er Danir mættu óska teptir , með tilliti til sérmálanna, mundi ekki skerðast við pað. ijr pví Danir hafa gefið eptir að íslendiugar fengju s é r- stakan ráðgjafa, og pað hefir verið gjört — lflýtur peim að standa á sama pó hann búi í Reykjavík. Eu á pcnna hátt væri lagður svo hollur grundvöllur sem hægt er undir fram- farir og blömgun landsins. Fyrir Dani hlýtur pað að vera ánægjulegt að geta eignað sér góðan pátt í pessmu framförum. Yér Islendingar mætum I hér í Danmörku allstaðar, bæði hjá • privatmönnum og opinberum stofnunura, hinni mestu vinsemd og velvild. Eg vil enda mál mitt með innilegri ósk um, að peir megi í pólitikinni fá áheyrn hjá hinum núverandi stjórn- endum, og hinn núverandi íslandsráð- gjafi mætti álíta sér fært að lýsa pví yfir, að hann geti látid a? óskum íslendinga um innlenda stjórn meö sem beztu fyrirkomulagi. I>á munu allar deilur milli íslands og Danmerkur undir lok líða, en ný og blessunarrík öld upp renna. — r Askorun, íslandsráðgjafinn sagði 21. okt. s. 1. fólkspinginu: „pingið má treysta því, að stjórmn er fús á að veita Is. landi svo mikla sjálfstjórn, sem er samrýmileg liinu stjórnskipulega sam-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.