Austri - 28.03.1903, Blaðsíða 2

Austri - 28.03.1903, Blaðsíða 2
NR 12 AIÍPTEI 40 hvað fleira smávegis. íveru* fatnaður þeirra brann svo að segja allur, matvæli og búsgögn að mest- öllu leyti; einnig ljósmyndaskúrinn, sem byggður var áfastur við austurenda hússÍDs. Hafa þau hjón því oróið fyrir stórkostlegum skaða, þar sem þau því miður höfðu ekkert af sínu vátryggt. — Runólfur Halldórsson mun einuig hafa liðið mikinn skaða þareð húsið var of lágt vátryggt, en vórur hans alls ekki og varð mjög litlu bjargað. — J»að semflýtti brunanum svo mjog, var, að vindur stóð snarphvass af austri, og feykti hann eldhriðtnni af búsinu alla leið framundir íljúðar- hús verzlunarmanns Carl. Jób. Lill- iendahls. Hefði vindurinn verið lítið eitt norðlægari, mundi íbúðarhús Ólafs Jónssonar járnsmiðs vafalaust hafa brunnið líka, þareð það stendur svo nálægt, og þá hefði að líkindum náð til að kvikna í verzlunarhúsum Jörgen Hansens verzlunar. Sunnudagsmorguninn eptir þ. 22. kom maður ofan í kaupstaðinn með þá fregn, að vöruskip 0rum & Wulffs verziunar, skonnort „Eilinor" sem var von á um það leyti, væri komin í strand á Tangaboða. Kaupstaðar- búar þustu allir samstundis úteptir og gengu rösklega fram i því að ganga frá köðlum milli skips og lands til björgunar mönnunum, þvi óhugsaudi var, að geta komizt á bát út til skips- ins, sem stóð á hliðinni út h grynn- ingunum c. 60 faðma frá landi, og þar sem sjóarnir brotnuðu á því, og biimlöðrið æddi milli skips og lands. Fjórum af skipverjum lánaðist að ná f land um daginn á köðlum, og voru þeir allir meira og minna dasaðir af vosbúð og sjóvolki. Voru þeir sam- stundis fluftir inn í Leirhöfn og bjúkr- að þar. — Skipstjóra og stýrimanni var ekki hægt að ná um kvöldið því að svo dimmt var orðið. Urðu þeir því að halda kyrru fyrir í skipinu um nóttina, og náðust þeir ekki í land fyr en um miðjan dag á mánudaginn, mjög þjakaðir og dofnir orðnir af bleytu og kulda, þar sem þeir mest alla nóttina máttu sitja í sjó upp undir mitti í káetunni. J>að vildi til happs á flóðinu um nóttina, að skipið snérist við og fiuttistrúma lengd sína nær landi, þannig, að framstafninn kom fast upp að klöpp, sem hægt var að komast út á á bát, og af henni var þeim náð ofan af skipinu. Annars er efasamt hvort þeir hefðu náðst lifandi, ef ekki hefði verið um annað að gjöra en að nota kaðlana eins og fyrri daginn, þareð þeir trauðla mundu hafa haft mátt til að halda sér við á þeim. C. J. L. i _____________________ Slys það vildi til nýlega, er þau síra Magnús Bl. Jónsson í Vaiianesi, kona hans, frú Guðríður, og Sigurður Ein- arsson i Mjöanesi, ásamt móður srnni, ekkjufrú Guðrúnu, — voru á ferð eptir Lagarfljóti, að ís brast undan hestunr þeirra þriggja síðastnefndu, þar sem þau stöldruðu við á ísnum, við sprungu, er vætiaði upp um, til þess að láta hestana drekka. Síra MagnÚ3 var spölkorn á eptir og er hann sá sð ísinn brastundan hestunum ætlaði hann að þjóta af baki, en varð fastur í ístaði, og tafðist við að losa sig; náði hann með naumindura í konu sína, sem varaðsökkva í vökinni en hestur hennar raeð reyðtýgjum fór undir isinn og kafnaði. Siguiður hafði strax komizt upp á skörina og bjargað móðnr siuni upp úr vökinn’, en hestur Sigurðar henti sig úr vokinni og upp á skörina án nokkurar hjálpar. Síðan drógu þau hest frú Guðrúnar upp úr vökinni. En hestur síra Magnúsar fældist og náðist ekki fyr en upp hjá Geitagerði í Fijótsdal. far sem ísinn sprakk var 10 faðma dýpi. „Egill“ fór héðan snemma morgunr þ. 22. og með bonum: konsúl Hansen og sútari Berg til útlanda, Jón Jónsson í Múla snöggva ferð til Suðurfjarð- anna; til Breiðdals verzlunarm. Björn Stefánsson, og þeir bræður Jóh, Kr. og Gunnlögur Jónssynir með líki mágs síns Bjarna kaupm Siggeirssonar; enn- fremur til Fáskrúðsfjarðar, irúSigríður Jónsdóttir. „Nor,“ skipstjóri Olsen, kom hingað inn vegna þoku þ. 27. og fór aptur um nóttina. Var á leið til Isafjarðar með saltfarrn frá Englandi. Héraðsmenn eru hér þessa dagana með hesta, til að sækja sér matvöru. Veður er nú bjart, en snjór mikill hér í Fjörðum, en minni í Héraði, þar sem víðast kvað vefa jörð komin upp til beitar. Frá Vopnaflrði kom hingað sendimaður þ. 26. þ. m. til þess að skýra sýslum. frá strandinu og húsbrunanum. Sýslumaður lagði af stað norður í gær ásamt skrifara sínum og sendimanninura. ÆFIMINNING. Hinn 29. júli andaðist á Djúpavog Stefán Guðmundsson lausam. frá Starmýri rúmlega 51 árs að aldri. Hann var fæddur á Starmýri i Alfta- firði 13. febr. 1851, Foreldrar nans voru: Guðmundur Hjorleifsson (J.rna- sonar hins sterka frá Höfn í Borg- arfirði eystra) bóndi áStarœýri, dáinn 4. nóv. 1859 cg Ragnheiðar Stofáns- dóttir, sem enn lifir. Tók hann vif búsforráðum með móður sinni skommu eptir að hrnn fermdist og veitti búi hennar forstöðu með atorku og dugnaði þar til hún hætti búskap vorið 1893. Eptir það stundaði hann sjávavútgjörð og heppnaðist það mæta vel, endavar Stefán sál mörgum manniglöggskyggn- ari á veður og sjó; jofn gætinn sem djarfur í sjósókn. Umgengilegri, hógværari og alúð. legri mann enn Stefán sál. Guðmunds- son er naumast hægt að hugsa sé. > enda var ð honum jafnan gott til vina. Hans er því aföllum er hann þekktu, að maklegloikum sárt saknað. JEinn af frœndum hius látna. Jþrðin Brunahvammur í Vopnafirði 11.5 hnd að dýrleika, fæst til ábúðar, og jafnvel til kaup3 í næstk, fardögum. Tún jarðar nnar er í meðallagi. Útheyskapur nær óupp- vinnanlegur. Töðugæft hey; málnyta, og öll önnur afnot sauðfjár í allra bezta lagi. — Afréttarland fylgir jörðinni fyrir allt að 1000 fjár. Um ábúð eða kaup á jörðinni má semja við undirritaðan. Bustarfelli 2. marz 1903 Metúsalem Einarsson. Auglýsing. Af því að eg hefi fastráðið að hætta verzlun þeirri, sem eg nú nokkur undanfarardi ár hefi rekið hér á Seyðisfirði, og mun flytja mig bráðlega alfarinn norður á Gunnólfsvík við Langanes, þá auglýsist hérmob að eg hefi gefið herra umboðsmanni caad. jur. Björgvin Vigfús3yui á Hall >: insstað umboð til þess fyrir mina hönd að innheiinta allar útistandandi skuldir mínar á ís- landi. Bor því öllum skuldunautura mínum að greiða til hans bað seœ þeir eiga að lúka; að öðrum kosti geta þeir ekki fengið kvittun fyrir skuldalúkningu sinni. jþað kanngjörist og öðrum viðskiptamönnura mínura, að eg einnig hefi falið nefndum umboðsmanni minum að semja við alla þá, sem eiga innieign við fyrnefnda verzlun m?na og eru þeir því beðnir að snúa sér til hans í því efni. Ennfremur anglýsist hérmeð, að öll verzlunarhús mín ás unt íbúðarhúsi hér á Seyðisfirði fást til sölu. Lysthafendur snúi sér til herra Björgvins Vigfússonar, sem eg hefi gefið sömuleiðis umboð til að semja urasölu á téðum húsum og veita andvirðinu móttöku til lúkningar skuldura mínum eins og þær eru nú, Seyðisfirði 15. marz. 1903. Andrés Rasmussen, Samkvæmt ofanskráðu er liérmeð því skorað á alla þá menn hér á landi, sem eiga að greiða herra kaupmanni Ar.dr. Rasmussen á Seyðisfirði skuldir frá liðnura tíma, að semja við mig undirritaðan um lúkning á skuldura sínum fyrir lok júnímánaðar næstkoraandi. Að öðrum kosti mega þeir búast við lögsókn. Hallormsstað 20. mavz 1903. Bjergvin Vigfússon. Hin norska netaverksmiðja í Kristjaníu mælir með sínum viðurkenndu síldarvörpum, síldarnetum o. s. frv. Pöntunum veitir móttöku umboðsmaður vor í Kaupmannahöfn, herra Lanritz Jensen, Reverdilsgade 7. Sjómenn fá ódýrustu og sterlcustu sjóstígvélin, Héraðsmennfá ódýrustu og sterkustu reiðstígvélin, V erkafólk fær ódýrustu og sterkustu slitskóna, hja Hermanni Porsteinssyni. j VOTTORÐ. i Eg befi venð mjög raagaveikur, og ! hefur það með fylgt höfuðverkur og ! annar lasleiki Með því að brúka , Kína -lífs -elixír frá hr. Valdimar Pet* ersen í Friðrikshöfn, er eg aptur I kominn til góðrar heiUu, og ræð eg ; því öllum, er þjást af slíkum sjúkdómi ‘ að reyna bitter þennani Oddur Snorrasön. Bdnalifselixirinn fæit hjá flestura kaupmönnum á lslandi án tollálags 1 kr. 50 aura flaskan. i Til þess að vera viss um, að fá | hinn ekta Kinalífselixír, eru kaup- endur beðnir að líta eptir því að V. P. ~~F7~ standi á flöskunum í græuu lakki og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskuniiðanum: Kínverji með glasi í hendi, og firmanafnið Valdemar Pet- ersen, Frederikshavn Skrifstofa og vörubúr, Nyvej 16 Kjöbe ihavn.. Undirskrifaður tekur að sér að veita |>eim er óska góða tilsögn í ensku, frakknesku og dönsku. Ennfremur í söng- fræði og Harinonium-spili. Glóðar kennslubækur eru fyrir hendi. Borgun frá 0>35 — 0,50 aura um timann. Vopnafirði 5* marz 1903 Carl Jóh. Lilliendahl. Greindur og laghentur piltur, 16—17 ára gamall, getur fengið að læra bókband frá 1. mai næstkomandi. Seyðisfirði Kristján L. Jónsson bókbindari. Búnaðarfélag Borgarfjarðar óskar að fá æfðan bufræð-- ing í þjónustu sína á næst- komandi sumri. Góð laun í boði. Semja skal við stjórn félagsins Borgarfirði 28. febrúav 1903. Félagsstjórnin. M ikið nýtt og vandað efni til skósmíða, kom nú til min með skipunum. Að- gjörðir á skötaui og nýir skór, injög ódýrt, og allt fljótt og veí aí' hendi leyst. Stígvélaáburður ágætur og Box-Calf sverta ágæt er lika til sölu bjá: Hermanni Porsteinssyni. Færeyskur fiskihátur óskast til kaups, Ritstj. visar á, Hið bezta sjókólade er frá verksmiðjunni „Sirius“ í Frí- höfninni í Khöfn,, þab er hið drýgsta og næringarmesta og inniheldur meira af kakaó en nokkur önnur sjökóladetegund. Abyrgðarmaður og ritstjóri: Cand. phil. Skapti Jósepsson. Prentsmiðja. porstems J. O. ÍSknytasonar

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.