Austri - 27.08.1906, Blaðsíða 2

Austri - 27.08.1906, Blaðsíða 2
NR. 29 AUSTRI 110 ann yrði hér og laogaði til á að sjá hann og hlýða á mál hans. En sú von brást, og pótti rnonmim J»að mið- ur. Skýrði bæjarfógetinn pá frá pví> að of langt mondi fyrir mannfjöldann að bíða eptir skeyt' frá konungi og fórn menn pví að tínast burcn, all- öánægðir með þessa víxluathofn. En kræsingarnar biðu í Bindindis- húsinu, og fóru peir útvöldu pví að venda huga sínum pangað og hugga 3ig við tiihugsunina um matinn. Mikið dróg pað pó úr ánægjunni h;á sumum, að vita allan fjpldann, bæði af bæjarmönnuro og utanbæjarmönn- um, reika um göturnar eða sitja heima og geta eigi haft tækifæri til að skemta, sér. En Bindindishúsið var lítið og rúmaði ekki nema hundrað manns undir borðum- Tilraun hafði pó verið gjörð til pess að fá annað hús leigt par sem almenningur gæti skemmt sér og fengið ve’tingar keyptar, en húsíð fékkst ekki lánað! Mun almenn óá- nægja hafa orðið yfir pvít einsog eðii- legt var. Menn söfnuðust fyrst saman á hó- teli Kristjáns Hailgrímssonar. .Hafði salurinn verið skreyttur mjög fagur- lega og útbúinn sem dagstofa. Bæjarn stjórnin, sem gekkst fyrir pessu veizlu- haldi, haíði boðið nokkrum heiðurs- gestum: Trap-Holm ritsímastjóra ásamt frú hans, Jóni frá Múla og símritur- unum dönsku, Ennfremur voru peir Poestion stjórnarráð og Gfodtfredsen skípstjóri bcðsgestir bæjarstjórnarinn- ar, Einstakir menn hpfðu og boðið nokkrum utanbæjarmönnum svo sem Ellefsen hvalfanaara og syni haus, dr. Helga Péturssyni, Jóni ritstjóra Stefánssyni o. H. fvínæst gengu menn 1i> raatborðs- ins í Bindirdishúsinu og varð par brátt íullskipaðnr bekkur. Yeizlusal- urinn var fagurlega prýddur og hafa ungfrúr bæjarins heiðurinn af pvi verki. Eyrir leiksviðið var tjaldað með bláum og hvítum dúkum, blómum skreyttum, og fyrir miðju békk Fjall- konumynd Gröndals og fyrir neðan hana var letrað með gylltum stöfum: Yelkomnir. Beggja vegna víð leik- sviðið héngu íslenzkír fánar, en frammi í salnum á móti voru uppfestir tv eir danskir fánar. Eyrir gluggunum voru hvít og rauð tjöld og áveggjun- um málverk og íslenzk og útlend áklæði. J>rjú langboið voru eptir salnam frá háborðinu og var allur búnaður peirra binn snyrtilegasti og rikismann- legasti. Hoíðu frúr bæjarins kuít pað verk með hpndum. pegar menn voru seztir undir borð, var farið að líta á matseðilinn. Matseðillinn var mjög snyrtilegur út- lits. Efst á honum gaf að líta 41jós- myndir: af Seyðisfjarðarkaupstað, af sæsimahúsinu, af ritsímastöðinni, og af sæsímaskipinu pegg,r verið er að koma símanum í land út við símahúsið. En réttaskráin hljóðaði svo: Súpa Madeiravín Beínlauaír kolar - , ,, , . D. Silungur .. hollenzk ídýfa Kmarvm Bæj.eimabjúgu — græuar baunir „„ , . Ætistönglar — hrært smj0r xtauavm Dilkasteik — jarðepli Kampavín Kaka c„ Sherryvm Sælgæti ogOportovín Kaffi Konjakko.fi. pessar ræður voru fluttar: Minni konungs: Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti. Minni ritsímans: St. Th. J"ónsson konsúll. Minni ráðherrans: Jón Stefánsson pöntunarstjóri. Minni gestanna: Jóh. Jóhannesson. pakkaði Trap-Holm, ritsímastjóri fyrir með ræðu fyrir íslandi. Einnig talaði dr. Helgi Pétursson fyrir minni Poestions og flutti brtnn læðu slna á pýzku. Poestion svaraði með ræðu fyrir ís- landi. Jón í Múla falaði fyrir minni kvenna og raælti vel og snjallt sem hans er vandi. Björn Stefánsson pönt- unarstjóri flutti minni Seyðisfjarðar og Godtfrsdsen skipstjóri á Vestu mæiti sero Svíi fynr minni Norður- landa, Svípicíar, Danmerkur, JSÍoregs og ítdands, er vera ættu sambands- lpud; á eptir vfeðunni sungu allir: Du gamla, du fiiska.“ Að lokinni máltið héldu menn til botels Kl'. Hal grímssonar og drukku par kaffi. Skemmtu menn sér par við samræður langt fram á nótt. En yngra fölkið lét taka upp borð og bekki í Bindindishúsinu og fór að dansa par. Fyrir hötid samsætisins sendi bæjar- fógetinn konungi svohljóðandi hrað-> skeyti: „Hans Hátign konuDgurinn! Borgarar Seyðisfjarðarkanpstaðar, sem komnir eru saman hér, ásamt nokkrum gestum, við hátíðahald í tilefni at víxlu sæsímans til Islands, senda Yðar Hátign, sína pegnsamleg- ustu kveð;u og hlýjustu hedla óskír til konungs og ættmanna hans, jafn- framt pví sem peir láta í ljós gieði sína yfir að rítsímasambandið roilh ís- lands og uinheirosins er nú fullgjört“, Laust eptir hádegi á sunnudaginn kom hraðskeyti frá konungi og var pað á pessa leið. „Bæjarfógeti Jóh. Jöhannesson! Anægður yfir pví að vita að hrað- skeytasamband við ísland er á komið, par sem sæsíminn til Seyðisfjarðar er opnaður, sendi eg nú pegar mína innilegustu kveðju og óska af hjarta til hamingju, með s annfæringu um hina miklu viðtæku pýðingu er petta sam- band mun hafa fyrir fiamfarir íslands eptirleiðis til heilla og blessunar fjrir oss alla. Frederik R. Bernstorff“. J>essu simskeyti svaraði sýslumaður samstundis á pessa leið: „Hans Hátign Konungurinn Bernstoiff. Eptir umboði stjórnarfxmar er mér sá heiður veittur,að pakka Yðar Há- tign í nafm íslenzku pjóðarinnar fyrir hina óumræðilega hjartanlegu kveðju til pjóðarinnar, og fyrir hiuar hlýju óskir og björtu vonir um framtið lands- ins sero Yðar Hátign hefir látið í ljós við pennan atburð sem er svo pýðmg- armikill fyrir landið, og tekur pjóðin með einróma pakidæti undir pær ósk- ir og vonir. Guð verndi konunginn og konucgs- ættina. Jóh. Jóh. Um kl. 3 í gær kom EálkinD, fán- um skreyttur, Róttust raenn pá vita að ráðherra mundi vera með.Eór bæj- arfógeti Jób. Jóhannesson pegar út á sk'pio til pess að taka á móti ráð- herranum og frú hans er einnig var með skipinu. Hafði Eálkinn lagt af stað á á- kveðnum tíma fiá Reykjavík en hreppti ákaft óveður, var ytir 20 tíma til Vestmanneyja og varð að liggja par sólarhring vegna storms og ósjóa, er eigi varð á móti komizt. Eðr ráðherrann og frú hans pegar í land hér og ínn á ritsímastpðma, og sendi ráðherra eptirfarandi skeyti til konungs: „Til konungs. Nýkominn til Seyðisfjarðar eptir að hafa tafizt af stormi á leiðinm, leyfi eg mér allra pegnsamlegast að endur taka pakkir pær, er bæjarfógetina hefir i minn stað sent Yðar Hátign fyrir bina hjartanlegu konungskveðju og heillaósk í tilefni af pví, að Islands sæsíminn er nú fallgjör. f>að pokar íslandi nær konungi sínum og framfprunum. Vonazt er til að lagningu lands'mans tilReykjavikur verði lokið við ecda.næst mánaðar, ng mun L'ðar Hátign pá pegar verða tilkynnt pað“. Ráðberrahiónin heimsóttu síðan nokkra bæjarmenn og héldu pví næst út á skipið aptur.pareð ráðgjorc var,að skipið læri strax og ryar kæmi aptur frá konungi. En pað drógst par til kl. 10. f. ro. í dae. Og fór „Eáikinu“ pá jafnskjótt héðan og hélt til Eski- fjarðar. Ætlaði hann að taka par kol. Bjugenst ráðherrahjónin við að ríða ’nn á Eagradal á meðan til pess að skoða akbrautina og talsfmalagn- inguna. Er „Fáikinn" lagði af stað héðan í raorgun voru ráðherrahjónin kvödd með preraur dryniandi falíbvssuskotum og var pví svarað frá skipinu með jafnniörgum skotum. Nú virðast aliir sammála um að fagna yfir ritsíraasambandmu Og er pað vei. í>ví enginu mínnsti vafi er á pví, að pettt samband mun fleygja landi voru og pjóð áfram til menn- ingar og pjóðprifa,hagsældar ogbless- nnar. Síinaskeyti. Bæjarfógeti Jóh. Jóhannesson á Sejðisfirði. Bið yður og borgarana sem saman eru komnir til hátíðarhalds að með - taka mínar hjartanlegustu paukir fyrir yðar vinsamlegu kveðju, einnig e g gleðst af pví að vera með njja sæsíman- um eun nánar bundinn við ísland og pess kæru íbúa. Erederik R. (Bernstorff.) Bæiarfógeti Jóh. Jóhannesson I>ökk fyrir kveðjuna. V e lkomnir til bæða pjóðasamfélagsins. Óska að hin góða samvinna íslands og Danmerkur sem hefir leitt til pessa árangurs. megi vaxa og viðhaldast. Högsbro, Holte. Verðlaunaglíman fór fram á Akureyri einsog ákveðið var 21. p m. 12 glímumenn tóku pátt í kenni, 8 Akureyriugar og 4 pingey- ingar. Emn fatlaðist í fyrstu glímun- i’m, Sigurvegari varð verzlunarmaður Ólafur Y. Davíðssou og hlaut hann beltið, og var afhent pað par strax af form. fél Grettis: Vigfúsi Sigfus- syni gestgjaía í viðurvist mannfjöld- ans. Belti pessu heldur Ólafur par til hanu verður yfirunninn af öðrum. A hver glímumaður kost á að skora iiann á hólm en senda verðnr hann áskorun- ina til Ólafs og stjórn félagsins Grett- is, sem stofnar s v o til glímuroóts með 3 mánaða fyrirvara. Askoruu verður eigi tekin tjl greina fyi en eptir 6. máuuði. Dr. Helgi Pétnrsson dvelur nú hér í bænnm. Kom hing- að landveg sunnan um land úr jarð- fræðisrannsóknarferð par. Rapid norskt síldarflutningsskip frá Koper- vik strandaði 23. p. m. nálægt Sköru- vík á Langanesi. Menn björguðust allír og er skipshpfnin komin hingað. Skipíð var fullfermt af sfldi Mannalát. Fyrrum veitingamaður og hafnsögu- maður á ísafirði, J. Yedholm andaðist par 3. p. m. rúml. 95 ára gamall. Ari Sæmundsson verzlunarm. á Bloaduósi andaðist úr lungnabólgu 30. júlí síðastl. 23. ára að aldri. Hann var efnismaður vel gefinn. Ósannindi rekin aptur. Samanburður á DAN og STAR. Mér ofbýður að sjá hversu gálaus- lega Davið Gstlund umboðsmaður fyrir „Dan“ blandar samau sanníndum og ósaunicdum í auglýsingagumi sínu í síðustu blöðum Ejallk.| (t. d. 30. júní og miklu optar). Ósannindi eru pað, er hann segír að S t a r heimti 10 kr. árlegt aukagjald af sjómönnum fyrir hvert púsuud krónur, og v i 11 a n d i er pað að leggja áherzlu á aukagjaldið hjá Star, en segja að Dan heimti pað ekki — n e m a tekið væri fram um leið hverníg fer um útborgun ábyrgðar-; upphæðarinnar í báðum félögunum. Sann leikurinn er sá, að Star tekur aðeins 2 kr. 5 0 a. aukagjaid af sjömpunum fyrir hvert púsuad kr. en e k k i 10 k r ó nur, og Star borgar út ábyrgðarupphæðina að fulluog ö 11 u, nær sem maöurinn deyr og hvort sem hann deyr á sjó eða landi; en D a n borgar út aðeins 800 k r ó n u r af hverjum púsuud krónum til erfingja peirra, sem eru svo v a n- hyggnir að borga ekki aukagjaldið í Dau. en ef menn vilja eiga von á að fá alla uppbæðina útborgaða í Dan, eins og í Star, verða menn að borga helmmgi hærra aukagjald íDan heldur en í Star, sem sé 5 kr. í Dan en 2,50 í Star. Ósannindi eru pað, að Dan sé eina liftryggingarfélagið, sem taki menn í lifsábyrgð með peim fyrirvara að peir purfi eugin iðgjöld að borga ef peir slasast eða verða ófærir til vinnu, — pví petta sama gjörir S t a r, hefir gjprt og mun gjora. V illandi er pað, að gjöra mikið úr peim hlunnindum, sem Dan veitir bindindísmpnnum, eða jafnvel að minn- ast á pau( pvi pau hlunnindi eru sann- arlega litils virði, að eg ekki segi meira, og gæti eg vel truað pví, að einhver ræki sig ópægilega á pað pegar fram líða stuudir. „Dan“ gefur í bóuus s/4 af ágóða sínum til peírra, sem eru tryggðir í félaginu“, segir umboðsmaðurinn,og er pað satt, en úr pvi hann er með S t a r á vörunum öðru hvoru, hefði verið rétt að geta ura pað til saman- burðarL að Star gefur í Bónus ii^i 3[4 heldur 9| ,0 af ollum ágóðanum J>annig mætti fleira telja. Ekki er pað meining mín með pessnm fáu línum að lasta D a n eða taka S t a r Irarn ytir öll pnnur félög, heldur aðeius að sýna mönnum fram á, hversu lítið sé að byggja á slíku gegndarlausu skrumi eins og pessum auglýsingum frá umboðsmanninam fyrir D a n; slíkir auglýsendur villa alpýðu sjónir í pýðingarmiklu máliog er slikt fremur leiðinleg atvinna. Siglutírði 30. júlí 1906. B. f orsteinsson umboðsmaður fyrir S t a r.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.