Austri - 14.04.1917, Side 3
AUSTRI 3
Orð og terk.
»Mönnum er gefið málfærið til
þess að birta hugsanir sínarc, sngðu
gömlu prestarnir.
»Guð skapaði alla hluti með
orði sínu«, stendur í Helgakreri.
Mikill hluti þessarar þjóðar hefir
lært þetta kver, og oft hefir mér
virst svo, sem margir væru þeir
menn meðal vor, sem hygðust
mundu bseta þetta verk skaparans
með orðum einum.
Ekki þarf þó lengi að blaða i
menningarsögu mannkynsins, til
þess að komast að raun nm það,
að þcir sem mest hafa unnið að
því, að umbæta lönd og lýði, hafa
fátt og smátt unnið með orðum
einum. Jafn ljóst er það einnig,
að engu mikilsverðu máli mun
verða ráðið til hollra lykta orða-
laust Þegar drottinn skipaði Mose
að leiða þjóð sína úr andlegum
og líkamlegum þrældómi, vildi
hinn gætni, mikli maður draga
sig í hlé. Hann fann fyrst til þess
að hann skorti mælskuna. En hinn
alvitri faðir gaf lionum samt ekki
málsnildina að vopni. En hann
gaf honum mátt til þess að vinna
þau verk, sem stigu yfir skilning
samtiðarmanna hans. Þau eru
kölluð kraftaverk. »Möses gerði
tákn og fólkið trúði«. En — Aron
talaði — — —. Miklum mun meiri
hefir vegur Mósesar orðíð í sög-
unni. Engum hefir cún þann dag
í dag blandast hugur um það,
hvor þeirra bræðra vann þetta
fræga þrekvirki: að skapa frjálsa,
sjálfstæða þjóð af bornum þræl-
um. Það var Móses. Það var sá
sem vann verkin. Hann naut áð
vísu aðstoðar inælskumannsins,
en — gullkálfurinn er glögt vitni
þess, hversu fór, efMóesesar misti
við.
Allir þeir sem þykja kunna skil
á skapferli norrsenna þjóða, ein-
kenna þær með þvi, að þær tali
fæst þegar þeim er mest í hug, —
og vinni stærstu þrekvirki sín í
þögn. Skáldin ein þykja kunna
að heyja sér þrek og sefa harm
sinn með list orðsins. Dæmi evu
þó til þess, að þau treysti betur
vinnunni. Þegar Ólafur gamli fað-
ir Eggerts frétti druknun sonar
síns, mælti hann ekki orð frá
munni. Hann gekk út á völl og
tók að rjufa haug einn mikinn.
Hann ök af kappi allan daginn,
og hafði lokið verkinu urii kvöld-
,ið. Næsta dag tók hann aftur gleði
sína. Þeir sem hafa átt — og
iþist, þeir munu skilja hvað það
var, sem hann sigraði þennan
dag. Ólafur var gott skáld á þeim
tíma, og orti oft sér til hugléttis.
Flestir hugsandi menn munu
hafa veitt því eftirtekt, að fá lát-
laus orð hrífa oft meira og marka
dvpri spor í hugann, en snjallar
ræður mælskumanna. En þau orð
eru þá vanalega logar upp afgulli
reynslu og vinnu.
Kristur átti meira vald og meiri
tign í orðum en nokkur annar
bæði áður og síðan. En hvers-
vegna ?
Af því að verk hans stóðu á bak
við orðin og gáíu þeim gildi.
Samræmið milli orða og verka
var fullkomið.
Aldrei hefir Ijós vizku og mál-
snildar logað skærara á jorðu hér
en hjá Kristi. Samt sýnir saga
hans ljóslega, að þungamiðja á-
hrifa hans lá og liggur jafnvel
enn — í verkurtum.
Hvers mundum vér hinir þá
þurfa, sem færri pundin höfum
fengið ?
Við ættum að gela svarað okk-
ur sjálf— í orði og verki. Hversu
fagurl og snjalt sem ræður mál-
sníldarmannanna hljóma, þjóta
þær um eyru manna eins oggola,
ef við vitum það, að sá sem tal-
ar hefir ekki mátt eða vilja, til
þess að gera neitt meira — — en
að ljúka ræðunni.
Það verður holhljómur í hverju
snjallyrði. Andríki mælskunnar
verður að merglausri mærð.
Einn kýminn nútímarithöfundur
hefir sagt það, að hugsjónamenn
vörrar aldar megi aldrei vera að
þvi, að breyta eftir kenningum
sinum, af því að i hvert sinn sem
þeim detti eitthvað gott í hug,
stökkvi þeir upp í ræðustólana og
eyði öllum tímanuin til þess að'
kenna öðrum hvernig þeir eigi að
breyta.
Það er nokkur sannleikur til í
þessu. — Og — þessvegna er það,
að öll lífssaga svo margra góðra
hugmynda byrjar — og endar —
í einni rœðu.
Þetta hefir aukið og magnað van-
traust manna á orðum, þctt fög-
ur séu. Og þegar þannig fer, eins
óg skáldið (St. G. St.) segir um
prestinn, að
„þau ráfuðu sífelt i öfuga átt
á œfi haiis, kenning og verkin“
þá verður það skiljanlegt og næst-
um fyrirgefanlegt, að ein sárbeitt
tunga hefir snúið ummælunum i
uppliafi þessarar greinar, þannig:
»Mönnum er gefið málfærið til
þess að dylja hugsanir sinar.
Það er hlutverk framtíðarinnar
að breyta þessu ofugmæli og það
verður að gerast — í verki.
E.
Ogurlegt tllviðri
með fimbulfrosti geysaði hér aust-
anlands Páskadagana báða. Hefir
ekki i mörg ár komið annað eins
veður hér á Seyðisfirði og er þó
margt sjaldgæfara hér en hvass-
viðri cg snjóhríð.
Engir stórskaðar urðu þó á
eignum manna í firðinum. —
Eitthvað af bátum skemdist og
einn maður misti 5 kindur. Mót-
orskúta Imlands erfingja hér í
bænum, er lá á floti, lasbaðist
nokkuð en varð þó bjargað.
Aðalskemdirnar urðu á síma-
kerfinu hér í bænum. Allir sima-
staurar á svæðinu frá Fjarðarár-
brú til Búðareyrar (15) brotnuðu
og féll þráðurin’n sumstaðar á hús
svo að þeim hélt við skemdum.
Var símakerfið gersamlega hreins-
að burt á nefndu svæði er veðr-
inu slotaði, en nú er aftur verið
að s.etja niður staura. Talsverðan
tíma mun þó taka að koma sím-
anum i samt lag og bíður Lands-
síminn eigi óverulegt tjón við
þetta, og harðla bagalegt er það
bæjarbúum að verða að vera svo
vikum skiftir án bæjarsimans. —
Á Mjóafirði fauk heyhlaða, en
annars mun veður þetta ekki
hafa valdið tjóni þar.
Á Norðfirði brotnaði einn upp-
skipunarbátur.
»A U 8 T R1«
kemur út einu sinni í riku. Árganguriim
kustar 4,00 kr. hér á landi, erleudis 5,00 kr
•jalddagi 1. júlí hér á landi, erleudis fyrir-
fram. — Uppsögn bundin rid áramót og
•gild nema beriít ritstióra fyrir 1. *któber
enda sé kaupandi skuidlaus rið blaðið.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Sig. Baldvinsson.
Til leiðheiningar.
Bókasafn Austurlands, opið tilút-
lána á laugard. kl. 4—5. Lestr-
arstolan opin á sunnud 4—6.
Bæjarfógetaskrifstofan opin 10—2
og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofan opin 3—4
og 6—7.
Pósthúsið, opið 9—2 og4—7 virka
daga, á sunnud. 4—5 síðd.
Landssimasíöðin, opin frá 8 árd. til
9 síðd. virka daga, á sunnud.
10 árd. til 8 síðd.
Sæsímastöðin opin frá 8 árd. til
9 síðd. virka daga, á sunuud.
11—1 og 5—8.
Sjúkrahúsið. Almenn böð fást eftir
pöntun.
Útbú íslandsbaka. Afgreiðslan «p-
in 11—2.
♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Á Eskifirði sukku tveir mótor-
bátar og einn brotnaði. Mótorskúta,
sem Ingvar ísdal hér í bænum
hafði nýlega keypt, hvarf þaðan
af höfninni og vita menn eigi
frekar um afdrif hennar.
Á Reyðarfirði rak einn bát á
land, er hrakti þangað frá Ef.
Á Fáskrúðsfirði sukku 3 mótor-
bátar en einn rak á land. Þar
druknaði 1 maður, sem var við
að bjarga bát, en 2 meiddust.
A Djúpavogi brotnaði einn mót-
orbátur.
16
Picnrd kom aftur. Hann og fylgdarmaður hans
hafðu einkis orðið visaii nm hinn horfna son,
toldu víst, að hvort lieldur hann væri sœrður eða
danður, hlytu rœningjarnir uð hafa haft hann á
burt me> sér. í sköginum gat hann ekki verið,
þeir hötðu leitað svo nákvæmlega þar, en peir
komu pó ekki með öllu tómhentir.
Marghleypuna, sein ræningjarnir að líkindum
hefðu notað, fundu peir í skóginum.
Picard tók upp úr vasa sínum biauta og ó-
hreina margkleypu og sýndi Jean, Mörtu og
líekninura, setn eínnig voru viðstödd.
Er Marta sá marghieypuna rak hún upp hljóð.
Læknirinn ætlaói að taka við henni, en Jean,
sem annars var vanur að vera mieg kuiteis,
hrinti honum nokkuð harkalega trá, og um ieið
og hann greip marghleypuna gagði hann í afsök-
unarróm:
„Fyrirgelið, herra lækuir, ég ætla^ aðeins að
athuga, hvort hún er hlaðin.“ pví næst ætlaði
faann að hlaupa hurt með marghleypuna, en Pic-
ard kaliaði á eftir honum:
„Yertu rólegur Jean, ég er búinn að athuga
hólkinn, pað er ekki eiti emasta skot I honum.“
Læknirinn reyndi einn.'g að stfi^va Jeangmala
og fór aí skýra tyrir honum að marghleypan
væri afar þýðingarraikið sönnunargagn gegn
glsepamönnunum, og þvi bæri nauðsyn til al
varðveita hana og athenda lögreglunni, nákvæm-
lega 1 því ástandi, sem Pic.aid hefði skilað honni.
Jean hreyfði ýmsum móibárum og gerði margar
13
ið til hugar að skjóta móður sína og sysí-
ur!“
Jean, sem einnig heyrði frásögu Melanie, taut-
aði eitthvuð í skeaeið — en nú var ekki tími tii
•ið hlusta á fiekari skýr ngar, því nú heyrðist
vagnskrolt útifyrir. Fáum mlnútum síðar kom
Gerard læknir inn í herbergið, f ö legur inaðar,
dekk-ygður og dokkbrýudur. — Hann byrjaði
þegar, án þess að skifta orðum við fólkið, að
ranniaka sár frúarinnar, og sagði síðan við
Melnnio:
„þakkaðu gnði. ungt'rú litla, hann hefir á
undiaverðan hátt haldið verndarhendi sinni ýfir
móður þinni. Hefði kulan íarið nálarbreidd lengra
inn tii vrastri, tiefði móðir þín naumast opnið
augun framar. En eins og sakir standa er auð-
velt að ná kúlunnr og það skal ekki standa á
löngu.K
Siðan mæltí hann nokkrum hugbreystandi orð«
um við Lucie og fullvissafi hana um, að áður
en margar vikur liðu gæti hun aftui hlaupið og
dansnð.
Þ«gar hann hafði annnst nákvæmlega um bar-
ónsfrúna og lagt Mörtu gómlu lífsreglurnar, dróg
hana Jean með sér inn í setustofuna og sagði:
„Nú verður sannarlega að gripa til alvarlegra
aðgerða í þessu ódæðismáli. Hvílík ódæmi! Að
ráéast á varnarlausa konu og bprn. Á morgun
fer ég tafarlaust til logreglunnar, Harðsnúin
rannsókn verður undir eins fram að fara.1'
„Æ, nei, hejcra læknir, látif þetta heldar af-