Austri - 14.04.1917, Side 2
2
4USTRI
Siglingarmar.
Ritstjóri blaðsins »ís.lendingur«
á Akureyri hefir tjáð oss í sím-
tali, að frétt hafi borist um það
íil Rvíkur frá Khöfn, að eftir um-
ræður í enska þinginu um sigl-
íngateppuna, hafi ráðaneytið ný-
lega lýst því yfir, að siglingar
danskra skipa verði ekki eftirleið-
is hindraðar ineð viðkomuskyldu
í brezkri höfn.
í*es« hefði mátt vænta að Bret-
ar létu oss íslendinga sæta sömu
kjörum. Hvers eigum vér að gjalda
framar Dönum? — Eftirþví sem
skeytið (í síðasta hl-) um ferð »Gull-
foss« hermir, er honum bannað—
íslenzka skipinu — að flytja ís-
lendinga frá Ivhöfn til íslands, en
»íslandi« — danska skipinu — er
leyft það. Skeytið segir »sérkreddu«
Englendinga valda þessu. Sú »sér-
kredda« bitnar á Eimskipafélagi
tslands og íslendingum. Vérhljót-
um að hafa óbeit á slíkum
»kreddum«, sem í fljótu bragði
eru líkastar því að runnar væru
undan rifjum sameináða gufu-
skipafélagsins, og engin bót verður
fundin, eins og málið nú horfir
Tið. —
»Gullfoss«.
Þegar fréttist um fararleyfi hans
símaði bæjarfógetinn hér stjórn
Eimskipafélagsins f.!h. bæjarstjórn-
axinnar áskorun um að láta »Gull-
foss« koma við á Austurlandi
samkvæmt áætlun, á leiðinni frá
Khöfn. Kaupmannafélagið hér sím-
aði samskonar áskorun.
Bæjarfógetanum barst svar Eim-
skipafélagsstjórnarinnar svohljóð-
andi:
»Landsstjórnin Utur svo á, sem
leyfi »Gullfoss« til ferðar frá Kaup-
mannahöfn sé bundið því skil-
yrði, að hann fari beint til Reykja-
víkur, án viðkomu annarsstaðar.
Mundi því tilgangslaust og valda
ruglingi að gera tilraun til breyt-
ipga á því nú. Eimskipafélags-
stjórnin er sömu skoðunar.«
Skeyti þetta bendir á að sótt
hafi verið um fararleyfi fyrir
»Gullfoss« tiL ákveðins staðar á
landinu, o: Reykjavíkur. Er það
næsta undarlegt. Hitt er ótrúlegt
að Bretar hafi fundið upp á þvi,
að miða fararleyfið við ákveðna
hofn á landinu; það líka verið
einkennileg x>sérkredda«. — Lik-
iegra er að landssijórnin — eða
umboðsmaður hennar — hafi beð-
ið um faraneyfið til Rvíkur; að
;miðað hafi verið við Rvik eina,
en ekki landið, eins og þó hefði
átt að vera. Bendir þetta á að
atjórnin sjái ekki né viti um aðra
staði á landinu en Reykjavik, og
miði alt við hana; er það einfald-
ara en þörf ætti að vera fyrir þre-
falda stjórn.
»Betur sjá augu en auga«, væri
gott að sannaðist á þriggja herra
stjórninni, og þá mundi hún sjá,
að ílestir staðir á landinu hafa
farið meir varhluta af siglingun-
um nú að undanförnu en Reykja-
vík.
Yér verðum að vænta þess, ai
V í i r 1 v s i n g
Við undirrituð hjón lýsum þvi hér með yfir, að með því að við
höfum fengið stjórnarlegt (konunglegt) leyfi til nafnbreytingar fyrir
fósturbarnið okkar, sem jafnframt ber sömu skyldur og rétiindi,
sem væri hún okkar skilgetin dóttir, ber hér eftir að nefnast og
skrifast: Guðrún Sigurveig Pétursdótlir.
Sejðisfirði 11. aprít 1917.
Helga 4 r n a d 611 i r.
Petur J é h a n n s s o n.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
stjórnin gefi oss Austfiirðingum
auga, engu síður en öðrum lands-
hlutum, að þrír menn verði eigi
einsýnir á hag alþjóðarinnar. —
Eftir því sem fyrir liggur, litur
svo út að stjórnin hafi ekki gefið
mkkur svo mikið sem hornauga
er hún sótti um fararleyfi »Gull-
foss«, og mun f>að leiða til þess
að vér gefum henni ekki hýrt
auga eftirleiðis, nema henni þókn-
ist að upplyfla sínu augliti yfir
oss og gefa gaum fleirum en Reyk-
víkingum.
»LagarÍ08s«
hefir nú fengið fararleyfi, eins og
símskevti í siðasta blaði ber með
sér. — Ekki er enn neitt um það
frétt, hvort hann fari einnig til
Reykjavikur; sennilegt að for hans
verði beint hingað til Austur- og
Norðurlands. Ófrétt er og um það,
hvenær hann fer af stað. Um
Páskana fréttist að hann væri enn
óferðbúinn.
Eins og getið var um í símskeyti
hér í blaðinu fyrir nokkru síðan,
verður Ingvar Þorsteinsson skip-
stjóri á »Lagarfossi«. Hann stýrði
strandferðabátnum »ísafold« og
síðar »Kristjáni IX.« er Ásgeir
Pétursson átti
Bólað hefir á nokkurri óánægju
með skipstjóravalið á »Lagarfoss«.
Þykir mönnum, sem von er, það
miklu skifta að vel sé vandað til
valsins, og verður tilræ't um
»Goðafoss«-ætintýrið í því sam-
bandi. — »Austri« hefir ekki viljað
leggja neitt til þess máls hingað
til, en að fengnum upplýsingum
þykir rétt að geta þess að val skip-
stjóra á skip Eimskipafélagsins
fellur undir starfsvið útgerðarstjóra
samkvæmt lögum félagsins. Enda
eðlilegast, þar sem hér stendursvo
á, að hann hefir sérþekkingu á að
byggja. En ábyrgð verðurhann að
bera á vali sínu. Nýtur Nielsen
trausts Eimskipafélagsstjórnarinn-
ar í þessu efni sem öðrum. Hann
hefir nú valið þann af þeim, sem
kostur var á, er hann telur hæf-
astan. Um fáa var að velja, og
sumir íslenzkra skipstjóra — t. d.
Guðmundur’ Kristjáansson — öfá-
anlegir. Jón Erlendsson, yfirstýri-
mann á »Gullfoss«, vill Nielsen
gera að góðum skipstjóra, en vill
að hann sé enn um hríð stýri-
maður. Jón fiefir aflað sér álits
flestra eða allra, sem hafa kynst
honum, og mnndi það mörgum
kærl að vita hann i skipstjóra-
stöðu hjá Eimskipafélaginu. Ingvar
Þorsteinsson er þektur að dugn-
aði, en ekki hefir hann þótfreglu-
maður að sama skapi. En full-
yrt er að skipstjórastaðan á »Lag-
arfossk sé veitt honum með skil-
yrði um algerða reglusemi, og
verður að treysta því, meðan ekki
er önnur reynsla á fengin. — Pað
er ofur eðlilegt að hluthöfum í
Eimskipafélaginu sé ant um, að
skipstjórarnir séu ábyggilegir reglu-
menn, og þeir eiga lika að krefj-
ast þess. Og af þvi, sem á undan
er gengið með »Goðafoss«, er það
enn réttmætara að hluthaíar láti
sig varða um skipstjóravál á skip
sín. Eins og -nönnum má Ijóst
vera af framanrituðu, er órétt —
það sem margir hafa gert — að
ásaka stjórn Eimskipafélagsins fyr-
ir skipstjóravalið á »Lagarfoss«.
Siglingahorfurnar
hafa nú batnað talsvert siðan
hafnbannið dundi yfir í byrjun
febrúar s. 1. Vegurinn til Ameríku
er oss íslendingum enn opinn og
fær, þegar vér höfum heimt skip
vor. Skipakaup landsstjórnarinnar
o. fl. hafa og komið til sögunnar.
Það var því gott útlit fyrir að vér
mundum bjargast sæmilega, ef
nýjar hindranir ekki kæmu fyrir.
— En þegar Bandaríkin komust
í tölu ófriðarþjóðanna, koin nýtt
alvarlegt atriði til sögunnar. Þótt
Ameríkumenn ekki hindri sigling-
ar vorar þangað vestur, né setji
oss neina afarkosti, þá er óséð
hversu örugg sú leiðverður. Und-
irferli Þjóðverja (kafbátahernaður-
inn) er þegar orðið næsta viðtækt
og iskyggilegt. Ófagnaðursá getur
einnig náð til Ameriku, svo ekki
verði þar óhult siglingaleið fyrir
undirferli, og auk þess eru vík-
ingaskipin, þessar grímuklæddu
þýzku óvættir, sem læðast með
sakleysissvip um höfin og svíkjast
að hverju skipi, sem á vegi verð-
ur óviðbúið, og er jafnvel sagt að
nýjasta víkingaskipið sé svo vel
að vopnum búið, að mætt geti
hverju einu herskipi sem sé.
Þótt nú virðist svo, sem ,að
ýmsu leyti óvænkist hagur Þjóð-
verja i stríðinu, fer þvi fjarri að
siglingahættan sé að nokkrum
mun minni en áður, né að vænta
megi skjötra endalykta ófriðarins.
Það er þvi full ástæða fyrir oss
að vera sívakandi á verði fyrir
örðugleikum af völdum hans, og
láta engrar hagsýni né úrræða ó-
freistað til þess að halda velli
fyrir skorti og dýrtíð í landinu.
Færeylngum
hefir nú bæzt dálítið i búið við
komu »í»lands« þangað. Hefir
sennilega hálfur farmur skipsins,
að minsta kosti, verið þeim ætlað-
ur, en fremur skamt mun það
hrökkva. — Sennilegt er, eftir þvi
sem frézt hefir af Lögþingi þeirra
um frumvarpadráp Amtmansliðs-
ins, að Danir ætli nú :;ð sýna rögg
af sér og sjá um aðílutninga til
eyjanna að einhverju leyti. En
eigi mun Færeyingum þykja trygt
útlitið í þeirri átt, fyrst þeir halda
enn fram hugmjmd sinni um ís-
landsviðskifli, eins og getið er um
i skeyti því frá »Tingakrossur«,
er birtist í siðasla blaði. —
»íslandsstefna« Færeyinga er
fyllilega þess verð að henni sé
gaumur gefinn. — Það er eðli-
legt að Færéyingar vilji leitast
fyrir um sölu á afurðum sinum
og innkaup nauðsynja, utan ófrið-
arsvæðisins, sé þess nokkur kost-
ur, og .þar sem ísland liggur þeim
næst og þeir geta hæltulaust beint
siglingum þangað, er það ofur
skiljanlegt að þeir hafi snúið liug
sinum í þá átt. Hitt er undarlegt
og óskiljanlegt, að Danir skuli
vilja aftra þeim viðskifta við ís-
land, loka fyrir þeim eina sund-
inu, utan ófriðarsvæðisins, sem
þeim er fært. —
Að hve miklu liði íslandssam-
bandið getí orðið Færeyingum er
enn óséð, en einkar eðlilegt væri
það, að meira viðskiftasamband
myndaðist milli Eæreyja og ís-
lands en verið hefir, þar sem ekki
er nema nálega sólarhringsferð á
milli. Og i framtiðinni er það vel
hugsanlegt að Færeyingar geti með
mestu liagræði beint flestum grein-
um viðskifta sinna til íslands.
Sjávarafurðir sínar gætu þeir senni-
lega selt hér allar, og frá Reykja-
vik mundu þeir geta fengið flest-
ar nauðsynjar sínar og þangað
væri þeim einkar hentugl að sigla.
Það er ekki talið ósennilegt að
ísland (Reykjavik) geti í framtíð-
inni orðið millistöð Ameríku og
Evröpulandanna, að vörur þær,
sem keyptar eru í Ameríku, verði
lagðar upp í Reykjavík úr Ame-
ríkuskipunum (sbr. greinina »Dan-
mörk og ísland« í 3. tbl. Austra
þ. á.) og svo fluttar aftur þaðan
til annara Evrópulanda. — Þegar
svo væri komið, væru að minsta
kosti tekin af öll tvimæli um það
hvert Færeyingum kæmi bezt að
sækja nauðsynjar sínar.
En þóít eigi rætist þessi spá,
hafa íslendingar fullgikla* ástæðu
til að veita fylsla athvgli »íslands-
stefnu« Færeyinga, og engu síður
fyrir það, þótt hún sé alvarlegur
þyrnir í augum Dana.