Austri - 15.12.1917, Síða 1
46. tbl.
Rilnefnd: Jón Jónsson d Hvanná, Karl Finnbogason, Sveinn Ólafsson í Firði. Ábyrgðarm. Jón Tómasson .
Prentsm. Austra. | Seyðisfirði, 15. desember 1917. || Talsími 18 b.
XXYII. ár
Alta Laval skilviudau.
Nærri 2,000,000 vélar seldar. Yfir 1000 fysrtu verðlaun og sein-
ast „Grand Prix* á heimssýninguimi í San Pransisco, er besta
sonnun fyrir ab Alfa Laval er bezta skilvindan.
Aðalnmboðsmaður fyrir ístand
H. Benediktsso n,
ReykjaYík
Símnefni „GEYS1R“. Símar 8 og 284.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦
Fanamálið
A
1
Riki&ráðum.
(Símskeytí til „Austra" u/w)
Forseti ráðuneytis íslands flutti,
fimtudaginn 22. nóvember þ. á.,
i ríkisráðinu efti greinda allra
þegnsamlegasta tillögu um lög-
gilding á fána íslands, og færði
þau rök að henni, sem nú skal
greina:
»Siðasta Alþingi samþykti í báð-
um deildum svofelda þingsályktun:
»Alþingi ályklar að skora á stjórn-
ina að sjá um, að íslandi verði
þegar ákveðinn fullkominn sigl-
ingafáni með konungsúrskurði, og
ályktar að veita heimild til að svo
sé farið með málið.« — Þings-
ályktun þessa samþykti Alþingi
með öllum atkvæðum, og það er
engum efa undirorpið að hún er
bygð á sami'óma og mjögákveðn-
um óskum allrar íslenzku þjóðar-
innar. — Alla stund frá stofnun
þjóðveldis á íslandi hefir meðvit-
undin um að íslendingar væri
sérstök og sjálfstæð þjóð, lifað í
tungu og löggjöf land«ins. Fram-
farir i menning og efnahag hafa á
síðustu mannsöldrum komið í stað
langrar afturfarar, og vakið kröf-
ur þess að þjóðerni íslands sé
sýnt með þeim einkennum, sem
eru heildarmerki þjóðanna að
skoðun nútimaus. Sérstaklega hefir
þróun íslenzkra siglinga valdið
því að sú ósk er orðin mjög öfl-
ug, að ísland fái sinn eiginn fána
til sanninda um sérstakt þjóðerni
sitt.
Eg verð að leggja það til að
yðar hátign verði við þessari ósk
með allrahæstura úrskurði um ís-
lenzkan fána.
í umræðunum á Alþingi var
því lýst, að ísland hefði efalausan
rétt til þess að hafa sinn éigin
fána, og að hin stjórnskipulegu
völd íslands hefðu fult vald til að
skipa þessu máli.
Eg verð að vera þeirrar skoð-
unar, að þar sem ekki er deilt
um rétt íslasds til yfirráða yfir
verzlun sinni og siglingum, þá
felist þegar þar i heimild til þess,
eftir tilmælum Alþingis, að atueina
með konungsúrskurði takmarkan-
ir þær á notkun íslenzka fánans á
íslenzkum skipnm fyrir utan land-
helgi, sem settar eru í konungs-
úrskurði 22. nóvemóer 1913. Eg
áskil mér að gera síðar tillögur
til breytinga á löggjöf íslands, þær
er leiða kynnu af konungsúrskurð-
inum.
Samkvæmt framansögðu leyfi
eg mér allra þegnsamlegast að
leggja til, að yðar hátign mætti
allra mildilegast þóknast að fall-
ast á að fáni sá, sem ákveðinn
var með konungsúrskurði 19. júní
1915, verði löggildur fáni íslsnds,
og að afnema jafnframt konungs-
úrskurð 22. nóv. 1913, um sér-
stakan íslenzkan fána.« —
Ut af tillögu þeirri, sem ráð-
herra íslands hafði borið fram,
fórust forsætisráðherra Dana þann-
ig orð:
»í samræmi við það, er eg sagði
í ríkisváði 22. nóv 1914 um
mál þaá er nú er aftur á ferð-
inni, og af Dana hálfu ekki hafði
verið búist við að aftur mundi
fram borið, án þess að tillit
sé tekið til þeirrar niðurstöðu
sem þa varð, verð eg að halda
fast við það, að málinu verði ekki
skipað á þann hátt, er ráðherra
íslands leggur til. Af hálfu Dana
er það samt að segja, að þeir eru
fúsir til, nú sem fyr, að semja
um þau deiluatriði, sem fram
koma um sambandið milli Dan-
merkur og íslands.«
Ráðherra íslands : »Af ástæðum
þeim, sem eg hefi flutt fram, verð
eg að halda fast við lillögu þá, er
eg heíi borið hér fram. Og fari
svo, að yðar hátign, eftir það sem
fram er komið, vilji eigi fallast á
tillögu mína, leyfi eg mér, lil skýr-
ingar um hvernig þá muni vikja
við, að láta þess getið, að þótt
eg og samverkamenn mínir í ráðu-
neyti íslands geri ekki synjuinna
að fráfararefni, svo sem nú er á-
statt, þá má ekki skilja það svo
að vér leggjum eigi hina mestu
áherzlu á framgang málsins. Og
vér vitum það með vissu að Al-
þingi mun ekki láta málið niður
falla.«
Hans hátign konungurinn sagði:
»Eg get ekki fallist á tillögu þá,
sem ráðherra íslands hefir borið
fram, en eg vil bæta því við, að
þegar islenzkar og danskar skoð-
anir ekki samrýrnast, munu al-
mennar samningaumleitanir í ein-
hverju formi — heldur en aðtata
eitt einstakt mál út úr — leiða til
þess góða samkomulags, sem ætíð
verður að vera grundvöliur sam-
bandsins milli beggja landanna.«
Stjórnarráðið.
Yígvélap foinaidarímiar.
Framb.
Vökvar þeir, sem nú á dögum
eru notaðir í ótriði til að kveikja
i með, og eldsprengjur þær, sem
lofttör láta detta niður á bæi og
staði er á að kveikja í, eru til-
tölulega nýuppfundin ráð til að
vinna óvinunum tjón með elds-
voða og brunum. En þetta á þó
hvorttvegöja rót sína að rekja til
fornaldanna — til elztu tíma mann-
kynssogunnar. Hinn svonefndi
»gríski eldur« (uppfundinn á 7.
öld af Callinicus) var ákaflega eld-
fimur vökvi, en hvernig hann var
tilbúinn er mönnum ókunnugt
um. Þessi vökvi var látinn í leir-
ker og þeim svo þevtt með slöngvi-
vélum inn á húsþök óvinaborg-
anna, sem um var setið. Það er
ekki lengra síðan en 1878, að tek-
ið var einkaleyfi á aðferð til að
sprauta eldfimum vökvum með
loftþrýstingi. Enda heyrðu loft-
geymar og sprautur, til þessarar
notkunar, til öðrum hernaðarút-
búnaði þeirra tíma. Að mestu
leyti var þetta áhald þó notað í
sjóhernum, og voru bygðar undir
það sérstakar, eimknúðar fleytur,
eða þá að tundurbátar höfðu það
innanborðs. Með þessum áheld-
um var hægt að sprauta vökva
þessum ofan yfir þiljur óvinaskip-
anna á 300 feta færi, þar sem svo
kviknaði í honum af skothrið
sjálfra skipverja, eða einhverju
lítilfjörlegu atviki, því ekki þurfti
nema örlítinn neista til þess að
hleypa öllu í bál og brand, eða
þá að tundurörfum eða flugeld-
um var skotið með til að kveikja
í vökvanum, ef mönnum þótti
tvísýnt um að kvikna mundi í af
völdum óvinanna sjálfra.
Á miiöldunum voru svölur og
fleiri fuglar, sem hreiður eiga á
húsþökum, látnir kveikja í á þann
hátt, að fest var eitthvert brenn-
andi efni við fuglinn, en hann,
eins og gefur að skilja, leitaði til
hreiðursins. og kvihnaði þá í þak-
inu. Einnig sættu hundar, kettir,
rottur og fleiri dýr sömu þræla-
meðíerðinni, til þess að þau or-
sökuðu eldsvoða í byggingum
þeim og húsum, er þau flýðu inn
í til að leitá sér skýlis þegar þau
voru látin laus. Á níundu öld
báru riddarar logandi kyndla á
lensum sinum og spjótum. Voru
kyndlar þessir oft af fáránlegri
gerð, oft í dreka líki, þar sem
loginn stóð út úr gapandi gin-
inu. Og á fimtándu öld skutu
krossbogaskyttur venjulega tundur-
^öi'vum.
Hin svonefndu íkveikjuskip voru
viðhöfð um langan aldur, alt frá
190 f. K., þegar Rhodesbúar
reyndu að kveikja í óvinaskipum
með eldkötlum, sem þeir hengdu á
langar stengur er stóðu fram úr
slöfnam skipa þeirra — og þang-
að til 1809, að Cochrane lávarður
réðist á Frakka með eldskipunsm
í Biskaya-flóanum. Þrjú af eld-
^kipum þessum voiu fýít af púð-
ur- og sandtunnum, sem huldar