Austri - 15.12.1917, Blaðsíða 2

Austri - 15.12.1917, Blaðsíða 2
2 A*STm Raffliagnslarapinn „A L A D í N“, 15, 20, 25, 40 og 50 kerta — skser og mattur — f*st í N ý j u b u ð i n n i. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ xoru með þungum bjálkum, en þar ofan á var stráð sprengikúl um og flugeldahylkjum. En það ▼arð aðeins óbeinlínis að þessi á- rás kom að notum, því ekld kviknaði í neinu af skipum Frakka. Sökum þess að einn af eldnokkv- um Cochranes sprakk fyr en til var setlast, sáu Frakkar hvað að fór, urðu hræddir, hjuggu á fest- ar sinar og létu skip sín reka á Iand, til aB eyðileggja þau, svo að eigi lentu þau í höndum Eng- lendinga. Árið 1588 neyddu Englendingar »spánska flotann óvinnandk mada), sem lá við akkeri í grend við Calais, til að hleypa lil hafs, með því að láta eldn®kkva reka át á milli skipanna. En er kom út á rúmsjó, tók enski flotinn við og lék Spánverja hart. Er að miklu leyti óhætt að þakka það eldnökkvunum, hve giftusamlega Englendingum tókst að sigra hinn mik'a flota. í hollenzka stríðinu 1672 voru eldnökkvarnir mikið notaðir. Hinn sameinaði ensk-íranski floti var alls 123 skip, en þaf af voru 22 eldnökkvar. Eins og fyr er um getið, höfðu herfleytur fornaldanna langar stengur fram úr framstafninum og á fremri enda þeirra hengd logandi eldker. Yar stönguin þess- um þannig fyrir koanið, að þær mátti reisa upp og leggja niður eftir vild, og var hæð þeirra st:lt við hóf eftir því hve hábyrt skip- ið var sem ráðist var á, og því hagað svo að eldurinn næði að leikaþar um skip fjandmannanna, er mest líkindi voru til að kvikna mundi í. Fyr á oldum vörðu menn hús- þök sín fyrir brunahæítu af eld- skeytum (tundurörvum o. fl.) með því að þenja yfir þau hráar dýra- húðir. Þetta ráð hafa einnig ný- byggjar Yesturheims notað, sér- staklega Canadabúar, til að verj- ast áhlaupum Indíána. Við ®rvar sínar voru villimenn þessir vanir að festa ofurlitla eldibranda, sem kveiktu auðveldlega í þurrum' spón- eða stráþökum, og yfirleitt timburhúsum í umsáturshernaði miðaldanna voru bygðir pallar utan á múr- brúnir kastalanna; voru þeir all- ir með smá-opum, og niður um þau var heltsjóðandi vatni, bráðnu blýi, bræddri tjöru, logandi olíu o. fl„ niður á höfuð umsátursmanna, er voru að verki innundir kast- alaveggjunum. Kveikjusprengjur þær, er Eng- lendingar nefnda »carcass«, voru notaðar á fyrri helmingi 17. ald- ar. Það voru hnöttóttar steypi- stálskúlur, holar innan og fyltar afar-eldfimu efni. Fjögur smágöt voru á hylki þessu og í þau- stungið trétöppum, er mættust allir innan i miðjn hylkinu. Þess- ir tappar voru teknir úr áður en kúlurnar voru látnar í byssurnar, sem altaf voru slétthlcyptar. En götin á kúlunum voru til þess ætluð,, að eldurinn frá púðrinu kveikti í efni því er kúlan var fylt með, og til þess að fá úírás fyrir eldinn úr kúlnnni, sem var svo ramger að hún sprakk ckki. En hvar sern kúlur þessar liittu fyrir eldfim efni, var alt komið í bál og brand, því þær spúðu eldi og eimyrju út um liolurnar, uns efnið var útbrunnið. Niðuri. Fyrirspmrn. Er póstmaður^ ekki skyldur til að endurtaka verðupphæð peninga- bréfa og verðboggla, í síðari verð- dálk póstkvittunarbóka, \ þó hann hafi ekki talið í bréfunum eða fengið sannanir fyrir verðmæti böggianna? Þetta kann nú að þykja fávís- leg spurning, þar sem í póstkvitt- anabókunuin stendur skírum orð- um: ». . . Að því búnu fyllir póstmaður út 3 síðustu dálkana. Hafi hann talið í póstsendingum, skal h*nn um leið skrifa talið fyrir ofan töluna í síðari verð- dálki bókarinnar.« En af því einn póstmaður hér austanlands neitar þessu og ber fyrir sig bréf frá póstmeistara — sem reyndar eng- inn fær að sjá —, þá leyfi eg mér að gera ofangreinda fyrirspurn. Ö. ★ ★ Svar. Fyrirmæli póstlaganna eru svo skýlaus um þetta efni, að enginn póstmaður getur efast um skyldu sína þar, nema þá umræddur póstmaður. — Póstafgreiðslumað- urinn hér á Seyðisfirði segir sér sé ókunnagt um að póstmeistari hafi gefið póstmönnum fyrirskip- un um að útfvlla ekki nefndan dálk í póstkvittunarbókunum, ef þeir hafi ekki talið i bréfunum. „Varðiu í 39. tbl. Austra þ. á. er ein- kennilegur greinarstúfur með yfir- skriftinni: »Síðasta bragð«, en þriðja orð yfirskriftarinnar er tákn- að með punktum. Höfundurinn bvrjar þannig, að honum annað tveggja þykir mink- unn að láta hugsanir sínar í ljós eða þorir það ekki, og endar síð- an með gerfinafni, enda alt eftir upphafinu og endinum. Grein þessi er illkvitnisleg árás á Sigurð Jónsson ráðherra, út af því að landsstjórnin leyfði að flytja með »Sterling« rúmar 200 tunnur af síld til gripafóðurs, frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar, fyrir hálft flutningsgjald. Þar eð öþverragrein þessi er til orðin af þeirri orsök, að eg með símskeyti spurði atvinnunsálaráð- herrann, hvort landsstjórnin, »und- ir þessum kringumstæðum, vildi slaka til« með flutningsgjald á þess- um síldartunnum; og að öðru leyti af þvi, að ekki er sagt rétt frá aðgerðum mínnm í þessu sild- armáli —verð eg að biðja Austra fyrir nokkur orð tilsvars; en verð samt fyrst að skýra frá tildiögum til þessara síldarkaupa. Þegar heyskap var lokið í haust, var mér Ijóst að nálega allur hey- fengur í forðagæzluumdæmi mínu, sem aflað var eftir 5. ágúst, var mjög mikið skemdur, ýmist hrak- inn, illa hirtur eða hvorttveggja, sökum hinnar miklu ótíðar. Þyrfti því eiPhvað til bragðs að taka, ef ekki setti að hljótast tjón af. Þelta vissi eg að ýmsum var Ijóst, og rnundu farga fé með meira móti, sem og var. En þrátt fyrir það leit eg svo á, þegar lógun var lok- ið, að ekki væri nó^u fargað, ef harðan vetui bæri að hondura, sérstaklega mcð tilliti til hinna slæmu hej'ja. Fór eg því, án þess að minnast á það við nokkurn mann í hreppnura, að leytast fyr- ir um fóðnrbæti, sérstaklega lýsi. En úr því varð þetta, áð eg fékk fast tilboð um þessar umrstddu síldartunnur, og ætlaðist til að hreppurinn keypti þær; en af á- stæðum, sem óþarft er að skýra frá hér, komst þetta ekki til fram- kvæmda. Iíeypti eg þá síldina á eigin ábyrgð, og hefi selt hana hreppsbúum, án nokkurrar álagn- ingar fram yfir beinan kostnað. Á þessu sést að alrangt er það, sem »Varði« segir, að hreppurinn hafi keypt þessa síld og sent mig til Seyðisfjarðar, en auðvitað skift- ir þetta ekki miklu máli. Vork- unnarlaust var honum samt að skýra rétt frá, fyrst tilhneigihgin var svo rík til að gera þetta að blaðamáli. En því miður lítur út fyrir að ýmsum skrumurum finn- ist litlu máli skifta, hvort þeir skýra frá rétt eða rangt, segja satt eða ósatt, bara ef þeir halda sig leiðtoga lýðsins. En þar sem þessi skugga-»Varði« er að tala um »þref« milli mín og afgreiðslumanna »Reginns« og »Sterling«, gefur hann í skyn að ósamkomulag hafi átt sér stað milli mín og þeirra. Þetta hljóta að vera vísvitandi ósannindi hjá þessum herra. Þvfi þó orðið þret *é teygjanlegt, þá fór ekkert það fram milli mín og þeirra, sem gat nálgast þref, enda veit eg að hvorugur þeirra hefir gefið »Varða« tilefni til þessara ummæla. Þá rísa hárin á höfði þessa höfðingja út af þeirri ráðstöfnn stjórnarinnar að flytja ca. 20 smálesta farm fyrir hálft flutninge- gjald, »þar sem menn, sem láta flytja með skipunum svo morgum tugum og jafnvel hundruðum smá- lesta skiftir í hverri ferð, fá eng- an afslátt.« — Þar sprakk blaðran. En herra »Varði« virðist ekki athuga það, að’ það getur verið, ekki einungis réttmæt, heldur og sjálfsögð ráðstöfun í öðru tilfell- inu, þó ranglát sé í hina, að veita afslátt á flutningsgjaldi. Og eg býst við. að þeir, sein ekki eru mjög rangevgðir, líti svo á, að þessi stjórnarráðstöfun sé ekki einungis réttmæt, heldur og sjálfsögð, af þessum ástæðum. Að draga ekki úr framkvæmd- um einstakra manna eða félaga, er líkt stendur á og hér. Að af- slátturinn kemur notendum til góða. Að þelta er fóðurbætir, >em ef til vill gæti bjargað heilli sveit frá tjóni, jafnvel gæti orðið til að halda lífinu í sjálfum »Varða«. Að þetta er flutningur, sem ekki þarf að láta ofan í lest, og leknr því liltölulega lítinn tíma að flytja á þilfar og af. Að leiðin er stutt og enginn flutningur fyrir hendi, hvorki frá Seyðisfirði eða milli- stoðvum, seni í þetta rúm mundi látinn, svo þrátt fyrir afsláttinn mun landssjóður hafa tekjur af þessum flutningi en ekki skaða. Jafna þessu við þó kaupmaður flytji, þó hundruðum smálesta skifti, og fsi engan afslátt, er svo fjarstætt sem nokkuð getur verið. Að endingu þetta: Hvað sem þessi »Varði« og skoð- anabræður hans segja, mun hver stjórnarráðstöfun.líkþessari.treysta atvinnumálaráðherrann, og stjórn- ina í heild sinni, í sessi. Ketilsstöðum 27. nóv. 1917. Hallgr. Pórarinsson. Póstsamhandið við Ameríku. Til Ameríku má nú senda bréf beint, séú þau rituð á ensku. En áður varð allur póstflutningur þangað að fara yfir England. »Consul Horn«, frakkneska skipið, er kom til Reykjavíkur með skipshafnimar á seldu togarana islenzku, kom hing- að kvöldi 12. þ. m. Skipið hafði meðferðis töluvcrt af vörum til kaupmanna. Tekur hér fisk. »Mjölnir« frá útlöndum 12. þ. m. til að taka fisk. Fer héðan suður á Fjörðu í sömu erindum, og þaðan til Reykjavíkur. Maður varð úti. Steindór Jónsson, vinnumaður frá Möðrudal á Fjöllum, varð úti á Moðrudalsheiði í illviðrinu um daginn. Hafði hann ætlað niður á Jökuldal.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.