Austri - 31.12.1917, Side 2
2
Atjsnu
npp hjá Dönum, var þjöðhetjan
og mikilmeunið Grundtvig, einn
af þeim fáu möunum, sem heíir
hlotið það lífslán að geta notið
sín til fulls í lííinu og látið alla
hina margbreyltu hæfileika ná
fullum þroska og koma til fram-
kvæmda, til eflingar og þroska
þjóð sinni. Þö hann á sinum }rngri
árum stæði aleinn uppi, bláfátæk-
ur og bannfærður af kirkjunni og
sakfeldur af dómstólunum, þá reis
hann þó upp sem tröllaukinn jöt-
unn, sem klettur úr hafmu, og
sigraði.
í Noregi var það hinn ágæti og
djúpsetti r'tsnillingur og fræðimað-
ur, Kristofer Brun, sem lang-ötul-
legast ruddi lýðskölahugmyndinn,i
braut og hratt benni i það horf,
sem hún nú hefir náð þar, og ber
þar bezt vitni um bók hans:
»Folkelige Grundtanker« (alþýð-
leg grundvallaratriði), hver garpur
og áhugamaður hann var.
í Sviþjóð má nefna þá August
Sohman, Leonard Holmströna og
Theodor Holmberg. Þessir menn
voru allir ágætir að þekkingu og
lærdómi, starfsþreki og viljaþreki.
Á Finnlandi var það mest og
hezt stúdentaflokkurinn, sem ruddi
lýðskólastefnunni þar braut. Hann
sá það fljótlega að þessi leið var
einliver hin heilnæmasta, til þess
að glæða og göfga þjóðþrifin og
þjóðernistilfinninguna.
Af þessu litla, sem hér hefir ver-
ið sagt, má sjá að það hafa ekki
verið nein þjóðai'skrímsl né lílt
mentir stjórnarflokks-kliku-aula-
bárðar og alþýðuskrumarar, sem
gerðust formenn og frömuðir al-
þýðuskólanna. Skólanna, sem hafa
gerbreytt Norðurlöndum, og liaft
á þau dýpri, innilegri og sterkari
áhrif en allar aðrar nýungar og
ráðstafanir þjóðunum til viðreisnar.
Sem forstöðumenn og kennarar
alþýðuskólanna hafa verið og eru
einungis valdir ágætlega mentaðir
menn, þjóðþektir reglumenn og
sæmdarmenn, flestir háskólagengn-
ir, enda sumir af þeim heimsfræg-
ir vísindamenn, gagnkunnir öllum
skólum og skólafyrirkomulagi sinn-
ar og annara þjóða. Liðléttingar
með hraflkendri þekkingu komast
ekki að. Engin stjórn með óbrjál-
aðri skynsemi veitir slikum mönn-
um þesskonar stöður, þótt þeir
kynnu að vera flokksdindlar henn-
ar. Almenningur þ a r mundi ekki
láta bjóða sér slíkt. Enda alstaðar
völ á ágætum hæfileikamönnum,
vel mentuðum, sem eru til taks
að taka slikar stöður að sér. Og
þeim einum eru veittar þær, án
tillits til hvað bakdyrumakk ein-
hverra stjórnaraula hafa álpast til
að lofa þeim. Hér liggur lika við
sæmd og heill þjóðarinnar. Og
skal það frekar skýrt, hvaða lífs-
spursmál það er þjöðinni að hafa
vel mentaða og vel málifarna
menn til að stjórna slíkum skóla-
stofnunum — og ekki siður þá á
byrjunarskeiði. — Þeir þurfa að
vera færir um að bera hátt fána
þeirra hugsjóna, sem reynslan
hefir sýnt og sannað, gegn um
lífssögu og frumréttindi þjóðanna,
að hafa veilt þeim þrek til að
þola, þrek, lil að stríða og vonar-
traust til að sigra i baráttunni
gegn ofureflinu. Þessvegna þarfn-
ast þeirra einna manna við slíka
skóla, sem eru vel heimaýí máli
þjóðarinnar, sögu hennar og bók-
mentum, til þess að gefa rétt, satt
og glögt yfirlit yfir fortíðarlíf ,og
fortiðarreynslu þjóðarinnar — og
þjóðanna —, vera færir um að
kenna nemendum sínum siðferð-
islegt hreinlæti og heilnæma ætt-
jarðarást og þjóðernistilfinningu,
sámheldni, hugrekki, djörfung og
drengskap, trygð og fastheldni við
þjóðarinnar fornu erfðakosti. Því
sagan er ekkert annað í raun og
veru en samsteypan af lífsreynslu
þjóðanna, og verður það því sama,
að þekkja söguna til hlítar, sem
a5 þekkja lífið. Hver maður þarf
þó að þekkja lífið, til þess að
geta lifað sem hugsandi veru sæmir.
Þessvegna verður fortíðarreynsla
þjóðanna óhjákvæmilegur grund-
völlur undir framtíðarlífi þeirra,
og það verður sagan, sem kennir
þjóðunum að þekkja sjálfa sig,
skilja sjálfa sig og virða og meta
sjálfa sig.
Og þvi hlýtur sagan og hók-
mentirnar að verða aðal-grund-
völlur og undirstaða allrar sannr-
ar og ávaxtaríkrar menningar og
manndóms.
En til þess að geta borið það
merki vel og fimlega, þarf sá hinn
sami að vera vel lærður frá æðri
skólum; annars verður úr kensl-
unní kák eitt, þjóðinni til ásleit-
ingar og óhamingju.
Það hefir verið sagl að alþýðu-
skólahugmyndin eigi rót sína að
rekja til hinna íslenzku forn-bók-
mcnta. Grundtvig, sem fyrstur
ruddi alþýðuskólaHugmyndinni
braut, hefir þar fundið hinn sanna
grundvöll hins atkvæðamikla, fagra
og hrífandi mannlífs. Með ótæm-
andi lífs- og menningargildi, með
hreinu, hugprúðu, djarfu og dreng-
lunduðu hugarfari. Einmitt fyrir-
mynd í öllu því, sem hingað til
hefir talið verið göfugast í heim-
inum, í ættjarðarást og þjóðrækni,
í þreki og þolgæði, i vináttu og
trygð. Þar er hinn sanni lífsspeg-
ill af fögrum og háleitum hugsjón-
um, af djúpri lífsreynslu, af rík-
um og sterkum tilfinningum, af
góðum og göfugum hvötum.
Þessvegna hefir þáð eltki svikið
neina þjóð, sem bygt hefir sitt
framtíðarlif einmitt á okkar fornu
bókmentum. Þetta hafa líka Norð-
urlandaþjóðirnar séð fyrir löngu,
að hér var hin heilnæmasta og ó-
sviknasta mentalind að teyga af,
og þær hafa líka dygfilega og vel
notfært sér það.
En hvernig er því varið með
íslendinga sjálfa, sem standa þeim
þö þúsund sinnum nær en nokk-
ur önn^r þjóð. Það lítur út fyrir
að þeir hafi ráð á því að láta svo
dýra fjársjóðu, sem þessir eru fyr-
ir mentalíf þeirra, liggja ónotaða.
Alþýðuskólahugmynd sú, sem
nú er stofnað til hér á landi og
á bráðlega að koma til framkvæmda,
mun léleg reynast ef illa verður
til forstöðumannsins valið af við-
komandi stjórnarvöldum, og það
því fremursem alt skólafyrirkomu-
lag hér á landi er að meiru eða
minna leyti á ringulreið, og meira
af handahófi sett en ráðdeild. Það
myndar enga fasta heild, elckert
samsíætt kerfi, líkt og á sér stað
annarstaðar. Liggja sjálfsagt til þess
ýmsar orsakir, svo sem vanhugs-
aðar og vitlausar regtugerðir, vond
kjör lcennara og skóla og lélegir
kenslukraftar.
En slíkt er ékki hugsanlegt, þó
heyrst hafi, að forstöðumaður liins
tilvonandi Alþýðuskóla á Eiðum
verði, samkvæmt þingbitlinga-
pólitík núverandi stjcrnar og öðr-
um hennar axarsköftum, skipaður
í samræmi við það. Verði það, þá
gæti eg hugsað að þolinmæði aust-
íirzks almennings verði lokið, þó
hún djúptæk sé. Við sjáum nú til.
Annais má telja það með tákn-
um »timans« að núverandi stjórn
skuii ekki þegar hafa lagt nióur
skottið og farið. ^
Björn Ólafsson.
Gramlar of nýjar eitdn/-
minniagar.
í Austra í haust er getið um
lát Katrínar Sveinsdóttnr. Hún
andaðist 9. októher.
Katrin sáluga var fædd í Firði
í Seyðisfirði 1837, að mig minnir.
Foreldrar hennar voru Sveinn
Jónsson bóndi þar og Guðný
Eiríksdótíir. Móðir hennar dó í
Firði, en Sveinn fluttist að Kirkju-
bóli i Norðfirði. Þar kvæntist
Sveinn aftur, Guðnýju Benedikts-
dóttui prests á Skorrastað, Þor-
steinssonar. Var um raörg ár
hreppstjóri í Norðfirði. Hann var
maður gáfaður vel og hagorður,
glaðlyndur og töluvert glettinn og
hrekkjóttur, en græskulaust var
það alt af, og yfirleitt var hann
mjög vinsæll maður.
Katrín ólst upp með föður sín-
um og stjúpmóður að Kirkjubóli,
og systir hennar, Margrét. Þóttu
þær efnilegar heimasætur, báðar
fríðar, glaðlyndar og tápmiklar.
Margrét giftist Jóni nokkrum Þor-
steinssvni. Bjuggu þau hér á ýms-
um stöðum, eignuðust mörg börn,
voru alstaðar vel metin. Einkum
sópaði að henni sem húsfreyju.
Þeim græddist vel fé. Fluttust síð-
ar tll Ameriku, og þar andaðist
Jón fyrir morgum árum, en Mar-
grét ura jólaleytið í fyrra. Altaf
var hún jafn glaðlynd og heilsu-
góð til síðustu stundar.
Um fermingaraldur þeirra systra
var eg 7 ára unglingur hjá foreldr-
um mínum að Ormsstoðum í Norð-
firði. Var þar mjög góð vinsemd
■á milli, með skyldleika; móðir
mín, Sigriður Benediktsdóttir, og
Guðný, stjúpmóðir þeirra Kirkju-
bólssystra, voru nefnilega systur.
Eg kom því þangað oft, bæði í
heimboðum og endranær, þvi það
var vani að sitt hvort ár var heim-
boðsveizla haldin á þeim hæj-
Laudsniálablað,
fréttablað.
Þeir, sem vilja frlgjast mað
tjjiuannm, ættu að kaapa blaðið
„Tíminn", útgefið í Rvík. ritstj.
Tr. Þórhallfison.
Þ ð ræMr landsmál rnrð hóg-
vær^ gætni. Flytur innlend-
ar og útinndar tréttir. Þa-ð sneið-
ir sig að mestu hjá auglýsÍHg*
um og virðist ætla að útiloka
froðubelgi og rykþeytara, enda
sést það að ritstjórinn skilur
hlutvevk sitt og finnur til þeirr-
ar ábyrgðar ot slíku starfi fylg
ir, og sýnir ennfremur að hann
hefic gott vald yfir meðferð og
framsetuingu efnis — og muna
h gnir og athn^ulir menn telja
þetta með þeim hófuðkostum er
tii . ruréttur nýtilegra blaða ætti
aó byggjaet á.
Ytri frágangur blaðsins er
f0xu’eiðis hinn sæmilegdsti og
leírib drjúgt. Verð abeins 4 kr,
árgangmirm.
Mikið af þessam (I.) árg. geta
nýir kaupendur fengið ókeypis.
Afgreiðslu annast hér fyrst
um sinn
Pétur Jóhannsson bóksali,
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Urtdirrituð tekur gott og vel
þvegið band til að prjóna.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
um. Þá man eg það, að þær syst-
ur settu mig stundum á railli sín,
til að láta mig segja -sér sögur.
Eg kunni töiuvert af sögum og
hafði á þeim dögum gaman af að
segja þær, ef nokkur fékst til að
hlusta á. Oft hlógu þær mikið að,
en hvort þær hlógu að sogunum
eða mér, veit eg ekki. Þær
voru mér altaf góðar, eins og eg
væri bróðir þeirra, og mér þótti
rnjög vænt um þessar fallegu og
myndarlegu systur. Hélzt sú vin-
átta ætíð síðan, meðan ekki skildi
haf cða dauði.
Þegar Katrín var gjafvaxta orð-
in, sögðu menn að ekki hefði
hana skort biðla; um einn yngis-
svein, sem sagt var að oft kæmi
að Kirkjubóli í bónorðserindum,
var þetta kveðið:
Að Kirkjubóli greiðar götu
g,jarnan ratar þú.
Fórstu enn að finna Kötu?
Fékstu loforð nú?
Um þessar mundir bjó Ólafur
heitinn, síðar maður Katrínar, í
Fjrði í Mjóafirði ásamt móður
sinni, Önnu Jónsdóttur frá Urr-
iðavatni, Árnasonar ffrá Löndum
í Stöðvarfirði, sem var þá orðin
ekkja eftir seinni mann sinn, Ein-
ar Halldórsson. Fyrri maður henn-
ar hét Guðmundur. Með honum
átti hún tvo sonu, þennan Ólaf
og Guðmund, Fyrri mann sinn