Öldin - 20.01.1892, Blaðsíða 3

Öldin - 20.01.1892, Blaðsíða 3
settu þverhespu fyrir kyrkjuhurðina og í'orláta mellu-lás fyrir. Til frekari tryggingar sagði einhver, en það kann nú að hafa verið lygi, að Jón nokkur (físlasón hefði verið fenginn til að vaka yfir kyrkjunni og halda dauðahaldi um hespuna: Kn kalt var um nóttina, og er sol roð- aði um morguninn og skein í augu honum syfjuðum, þar sem hannhúkti við hespuna, þá hafði hann l'engið hnerra, og gripið þá háðum lukum í fumi fyrir vit sér, en þá liöfðu neglr hans og gómaskinn orðið eftir á hespunni, verið frosið þar fast. Þett.a rná vel vera sé ýkjur, en víst kvað Jón hafa komiö hingað upp eft.ir kalinn á gómunum til skemda, og -viljað íá hér guðsanda-plástr til að græða með f'yrir stxitana. En meiri hhiti safnaðarins athug- J aði það, að kjörtími safnaðarfulltrú- anna var út runninn, og höíðu þeir | vanrsfíkt, þrátt fyrir áskorun, að kveðja lil safnaðarfundar. Fóru því meiri- hlutanienn til lögreglumanns, og létu liann draga hespuna frá hurðinni, opn- uðu svo kvrkjuna, og séra Magnús messaði, En inir rétt-truuðu safnaðarfulltru- ■ ar kvödd’u tvo dugaudi menn til suðr- göngu á fund páfa að sækja vígt vatn og revkelsi, til að hreinsa musterið. Lauk svo þessari viðreign að sinni. En það er undir atvikum framtíðar- innar koinið, hvort nokkurt verðr „Framhald síðar“. . KOXCR 00 BÓBGMEISTAEl. Það er ekki kosið í borgmeist- araemhættin í konúngsi’íkjum Xorðr- álfunnar eins og hór. Það eru embætti, sem konungi’inn veitir, eft- ir tillögum hlutaðeigandi ráðgjafa í síns. — Vér gátum þoss nýlega, að | norska skáldið Aletander Kjelland liefði fengið borgmeistara-embættið í Stafangri. Kjelland er ekki ,,lút- erskr“ (sóra Jón Bj- kallar hann ,,vantrúa.rmann“), og hann hefir gert bitrara háð að emEOtisgorgeir og prestahræsni, heldr nokkurt ann- að samtíðarskáld í Xoregi. Fyrir nokkrum árum komu vinstri menn á þingi fram með tillögu um, að veita honum heiðrslaun sem skáldi. slík seni Björnstjeine Björnson, j Henrik Ihsen, Kristofer Janson o. | fi. höfðu (Janson hafði þau þar til hann flutti til Ameríku). En Oftedal prestr, guðsmaðrinn mikli, sem ný- lega var settr af hempu fyrir saur- lífi, var þá forvígismaðr stórs flokks af skinhelgum liræsnurum, „kanín- unum“, sem þóttust heilagleikanum næstir; og kvað hann það þjóðar- i hneyksli, að veita skáldlaun inanni, ! sem gerði háð að klerkum og kyíkju, »»vantrúarmanninum“ Kjelland. Þetta var inn það la|ti, er þingflokkarn- lr stóðu svo, að þeir vóru þrfrj „kanínUrnai,«, hægi'imenn og vinstri- menn, 0g hafði enginn einn flokkr meiri hlut. „Kanínur" og hægri- inenn slógu s^r saman 0g felldu til- löguna um skáidlaun til Kjellands. Kæsta ár var aftr freistað, og fylgdi Björnstjerne Björnson þá Kjellands máli svo fast, að haim kvaðst ekki þiggja skáldlaun sín (3200 kr. ávl.) ef Kjelland væri synjað Um laUn. Hann (Bj.) kvaðst vera engu trú- aðri en Kjelland, og Kjelland ætti sem skáld laun skilið fullt svo vel sem nokkur annar lifandi Xorðmaðr. Kjelland var neitað, og Björnson befir síðan neitað að þiggja skáld- laun þau, sóm honum hafa árlega veitt verið á fjárlögunum. Kjelland var orðinn hláfátækr og varð að taka að sér ritstjórn á dagbiaði í Stafangri, til að geta lifað. Var liann eitt .ár. við það starf. En landar hang skutu saman um land alt fil heiðrslauna honum. Xil er Kjelland sót-ti um emhættið, töldu nienn víst að Steen ráðgjati vinr hans mundi leggja t.il að konungr veitti honum það. Lögðu þá „kan- ínur“ á stað með bænarskrá. til konungs, um að hann skyldi ekki veita Kjelland emhættið. Kváðu hann óreyndan, líklegt að hann dygði til einskis, hann væri ,.1/ara skáld“ o. s. frv. Xú vill svo til, að Osear kon- ungr er skáld líka, þótt hann só smáská.ld í s imanburði. við Kjelland. Konungr er einmitt nú að gef'a út rit sín í I eða 5 bindum. Eins og nærri rná geta liefir banu lesið rit Kjellands. Það er sagt að kon- ungr ha.fi sagt hrosandi við J)á, er færðu honum bænarskrána: „Eg hef verið að fúska talsvert við skáld- skap sjálfr, og þó mór detti ekki í hug að bera mig saman við hr. Kjelland, þá hugsa ég þó, að úr því ykkr hefir ekki þótt óhæfa að hafa. skáld fyrir konung, þá getið þið vanvirðulaust unað við að fá skáld fyrir horgmeistara“. Og Kjelland fékk 'emhættið. FRÁ LESBORÐINU. Eldsneyti FKAMTÍÐARINNAB: Vatn. Ef oss væri sagt að nú ætluðu kettirnar og rotturnar að fara að lifa saman f blíðu liróðerni, refir og lömh að ganga i fiistbræðralag og „rétt-trúaðir“ lúterskir menn að | skoða únítara og annan villutrúar- lýð sem meðh.iæðr sína og náunga, þá mundi það ekki þykja ótrúlegra en það, að heyra talað um vatn 8 :m eldsneyti. „Eldr“ og „vatn“ hafa hingað til í allra augum stað- ið sem ímynd inna ósamþýðanleg- ustu mótsetninga Og þó er nú svo komið, að líklegasta eldsneyti mann- kynsins í framtíðinni verðr að öll- um líkindum—vatnið. Allr inn ytri menningarbragr mannlífsins livílir og hefir hvílt að mjög miklu leyti á kolabirgðum jarðarinnar. Eennum auga yfir alla þá liluti, sem vór hagnýtum í líf inu, og vér munum skjótt sjá, að svo langsamlega mestr hlutr þeirra er framleiddr á vorksmiðjum, sem ganga með gufn-afli. Hugsum oss kolunum kippt burt úr heiminum, og heimrinu væ.i á vettvangi sokk- inn niðr í hálfgert villi-ástand. En hve lengi munu kolabirgð- irnar endast 1 Því er ekki gott að svara. Enginn veit til fullnustu, hve mikið jörðin gtymir af kolum, þótt ýmsir hafi reynt að gizka á það' Og kolaeyðslan fer sífelt stór- kostlega vaxandi. Hve mikið hún með vaipmdi menningar-framfórum muni enn aukast, er eigi auðið á að gizka. En að kola-birgðirnar þrjóti fyrr oða síðar—það eitt er víst. Menn hafa því lengi verið að brjóta heilann um það, hvernig menn ættu að fara að komast af án kolanna, að rninsta kosti að miklu eða mestu leyti. _Og nú er að sjá sem skarðfyll- ir kolanna sé fundinn, og að það sé—vatnið. Af vatni má framleiða vatns-gas, og hefir það svo mikinn hæfileika til upphitunar, að enda málrnar sem platína, sem ekki hráðna í venjulegum liræðsluofnum, bráðna eins og snjór við vatnsgas- hita. Það liggr nú í augum uppi, hve ómetanlegr vinningr það hlyti að vera fyrir öll vei'ksmiðju-störf, ef auðið væri að sækja eldsneyti á ódýran hátt með véla-afli í inn ó- 'tæmandi vrtns-nægtabrunn jarðar- innar. Ið stórkostlega enska félag Leeds Forge-Gompany Works er nú tekið að framleiða vatnsgas í stórum stýl. Síðan 1888 hefir það framleitt 1300 teningsmetra á klukkustund hverri. Vatnsgas er framleitt með því að leiða vatnsgufu yfir sterkgló- andi kol. Þessi. aðferð er einkum viðhöfð í ensku verksmiðjunni. Kolin —, eða koleí'uin — eru lögð í járnhylki, sem svo er hitað upp unz það verðr hvítglóandi. Svo er vatnsgufunni hleypt inn og breyt- ist hún í vatnsgas í hylkinu; þið- an er vatnsgasið svo leitt sem elds- neyti til iné mikla eimkctils, er leggr öllum eimvélum verksmiðj- unnar til hreyfiafl; í annan stað er og vatnsgasið leitt í stóran gas- geymi, og svo notað til að smíða og kveikja og sjóða saman járn. Að eins lítill hluti af gasinu er leiddr í hreinsunarvélar, sem sérstak- lega eru til þessa gerðar; þar eru öll annarleg efni hreinsuð úr því, og er svo þetta hreinsaða vatnsgas haft til lýsingar. Öll hús þessa mikla verksmíðjufélags eru lýst með þessu hreinsaða vatnsgasi, og þykir það í alla staði hentugr Ijósmatr. Þá er um nýjungar sem þessa er að tala, er fyrst um það spurt, hver kostnaðrinn sé. Er. þettanýja eldsneyti •ódýrra en ið eldra? Eftir því sem mönnum hefir til talizt, er kostnaðrinn sein næst ^ cents fyrir hvern teningsmetra. Eftir ná- kvæmar rannsóknir hafa eigendr verksmiðjunnar í Leeds fundið, að þeir spara sér árlega $ 15,000 með því að nota vatnsgasið. Þessi niðr- staða heflr gefið tilefni til þess, að það myndaðist nýt-t hlutafélag: The British Gás Syndicate. Það er alveg nýstofnað í Lundúnum. [Að mestu eftir ,,Nordvesten“]. Firðmök sálna. „Firðmök! Hver skrambinn getr það verið? Ég hef aldrei heyrt það orð“. — Það verðr líklega flestum les- endum að orði, er þeir sjá þessa fyr- irsögn. — Höf. þessara lína heflr ekki Önnur ráð en gera lesendunum þá hreinskilnu jatning, að hann heflr heldr aldrei heyrt orðið fyrri. Hann hefir sjálfr búið það til. X'ýjar hugmyndir þurfa ný orð. Menn hafa sannreynt það, að þó að tveir menn ss í meiri eða minni fjarska (firð-=fjarlægð, fjarski) hvor frá öðrum, þá getr sál annars þeirra á svipstundu gert sál hins vart við sig, vart við hugsanir sinar, án þess að nota ro kurtlí! a nlegt meðalgöngufæri, hvorki bréf, málþráð eða neitt því um líkt, og án þess að heyrn og sjón taki þátt í því; það er að eins innra í hugskotinu, sem sálin verðr vör við slíkan boðskap frá annari sál. Þann- ig geta sálir í firð (=fjarlægð) átt mök (== viðskitti) saman. Slík við- skifti flarlægra sálna nefna Englend* ingar telepathy, og er það af grísk- um orðum dregið; ea á íslenzku eru engin orð til að tákna þetta í stuttu máli. Og því hefir mér hugkvæmzt að kalla það: firðmök sálna. Þessa og þvílíka sálarlega fyrir- hurði lielir liávaði inanna lengst um verið vanr að skoða sem bjátrú; þetta hefir komið af því, að nienii hafa á- litið, að slíkt lilyti að vera „yfir- náttúrlegt", gætandi ekki þess, að sjálft. orðið, sjálf hugmyndin „yfir- nátturlegt" er vitleysa. Það er ekk- ert yfirnáttúrlegt til af þeirri einföldu ástæðu, að orðið, hugmyndin „nátt- úra“ merkir og yfirgrípr alt, sem til er; því er og alt, sem til er, náttúrlegt. Það sem menn alment hafa kallað „yfirnáttúriegt“, hafa verið fyrirburðir, sem í fljótu Iiragði liafa sýnzt koma í bága við lögmál nátt- úrunnar, eins og vér þekktum það; en í rauninní getr enginn hlutr eða viðburðr komið í bága við lögmál náttúrunnar; þegar oss virðist svo, þá er það að eins af því, að vér þekkjum ekki nógu vel lögmál nátt- ú runnar. Þannig vóru allar sögur um svæf- ingar og dáleiðslu lengi álitnar skrök- sögur og hjátrú. En nú síðan vís- indamennirnir tóku að rannsaka þenn- an fyrirburð, dáleiðsluna, og hagnýta liana í læknisfræðinnar þjónustu, þá hafa menn rekið sig i'ir vitni um, að þetta, seni fyrir skemstu var talið „yfirnáttúrlegt" og því ótrúlegt, er ó- rækr sannleiki; að þeita er fyrirburði háðr náttúrulögmáli, sem vér þekkjum eun lítið sem ekkert til. — Gainlir hleypidómar eiga oft sinn hlut í að koma oss til að fastlega hnúunum móti viðrkenning nýrra skoðana og nýrra vísindalegra uppfundninga. Þegar vér getum svæft mann eða konu og skipað honum eða henni í svefní að gera hitt eða þetta, og hann eða hún niá svo til, kannske vikum síðar, að hlýða boðinu, þvert á móti vilja sínum og án þess að vita af að þetta boð var fyrir sig lagt—ja, hvað verðr þa úr „frjálsræði" mannsins? Hvernig verðr slík persóna með nokkru réttlæti orðið krafin ábyrgðar fyrir það, sem henni þannig var alveg ósjálfrátt? Vitaskuld er það sjaldnast, að menn eru í dáleiðslu knúðir til að breyta svo eða svo, og það er því síðr en svo að öll ábyrgð hverfi af mönnuin fyrir gerðir sínar. En hins vegar opnar þekkingin á þessum eða því- líkum fyrirburðtim vítt svæði fyrii mögulegleika annarlegra áhrifa, án vilja þess og vitundar, er fyrir verðr, hver veit í hve mörgum tilfellum, sem vér enn höfum enga liugmynd um. Vér þekkjum nú nokkuð til á- hrifa þeirra, er svæfandinn getr haft á þann sein hann leiðir í dá; en svæfandinn verðr þó að vera viðstaddr hjá þeim sem hann leiðir í dá. En nú þykjast menn komnir að raun uni það, að ein manns-sál geti haft áhrif á aðra í miklum íjarska, og án allra líkamlegra áhalda. Hvílíkt möguleg- leikanna djúp opnast b'-r fyrir liug- skotssjónum vorum? Hver getr þá ákveðið takmörkin eða skilyrðin fyrir sjálfræði og tilreiknanleika einstak- lingsins? Að manninum þrátt fyrir alt sé mikiö og margt (ef til vill mest og flest) sjálfrátt, er varla ástæða til að efa; en úr því honum er e k k i alt sjálfrátt og hann að réttu getr eigi borið abyrgð á öllu, hve nær og að hve miklu leyti er hann þasjtlf áðr og ábyrgðarkræfr? Og livenær ekki? Hvar eru takmörkin ? Þetta eru spurningar, sem mann- leg þekking getr ekki svarað, — að svo komnu að minnsta kosti. í þetta sinn var tilgangrinn að minnast ofrlítið á firðmök sálna. Til- efnið til þess er tekið af grein í Harpers Monthly eftir Mr. Cle- mens- Það kannast, ef til vill, láir lesendr vorir við nafn þess manns

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.