Stefnir - 16.12.1895, Side 2
86
S T E F N I R.
1895
unina, og sjerstaklega skorura vjer á Akureyringá og
-Eyjafjarðarsýslubúa, að gefa að minnsta kosti peim hluta
málsins, sem pá snertir sjálfa persónulega, fullan gaum.
SLUMPÁREIKNINGUR.
„Ojæja, pað er nú svona hjer um bil á að gizka,
nálægt pví tveggja tírtia klyfjagangur, en pú kannt að
ganga pað á hálfum öðrum tima eða hjer um bil, með
pví að koma ekki við eða tefja.“ Margt er einkennilegt
í landi voru. Hvergi í heimi nema á íslandi, munu
fjarlægðir staða miðaðar við skreftengdir manna og dýra,
sem eðlilega eru eins misjafnar og einstaklingarnir að
öðruleyti eru margir og misjafnir.
|>að er nægjusemin blessuð og góð, sem gengur
gegnum pykkt og punnt hjá oss. Vjer gjörum oss á-
nægða að vita svona „hjer um bil“ eða á að gizka, að pað
er petta eða nálægt pví. J>ótt síðan muni um tvohluti
eða helmirig, varðar minnu.
Jeg álít pað stórt skarð í hinar stórkostlegu fleyg-
ingsframfarir 19. aldarinnar, að eigi hefir verið hlaupið
í að mæla upp vegi iandsins, pví pó menn viti hjur um
bil hvað landið er langt austur og vestur og breitt norður
og suður, pá veit enginn hvað margar mílur eru frá
Reykjavík til Akureyrar og frá Akureyri til Seyðis-
fjarðar o. s. frv. Að geta verið ákveðinn svo í ferða-
lögum, sem öllu öðru, er mjög mikilsvert, og allir al-
mennilegir menn láta sjer vera umhugað uui pað, en á
meðan að við ekkert er að miða annað en klyfjagangs-
vegalengdina, er ómögulegt að miða eða ákveða nokkuð.
Jeg veit pað mikið vel, að hinum miklu framfarabú-
mönnum pjóðarinnar, sem aldrei mega sjá af einum eyri
til pess að nokkuð verði gjört fram yfír pað venju-
lega, myndi pykja pað æði íburðarmikið ef farið væri
að mæla alla vegi á landinu, og pað nú meðan járn-
brautin er ekki komin upp, svo miða purfi hraða eim-
reiðarinnar við mílur og „vöku“, en vitaskuld er pað pó,
að slík mæling liggur fyrir hjá menntaðri pjóð, og auð-
sætt er pá pað, að pví betri er hún oss, sem nú lifum,
pví fyr sem hún kemur. Jeg á aðeins við að mældir
sjeu aðalvegir. Kostnaður við mæling pjóðveganna kæmi
líklega á landssjóð, en við mæling sýsluveganna á sýslu-
sjóð. Allir hljóta að finna til pess , hvort heldur peir
sjiyrja sjálfir um vegalengdir, eða svara öðrum upp á
slíkar spurningar, hversu óviðfeldið svar pað er, að miða
fjarlægðir staða við „klyfjagang>. J>að væri óskandi, að
vjer pyrltum eigi að hafa slík purðasvör á boðstólum til
langframa. Búi í Dal.
B ít 0 T
úr skýrsluPramfarafjelagsOngulstaðahrepps
árið 1895.
Eins í og fyrra skal jeg leyfa mjer að senda Stefni
aðalatriði úr skýrslu framfarafjelags Ongulstaðalirepps.
Mjer finnst pað eigi mega minna vera heldur en menn
fái að vjta uib framkvæmdir peirra fjelaga, sem njóta
styrks af almannafje. Að vísu kemur dagsverkatalan í
Stjórnartíðindunum, en eigi fyrri en árið eptir, eins og
annað úr peirri ált. En pótt pað sje skárra en ekki,
að sjá einhverstaðar á einum stað dagsverkatölu fjelag-
anna, pá er hitt pó miklu meíra vert, að geta sjeð í
hvaða greinum jarðyrkjunnar dagsverkin liggja, af pvi
má nokkuð marka búnaðarháttu hverrar sveitar fyrir sig,
og er pað bæði fróðleikur og sksmmtun; sem vjer ættum
að geta fengið heim til vor með blöðunum eptirgangs-
laust.
J>etta ár hefir hið ofangreinda fjelag sljettað 3999
□ faðma. Rutt sáðreiti 206 □ faðma, Hlaðið varnar-
garða úr grjóti, einhlaðna 93 faðma. Tvíhlaðna 23 faðma,
tlr torfi 102 faðma. Hlaðuir stýflugarðar 3658 tenings-
fet. Grafnir vatnsveitinagaskurðir 5527 teningsfet. Dags-
verk sumtals 518, 17. Meðaltal á hvern fjelagsmann
14,39 dagsverk. Af skýrslubroti pessu, pó stutt sje má
sjá. að fjelagið hefir varið rúmum 4/5 peirra dagsverka,
sem unnin hafa verið-á árinu til túnasljettu, og sje nú
aðgætt skýrsla sama fjelags siðastliðið ár (sjá Stefni Nr. 23.
1894) sjezt líka að pað ár hefir fjelagið unnið mest að
púfnasljettu, og má nú af pessu marka, að Ongulstaða-
hreppsbúar muni legga mesta áherzlu á túnræktina o. s.frv,
A sama hátt getum vjer, sem ávallt sitjum á sömu
púfunni, kynnt oss háttu annara sveita , ef skýrslurnar
kæmu fyrir almenningsaugu,
Vitanlega myndi petta ganga greiðara ef til værí
sjerstakt blað — búnaðarblað — fyrir slíkar skýrslur,
sem ljeti sjer annt um allar hagfræðistöflur og búnaðar-
skýrslur, safnaði peim saman, og breytti peim síðan í
pað form, að pær gætu verið handhægar til álits og af-
lestrar.
Allar skýrslur nákvæmar og glöggar eru pýðingar-
verðari en menn almennt hyggja.
Kr. H. Benjamínsson.
Kirkjuferðin.
(Ein af smásögura gamla Sveins')
Jeg hefi aldrei verið prestur, og pað hefir aldreí
fallið á mig neitt af peim velæruverðugheitum, sem
venjulega strjálast yfir verðuga sóknarnefnd, forsöngvara,
hringjara og aðra embættismenn kirkjunnar, og gjörir
pá optast dálítið geistlega í sniði, eins og vera ber. En
jeg ber mikla lotningu fyrir kirkjum og kennilýð, og
mjer er sönn hugsvölun í pví að fara til kirkju minnar,
pegar jeg fæ pvi viðkomið, pví mjer finnst, að minnsta-
kosti var pað svo framan af æfinni, og er raunar enn,
að jeg pá stundina, sem jeg er í kirkjunni, vera laus við
allt veraldarinnar preytandi andstreymi, og að olboga-
skot og aðkast náungans og nágrannanna annarsvegar, og
bráðlyndið og ófyrirleituin i mjer hins vegar sje pá
horfið, og jeg sje svo hjartanlega sáttur við alla menn.
J>ó hefir út af pessu brugðið tvisvar eða prisvar sinnum
á refi minni, og hljóðar pessi saga mín um eitt af slík-
um atvikum.
Alla mína 30 ára búskapartíð á Hóli var ekkert
sundurlyndi eða rígur í Staðarsókn, nema aðeins einu-
sinni, Karlmenn sátu par allir í kór, en konur á
bekkjum fram í kirkjunni; og pegar sjera Jón minn
gamli sagði af sjer, og Magnús sonur hans var settur
inn i embættið, pá sagði Grímur gamli í Yík líka af
sjer meðhjálpara embættinu, og ljet Jón son sinn taka
við pví. En nafni minn heitinn í Firði vildi pá ekki
leggja niður forsöngvara embættið , og sagði jeg pó við
hann fyrir messu sunnudaginn, sem sjera Jón heitinn
kvaddi: „Eigum við nú ekki, gömlu mennirnir, að fara
að hætta við að syrrgja í kirkjunni, og eptirláta hinuiu
yngri að reyna sig.“ — J>ví pað var nú sisona, að pó
nafni minn kæmíst ofurlítið hærra en jeg, fylgdu honum
pó ekki aðrir betur, pó jeg segi sjálfur frá. Og pegar
hann einusinni eða tvisvar öll sín forsöngvataár kom
eigi til kirkju, lenti pað pó einhvernveginn á mjer að