Stefnir - 13.02.1897, Blaðsíða 1

Stefnir - 13.02.1897, Blaðsíða 1
Argang. 24 arkir. Verrt 2 kr„ er- lendis 2 kr. 50 a. Borgist fvrir lok júlím. Uppsögn ógild nema komin sje til útsölumanns 1. okt. STEFNIR. Fimmti árgangur. Augl.kosta 7óa.hver þuml. dálks eúa 12 a. línan af vanalegu letri tiltölulega meira af stærra letri> 'þuml. 90 a. á 1. síðu, 15 a. línáh- Nr. 1. Akureyri, 13. febr. 1897 Um greiðasölu. rf>að er svo margt ef að er gáð, 8em um er þörf að ræða.“ þótt ý:n sir pjóðsiðir hafi haft sína kosti og hafi enn þar sem peir viðhaldast, hafa þeir þó eigi að síður opt ýmsa ókosti, seni einatt koma meir í ljós og verða meir áberandi, þegar ástand þjöðanna breytist, °S verða því siðir þessir einatt að breytast, °ða hverfa, þegar lifnaðarhættir og aðrar siðvenjur þjóðanna breytast. Undir þetta niætti telja gestgjafa siðvenju íslendinga, S( na tíðkazt hefir í sveitum fram á vora daga og víða tíðkast enn í dag, en sem miklar likur eru til að fari að leggjast nið- ur, eða töluvert að takmarkast. þegar búnaðarhættir vorir lireytast við það, að vistarbandið er því nær afnumið, og lausa- hús- og þurrabúðarfólki fjölgar, en kaup- staðirnir stækka, og nemendafjöldi við skóla landsins eykst, sem suinir ferðast meira og mmna utanskóla, mun umferðin í landinu fremur vaxa en minnka, en hinsvegar munu 'innuhjú hjá bændum fremur fara fækkandi, svo þeir verða sjálfir að vinna nauðsynleg heimilis störf, eða kaupa lausafólk til þess, fviir ákveðið verð hvert viðvik, þá fara hentugleikar bænda og skilyrði fyrir að geta setið yfir gestum og „dekrað“ við þá, mjög að minnka. eru °g frjettablöð og tímarit farin uð fljúga yfir landið, eins og skæðadrifa á góu, og færa bændum frjettirnar að utan og sunnan, en sem þeir verða að borga fyrir sæmilegt gjald til blaðamannanna. Ættl Þv/ að v<ma minni freisting fyrir þá iiu, en í fyiri daga, að hýsa endurgjalds- atts rnargmála umfarendur fyrir tíðindin, er þeir flytja þeiin, eða sögurnar, er þeir 'unnu. J>egar menn virða fyrir sjer þær breytingar, sem eru að verða á búnaðar- háttum bænda og öðrum sveitarvenjum, 1 jóta menn að komast að þeirri niðurstöðu, a in takmarkalausa gestgjafa siðvenja, sem sumstaðar á sjer stað, fari að ganga því að verða ósiður, sem öll þörf sje á . bæla niður og takmarka, svo hann vaxi bændumeigi yfir höfuð, sem nóg munu a að hugsaum á þessum breytinga- og eyðslu timum, að verja efnalegt sjálfstæði sitt, þó þ'í iliði væri lokað, er nú streymir í íiegn- um inn á þá, aðsókn gesta og farandi manna. Eins er fyllsta ástæða til að fara aðgjora mörgum gestum og farandi fólki skiljanlegt, að það gjörir sig einatt í frek- ara lagi heimamannlegt hjá bændum, og að framkoma þeirra gengur opt sníkjum og betli næst, og að minna það á, að heimili manna er þó friðhelgt að lögum. En sökum þess að ferðalög eru opt óhjákvæmileg og nauðsynleg, holl, hressandi og skemmtandi fyrirmarga, sem hafa kring- umstæður til að lypta sjer upp, vil jeg fremur hvetja en letja menn til ferðalaga að dæmi Englendinga, enda eru engar lik- ur til að umferð minnki um landið, þó sníkju og ntíjettisferðir leggist niður; því er alveg nauðsynlegt að menn geti fengið næturgistingu og nauðsynlegan beina á viss- um stöðum í sveitum, ættu því sveitastjórn- irnar að hlutast til um að á vissum bæjum i liverri sveit, sem væru á hentugustu stöð- um, yrði umfarendum seldur nauðsynlegur greiði fyrir sannsýnilegt verð, ætti síðan að anglýsa það, og vísa ferðamönnum þanguð, svo aðrir sveitabændur gætuað miklu leyti verið í friði fyrir gestastappi. Auðvitað gæti komið fyrir að menn í byljurn eða fyr- ir sjerstök atvik dagaði uppi milli þessara gististaða, en það myndu reiknast forföll eða uudantekningar, sem allir yrðu að sætta sig við. Lausamönnum og flækingum, sem færu um sveitir og gætu eigi borgað fyrir sig, ættu sveitastjórnirnar að ráðstafa og roka til að vinna, væru þeir færir um það. A þeim bæjum. sem vísað væri á til gistingar, ætti að auglýsa greiðasöluna, annaðhvort í bæjardyrum eða gestastofum. sem og verð á því helzta, sem fengist keypt, og er varla hægt að búast við, að verðlagið yrði langt fyrir neðan verð á gistihúsum í kauiistöðum, þegar tekið er tillit til verktafa þeirra, óreglu og um- stangs, sem gestagangur opt veldur á heim- ilum, fyrirhöfnin á hestum ferðamanna er t. a. m. opt allmikil á sumrura um dýrasta tíniann. Baindur verða nú orðið að borga karlmönnum á sumrum 2—4 kr. á dag, og kvennmönnum 1—2 kr., og geta því eigi sjer að skaðlausu eytt sinni vinnu eða kaupafólksins fyrir gesti, nema hæfilegt gjald komi fyrir. Sæmilegur næturgreiði tvímæltur fyrir 1 mann mun því varla of- liátt metinn á I kr., auk kostnaðar við hest eða hesta. Sje ferðamaður nestaður, og matist eigi á gistingarstaðnum, yrði gistingin auðvitað seld minna. f>að er injög óhentugt, og virðist hljóta að standa búandi mönnum fyrir þrifum i þeim sveitum þar sem umferð er mikil, að allir eða margir bændur í sama hreppi eru hvað ofan í annað ónáðaðir nætur sem daga, af er.dalausum gestagangi, eins kurt- eislega, eða hitt þó heldur, og sumir ná- ungar fara að ráði sinu, sjerstaklega á kaupstaðarferðum, þegar þeir ekki einasta rífa fólk upp úr fasta svefni til að hleypa sjer inn í bæina, heldur hýsa sjálfir hesta sína, en gefa hey bónda óaðspurt, eða beita tún og engjar á sumrum hálfar og heilar nætur. Að þessu yfirveguðu virðist mjer fyllsta ástæða fyrir bændur í sumum sveitum, að taka höndum saman til þess, með sveitastiórnina í broddi fylkingar, að verja rjettindi sín gegn yfirgangi sumra umfarenda, en til þess ætla jeg að heppi- legast sje, eins og áður er ávikið, að gist- ingarstaðir væru ákveðnir á hontugum stöð- um í hreppunum, svo hægt sje að vísa þangað farandi mönnum í færu veðri, og aðrir en gististaða bændurnir, geti fengið að vera i friði. Enginn skyldi ætla, að jeg með línum þessum finni að, þó menn býsi kunningja sína eða vini, eða gjöri gustukaverk á bjálf- um, eða fari kynnisferðir til vina og ætt- inga, til að Ijetta sjer upp, því slíkir fimdir og ferðalög, geta bæði verið holl og þarf- leg. prándur. Holdsveikra spítali. Fyrir liðugum 2 árum skrifaði jeg grein í Stefni (2. árg., nr. 28.) um holdsveikis- spítala á Norðurlandi. í grein þessari gekk jeg' út frá, að tveir spítalar yrðu stofnaðir fyrir landið, annar á Norðurlandi, af því holdsvejkir menn eru því miður svo margir hjer, og af því ógjörningur virðist, að allur sá fjöldi, sem loit út fyrir, að myndi alveg fylla spít- alann, yrði fluttur suður. Stakkjegþví upj> á því, að spítalinn yrði reistur á Möðruvöll- um og skólinn aptur fluttur hingað ; mcð þessu vildi jeg sameina tvennt, útvega spít- alanum einkar hentuga jörð og tilbúið hús, og um leið flytja skólann hingað, sem er mik- ið áhugamál margra Eyfivðinga og Akufeyr- inga. Menn vita nú, hvernig þetta spítala- mál fór á þingi 1895; stjórnin lagði til, að stofnaður yrði einn spítali, náttúrlega við Reykjavík, þar sem hann ætti sízt að vera, og að það frumvarp var óðara fellt, svo að málinu er ekki þokað einu hænufeti áfram síðan. Nú má búast við því, að frumvarp verði lagt fyrir þingið í sumar, miðandi til að fá einn spítala, en hvernig sem því reiðir af, þá má telja það víst, að frá stjórnarinn- ar hálfu verður ekki gjört neitt til að reisa skýli hjer um slóðir handa þeim 42 liolds- veiku aumingjum.sem Dr. Ehlers telur, að sjeu hjer á Norðurlandi, auk Húnavs., en sjálfsagt, eru fleiri. Allt um það eru líkindi til, að Norð- lendingar fái, eða geti fengið, eitthvað þess- háttar sjúkraskýli, ef treysta má því Ritzana hraðskeyti, sem stendur í helzta blaði Kaup- mannahafnar »Politiken« 5. nóv. þ. á. enþað er þannig: »Nefndin, sem er að safna gjöfum til þess að reisa hýsi handa holdsveikum mönnum á

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.