Stefnir - 12.01.1898, Síða 1

Stefnir - 12.01.1898, Síða 1
Argang. 24 arkir. Verð2kr., er-| leudis 2 kr. 50 a. Borgist fyrir lokjúlíra. Uppsögir ógild nema komin sje til útsölumanus 1. okt. >r. 23. >(ykkur or»l uin rjómavjeíar. (Eptir Frb. Bjarnarsou á Grýtubakka.) Opinberleg-a hefir enn sem komið er mjög lítið verið rætt um skilvjelar þær eða rjómavjelar, sem nú er þó farið að hagnýta á einstöku heimilum. Ekki heldur liefir verið sýnt fram á liinn beina og óbeina hagnað, sem vjel þessi getur innleitt í bú þau, þar sem hún er notuð. Hvorttveggja þetta vildi jeg leitast við að skýra með eptirfarandi línum, að svo miklu leyti, sem mín athugun og reynsla nær. Vjelar þessar liafa vcrið nefndar ýmsum nöfnum t. d. skilvindur, skilvjelar, rjóma- vjelar og smjörvjelar. Jeg ætla lijer engan dóm að leggja á það, hvert þessara orða muni vera rjettast myndað, enda gjörir slíkt ekki neitt til. En jeg ætla að nefna þær rjómavjelar, þar sem jeg minnist á þær í eptirfarandi ritgjörð. þ>að er annars býsna erfitt að gefa greinilega skýringu um það, hvert notagildi vjelar þessar hafa í búum manna, sjerstak- lega að því er snertir verksparnað ; en jeg verð þó að álíta það eitt af beinum hagnaði við notkun vjelanna, alveg eins og aukna smjörframleiöslu, minni eldiviðareyðslu, minna viðhald á ílátum o. s. frv. Jeg vil.þá fyrst lýs'a beina hagnaðinum. Eftir því, sem jeg hefi getáð næst kom- izt, vil jeghahla þvífram, að þar sem rjóma- vjelar eru við hafðar, fáist að jafnaði meira smjör um 1 5, lieldur en ef mjólkin er sett í bakka og trog, eins og enn er afsiða. f>etta kemur líka lieim við það, sem Guðlaugur sýslumaður Guðmundsson sogir í einni af ræðum sínum á þingi í sumar sem leið, þar sem hann minnist á rjómavjelina. Vitanlega getur þetta verið nokkuð mis- munandi á einstökum heimilum eptir landkost um o. fl. En á mínu heimili mun þetta láta nærri. jþegar nú þess er gætt að óhætt má fullyrða, þar sem 100 ær í góðu lagi eru í kvíum og sæmiJega mjólkandi 5 kýr í fjósi, en landkostir góðir og sömuleiðis skepnuhirð- ing, þá muni á samskonar heimili fást nálægt 2 pundurii af smjöri að meðaltali á dag allt árið, eða segjum 700 pd. Sje nú út frá því gengið, að V5. þessara 700 pd. sje eingöngu rjómavjelinni að þakka, verða það 140 pd. á ári Almennt verð á alveg óvönduöu smjöri er 50 a. á pundi, en mjer dettur ekki í hug. að reikna pundið minna en 60 aura, af því eg vil halda fast við það, að smjör, sem bú- STEFNIR Fimmti árgangur. Akureyri 12. janúar. ið er til úr þannig aðskildum rjóma, sje mik- ið betra, sjerstaklega hreinna en nokkurt ann- að smjör, feitara og Ijúffengara á bragð. Jeg vil því meta aukna smjörframleiðslu á þessu hoimili 84 kr. á ári. Eldiviðareyðsla á þeim heimilum, sem vjelina nota, verður ótrúlega mikið minni og er það vel skiljanlegt. par sem kvöld og og morgna — einkum á stærri heimilum og á sumrum — þarf stöðugt að kinda undir stórum vatnspotti, svo hægt sje að gjöra hrein öll þau ílát, sem mjólkin er sett í, þar fer mikið forgörðum, einmitt til þess. En til að þvo upp rjómavjelina, þarf ekki nema 8—10 merkur af heitu vatni mál hvert. þvottur í- látanna stendur mikið lengur yfir, en hrein- gjörning yjelarinnar, einkum ef um mikla mjólk er að gj'öra; sjá allir hver áhrif það hefir. — penna sparnað áætla jeg 15 kr. á ári. par sem rjómavjelar eru til á heimilinu, þurfa húsbændur ekki að leggja út eins mik- ið til árlegs viðhalds á þeim mörgu ílátum, sem þurfa aö vera til taks í góðu ásigkomu- lagi allstaðar þar, sem mjólkin er sett. þ>ann peningalega liagnað met jeg 6 kr. árlega, Að sýna með tölum verkspárnað þann. sem er samfara notkun vjelarinnar, er ekki auðvelt. þ>að er samt mikíll munur á þeim tíma, sem gengur til þess á degi hverjum að þvo upp vjelina, strokka rjómann o. fl., eða að hirða hin mörgu ílát, sem mjólkin þarf að setjast í, sje engin rjómavjelin. Dregur það sig saman yfir allt áríð, ekki sízt á þeim heimilum þar sem vinnukraptarnir væru svo vel notaðir, sem frekast væri unnt. Verk- sparnað þenna met jeg 15 kr. á ári. jf>á kem jeg nú að hinum óbeiua hagn- ! aði, sem vjelin gefur. Vitaskuhl verða þar j skiptar skoðanir. En hann er einmitt sá, að með notkun vjelarinnar er vissa fengin fyrir því, að menn fá hreina mjólk og hreinan all- an þann mat, sem úr mjólk er búinn til. I>að er öllum mönnum ótrúlegt þeim, sem ekki hafa sjeð það, live mikil óhreinindi verða j eptir í kúlunni, sem aðskilur mjólldna, sjer- j staklega ef það er sauðamjólk, sem aðskilin J er, og það þó húiLsje síuð tvisvar áður en henni er helt í vjelina. Jeg get'ekki gjört mjer í hugarlund, hve mikils virði læknar mundu meta það fyrir heilsuna, að nærast á hreinum og vel verkuðum mat, en mjer dett- ur ekki til hugar, að meta það minná en 30 kr. á ári. 9 Augl.kosta75a.hver puml. dálks eða 12 a. línan al'vanalegu letri tiltölulega meira af stœrra lctri, þ>uml. 90 a. á 1. síðu. 15 a. línau 1898. Af þessu sjezt, að jeg met beinan og ó- beinan hagnað við vjelina árlega 150 kr., og virðist það alls ekki of liátt sett, með öðrum orðum á því heimili, þar sem um milda mjólk er að gjöra, »þar borgar vjelin sig á e i n u á r i«. Verð vjelanna er ótrúlega mikið, þar sem hver þeirra kostar 150 kr. pað er þó ómögu- legt að sjá að þær þyrftu að vera dýrari en vanalegar saumavjelar. Er auðsjeð að verðið er svona liátt, af því að ennþá er sjálfsagt hugvitið selt, þ. e. nppgötvunin meira en verkið. En óskandi og vonandi er að strax á næstu 10 árum falli þær talsvert í verði. Jeg get vel ímyndað mjer, að ýmsir sem ekki þekkja til þessa máls, finnist jeg gjöra of mikið úr kostum yjelarinnar. Jeg vil heldur enganveginn segja, að álit rnitt sje óhrekjanlegt, en það er þó byggt á sannfær- ingu, ofurlítilli reynslu. og svo nákvæmri at- hugan sem kostur hefir verið á. Sjerstaklega býst jeg við að hjá mörgum komi fram þessar spurningar; «Er ekki vandfarið með vjelina og mun liún endast lengi?« þ>essum spurn- ingum svara jeg þannig: Að vísu er það mjög áríðandi, að taka hana sundur og setja hana saman með som allra mestri lipurð, þurka hana og þvo vel upp í livert skipti, sem hún er notuð og einkum að bera vel á hana, En þó er þetta öldungis ekki þeim vanda bundið, að það sje nein frágangssök. Sú stúlka, sem er laghent og lipur í sjer, trú yfir því, sem hún er sett yfir, hún kemst hæglega upp á það, að leysa þetta verk af hendi, svo að vel sje. Heppilegast er, að sama stúlkan liirði vjelina stöðugt, undir um- sjón þeirrar konu, sem kann vel með hana að fara. Leiðarvísir sá, sem fylgir vjelunum, gefur og ágætar leiðbeiningar um meðferð þeirra, og er sjálfsagt, að fá liann með þeim. Að því er seinni spurninguna snertir, það hve lcngi yjelin endist, þá vantar mig algjörlega reynslu í því efni. I>ó skal jeg geta þess, að ekki fæ jeg sjeð, að yjel, sem er á mínu heimili, sje i nokkurn máta farin að láta sig. Hún hefir þó verið notuð kvöld og morgna og látin aðskilja alla jiá mjólk, sem til hefir fallizt á jiessu heimili, í þá 7 mánuði, sem liðnir eru síðan hún kom liing- að. Jeg verð því að álíta, að með sjerlega góðri meðferð, geti hún endst svo arum skiptir. (Kiðurlag).

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.