Stefnir - 06.05.1899, Blaðsíða 2

Stefnir - 06.05.1899, Blaðsíða 2
26 þægincli (Ulempe) fyrir aðra. Yið þessu liggja allt að 100 kr. sektir. I Danmörku er viðar lögð hegning við drykkjuskap á almannafæri, en petta verður að gjöra með lögreglusamþykktum san kvæmt lögum 4. febrúar 1871. I Noregi á sjer líkt stað og í Dan- mörku; hegning fyrir augljósan drykkju— skap á almannafæri er ákveðin i lögreglu- samþykktum. I Kristjaníu rar slik hegn- ing ákveðin með lögreglusamþykkt 1. april 187(> allt að 800 kr. Sama hegning er ákveðin í fiestum bæjum í Noregi og fáeinum sveitum. Með lögum 24. júlí 1894, 25. gr. var ákveðið, að sá, sem er drukkinn við kirkju, á þingi. við uppboð eða á öðr- um alraennum mannfundum, á járnbraut, gufuskipi eða á öðrum almennum flutnings- færum, skuli sæta hegningu. En í ráði er hjá Norðmönnum, eins og jeg siðar skal minnast á, að leiða í lög, að allir þeir skuli sæta sektum allt að 800 kr. og jafn- vel fangelsi, sem eru augljóslega drukknir á almannafæri, hvar svo sem er í landinu. Slík almenn lög eru komin á í mörg- um löndum. Jeg skal þannig nefna Svía- ríki, Finnland, Ungverjaland, Austurríki, Ítalíu, Frakkland, England, Belgiu, Hol- land, Hannóver, en í ráði er, að lögleiða þetta á öllu J>ýzkalandi, Spáni og Sviss. I hegningarlögum Svia 16. febr. 1864 eru ákvæðin um þetta i 18. kap. 15. gr. (Ofverlastar sig i.ágon af starka dryekar fa, att af hans átbördar eller oredliga sin- nes författning synbarligen markas kan, det han drucken ar, och tiáffás han“ o. s. frv.) í hegningarlögum Finna 19 des. 1889 eru ákvæðin um hegningu fyrir drykkju- skapinn í 43. kap. 6. gr.: („ár drucken och derigenom ástadkommen förargelse"). í lögreglulögum Ungverja 12. júní 1879 er hegningin ákveðin í 84. gr. (Wer an öffentlichem Orte in Aergerniss erregen- der Weise betrunken erscheint, ist mit Geld bis zu 25 Gúlden zu bestrafen11.) ÍAusturríki er hegning fyrir aug- Ijósan drykkjuskap á almannafæri ákveðin í lögum 19. júli 1877, sem gilda í Galiziu o. fl. fylkjnm, en stjórn Austurrikis heflr viljað lögleiða í öllu rikinu strangari hegn- ingu (fangelsi allt að einurn mánuði eða sektir) fyrir augljósan drykkjuskap á al- mannafæri. Árið 1891 lagði hún fram frumvarp til laga um þetta efni, sem áttu að gilda um allt Austurríki. 1 hegningarlögum ítala 30. júni 1889 488. gr. er hegning fyrir augljósan drykkju- skap á almannaíæri ákveðin allt að 30 lírur /Líra gildir 72 aura), og ef drykkjuskap- urinn er orðinn vani allt að eins mánaðar fangelsi. í Frakklandi er ákveðið með lög- um 3. febr. 1873, að liegning fyrir aug- ljósan drykkjuskap á almannafæri skuli vera i fyrsta sinn 1 — 5 franka (franki er 72 aurar), í annað sinn innau 12 mánaða allt að cins mánaðar fangelsi og sektir, i þriðja sinn allt að tveggja mánaða fangelsi og í 4 sinn einnig missir borgaralegra rjettinda. AEnglandi er ákveðið með lögum 10. ágúst 1872 að sjerhver maður, sem er drukkin á almannafæri skuli í fyrsta sinni sæta sektum allt að 10 shillings og i annað sinni allt að 40 sh. (shillings = 90 aur.) í Belgíu er ákveðið með lögum 16. ágúst 1887, að sá, sem er hneyxlanlega drukkinn á almannafæri, skuli i fyrsta sinn sæta sektum frá 1 —15 franka, og ef sami maður gjörir sig sekan í þessu tvisvar eða optar, er hegning hans allt að eins mán- aðar fangelsi og að auki allt að 100 franka sekt. Hin almennu hegningarlög í Hollandi eru frá 3. marz 1881. í 453 gr. er svo ákveðið, að sá, sem er augljóslega drukk- inn á vegum almennings, skuli sæta sekt um allt að 50 gyllini (sem er 1 kr. 50 aur.): fyrir slíkan drykkjuskap í annað sinn á sama missirinu er hegningin sektir eða allt að þriggja daga fangelsi, en fyrir tvær it- rekanir á sama árinu eptir fyrsta dóminn er hegningin allt að tveggja vikna fangelsi. En sá maður, sem á næsta missiri eptir fyrsta dóminn gerir sig sekan í umgetnum drvkkjuskap, skal sæta allt að þriggja viknn fangelsi, og ef sakberi er vinnnfær, má dæma hann til þess, að vera settur í nauð- ungarvinnuhús allt að því eitt ár. Hjeraðslæknirinn hefir nefnt Sviss sem það land, þar sem liegning væri lögð við augljósum drykkjuskap á almannafæri, en Sviss er einmitt eitt af þeim fáu lönd- um í hinum menntaða heimi, þar sem þetta er ekki. Slík hegning á sjer að eins stað í fylkinu Luzern samkvæmt lögum 6. júní 1861; í fylkinu Appensell eru lög um að hegna drykkjurútum, auk þess sem það er ákveðið, að svipta megi þá fjárfor- ráðum. En það er nú i ráði, að setja al- mer.n hegningarlög i Sviss, sem enginn vafi er á, að verða lögleidd þar innan skamms, og í lagafrumvarpinu er auðvitað ákvæði um að hegna mönnum fyrir augljósan drykkjuskap á almannafæri. Á S p á n i er einnig í ráði að lög- leiða almenn hegningarlög, og er í hegn- ingarlagafrumvarpi stjórnarinnar (636. gr.) anðvitað einnig ákveðin hegning fyrir aug- ljósan drykkjuskap á almannafæri. Á þýzkalandi er að eius hegning lögð við augljósum drykkjuskap á almannafæri í Hannóver samkvæmt lögum 25. maí 1847, í Bayern og Baden er hegnt l'yrir óspektir sökum ölæðis, í hinum alm. hegningarlögum þjóðverja 361 gr. er hegning lögð við ofdrykkju, seui leiðir til þess að menn þurfi fátækrastyrk fyrir sig eða sína. En þessi lög eru sett 31. maí 1870, það er fyrst eptir þanu tíma, að hinir beztu menn í liinum menntaða heimi koinast almeniit á þá skoðun, að augljós drykkjuskapur á almannafæri ætti að sæta hegningu. Nú er í ráði að lög- leiða slíka hegr.ingu um allt þýskaland. tstjórnin lagði fram frumvarp þar að lút- andi árið 1891, sem að vísu náði eigi fram að ganga, en það er þó cngin vafi á, að hegning þessi mun einnig verða lögtekin þar, áður langur timi líður. ÍSFIRZKAR SKOÐANIR UM HVALADRÁPIÐ. þorskveiðarnar eru, eins og kunnugt er, einn af helztu atvinnuvegum Islendinga. ■iíldarveiðar eru og á síðari árum orðnar alliniklar á Norður- og Austurlandi, og fara nú þessi árin vaxandi að þvi leyti að lleiri og fleiri stunda þær. Fyrir nokkrum irum var því hreyft hjer á Norðurlandi, að nauðsyn bæri til að friða hvali á fjörð- um og í landhelgi yfir suinartímann. Miiið var borið fram á þingi, og árangurinn af því urðu hvalafriðunarlögin frá 1886, seni síðan hafa staðið óbreytt, og enga óánægju vakið. Astæðurnar fyrir þessum friðunar- lögum voru þær, að þegar hvalurinn fengi að vera í friði á íjörðunum, hjeldi hann síldinni að öðru hverju í þjettum torlum uppi undir fjarðarströndinni á grynningum, svo langtum bægra væri að ná henni í fyr- irdrátt. Síðan lög þessi korau út, hafa Norðmenn drjúgum ankið hvalaveiðaútveg sinn iijer á landi og skjóta nú árlega mik- ið af hval utanfjarða kring um landið, af peirri ástæðu óttast menn, að hvalurinn, sem eigi hefir mikla viðkomu, stóruin minnki við landið, og jaínvel með öllu verði gjör- eytt. Sjávarbændur við Eyjafjörð fóru því að hreyfa því í fyrra sumar, að þetta hvala- dráp mundi verða til stórtjóns fyrir síldar og þorskveiðar á fjörðum, því eigi fælir sá hvalnr, sera eigi er til, síld inn á firði, nje heldur henni upp við landsteina á fjörðun- uin, eins og hvalafriðunarlögin vilja tryggja; og Norðmenn þeir, er hjer voru við veið- ar, tjáðu sig samdóma um þetta, og skýrðu þeini frá skoðunum norskra fiskimaiina í þessu efni. Sjómenn hjer við fjörðinn þóttust hafa þess óyggjandi dæmi, hvernig sildin opt og tiðum á sumrum væri í þjett- nm torfum upp við fjörusteiuana, þegar tivalir renndu sjer fyrir framan hana, en nú síðustu árin er hvölum bjer á firðinum stöðugt að fækka. Stefnir fjekk í fyrra sumar hvað eptir annað beinar áskoranir um, að hreyfa málinu, oggaf hann því ein- um sjómanni orðið um þetta efni. Síðan hafa verið haldnir fundir beggja megin fjarðarins þessu viðvíkjandi, eins og sjest af Stefni, og eru komnar fram áskoranir til þingsins, sem fjöldi manna mun undir- skrifa, um að lyrirbyggja hvaladráp hjer við land. Samskonar áskoranir eru og á ferðinni á Austurlandi að minnsta kosti á Vopnafirði, og er mál þetta því komið á góðan rekspöl til þess, að komast inn á þing. Bæði þingmenn og blaðamenn eru því að vonum farnir að veita því eptirtokt. ísafold ritar um það 18. f. m., og skýrir eptír norskum blöðum írá sömu skoðunuin norskra fiskimanna á því, og framkeinur hjá eyfirzka sjómanninnm í Stetni, og flyt- ur að öðru leyti ýmsar góðar upplýsingar (ýrir málið. Fjallkonan minnist og á það 4. f. m., og getur þess til, að þingmenn ísfirðinga muni verða því andstæðir á þingi, „þó heill landsins sje í veði", segir blaðið, „þá er hætt við, að hreppapólitíkin

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.