Stefnir - 22.08.1900, Side 2
54
Seine-fljótið og hinumegin fljótsins í lista-
hölluin nýreistuin og í Trocadero-höllinni og
kring um hana. Henni er allri sbipt niður í
18 aðal-sýningardeildir. Af þeim eru tíu á
Marsvellinnm í afarstórúm hallarbyggingum.
IJær eru þessar:
1. Allt sem lýtur að akuryrkju og land-
búnaði. 1 þeirri deild sýna Danir eptir-
líkingu af landbúnaðarháskóla sínum. Við
innganginn að dönsku deildinni eru steypt í
gibs tvö stór naut. Inni á veggjunum hanga
myndir af dönskum sveitabúskap, af kúm,
engjum og ökrum og salirnir prýddir dönsku
eikar- og beykilaufí og smárablómum, lit-
myndum af dönskum grösum og ýmsu úr
landbúnaði Dana.
2. Allt sem lýtur að viðurværi og nær-
ingarefnum, bakaraiðn, ölgerð og bruggun,
niðursuðu, krydd- og víngjörð, sírópsgjörð og
tilbúningi áfengra drykkja.
3. Eafurmagnsdeildin, allt er lýtur að
notkun rafurmagns t. d. við málþræði, rit-
síma o. fl.
4. Allt er lýtur að aflfræði eða smíð-
vjelafræði.
5. Allt er lýtur að vefnaði og fatatilbúningi,
skó- og stígvjelagerð, skrautvefnaði og útsaum.
6. Allt er lýtur að námum og málma-
greptri.
7. Sýnt hvernig efnafræðin er notuð í
verklegum framkvæmdum, hvernig pappír,
skinn og leður er búið til, svo og ilmvötn og
eldspítur o. s. frv.
8. Allt er lýtur að samgöngufærum.
Afaryfirgripsmikil sýningardeild, sem skipta
varð niður á 3 staði. A einum er sýnt allt,
er að almennum vagnfærum, vegagjörð, verk-
stjórn og mannvirkjum lýtur. A öðrum stað
sýnd báta- og skipagerð. A þriðja járnbraut-
ir, sjálfhreifingarvagnar (automobiles), er ganga
með rafurmagni, hjólhestar o. fl. í þessari
deild sýna Norðmenn 2 norska vita.
9. Allt er lýtur að uppeldi og kennslu-
málum.
10. Afarmerkileg deild: Hjálparmeðul
bókmennta, vísi nda og 1 is ta, prentverk,
Ijósmyndalistin, bókasöfn, blöð, gögn söng-
listarinnar, og vísindalegar rannsóknir og
lækningaaðferðir.
í þessari deihl er því hin víðfræga ljós-
stofnun prófessors Níels Finsens, íslendings
að ætt.erni; faðir lians sonarsonur Hannesar
biskups Finnssonar. Húsrúm það, sem sýning
á lækningaaðferðum hans fer fram í á París-
arsýningunni, er 20 álnir á lengd og 8. áln.
á breidd. þar er fvrst sýnt »rauða herberg-
ið«, svo nef'nt af því, að rauðu Ijósgeislarnú
iiafa bætandi áhrif á bóluveika menn. þ>á
sýudar aðferðir hans við að lækna »lupus«,
hörundssjúkdóm, sem skaðskemmir andlitið og
stundum aðra parta líkamans, og sýndar ept-
irlíkingar af hinum sjerstöku verkfærum, ljós-
söfnurum, sern notaðir eru í hinni frægu Ijós-
stofnun Fruseri í Gammeltoftsgötu í Khöfn.
I einu herberginu er stór rafurmagnslampi,
notaður við lækningar á blóðskorti þannig, að
sjúklingarnir eru naktir hafðir í sterku Ijós-
Imði frá þessum lampa. A veggjunum hanga
30—40 myndir aíf andlitum »lupus« sjúklinga
í hverri umgjörð eru 2 myndir af sama sjúk-
lingi; önnur af bonum sjúkum, áður en byrj-
að var að lækna hann, og hin af honum
heilbrigðum. Ljósstofnunin er eitt af þeim
stórverkum á sýningunni, sem vekur athygli
alls hins menntaða heims.
11. sýningardeildin: skógrækt, dýraveiðar
og fiskiveiðar.
12. lýtur að hernaði bæði á sjó og landi
(eptirlíkingar af herskipum, fallbyssur, morð-
vjelar).
13. lýtur að garðrækt og trjárækt.
14. —16. deildin lúta að hverskonar iðn-
aði, húsaskipun og hýbýlaprýði. Afar-
merk og fjölbreytt. Húsgögn, veggjatjöld,
upphitun húsa og loptleiðsla. Krystalla-
leirkera- og glersmíði. í einu orði: iðnaðar-
vara alls heimsins. Frakkar hafa þar eins og
annarsstaðar stærstu deildina, vanalega eins
stóra og allra hinna þjóðanna til samans.
f>ar sýna þeir margskonar bændabýli sín af
ýmsri gerð: úr Provence, úr Bretagne o.s. frv.
til að sýna bændalífið frakkneska í ýmsum
myndum. Einstök frakknesk verslunarhús
hafa þar sjerstakar hallir t. d. hin stóru
forðabúr tízkunnar, »Magasin du Printemps«
og »Bonmarché«, sem margir munu kahnast
við hjer á landi, einkum kvennfólkið. Hjer
sýna Danir hið nafnfræga postulínssmíði sitt
frá liinni kgl. postullínsverksmiðju í Khöfn,
og þar eru sýndar gullbrúðkaupsgjafir kon-
ungs vors. Fleira er Dönum þar til sóma
en postullínið. svo sem gull- og silfursmíði,
ofin efni, ilmvötn og húsgögn. Nöfn þeirra
manna, sem sýna þar verksmiðjumuni sína,
standa þar á veggjunum, og munu menn
kannast við sum þeirra, einkum verslunar-
menn t. d. Bing & Gröndahl, Severin & Andreas
Jensen o. fl.
17. Listaverka-deildin. Fyrir hana hafa
frægustu listasmiðir Frakka reist nýjar sýn-
ingarhallir, stórar og skrautlegar, sem einar
útaf fyrir sig eru hreinustu listaverk, með
forkunnarfögrum súlum og hvelfingum, líkn-
eskjum og úthöggnum myndum hið ytra; þær
eru úr hvítum frakkneskum sandstéini, og
eiga auðvitað að standa, þegar allar hinar
sýningarbyggingarnar á Marsvellinum og In-
valida-flötinni verða rifnar niður að hausti.
í þessum listahöllum eru sýndar allar fagrar
listir heimsins, og má nærri geta, hve það
hlýtur að vera fróðleg og andlega lyptandi
sjón, að líta þar hugvit og snilld hinnar
skapandi listar allra þjóða á einum stað,
hvort sem hún er framkvæmd með meitli,
pensli, penna eða ritblýi. |>að er haft fyrir
satt, að eigi hafi sjest nokkru sinni áður í
nokkru landi eins stórfelld sýning listaverka
og þessi í París í ár.
18. þá er síðust nýlendadeildin; þar eru
sýndar afurðir, siðir, landshættir og menn-
ingarstig flestra nýlenda Norðurálfuþjóðanna.
Hún er í kring um Trocadero-höIIina og í
henni sjálfri; þar eru íslenzku munirnir
okkar, sem Daniel Bruun hefir átt mestan
þátt í, að sendir voru þangað. ísienzk ung-
frú, sem býr í París, Dagmar Bjarnason,
mágkona Klemens sýslumanns, segir að ísl.
mununurn sje mjög laglega og smekklega
fyrirkomið, það sem það er. Við vitum, l*A7að
það er: helzt gamlir munir, eptirlíkingar af
forngripum, kirkjuhurðum ogútskornum mun-
um. Einkennileg forn altaristafla, söðlar,
beizli, ábreiður, vaðmál, sokkar, skór; grútar-
lampar; hrífur, orf og flest, sem snertir ísL
búskap yfirleitt. I>ar eru íslandskort frá elztu
tímum og fram á vora daga. Til að sýna
breytingarnar, sem orðið hafa á þúsund ár-
um, hanga á hallarveggjunum 2 stórar mynd-
ir, hvor andspænis annarí, Önnur sýnir
forfeður vora á víkingaskipi út undan
Öræfajökli 900 og hin »Botníu« á sama stað
1900. Upphaflega var ætlast til að sýnt væri
helzt hið forna og úrelta, sem væri að ein-
hverju leyti einkennilegt og sjerstakt fyrirLs-
land. En svo síðar þótti það óviðfeldið, að
hafa ekkert til sýnis, sem sýndi að við stæð-
um ekki í stað, værum á veginum í menn-
ingaráttina, eitthvað sem sýndi nútímans ís-
land. Til að bæta úr skák, voru gjörðar ept-
irlíkingar af íslenzkum kirkjum og bændabýl-
um, opnar á einni hliðinni til að sýna inn í
þau. Einnig voru fengnar myndir af því ný-
jasta nýja í Höfuðstaðnum og víðar, þannig
15 stórar myndir frá fotograf Á. Thorsteíns-
son, og D. Bruun var falin útgáfa á 3 arka
pjesa um ísland með myndnm. A þessari
íslenzku sýningu kvaðst ungfrú Dagmar sakna
helzt ýmissar ísl. handvinnu; ennfremur væri
til fallegri ábreiður á íslandi en þær, sem
þar væru sýndar og ýmislegt af ísl. munun-
um sje ekki hið ásjálegasta og bezta, sem til
sje hjá okkur, en þess er sjerstaklega þörf á
heimssýningu hjá annari eins smekkþjóð og
Frakkar eru.
(niðurlag næst) V. J.
Tiðarfar hjer norðan lands óþurkasamt allfc
að þessu, tefja óþurkarnir fyrir heyskapnum,
sem að öðru leyti gengur vel, því grasspretta
er víðast í betra lagi. Margir misstu þó hey
í suðvestan hvassviðri fyrir skömmu.
Sildar og þorskafli iiafði verið allgóður á
Austfjörðum síðustu vikurnar.
Kl. Jónsson bæjarfógeti og kona hans fóru
snöggva ferð til Reykjavíkur með Ceres.
Ferðamenn hafa margir komið til Akur-
eyrar í þessum mánuði; meðal annara með
Ceres, landshöfðingi, póstmeistari, amtmaður-
inn í Reykjavík og landlæknirinn, svo og rit-
stjóri þ>jóðólfs, Davíð Östlund prentsijóri,
Guðjón Sigurðsson úrsmiður o. fl.
A Gránufjelagsfund komu að austan stór-
bændurnir: Jón Bergsson á Egilstöðum, Sölvi
Vigfússon á Arnheiðarstöðum og Gunnar
Pálsson á Ketilsstöðum. Úr Raufarhafnar-
deild mætti þorsleinn Jónsson frá Skinna-
lóni. Hjer hefir og verið á ferð í búnaðar-
fjelagserindum Sigurður Sigurðsson frá Lang-
holti.
Hraðfrjett frá ísafirði dagsett 10. þ. m.
segir: »Hannes Hafstein og f>orvaldur Jóns-
son prófastur bjóða sig hjer fram á móti Skúla
og sra. Sigurði, er talið eflaust að sra. Sig-
urður nái ekki kosning, og mjög hæpið um
Skúla«.
kosta að eins 80—100 krónur
móti peningaborgun, hjá verslunarstjóra
Eggert Laxilal á Akureyri.