Stefnir - 31.10.1900, Síða 1

Stefnir - 31.10.1900, Síða 1
Verð á 24 örkum er 2 kr., erlendis 2 kr. 50 au. Borgist fyrir 1. ágúst. Uppsögn ógild, uema komin sje til út- gofanda 1. október. STEFNIR. r Attundi árgangur. Auglýsingar kosta eina krónu liyer þumlungur dálks á fyrstu síðu, ann- ars staðar í blaðinu 75 aura. Smá- auglýsingar borgist fyrirfram. 19. blað. AhUiŒYtíl, 31. okt. 1900. Biðjið ætíð iiin Otto Mensteds danska smjorlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og sinjör. Vt:rks!niðjnn er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefab liina beztu vöru og ódvrustu í samanburði við gæðin. Fæst bjá kaupmönnunura. kaupir dú í lianst verslunarstj. §ol). gíiriflatöcn Ákureyri. Herra ritstjóri! Af því að jeg get búist við því, og heti meira að segja orðið þess var, að ýmsar mis- sagnir og rangfærslur eiga sjer stað, um brak- farir fjártökuskipsins »Bear« — sem þýðir Björn—- af Eyjafirði í næstl. mánuði, er jeg að hugsa um, að biðja yðuv um pláss fyrir nokkrar línur í yðar heiðraða blaði. Eins og alkunnugt er, hafði fje því, er þetta fyrsta skip átti að taka, verið lofað 16. sept. s. 1. og Z. & V. höfðu lofað, að skip skyldi þá vera komið, til að taka fjeö. Menn voru því orðnir langeygðir þá er skipið kom eigi að kvöldi þess 16., því að allt fjeð var til þann 15., reiðubúið til framskipunar. — f»ann 17. s. m. kom skipið um miðjan dag. Að morgni hins 18. voru fyrst reknar í skip- ið 389 kindur á Oddeyri; þaðan haldið rak- leiðis að Svalbarði og þar iiutt fram á bát- um 2080 fjár, sem gekk bæði fljótt og vel, enda heppnaðist vel mcð veður. Að skipið kom seinna, en áætlað var, kom til af því, að það hreppti stöðugan mót- byr á leiðinni og dimmviðri hingað upp til Sandsins, en lagði Frá Liverpool á ákveðnum t,íma; umboðsmennirnir verða því ekki að neinu leyti sakaðir um þenna drátt. Frá Svalbarðseyri var lagt á stað kl. 6 að kvöldi þess 18. með 2469 kindur innan- borðs. Á skipinu voru alls 24 menn, þar af c2 íslendingar. Veður var Ijótt og*ískýggilegt, og ioptvogin stóð illa. Út að Hrísey gekk allt saman vel og skipið reif sig áfram, en |iá fór strax að koma talsverð hvika. Um nóttina gekk í norðvestan garð og í fjarðarmynninu var kominn haugasjór. Samt var haldið áfram austur með, enda er ekki um annað að gera, en halda áfram með þannig lagaðan farm, þar sem jafn löng leið er fyrir höndum. Um nóttina gekk allt stórslysalaust, þó drápust þá stvax um 20 kindur, sem bæði tróðust undir og köfnuðu. Er það eptir minni skoðun mjög óheillavænlegt fyrir þessi sldp, þá er þau fá vont strax í byrjun, meðan fjeð er með öllu övant þeim miklu umskiptum, er það verður fyrir, enda ætíð fyrst í stað þrengst á því, meðan kviðrúmið ekki minnkar. Daginn eptir hinn 19. .gekk allt vel; þá var að vísu talsverður stormur, en ekki svo mjög til fyrirstöðu. Um kvöldið var komið suður fyrir Seyðisfjörð. En aldrei minnist jeg að hafa sjeð jafn ískyggilegt lopt, eins og það kvöld. Um morguninn hinn 20. frá kl. 5—6 kom hinn mikli fellibylur á okkur, sem menn bjer á Eyjafirði og öllu íslandi muna eptir, og gleyma varla alla sína æfi. þ>á varð Ægir ófrýnilegur. Stórsjórinn varð svo að segja á svipstundu voðalegur, en þó kvað meira að rokinu, sem þyrlaði Ölduhnyklunum yfir skip- ið. Seglin rifnuðu eins og þunnt Ijerept, segl- in, sem leiða loptstrauminn niður í lúkurnar, táðust í sundur eins og kveikur, kaðlar slitn- uðu sumir, hástokkuiinn stjórborða brotnaði á parti, stýrið á stjórnarpallinum bilaði fljót- lega, svo ekki var hægt að nota það; sömul. bilaði stýrið aptur á, svo alllengi var verið að klastra í það til bráðabyrgða. Rjettirnar á þilfarinu flestallar brotnuðu hvað af liverju og lúkunum á skipinu var lokað, svo að skip- ið ekki fylltist. Leki kom á gafiinn á skip- inu, svo að úr káetunni var vatni ausið í 4 dægur, en við hann' varð gert ú laugardag.— Skipið liallaðist óttalega bæði afþví, að veðr- ið fleigði því svo mjög á hliðina, og svo sentist fjeð í hljeboröið eins í öllu skipinu. Sjórinn í skipinu var mikill, maskínan gat svo sem ekkert gert, og ekki var heldur hægt að pumpa. Skipið ljet ógurlega illa og öllu mögul. ægði saman á dekkinu, því ekki varð við neitt ráðið. 1 þessum ósköpum var það tekið til bragðs, að ryðja fjenu bæði lifandi og dauðu. Yar það þvílík sjón, að jeg get ekki lýst henni. Veðrið (fellibylurinn) stóð um 12 tíma, en versta drif og stórsjó fengum við einlægt fram á laugardag, þá fór að slota. Á sunnu- daginn vífr þó aptur versta veður. Inn til Stornoway komum við á mánu- dag, liinn 24. sept. kl. 4'/2; höfðum þá ver- ið 142 ‘/2 klst. frá Svalbarðseyri, eða rjettum 12 tímum lengur, en »Gwent« var í fyrra alla leið til Liverpool. f>ar vorum við þangað til á sunnudag kl. 10. Var þá gert að skip- inu, eins og hægt var, dauðu fje, sem eptir var niður á botni, rýmt frá, ýmislegt lagað og fjenu, sem eptir lifði, hagvætt eins og bezt var hægt og geíið nóg hey og vatn. Til Liverpool komum við 2. okt. á þriðju- dag eptir svo að segja hrtlfsmánaðar útivist, að meðtalinni dvölinni í Stornoway. þ>á lifðu eptir 555 kindur, en 1914 hafði Ægir heimt í sitt skaut. Margt af því Ije, sem eptir lifði, var óskiljanlega hresst pptir allt þetta volk, en vitanlega hafði það ógurlega mikið lagt af. Hvort fjeð fæst borgað, eða að hve miklu leyti, skal jeg ekki um segja, en þó voru um- boðsmennirnir vongóðir um, að töluvert hefð- ist. J>að sýnist líka vera hneykslanlegur ó- rjettur, að fá ekki fjeð borgað, þar sem því var fleigt. út lifandi og dauðu til þess að reyna að frelsa skip og menn, ef þess væri kostur. Jeg skal taka fram, að eptir því sem jeg veit sannast og rjettast, mun liafa verið rutt út, að minnsta kosti .10—12 hundruðum lifandi fjár; hitt drapst alla vega, kafnaði, rotaðist, limlestist, dróst upp o. s. frv. Fjárflutningar á hinum skipunum, sem jeg vissi um, gekk mikið vel. »Constantín« var búinn að gera tvær ferðir með fullfermi og hafði aðeins misst 4 kindur, og »Angelus« missti eina kind í sinni fyrstu ferð. Fleiri farmar voru ekki komnir til Liverpool þá er jeg fór þaðan 9 þ. m. með »Constantín« til Borðeyrar, sem sótti þangað sinn 3. farm. Kjötverðið á því fje, sem Z. V. selja fyr- ir kaupfjelögin og kaupmenn er 5 3/4 pence fyrir enskt pund, það er sama og 431/8 eyris. Fyrir danskt pund lætur þá nærri 47 aurar. Eftir þessu gerir 40 punda kroppur — það er 40 pd. ensk — 17, 25 kr.; hjer frádragastþó 3 ponce — þ. e. 221/2 eyrir — af hverjum kropp til þess sem kaupir. Hvað nettóverðið verður, get jeg ekki sagt um, því að kostnaðarreikningar voru allir d^ uppgerðir. I>á er jeg fór frá Liverpool, var »Bear« á þurru landi og verið að gera að honum. Var hann þá óneitanlega miklu rólegri en í garðinum. Svo átti skipið að fara eptir fje til Reykjavíkur, en þann fjárfarm, sem það

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.