Stefnir - 07.11.1900, Blaðsíða 2

Stefnir - 07.11.1900, Blaðsíða 2
80 an klæddir venjulegum klæðningsborðum, en milli þeirra og grindar er klætt með asfalt- pappa, í miðja grindina er felld borðaklæðn- ing, og veggirnir því næst klæddir innan með venjulegum innanþiljuskífum, en milli þeirra og borðanna í grindinni er þjett troðið mosa. Gluggar allir í stofunum tvöfaldir og stærð glugganna á hverri stofu sem næst l/6 á móti gólffleti. Skilrúm öll í húsinu eru tvöföld og þjett troðið mosa milli þilja, stoðir og bind- ingar í þeim úr 3x3 þuml. trjám. Berst ldjóð því iítt í gegn um þau, nje hiti og kuldi. Hurðir eru úr 2 þuml. plönkum og eikarmálaðar. Lopt er tvöfallt. Loptbitar úr gildum 14 álna trjám með 1J/2 al. millibili, klæddir ofan með veujulegum gólfborðum, en neðan á þiljað með skífuklæðning. í>ak úr venjulegum borðum, blinding- uðum saman, klætt með dönskum þakpappa og bikað og sandborið. Ofnar og loptpípur í kennsiustofun- um eru hinar fullkomnustu, sem eru til hjer í bæ og efasamt að upphitun og loptbreyt- ing sje í eins góðu lagi í hinum nýja barna- skóla í Beykjavík, eins og er í skóla þessum. Ofnarnir eru stórir og vandaðir kápuofnar, sem allstaðar þykja sjálfsagðir í skólum, þar sem ofnahitun á annað borð á sjer stað. Standa þeir fast við skilrúmið milli gangs- ins og kennslustofanna, og eru eldstæðisdyr ofnanna gegn um skilrúmið, svo að iagt er í þá á ganginum og askan þar úr þeim tek- in. fylgir þessu sá mikli kostur, að ekkert ryk kemur í stofuna við ílagning eða hreins- un ofnanna, heldur eigi draga þeir lífslopt úr stofunum til brennslunnar. Undir gólfi stof- anna liggja víðar loptpípur að utan upp undir ofnana, streymir inn um þær nýtt lopt og hitnar við ofnana, því það verður að fara gegn um þá upp með kápunni, og svo gýs það út í stofurnar upp við lopt, en jafnhliða dregur loptpípa í reykháfnum þyngra lopt frá gólfinu út úr húsinu, verður þannig stöðug loptbrevting í stofunum, þegar lagt er í ofnana. Vatnsleiðsla og þægindi. Skammt fvrir ofan húsið í brekkunni er lítil uppsprettu- lind, þaðan hefir vatn verið leitt í járnpípu inn í kjallarann og upp á skólaganginn, eru á ganginum þrjú þvottaföt fyrir börnin, sem vatnsþípurnar liggja að, en frá þeim liggja skólprennur úr járni niður um kjallaragólfið og fram fyrir veg. Skólabúsbygging þessi er einhvert stærsta og dýrasta lyrirtæki, sem þetta bæjarfjelag befir ráðist í, en efalaust jafnframt eitt hið þarfasta, þótt fyrirtækið gefi eigi af sjer bein- an peningalegan arð, sem borgi höfuðstól og vexti. pað er öllum Ijóst, hversu mikill kost- ur það er, þegar kenna skal saman mörgum börnum að geta skipt þeim í deildir eptir aldri og kunnáttu, en |iurfa eigi að skipta þeim eptir heimilisfangi þeirra. Með þessu er og girt fvrir krit í bænum, að á einum stað sje hlynnt meira að barnafræðslunni en öðr- um, og eyðir þannig tortryggni og undirróðri í því efni; nóg mun eptir samt, og varla munu öll sund enn lokuð í því efni, eins og sumir luinna að halda. Mý bók. G u ð m. G u ð m u n d ss o n: Ljóðmæli. Beykjavík. 1300. 192 bls. kr. 2,50. íslendingar ætla að klykkja út öldina með Ijóðum; það hafa að minnsta kosti fimm komið út, kvæðabækurnar, þetta árið, þrjár eptir innlenda íslendinga, og tvær vestan um haf, þó að þær sjeu prentaðar hjer. Bók þessi er eptir bráðungan höfund, enda þótt hann sje þegar orðinn allþekktur um land allt af kvæðum sínum, sem staðið hafa í blöðum; liann er ekki nema rúmlega hálfþrítugur, og mætti því ætla, að nokkur unggæðisbragur væri á bókinni; en svo er ekki; það er meira að segja of lítið af því tagi. Um helmingur bókarinnar eru tveir sögukvæðaflokkar: H a fs - ins börn og Sigrún í Hvammi, og þykir mjer hinn fyrri hafa tekist betur, þrátt fyrir alla þá rómantík, sevn í þeim kvæðum felst, og minnir mann ósjáifrátt á þýzkan kveðskap á fyrsta þriðjungi þessarar aldar; en þess hef- ir líkl. skáldið ekki ætlast til. Síðari kafl- arnir eru ættjarðarljóð, ástarljóð, og síðast Mislit blöð, kvæði ýmislegs efnis. £>að er þrennt, sem bók þessi talar um, og varla ann- aðu ástir, hafið og ísland, beitar og ó- gæfusamar ástir, alveldi og dulardjúp hafsins, sem ómar svo samróma við þrár og hjartslátt skáldsins, og landið, sem hefir fætt hann og nært á brjóstum sjer. Óneitanlega finnst mjer þó ættjarðarkvæðin einna sízt, en í ásta- kvæðunum þrífur liann opt svo fallega skeið- spretti, að vandi er að gera það öllu betur, t. d. »allt eða ekkert«, nlokkurinnn, »gullmur- an« o. fl. En í öllum eða flestum þessum ljóðum rennur undirstraumur, þungur og dapr- andi, af sorg og vonbrigðum, og allir sögu- viðburðir í Ijóðum hans enda á hörmung og dauða; og þá er hafið, hið volduga, dular- fullo baf, sem hann flýr til. Á því bæði byrjar hann og endar bókina. Sumt af þeim kvæðum er Ijómandi fallegt, t. d. »alda mín« (bls. 56), og ekki dettur honum í hug, að byrja á öðru en hafinu í fallegu vísunum: »Taktu sorg mína, svala haf«, ssm er eitt með fegurstu sorgarljóðum, sem jeg hefi lesið. Einstöku kvæði eru aptur til í bókinni, sem helzt hefðu átt að vanta þar, því að þau ó- prýða hana, t. d. »pingset,ning í Áradal.« En þau eru sárfá. »Anadyomene« er einstakt að efni í bókinni; þar er margt vel sagt, en margt af því hefir verið sagt áður á svipað- an hátt. Formið er lipurt og Ijett, og margt nýtt í bragarháttum; það er mikil hagmælska í kvæðunum. Óskandi væri að kver þetta gengi vel út, það er ekki illa varið þeim tíma, sem varið er til að lesa Ijóð skáldsins. En citt er jeg hræddur um, að verði bókinni heldur til fyr- irstöðu: það, að hún er heldur dýr. Mynd höfundarins fvlgir bókinni, en er ekki vel góð. J. Drukknnn. Á fimmtudaginn 1. þ. m. vildi það sorg- lega slys til, að maður drukknaði í tjörninní á Hjalteyri. ís var á tjörninni, en ótraustur, enda var hláka um daginn. Hann hafði farið að leika sjer á skáutum, en ísinn brast nið- nr undan fótum hans ytst á tjörninni, firrst húsunum. Eigi vita menn, hve lengi liann hefir haldið sjer á floti í vökinni, en að lok- um heyrðust óp lians úr ytsta húsinn á eyr- inni. Hljóp þá maður þaðan með stafihendi; sá lieitir Tryggvi; en hann fór sjálfur á kaf, er hann var kominn spöl út á tjörnina. Yarð honum brátt mannhjálp, en hinn var þá sokk- inn. — Maður þessi hjet Jóh. Jón Vilhelm Möller, sonur Óla Möllers kaupm. á Hjalteyri, fullra 22 ára gamall (f. 27. okt. 1878), vand- aður piltur og vinsæll af öllum, er kynnt- ust lionum, gætinn og góðlyndur. Riddarakrossi Dannebrogsorðunnar hafa þeir konsúlarnir verið sæmdir, Jón Vídalínog Jakob V. Havsteen. Snjólaust og góðviðri hefir verið nú í hálfan mánuð að undanförnu. Sildarafli í net lítill á Eyjafirði að und- anförnu. Vel fiskivart innst á firðinum þessa dagana. Sjónieiki hafa nokkrir menn úr Saur- bæjarhreppi haldið hjer í bænum nokkur kvöld, hafa leikið Sigríði Eyjafjarðarsól og eitthvað eptir Tómas heitinn á Hróarsstöðum. f>ykir lítið til koma, enda verið illa sótt sumt. Innbrot var gjört eina nóttina í búð hjer í bænum, mölvuð rúða til þess að ná vín- flösku, sem inni fvrir var. Rjúpur hafa verið skotnar með meira móti í haust, og margar þúsundir fluttar út af Eyjafirði. Vérðið er bjer 18—25 aurar. Ný lögreglusamþykkt fyrir Akureyrar- kaupstað kom í gildi fyrsta október í haust; er hún svipuð þeirri eldri, þó nokkuð ítar- legri. Nú eru teldn af öll tvímæli með það, að ekki má ríða hart milli Akureyrar og Odd- eyrar, eða neinstaðar í bænum, er telst al- mannafæri; verður ef 'til vill farið nokkrum orðum um samþykkt þessa síðaríblaði þessti. Till de Döve. — En rig Damo, som or ble- vet helbredet for Dövhed og öresusen ved Hjælp af Dr. Nicholsons kunstige Trommehioder, har skanket hans Iustitut 20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke kunne k.jöbe disse Trommehindcr, kunne faa dem uden Betaling. Skriv til: Institut „Loiigrcott11, Giiiiiiershury, London, IV., Eng-liuid. Moö. Anna: »Maðurinn, sem stendur þarna á götunni, er sá sami, sem jeg var með i gær. Hann er fjarskalega leiðinlegur, og þar á ofan er hann svo makalaust hringfættur.« María: »En góði guð, það er kærast- inn minn. A.: »þ>essu get jeg vel trúað. Hann er þá Iíka heimskur.« Dómarinn: Kannist þjer við að liafa kallað kæranda þorsk og hálfvita ?« Kærði: (reynir að grufla) Svei mjer, ef jeg get munað það. en [iví betur seln jeg virði þennan berra fyrir mjer, því líklegra þykir mjer, að jeg hafi gjört það.

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.