Stefnir - 13.07.1901, Page 2

Stefnir - 13.07.1901, Page 2
62 Fjárldáðanefnd: Pjetur Jónsson, Stefán íFagra- J skógi, Lárus, Jósafat, Björn í Gröf. Tollanefnd: Hannes Hafstein, Björn í Gröf, p. Tlioroddsen, Ólafur Briem. Björn Kristjánsson. Fyrir hönd fjelags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn höfðu þeir herrar Steingrím- ur Matthíasson, Páll Sveinsson og Ivl. Björn Magnússon, sent áskorun til alþingis í áðal- atriðunum -svo hljóðandi: Fjelag íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn skorar á þingið, að samþykkja einungis þá breyting á stjórnarskránni, er fari í þá átt, að skipaður verði sjerstakur ráðgjafi eða maður með ráðgjafavaldi, er sje búsettur í Reykjavík, og hafi fulla ábyrgð fyrir alþingi á stjórn sjermálanna. En fáist þessu eigi framgengt, þá að bíða átekta til næsta þings. Jafnframt skoraði fjelagið á þingið, að hafna algjörlega stjórnarskrárbreytinga- tiTlögu dr. Valtýs, því hún gengi í öfuga stefnu, og myndi verða aðal þrepskjöldur fvrir frekari umbótum síðar, yrði hún sam- jiykkt STJÓRNARSKRÁRBREYTINGAHORFUR á þingi í sumar. Eptir þing 1899 fóru nokkir sáttfúsir þingmenn að bollaleggja um samkomulag milli flokkanna, kom þá fram sú miðlunartillaga, að láta 61. greinina standa óbreytta (þ. e. kaupa eigi jiingsetu sjerstaks ráðgjafa), en fara fram á að tryggja fjárráð þjóðkjörins meirihluta á þingi, sem eigi þóttu sem tryggust, er ráð- herrann kæmi, og kynni að beita sjer gegn fjárráðum þingsins. þ>essi miðlunartillaga kom fyrst opinberlega fram á fundi á Rangá, og hefir því verið nefnd Rangármiðlun. — Bjarki tók henni tveim höndum, og báðir hinir nú- verandi þingmenn Norðmýlinga hafa sagst œtla að fylgja henni, en eigi hreinni Valtýsku. JMngmenn Skagfirðinga munu og hafa tekið þessari miðlunartillögu vel og ef til vill fieiri, t. d. Sigurður Sigurðsson. En þessir miðlun- armenn ogValtýingar fylgdust að í þingbyrj- un við kosningar. Konungur hefir í ávarpi sínu til þingsins skýrt tekið fram, að hann myndi samþykkja þær breytingar á stjórnarskránni, er stjórn hans hefir á tveim undanförnum þingum látið lýsa vfir, að hún myndi ganga að, eða ein- göngu þær, sem frumvarp Valtýs 1897 hafði imiifaldar; en í ávarpinu er engin von gefin um samþykki á öðrum breytingum. Eptir byr þeim að dæma, sem Valtýing- ar hafa á þingi nú, má búast við, að þeir beri upp frumvarp til stjórnarskrárbreytinga, enda segir Isafold að enginn efi sje á því, að i'rumvarp þeirra verði samþykkt. En þó ber þess að gæta, að ef síra Einar, og ef til vill fleiri reynast Rangármiðluninni trúir, verður frumvarp Valtýinga fellt í neðri deild, nema því að eins, að það verði algjörlega sniðið eptir Rangársamþykktinni. Er öll ástæða til að ætla, að síra Einar að minnsta kosti láti eigi togast hænufet ofan fyrir þá fundarsam- j þykkt, svo má og búast við að Ólafur Briem og Sigurður Sigurðsson veröi Valtý ekki allt j of leiðitamir. En fari svo að undanhaldið yrði í þetta sinn hept við Rangármiðlunina, er ekkert sennilegra en að Valtýingar semji nú frumvarp til stjórnarskrárbreytingar, erláti óbreytta 61. greinina, en taki upp breytingar á 28. greininni eptir tillögum Rangárfundar- ins, og ákvæði Valtýs um sjerstakan ráðgjafa. Slíkt frumvarp væri líklegt til að ganga gegn- um báðar deildir, eins ognú standa sakir, ef heimastjórnarflokkur neðri deildar annað- hvort nær eigi aptur í f>órð, eða grípur til einhverra óyndisráða til að fella málið. En óyndisúrræði eru það líka hin mestu og við- sjálustu, að lemja fram grundvallarlagabreyt- ing, í hvaða landi sem væri, með eins at- kvæðis mun í fulltrúaþingdeihl fólksins. En þótt slíkt frumvarp, sem hjer hefir verið minnst á, merðist í gegn í sumar með einu atkvæði í hverri deild, er lítil von til að hægri manna stjórn Dana gangi að því. Fyrst og fremst er lítil hvöt fyrir hana að Ijá fylgi sitt jafn aflvana meirihluta, og svo mun henni þykja tangarhaldið, sem hún mun vilja hafa á þingi og þjóð of afslept eptir Rangármiðlun- inni. En jafnvel þótt Rangármiðluninni yrði haldið að oss í frumvarps formi í sumar, hefir þó eigi til ónýtis verið varist og mótmælt til- boðum Valtýinga síðan 1897. J>að ár urðu 13 þjóðkjörnir þingmenn til þess með ávarpi að bjóða oss sjerstakan ráðherra í Höfn laun- aðan af dönsku fje og breyta þá 61. 1901 er viðbúið að 15 eða 16 þingmenn með frum- varpi bjöði oss hið sama, að óbreyttri þeirri 61., og að viðbættri meiri fjárráðatrygging, og mundi flestum þykja þá betur boðið. En býður þá enginn betur ? Allar líkur eru til að svo verði. Mun því ráðlegast að flana ekki að því að breyta stjórnarskrá vorri, og bíða enn, og heimta aukið stjórnarvald í landinu í sjermálum vorum. J>riðja boðið verður efalaust betra, enda eru enn á ný farnar að láta til sín heyra kröf- urnar um sjerstakt ráðaneyti búsett í landinu (sbr. áskorun Hafnarstúdentanna til þingsins). Slysfarir. Með Ceres kom í f. m. til Húsavíkur ferðamannafjelagsforinginn Houwel með 6 Englendinga, sem áformað var að hann ferð- aðist með hjer um land. Voru það tveir rík- ismenn með konum sínum, öldruð frú, og einn Englendingur enn. Fólk þetta ferðaðist fyrst um fJingeyjar- sýslu, og kom hingað til Akureyrar fyrir mán- aðamótin. Lagði Houwel siðan upp hjeðan á leið suður með hjónin tvenn. Gamla frú- in hafði meitt sig í handlegg og varð hjer eptir, og einn Englendingurinn varð eptir við Mývatn. Áformið var að fara suður Kjalveg. Fylgdarmenn voru ráðnir þeir bræður Sigurð- ur og Sigurjón Sumarliðasynir og vinnumaður þeirra. Um 30 hestar voru í förinni. Segir eigi af ferðum þeirra, fyr en lagt var upp frá Silfrastöðum að morgni dags, þá kveðst Houwel vilja ríða Hjeraðsvötnin undan Kúskerpi, á sama stað og hann hefði farið þau í fyrra, en þeir bræður rjeðu frá því, vegna þess að vöxtur hafði verið í vötnunum, en ávalt sandbleytuhætt eptir þá, og vöð þá opt breytt, enda þá töluverður dráttur í þeim, en erfitt að þræða brotin með marga hesta í taumi, Ætluðu þeir bræður að reka lestina orðalaust út á Miklabæjarferju, en er kom út hjá Kú- skerpi, skipar Houwel, sem var foringi farar- innar að fara þar yfir, þar sem vötnin fjellu í fleiri kvíslum, og fá bóndann í Kú- skerpi til fylgdar, en hann var eigi heima, og fólkið þar og á fleiri bæjum rjeði frá að ríða vötnin. Varð þá liörð deila milli þeirra bræðra og fararstjóra. Ögraði hann þeim, kvað þá vatnshrædda, og sagði að hjer færi sem optar, að íslendingar segðu allt ófært, og því væru þeir bjálfar. Sáu þeir bræður þá, að tveir kostir voru fyrir hendi, annar sá, að taka hesta þá (15), er þeir áttu í förinni, kveðja Houwel og ríða heirn til sín, eða að fara vötnin upp á tvær hættur. Afrjeðu þeir hið síðara og sendu heim í Úlfsstaðakot og fengu Hallgrím bónda og annan mann til að fylgja sjer. Reyndi Hallgrímur fyrst kvíslarn- og komst klakklaust báðar leiðir, var vatnið mest á rniðjar síður straum megin, og brotin sumstaðar tæp. |>ví næst sögðu þeir bræður fyrir um yfirferðina. Fólkið skyldi fara f'yrst og síðan skyldu 3 menn teyma lestarhestana, hver um sig 7, fólkinu var ráðlagt að kreppa sig eigi, fara eigi úr ístöðum, og habla sjer fast á hest- inum. Fyrst fóru þeir Sigurður og Hallgrím- með konurnar við lilið sjer, þá Englending- arnir hver á eptir öðrum og síðastur Houwel. f>egar kom í miðja vestustu kvíslina urðu þeir Hallgrímur og Sigurður varir við sand- bleytu, snjeru þeir hestum sínum þegar á svig upp í strauminn og komust ldakklaust yfir, sá Englendingurinn, sem nær þeim var, fylgdi þeim nákvæmlega og komst klakklaust yfir, en Englendingurinn, sem aptar var, fór lítið eitt norðar, og fór hestur hans á kaf í sand- bleytu, gaf maðurinn þegar eptir taumana og kastaði sjer fram á makkann og þreif í faxið, en hesturinn reif sig upp og inn á brotið, þegar þetta gjörðist var Homvel að fara út í kvíslina, og sá því hrakninga landa síns, en þrátt fyrir það lenti hann of norðarlega, og um leið og hestur hans sökk, kippti hann í taumana, og kippti hestinum alveg í kaf, reis þá hesturinn beint upp á apturfæturnar, en maðurinn varð laus í söðli og fjell aptur á bak ofap í vatnið, barst hann þegar út í strenginn og sökk eptir fáar sekúndur. Engum björg- unartilraunum varð komið við, og eigi sáust þess heldur merki, að maðurinn reyndi að bjarga sjer á sundi, sem þó ef til vill hefði verið hregt fyrir vel sundfæran mann. Houwel fannst eptir einn eða tvo daga, var þá í vös- um hans óskemmt á þriðja þúsund krónur í seðlum og ávisunum. Houwel þessi fór fyrstur manna upp á Öræfajökul fyrir mörgum árum og var þá hætt kominn. Hann undi sjer ágætlega á íslandi, einkum upp til fjalla, og hafði mjög hvatt landa sína að ferðast hingað á sumrum, og

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.