Stefnir


Stefnir - 22.01.1902, Blaðsíða 2

Stefnir - 22.01.1902, Blaðsíða 2
158 Svohljóðandi tillaga var samþykkt: „Fundurinn kýs þriggja manna nefnd til þess innan viku hjer frá að lcoma fram með ákveðnar tillögur um, að hindra hvaladráp, og skulu þær lagðar fyrir almennan fund.“ I nefndina voru kosnir: Kaupmaður E. Laxdal. Bæjarfógeti Kl Jónsson. Bóksali Friðbjörn Steinsson. Fundi slitið. Eggert Laxdal, Fr. Kristjánsson, fundarstjóri. fundarskrifari. Frá Kaupmannahöfn er skrifað 27, f. m. í blað í Færevjum. —:o:— Loks er Vesturíieimseyjasöluspursmálið í bráð útkljáð í landsþinginu (efri deild) á þann hátt, að eyjarnar verða fyrst umsinn eigi séldar. Með sölunni urðu 32 atkvæði og 32 á móti og var salan þar með f'allin. Allir þingmenn mættu við atkræðagreiðsluna, en einn greiddi oigi atkvæði. Eins og við mátti búast eru dómarnir um afdrif málsins mjög mismunandi. En um það eru hjer um bil allir sammála, að haldi Danir í eyjarnar, verði að leggja fram stórar fjárupphæðir eyjunum til viðreisnar. Forganga privat fjelaga í því efni, sem mikið hefir verið rætt um, varð og þegar að framkvæmd. JEUntafjelag með piúns Valdemar tem heiðursforseta er þegar stofnað, og nokkrir þekktustu fjármálamenn Dana hafa gengið í fjelagið, sem á að verða upp á 4 miljónir, sem eiga að renna saman við fje það, seru þegar er fengið til eimskipaferða milli Danmerkur eyjanna og Miðameriku. Danastjórnin hefir boðist til að senda menn til að rannsaka ástandið á eyjunuin, og hið nýstofnaða hlutafjelag ætlar að vinna með aðstoð og í samræmi við stjórnina. Ef það lieppnast með aðstoð dönsku stjórnarinnar og öflugum hlutafjelögum og fjárframlögum prívat manna að rjetta til hlítar við hið bágborria ástand fólksins á eyjunum, er það gleðilegt að Danir þurfa eigi að farga af iöndum sínum, en heppn- ist þetta eigi er áfiyrgðin mikil fyrir þá, sem nú liafa komið i veg fyrir söluna. ,,Mjölnir“. skipstj. Kndresen, kom hing- að 17. þ. m. Farþegjar: Skapti Jósepsson ritstjóri, og Stefán i Steinholti, er íara með skipinu aptur heim til sín, og JJolf Johansen verslunarmaður af Seyðisfirði, sezt hann að á Akureyri sem afgreidslu- maður skipa stórkaupmanns Tlior. Tulini- usar. Mjölnir hal'ði nnklar vörur til kaup- manna hjer við fjörðinr,. Ofsaveður af suðri var hjer síðastl. laugardagsnótt, en stóð stutt. ís var á Akur eyrarhöfn og gjörði ísrek í stórviðrinu, sem nrun liafa sorfið gat á eitt af fisldskip- um Jóns verslunarstjóra Norðmanris, som lá lijer á höfninni, og sökic skipið um nótt- iua. Aðrir tílfjnnanlegir skaðar hal'a eigi orðið lijer i ofveðrinu. Síðan góðviðri á hverjum degi og jörð komin upp, því áður var víða jnrðlítið sakir storku. Hjeraðslæknir Ingólfur Gisiason, sem legið hefir hjer á spitalanum í haust, er nú fremur í apturbata. Einar Björn Björnsson póstur á Seyð- isfirði drukknaði þar seint í f. m., fjell í sjóinn út af götu, er lá fram með sjónum. Einar sál. var röskur póstur. vinsæll og vel látinn af öllum er honum kyniitust. ý Um miðjan þ. mán. andaðist hjer í bæ Jón Jónsson, faðir Tryggva og Sigurðar í Oddeyrarbót og þeirra systkina, en tengdafað- ir Dúa Benediktss. o. fl. Hann var bniginn að aldri, og vandaður og heiðvirður maður. Gjallarhorn heitir nýtt hálfsmánaðar- blað, er þeir Bernharð Laxdal og Jón Stefánsson frá þóroddstað eru byrjaðir að gefa út. Verð 1 kr. 80 au. Bæjarstjórn Akureyrar hefir selt lóðir undir 10 hús þetta ár fyrir rúmar 1000 kr. Bæjarstjórnin skoraði á síðasta fundi sín- ura á hafnarnefndina, að láta gjöra uppdrátt og kostnaðaráætlun vfir bafskipabryggju á Torfunefi fyrir jól. Bæjarstjórnin hefir lofað að styrkja fyrirlestrafjelag og sunnu- dagaskóla, hvort um sig með 100 kr. und- ir vissum skilyrðum, auk hita og húsnæðis. í niðurjöfnunarnefnd Akureyrar eru Sigurður járnsmiður Sigurðsson (formaður), Jón Jónsson söðlasmiður, |>órðvir Thorar- ensen gullsmiður, Isak Jónsson ishússtjóri og Kolbeinn Arnason kaupmaður. 1. hefti af Ijóðmœlum sira Matth. Joch- umssonar er útkömið og fæst hjá bóksölum bæði í skrautbandi og kápu. 300 blaðsíður í 8 bl. broti. Pappirinn er góður í bókinni, letrið er nýtt og f'allegt og prentun allgóð, en þó eigi eins vel af heridi leyst og við heíði mátt búast af jafn færum prentara og kunnugt er að lierru 0stlund er, sem ef- laust stafar af of miklu aiinriki. Nokkur af beztu kvæðum höfundarins eru í hept- inu en mörg vanta þó, eu sem væntanlega koma í síðaii heptumun. Rjúpnaverslun hefir verið nokkur fyrir farandi á Akureyri. Verðið 20—25 aura. Bankaútbúið hefir haft mikið að gjöra í haust, og allmiluð er jafnt og þjett lán- að þar af peningum. Vatnsleiðslan í norðurbænum er nú komin vel á veg. Verkið þvi nær húið, svo líklega fá þeir, sem í fjelaginu eru, vatn úr pípunum fyrir jólin. ÓSKILAFJE selt í Skriðuhreppi haustið 1902. 1. Hvít ær veturgömul, mark: Miðhlutað biti a])t. hægra, stýft biti fr. vinstra. 2. Móhosótt lainbg. murk: Sneitt lögg fr. hægra, Sýlt biti fr. v. 3. Hv. larnbgeld. mark: Tvístýft apt. biti fr. hægra, Stýít gagnfjaðrað vinstra. 4. Hv. lamblir. mark: Ömarkað hægra, tvístýft apt. v. 5. Hvit larnbg. Mnrk: Sýlt vaglskorið fr. h., líktist kali ofaii vaglskorið a. vinstra. 6. llvit lanihg. marlc: Sneitt fr. tvíbitað apt. h., sneitt og bragð a. tvibitað fr. v. 7. Hvít lambg. ómörkuð. Rjettir eigendnr kinda þessara geta vitjað andvirðis þeirra til undirritaðs að frádregnum kostnaði. Lönguhlíð, 12. nóv. 1902. Arni Jónsson. * reynslu þeirri, sem jeg hefi fengið viðvíkjandi verslun þau ár. er jeg liefi rekið verslun hjer, er jeg kominn aðrann— og sannfærður um, að lánsverslun er til stór- kostlegs óhagnaðar bæði fyrir seljendur og kaujiendur, og þó sjer- staklega fyrir þá sel|endur, er hafa litla verslun. þvi svo má að orði kveða, að varla nokkur, er skuldar þeim, borgi, nema ept- ir mjög mikla fyrirhöfn og eptirgangsmuni. þess háttar verslanir eru látnar sitja á hakanum, ef því er að skipta, og margir borga aldrei; en hins vegar er kunnugt, live mikinn kostnuð og fyrirhöfn' það hefir í för með sjer, að innkalla sknldir með málssóknuin út nni öll bjeruð, en óvist nð dómarar myndu fallast á, að dæma hlutað- eigenduin allan þaun kostnað, er af slíkum málssóknum leiðir. Af slíkri lánsverslun leiðir, að hlutaðeigandi kaupmenn verða að setja hærra verð á vörur sínur. en þeir ella mundu gjöra, ef unn lán væri ekki að ræða. og kemur sá lia.lli niður á þeim, er reynast áreiðanlegir, en við þvi getur kaup- maðurinn ekki gjört. En til þess nú að reyna, hvernig gangi ef alls ekkert væri lánað, hefir verið tek- in sú ákvörðun hjer við verslan mína, að hætta allri lánsverslun fyrst um sinn. og selja að eins fyrir borgun út í hönd, og verður því hjer eptir engum lánað neitt, hvorki efiuimönnum eða efnalitlum, og ekki heldur þótt menn sjeu persónulega kunn- ugír (um vinskap er ekki að ræða), og því vona jeg, að fólk fari ekki fram á að fá lán, eptir að það hefir le-síð þessa yfirlýs- ingu eða á annan hátt heyrt hennar getið; enda verður yfirlýsing þessi fest upp í sölu- liúð niinni. f>eir sem hafa staðið í skilum við verslunina, geta heldnr ekki vænst að fá lán (enda munu þeir flestir hafa reikn- inga annarvstaðar). IJar sem verslunin Jiefir tekið nefnda á- kvörðun, getur hún ómögnlega verið að eiga lánsviðskipti við einstaka rnenn. Hún verður að halda sjer stranglega við þá reglu, að lána alls ekkert. Hins vegar mun verslunin undir þessum nýju kringumstæðum geta selt vörur sínar töluvert ódýrari en að undan förnu, en hafa þó jafn góða vöru sem áður, er flestum hjer í hjeraðinu mnn kunnugt, að eru livergi vandaðri, einkurn kornvörur. IJeir, sem skulda nú við verslun mína, áminnast alvarlega um, að borga nú fyrir ný- ár, enda drjúgum hægra fyrir verslnnina, að eiga við innköllun á skuldum, þar sem nýjar skuldir bætast ekki við til þess að tefja fyrir framkvæmdum. Oddevri, 20. nóv. 1902. Árni Pótursson.

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.