Stefnir


Stefnir - 28.11.1902, Blaðsíða 2

Stefnir - 28.11.1902, Blaðsíða 2
162 sigra skort, en sólarlendur sjá og nema — starfa og vaka?“ J>annig kemst. U. P. að orði í siðasta kvæði bókarinnar. |>að er svo að sjá, sem hann hafi grun um að í rauninni hefir hann sjálfur verið á „dauðans bandi“ — lengst af horft um öxl, á pað sem er að líða og lið- ið er, og yfirleitt á pað í lífinu, sem mið- ur fer. En jafuframt er sem hann verði var við nýja hvöt til að líta fram á bóginn, til þess sem kemur og koma mun. Nýjar spurningar vakna og ný sálaröfl koma í ljós. J>að eru trúin og vonin — sannfæriug um pað að lífið sje þess vert, að því sje lifað, og von um að það kunni þó að hafa betra að bjóða — sem sigla að landi eptir langa o.g harða útivist. Og eigi Gr. F. eptir að vaxa sem skáld hjeðan af, þá verður það* að öllum líkindum í krapti þeirra „mildu mæðgna“ — trúarinnar og vonarinuar — sem hann hefir aldrei þolað að vera án. ÍS. F. Ýmislegt af Aknreyri. (Ejitir garalan bæjarbúa). Nú eru 10 ár síðan jörðin Eyrarland með hjáleigum og jörðin Kotá var keypt af Akureyrarbæ, en með þeim kaupum má telja, að nýtt timabil hafi inyndast í sögu þessa bæjar. Bærinn komst við þau kaup úr kreppunni undan höfðanum og gat lypt sjer upp at' eyrinni norður, með öðrum orð- um, bærinn skreið úr hýði, bljes út og stækkaði um belming á f'áum árum. En það var eigi einasta landrýmið og tækifærið til að hreifa sig og reyna krapt- ana, búskaparvitið og sjálfsaflaframkvæmd- irnar. sein lypti mörgum og knúði þá i'ram til nýrrar starfsemi og til að f'reista gæf- unnar við jarðrækt, griparækt og heyskap- arútvegu, heldur gáfu Eyrarlandskaupin bænum beinan arð og fje til bæjarþarfa ár eptir ár. Með Eyrarlandskaupunum opn- uðust nýir vegir og ný skilyrði fyrir bæj- armenn til bygginga og atvinnureksturs og og ný umsvif og erviðí fyrir bæjarstjórnina til að sjá uiu, sem hún að visu var eigi til sparandi, jafn eptirsóttur og sá startí hefir verið af bæjarbúum. En fyrst Eyrarlands- kuupin hafa liaít svo mikla þýðingu fvrir bæjarfjelagið, ætti vel við að atliuga, hvaða umbótum land jarðirinnar liefir t-ekið. og livaðu framföi um inenn geta búist við næstu ár í Eyrarlandslandi, eða liverjar frami'ar- ir bæjarfjelagið ætti að styðja. J>egar bæiinri kevpti Eyrarland, voru eigi meir er. eittlivað 100 faðmar af mat- jurtagörðum í latidareignirítii, nú eru fullar 6 vallaidagsláttur í landinu af' vel ræktuð- um matjurtagörðupi, sem munu liafa gefið af sjer í haust í jafn vondu sumri til jafn- aðar um 45 tunnur dagsláttan af jarðeplum og róf'um. I landinu niunu hafa verið um 35 vallíii'dagsláttui' af ljelega ræktuðum og ógirtum túniim, nú eru í þvi rúmar 50 dag- sláttur »f umgirtum túnum í langtum betri rækt. í landmu hafa verið byggð rúm 20 vönduð íbúðarhús af timbri, auk barnaskóla leikhúss og trúboðasamkomuhúss. I land- inu hafa verið gjorðar allmiklar vegabætur, eitt með öðru liafa svarðarvegirnir verið sljettaðir svo, að nú er vinnandi vegur að aka mest öllum mó úr landareigninni ann- aðhvort í vagni eða sleða. í stað þess að það var ófært áður. Tilrauu hefir verið gjörð í landareigninni með uppistöðuvatns- veitingar til hagabóta, en það hefir mis- heppnast hingað til og er ena eigi orðið til bóta. En hvað á svo bæjarráðið að gjöra til framfara, laudbóta og atvinnuauka næstu árin í Eyrarlands og Naustalandi? Um það er þörf að ræða, og um það ættu hagsýnir, framsýnir og glöggir menn að hugsa, og skal jeg leyfa mjer að koraa með nokkrar til- lögur, ef vera mætti, að þær vektu um- hugsun og ef til vill umræðnr. Fyrst og fremst æfti að auka matjurta- ræktina; ætti bæjarstjórnin að gefa falt land til þess; gilkinnar og brekkur úr Nausta og Eyrarlandslandi hafa sýnt sigaðvera hent- ug matjurtagarðastæði viða, þar sem eigi er gott húsastæði, og ætti bæjarstjórnin heldur að hvetja en letja bæjarmenu til þess, að rækta þær fyrir matjurtir. Mark- aðurinn fyrir kartöfiur og kálávexti er hjer svo góður, að garðræktin borgar sig vel, þótt öll vinna við liana sje vel borguð, og meiri þekkingu og hvöt til garðræktar má búast við að almenniugur öðlist, ef hinn fyrirhugaði garði æktarskóli kemst á fót í Naustagilinu. , I öðru lagi ætti grasræktinni að geta farið talsvert iraui. Jpað er lítið. að eigi hetír verið bætt við nema rúmum 10 dag- sláttum at' túui í Eyrarlandslandi umliðiu 10 ár, enda liafa litlar uppörvanir komið frá bæjarstjórninni til bæjurmanna um að taka land til ræktnnar, þó hetír bæjarstjóru- in í vetur sagst inundi gefa lala á erfða- festu allstóra landsspildu norðan við Nausta- túnið, og bafa suðurbæjarmenn í huga að fá þar spildur á eríðafestu, en bæjurstjórn- in ætti uð gjöra meira: hún ætti að taka landsspilduna uorðan við Búðargilið og út fyrir ofan Eyrarland, og bjóða hana sund- urskipta á erfðafestu, og aðra spiidu norð- a'n við Torlunefsgil á sama hátt; yrði bæj- armöniium þannig visað á yfir 60 dagslátta land, sem þeir gætu fengið til ræktunar aniiaðlivort á erfðufestu eða leígu til margra ára, þyrftu þeir eigi fyrst uiii sinn að kvarta um að þeir gætu eigi fengið land til þess, að reyna sig á við grasrækt. (_Mei.ru) jþann 25. nóv. 1902 var almennur fund- ur haldinn á Aknreyri eptir fundarboði frá nef'nd. sem í'alið hafði verið, nð koir.a fram ineð ákveðnar tillögur um það, á bvern bátt að tiltækilegast væri, að sporna við livaladrápi hjer við land. Nefndin lagði fram svo hljóðandi tillögur: „Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja lög, er algjörlega banni hvala- veiðamönnum, að flytja Inali hingað til lands, eða í landhelgi. Til yara skorar fundurinn á alþingi, nð leggja 300—500 kr. gjald á hvern bval, er hv.ilaveiðamenn flytja til lands.“ Á fundinum var gjörð sú breytingar- tillaga við varatillöguna, að i stað 300-500 kr. kæmi 500 kr. Aðaltillagan samþykkt með svo að segja öllnm atkvæðum. Breytingartillegan sömu- leiðis og varatillagan með þessari brevtingu. Erin fremur ákvað fundurinn, að skora á öll kjördæmi landsins, að taka málið til alvarlegrar íhugunar, og láta til sín taka í sömu átt og þessi fundur fyrir næsta þing. K1 Jónsson. Er. Kristjánsson. Wíeð Mjölnir 21. þ. m. tóku sjer far til Kanpmannahafnar Jósep Jósepsson versl- unarmaður og Jens Petersen skipstjóri. Petersen liefir staðið hjer i sumar fyrir hinni nýju sdd og þorskveiði í netakviar, hefir haft kviur sínar bæði fyrir Yeigastaða- og Skjaldarvíkur-landi. Danska stjórnin hefir styrkt liann til að innleiða þessa veiðiað- ferð hjer við land, og ætlar hann að koma að sumri og halda áfram tilraunum sinum. Ýmsir brendur lijer við fjörðinn hafa brot- ið heilan um það, hvort kvíamar myndu eigi vera fraintíðarveiðarfæri Ivrir sild, þorslí og silung hjer á innfirðinum. þótt ervitt sje um það að segja enn, mun'kvíunum fjölga að sumri. ■j' Prestkonan á þóroddstað í Kinn andaðist nýlega eptir langvarandi veikindi. -j- ióhann Bergvinsson síðast til fheimii- is í Garðsvík andaðist 24. þ. m. Hann hafði lengi búið myndarbúi á Gauásstöðuin á Svalbarðsströnd. 4^börn hans uppkomin eru á lífi, 3 dætur og sonur. Dætur hans tvær eru giptar, önnur Hannesi Jónssvni í Hleiðargarði, en hin Asgeiri Stefánssyni á Gautstöðum. jt Jón Guðmundsson, bóndi í Víðirnesi í Hjaltadal, 'andaðist 12. okt. s. 1., 73 ára að aldri. Hann var í hjónabandi með epfirlifand't ekkju sinni, Gnðrúnu Gunnlaugsdóttur, 46 ár og áttu jiaa 9 börn, 4 dóu ung, en 5 lifa.— Jón lieit. var hygginn, hagsýnn og viss, og sýndi öllum mikla góðsemi, er höfðu af hon- um kynningu. J. Bjarmí sást úr Köldukinn á miðviku- dagsmorguninn í norðaustri í stefnu af Húsa- vík likt og af allmiklum eldi væri. ■ Tr»tlfrjálst vöruupplag hefir lilntaljelag eitt í Kristjaníu sett á stofn í haust, hið 1. þar í landi. A upplaginu framfer fullkomin tollafgreiðsla af þar til settum tollembættis- mönnum. Vörur, sem eiga að flytjast út apt- ur eða hafðar verða til skipaútgerða, verða afgreiddar þaðan tollfríar. Vöruflutninga frá skipum til upplagsins sjer fjelagið um fyrir mjög lágt gjald. Fjelagið tekur að sjer, ef óskað. cr. niðurskipting á vörum, og sjer um ábyrgðargjald á þeim. .Mjög híg leigaertek- in fyrir vörurnar meðan þær liggja á upplag- inu. Toll þarf eigi að greiða af vörum, sem þar eru geymdar, fyr en þær eru teknar út þaðan. Kaupmenn þeir hjer landi, sem hafa vei'slunarerindsreka í Kristjaníu geta ef til vill eitfhvevt gagn liaft af upplagi þessu.

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.