Öldin - 01.08.1894, Qupperneq 1
© •
Olclin.
Entered at the Winnipeg Post Office as second class matter.
II., 8. Winnipeg, Man. Ágúst 1894.
Grafreits-vísur.
Ilér þóttist bygðin clag frá degi,
Og drjúg er lestaferð um vegi;
Hér hrukkar valla sléttan slétt.
Hér byggja lýðir lága sali,
Ilvers land cr mælt í feta tali
Um þcnnan gráa grundarblett.
Það feigðarauðnar umgirt svæði
Er eyðilegt í heljarnæði
Með orma’ ogfúin lík í leiv,
Með dauðamörk og molclar hrúgur
Og margar sundurtroðnar þúfur,
Sem engin hirðir um neitt meir.
Og hér er ætíð háttatími—
Já, hér er dauðra náttatimi,
Og væran S3fa virðar þeir:
Þó himingeimsins hvolfið rofni,
Og höf og jarðarlöndin klof'ni,
Þeir vakna aldrei, aldrei meir.
Þeirn rennur aldrei röoull fagur,
Þeirn rís ei nokkurs tíma dagur,
Er lífgi þá með lifsins þrðtt.
Þeir sofa fast um allar aldir,
Hér ei’u þeiri’a dagar taldir,
Þá geimir auð og eilíf nótt.
Þeirn heldur eyðing ein og húmið
í örmum fast og grafarrúmið,
Með sín in sterku sambands göng.
Þar hjúpar sjónir sárlöng blinda
Og segir fjötrar tungur binda
Og eyrun fyllir eilif þögn.
Þeir sjá ei páskasólir dansa,
Þeir sjá ei Ijössins geisla kranza,
Sem loga kringum lífsins brunn.
Við stói’a safnið sannleiks mynda,
A sýning naktra bcinagrinda,
Fer kuldaglott um grafarmunn.
Kr. Stkfavssov.
Indland hið forna.
Fyrirlestur
eftir Bertel Högna Gunnlöösson, .
prófessor í samanburðarmálfræði.
Fluttur fyrir rjuðspekis-félaginu í Tacoma,
Wash., 15. Marz 1S(H.
[Lausleg þýðing.]
Hið forna spekinnarbóka Indland, með
öðrum orðum Indland fyrir daga Moham-
edisku sigurvinninganna, átti engar þjóðar
sögur í þess orðs almennu Evrópisku merk-
ingu. Öll Indlandssaga samanstendur eig-
inlega af sögusafni mikilfenglegrar trúar-
hugmyndai’, trúarhugmyndar sem sögustig
eftir sögustig breikkaði og dýpkaði, þangað
til hún lukti sig um og réði öllum þjóðfé-
lagsstofnunum,4 lögum og lofum, í prívat-
lífi Hindúanna ekki síður cn í þeiri’a opin-
beru athöfnum.
Þrátt fyrir að þessi sanna þjóðarsaga
var elcki til, náði Indland tilkomumiklu
menningarstigi. Að því stuðluðu miklar
og margvíslegar bókmentir, vísindi, lcná-
lega rekin verzlun og uppgötvanir vinnu-
véla. Og þetta alt mörgum öldurn áður
en bjarmaði fyrir degi liinnar fyrstu vest-
rænu eða Norðui’álfu menningar.