Öldin - 01.08.1894, Síða 8

Öldin - 01.08.1894, Síða 8
120 ÖLDIN. það var líka land skáldsögumanna, eða hinra skíldiegu frásagna, er áttu að kenna mc'nnum siðferðislegar hugmyndir, sagna, þar sem dygðin æfinlega er látin fá sín laun og glæpurinn sína hegningu. Þannig er sagan, sem nefnd er: “Saga hinna tveggja bræðra” og hefir Amelia B. Edwards, kona margíróð í Egyftskum fornum fræðum,getið s'jgu þessarar í “The Contemporary Eeview”, ágúst blaðinu, og íarast henni þannig orð : “Einhver hin elzta skáldsaga í heimi er egyfskur; róman, er kallast “Saga hinna tveggja bræðra.” Hefir saga sú lifað viðgang og vöxt, hnignun og fall eins ríkisins eftir annað, einnar konungs- ættarinnar á eftir annari. Hið upprana- lega liandrit sögunnar er nú í “British Museum.” Það er ritað á 19 papyrusarkir með fallegum helgirúnum og hefir verið skrifað fyrir eitthvað 3,200 árum, af ritara frá Thebuborg (á Egyftalandi), Ennana að nafni. Ennana þossi var bókavörður i höll Merenptah konungs, er menn ætla að hafi verið Pharaó sá, er leyfði Gyðingum burtför af Egyftalandi, og lítur svo út, sem iiann hafi skrifað söguna að boði féhirðis- ins til skemtunar fyrir krónprinsinn, Seti- Merenptah, er nefndist Seti II., er hann var til valda kominn. Prins þessi hefir skrifað nafn sitt á tveim stöðum aftan á handritið. Er það því hið einasta sýnis- liorn, er vér höfum af eiginhandarnöfnum hinna egyfsku fomkonunga. Madame d’ Orbiney keypti þetta æruverða og dýrmæta rit í Ítalíu, on seldi það aftur árið 1857 forráðamönnum breska gripasafnsins, og er það nú kallað: d’ Orbiney papyrus(inn). Sagan byrjar rétt cins og aðrar æfin- týrasögur: Einu sinni voru bræður tveir, sam- mæðra og samfeðra. Hét liinn cldri bróðir- inn Anpu en hinn yngri Betau. Anpuátti konu og hús og lifði Betau iitli hjá honum sem vinnudrcngur. Betau passaði gripina ■og rak þá í haga og ræktaði jörðina. Haun þreskti kornið og vann útivinnu alla. Hann rak gripina í haga og vann útivið af því, að þessi litli bróðir var svo góður verkamaður og átti ekki líka sinn í öllu landinu. Hann fylgdi gripunum á hverj- um degi og kom heim að kveldi með byrgð- ar sínar af afrakstri akursins. Hann færði hinum eldra bróður sínum afralcsturinn, þar sem liann sat lijá konu sinni, og át Betau og drakk og svaf í fjósinu hjá grip- um sínum. Þegar dagaði, bakaði hann brauðið og lagði hleifana fyrir bróður sinn en tók nokkuð af brauðinu mcð sér út á akurinn og svo rak hann gripina í hagann. En þegar hann geldc á eftir þeim, þá heyrði hann þá segja hvern við annan : “Gott er grasið hér á þessum stað,” en af því hann skyldi livað þeir sögðu, þá var hann vanur að beita þcim þar, sem þeir helzt vildu vera. Fyrir þetta urðu gripir þeir, sem hann gætti, bæði feitir og sælleg- ir, og jukust og margfölduðust hver eftir sínu eðli og tegund. Þetta sýnir forfeðra skipunina á borg- aralegu félagi, og er mjög merkileg í sögu- legu tilliti, því það sýnir, livernig bænd- urnir hafa lifað á dögum Pharoanna Miss Edwards heldur svo áfram sög- unni: “En þegar tíminn kom að rækta ak- urinn, þá sagði Anpu viðBetau: “Far þú og bú þú út áliöld þín, því nú er vatn- ið runnið af og landið er orðið gott til ræktunar. Far þú með sæðið út á akur- inn og á morgun skal ég ltoma til vinnu”. Svo mælti hann. En næsta dag fóru þeir út á akur með akneytin og fóru að vinna. Og hjörtu þeirra voru glöð, mjög glöð. Og þeir unnu allan daginn, án þess að hvílast eða halda kyrru fyrir. Eftir þetta, scgir Miss Edward, held- ur sagan áfrarn og segir hvernig kona eldra bróðursins verður ástfangin í Betau, en hann verður sem þrumu lostinn og ávít- ar liana harðlega. Ea liún ákærir hann fyrir Anpu og verður hann grimmur sem

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.