Öldin - 01.08.1894, Side 10
122
ÖLDIN.
FRÓÐLEIKS-MOLAR.
NÝTT FRUMEFNI.
A fundi brezka vísindafélagsins, er
haldinn var í Oxford á Englandi í Ágúst
síðastl., skýrði Rayleigh lávarður frá þeirri
uppgötvun, þð að eins munnlega, er marg
ir munu álíta meðal markverðustu upp-
götvana, er gerðar hafa verið um mörg
undanfarin ár. Hann skýrði frá því, að
sér og professor Ramsey hefði tekizt að
draga nýtt .loftcfni úr köfnunarefni lofts-
ins, er líklega væri eitt af frumefnunuin.
Eftir því hefir fyrir löngu verið tekið, að
þyngdarmunur mikill er á Nitrogen-loft-
inu og því, er fæst annarsstaðar að. Er
Nitrogen* loftsins þéttara sem svarar -l-%.
Allskonar útskýringar hafa verið gefnar,
til þess að sýna af hverju sá mismunur
kæmi. En nú fyrst kemur rétta útskýr-
ingin, sú, að nitrogen loftsins er blandað
öðru sérstöku loftefni, sem enginn hafði
hugmynd um fyrri en sýnt var að efnin
voru aðskiijanleg. Lofttegund þessi er
mjög hreyfingarlítil og hcfir próf. Ramsey
enn ekki tekist að finna það efni, er hafi
nokkur sýnileg áhrif á hana. Sé rafmagns
neista skotið inn í ílát með lofti því í, sem
á að reyna, drekkur brennandi öskusaltið
í sig bæði nitrogen loftsins og Oxygen
(súrefni) þess, en eftir verður í ílátinu
nokkuð það, sem hvorki cr oxygen eða
nitrogen. Þessi lofttegund lætur eklii að
nokkru efni og er litmynd hennar sem
djúp-blátt strik. Aðskilja má og loftefni
þessi með magnesium. í loftinu er ekki
nema mjög lítið af þcssu nýfundna efni,
eða sem svarar einum hundraðasta hluta.
Af því hafa til þessa ekki verið aðskildir
frá öðrum loftefnum og rannsakaðir nema
eitthvað 40 tenings þumlungar (um 100
tenings centimetrar).
Það er undarlegt hvað oft það, sem
*) N itrogen = köfnunarefni.
menn hafa álitið bara óviðráðanlegan;
mismun og ráðgátu, sem með engu móti
yrði skýrð, hefir alt í einu umhverfst í
glögga vegavörðu á þjóðveginum til nýrra
og meiri uppgötvana. Er það nú ætlun
margra, að þetta nýfundna efni sé ekki
eina nýja frumefnið, sem enn geymist ó-
fundið í loftinu.
Nýtt sóttvarnareeni
hefir efnafræðingur í þjónustu kolanáma-
félags á Englandi (í grend við Shefíield}
uppgötvað, segir blaðið “Engineering and
Mining Journal” (á Englandi), og nefnir
það “Izal.” Er það nokkurs konar olía, er
sígur úr brendum steinkolum, kolum sem
ijóskveykjuefni hefir verið dregið úr. Olía
þessi er þyngri miklu en vatn og sameinast
því ekki, en vatnið leysir hana þó í sundur
í smá agnir, er synda á því og lita út eins
og hvítar perlur Uppíinnarinn reyndi
olíuna til þrautar og fann að hún hafði tals-
vert meiri álirif' en carbolsýra til að verja
rotnun. Að olían sameinast ekki vatni en
dreifist í því í smá-agnir, þykir cinna mcst-
ur kostui' hcnnar sem sóttvarnarmeðals,
því almennum sóttvarnarmeðulum hættir
til að sameinast vatninu og þvost með því
burt.
Að sjóða saman járn MEÐ rafmagni
er ein nýjasta uppfindingin. Það er að
vísu langt síðan að rafmagn var brúkað til
þess, en járnið var þá hitað utan að, öld-
ungis eins og á smiðjuafii. En nú er fund
ið upp á að framleiða hitann fyrst á mið-
depli járnsins og láta hann þaðan færast út
um járnið, til þess stöngin öll er glóandi.
Með þessari aðferð er stöngunum þiýst
saman með þar til gerðum vélum, á ineð-
an rafmagnsstraumurinn fellur eftir þeim.
Þegar búið er, eru þær sameinaðar og sést
hvergi móta fyrir samskeytum. Er því
spáð, að þessi uppáfinding muni irrnan
skamms valda allsherjar byltingu að' því
er þessa iðnaðargrein snertir.