Öldin - 01.08.1894, Side 15

Öldin - 01.08.1894, Side 15
ÖLDIN. 127 góðan veðurdag af stað í aprílmánuði út í , eyjar til að skjóta fugla og hafði úttroðnar • endur til að ginna mcð. Ilonum tylgdi :gamall einsýnn korpóráll* sem hét liitsi, þ. e. Friz; hafði hann á æskuárum farið yfir endilangt Þýzkaland með poka sinn á ibaki eins og aðrir iðnaðarmenn gjöra, og • elckert flutt heim með sér nema sitt þýzka nafn. ísinn lá þá cnn víða á sundunum ■ en vakir á milli. Þeir félagar höfðust svo við nærri ísskörinni og skutu við og við> ■en lítil var veiðin, cnda voru báðir illa :sýnir. Þá har svo við eina morgunstund, að Bekk þóttist sjá cndur tvær við ísskör langt um utar og varð liann að fara þang- að alllangan krók. Þegar þangað kom, sá hann að endurnar sátu kyrrar; hann lædd- ist þá svo nálægt sem hann þorði, miðaði • og skaut, bærðust endurnar að cins, en sátu þó kyrrar sem áður. “Seigar eru þessar,” hugsaði Bekk, laut niður, hlóð og skaut á þrjátíu skrefa færi. Það fór alt að einu. Þetta þótti Beklc ckki einleikið, gengur því nær og sér að liann heflr verið að skjóta á úttroðnu endurnar sínar, sem vind- urinn hafði óvart rekið frá innri ísskörinni og út fyrir spöngina. Nú ætlaði heiðurskcmpan að hverfa heim mcð fang sitt, en þar var nú þrep- skjöldur í vegi. Vindurinn hafði sprengt þann ís, sem hann stóð á, frá liinum, sem Hitsi var á, og rak nú lians jaka undan og út á auðan sjó. Hinir gömlu félagar litu raunalega liver til annars, þar scm hvor stóð á sínum jaka og varla 10 faðmar í milli, en þó gat korpórállinn með engu móti borgið herra sínum og vini því eng- inn bátur var nærri. Bekk rak hægt og liógværlcga undan til hafs. “llyvoisti nyt kumpani /” lirópaði læknirinn svo korpór- állinn lieyrði síðast. “Heilsaðu Svcnoní- usi og Svanholm, og segðu að erfðaskráin mín sé hægramegin í handraðanum á drag- kistunni minni; hún cr læst. Segðu þeim að hringja alminlcga i minningu mína á sunnudaginn. Hvað útför mína snertir þurflð þið ekki að ómaka vkkur, hana ann- ast ég sjálfur.” “Jumala sinnakoon!” æpti korpóráll- inn, fór með fóðrið á treyjulafinu upp að öðru auganu og gekk síðan ofur rólega leið- ar sinnar upp tii strandarinnar, rétt eins og ekkert hefði ískorist. En það má óhætt segja til sæmdar þeim góða hæ, að öðrum vinum læknisins varð meira um þessi tíðindi en korpóraln- um. Póstmeistarinn blótaði sér sjálfum í sand og ösku, skólakennarinn lagði af stað með allan sinn drengjahóp og amrna gamla sendi út tvo duglega hafnsögumenn á bát- um, til að leita hins glataða læknis milli jakanna. Hálfur bærinn varð allur í upp- námi, með hlaupum og köllum, ogþeirscm létu verst gerðu minnst. Tveir dagar liðu nú svo ekkert fréttist; þriðja daginn komu hafnsögumennirnir heim aftur svo búnir sem þeir fóru. Þá hættu menn leitinni og létu læknirinn eiga sig. En bærinn syrgði hann hreinskilnislega, sem von var; liinn gamli heiðurskarl fylgdi orðið bænum eins og innstæða, frændi hvers manns og full- trúi; hann var sem ármaður hins litla bæj- ar svo ekki var hægt að sjá hvernig hagur almennings átti að standast úr þvl liann var fallinn frá. En livað átti úr að ráða ? Þriðja sunnudaginn eftir óhappadag þenn- an hafði enn ekki fréttst hið minnsta um herlæknirinn, enda var þá hafln hringing og hún lieiðarleg fyrir lians fáráðu sál. Svenóníus samdi réttsnotra grafskrift setta og smelta latneskum og liebreskum mærð- arglósum, og var hún síðan lesin í kyrkj- unni, og bæjarins hávísu höfðingjar ákváðu dag í næstu vilcu þegar uppritun eigna hins látna skyldi fram fara. Eg vona nú samt að lesendur mínir, hvorki konur né karlar, sem tekið hafa eftir fyrirsögn þessa þáttar, verði hræddir. Satt að segja væri það vandræði ef læknirinn skyldi falla frá einmitt nú, þegar Regína situr í Krosshólmi undir geymslu lnnnar ströngu frú Mörtu, *) Yfirliðsmaður.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.