Öldin - 01.08.1894, Síða 16
128
ÖLDIN.
og Bcrtcl liggur í valnurn við Luzcu. Og
hvað skyldi verða af Emmu scm er svo ör
á tárunum, af bændakónginum í Stórkyro
og mörgum merkismönnum öðrum í sög-
unni ? Verið þolinmóð. Ilerlæknirinn
hefir oft komist í krappari dans en þetta á
lífsleið sinni; hann fæddist ekki að gamni
sínu sarna dag og hann Napóleon.
Nú átti uppskriftin að byrja. Loít-
herbergi Bekks var alveg ummyndað orð-
ið, ótrúlega fágað og prýtt, og það scm yflr
tók og enginn trúir: Það hafði verið sópað
og þvegið. Ollum hlutum var raðað und-
ursamlega, ferða-apótekið fágað og hreins-
að, fuglahömunum raðað og egejafansins
helgidómi upp lokið svo ómildir sæi.
Spanskreyrinn mcð silfurbólunni stóð í
horninu og bærði ekki á sér, parukið hékk
hugsandi á snaga sinum. Jafnvel sjálfir
leyndardómarnir úr dragkistunni svo sem
fölnaður lokkur frá löngu liðnum tímum,
voru teknir upp og virtir á rúblur og kó-
peka,* líklega með lágum upphæðum. Alt
var með himnalagi: ráðsmaður mcð cmb-
ættissvip hafði valið sér sæti við gamla eik-
arborðið, og lá nú stimpluð pappírsörk þar
sem smiðatól gamla mannsins vora vön að
liggja ; skrifari var að skerpa pennann sinn
bcint andspænis ráðsmanninum, og amma
gamla hafði sem húsráðandi mætt og með
votum augum gert grcin fyrir munum
Bekks, þar cð hinn gamli maður átti hvorki
ættingja né vandamenn.
Einn hlutur var þó eftir, sem enginn
hafði enn þá við hreyf't, það var flata sel-
skinnskúffortið undir rekkju lælcnisins.
Báðsmaðurinn gaf því við og við auga og
renndi huganum um leið til rentunnar sem
arfurinn gæfi af sér, en hve stór hann væri
og hver hann skyldi hljóta, það vissi eng-
inn. Nú skyldi embættisverkið byrja.
Svanholm og Svenoníus voru kallaðir til að
vera virðingamenn, ráðsmaðurinn ræskti
sig einu sinni eða tvisvar, setti upp fógeta-
svip, upplauk sínum munni og mælti svo:
*) Rússneskar peningarnyntir.
“Fyrir því og með því að hinu velvísa
borgarráði hefir borist til eyma, að sálaði
kóngsins horlækuir, velnefndur Andrés
Bekk, á ís-fugla-veiði-tör til þess fugla að
skjóta á ísi, hafi fyrir ólukkulegt tilfelli líf
sitt á sögðum ísi látið, og að alt svo, þótt
hans líkami enn nú ekki fundist hafi, þö
hvað sálina áhrærir só hann rétt og löglega
andaðan og afdauðann að reikna...........”
“Það skyldi ég þó auðmjúklega mega
afbiðja,” sagði í sama bili rödd frá dyrun-
um, og þessi rödd liafði áhrif. Hinn vel-
vísi bæjarfulltrú fékk fát á sig, týndi emb-
ættissvipnum, og hans liðuga tunga neitaði
í fyrsta sinni hollustu. Skrifarinn, sem
hafði sekrítéra nafnbðt og mctorð, rauk
upp eins og vígahnöttur og rak undir með
höfðinu hinn lærða mann, Svenoníus, sem
heyrði illa, og hafði hvorki heyrt þetta urð-
arorð raddarinnar né skildi vitund í þessu
fáti, en nú féll hann íiatur fyrir höggi skrif-
arans. En báglegast tókst til fyrir hraust-
menninu honum Svanbolm; það mátti
sverja fvrir og sárt við leggja, að aldrci
hafði hann í verri klípu lcomist, ekki einu
sinni við Karstúlu. Hann fölnaði skyndi-
legaeinsog skjallhvíttlínlak, ‘kommander-
aði” hægri fætinum “til vinstri,” sem væri
hann í bardaga, en fóturinn stóð kyr og
hlýddi ckki herboðinu. Gamla amma
var sú eina, sem barst af nokkurn vegin ;
hún setti gleraugun á nef sér, gekk fyrst
fram í móti gestinum, hristi efablandin sitt
heiðvirða höfuð svo sem vildi hún segja,
það sem hún þó ekki sagði, að það sæti illa
[Framhald.]
E F NI: Kristinn Stbfansson : Grafreits-
vísur. — Próf. B. H. Gunnlögsson :
Indland hið forna. — Herbbrt Spenc-
er : Mikið vill meira. —Hin elsta skáld-
saga í heimi.—Fróðleiksmolar. — Topb-
lius : Sögur herlæknisins.
Ititstjóri : Eggert Jóhannsson.
Útgefandi: Hkr. Prtg. & Publ. Co.