Öldin - 01.10.1894, Page 2
146
ÖLDIN
því miður leyflr plássið oss ekki að taka
hana orð fyrir orð.
Það lýsir sér undir eins og menn renna
augum yflr grein þessa, að höfundurinn
þekkir út í hörgul allar íslenzkar bókment-
ir, bæði að fornu og nýju. Hann byrjar á
því, að minnast á Sæmundar Eddu, Snorra
Eddu, Heimskringlu og fornsögurnar ís-
lenzku, og getur þess um þær, að þær megi
teljast til hinna stórkostlegustu meistara-
verka, til hinna fullkomnustu listaverka í
bókmentalegu tilliti, er nokkur þjóð hefir
framleitt um allan aldur heimsins. Hann
minnist á hrörnun bókmentanna íslenzku
frá því um 1400, rímnakveðskapinn, sem
fór að byrja á 1G. öld, þjóðsögurnar, sem
menn svo smámsaman fóru að skrásetja, er
hann segir að margar beri keim útlendra
áhrifa, og loks segir hann að roði fyrir
hinni nýju öld landsins við lok hinnar 18.
aldar.
Fyrstan telur hann þar Eggert Ólafs-
son (1726—1768), sem hann segir að hafi
verið alt þetta: skáld, héimspekingur,
náttúrufræðingur, sagnfræðingur og mál-
fræðingur. Kveður hann tákna námund
hinna nýrri tíma og beina hinum íslenzka
skáldskap nýja stigu. Getur hann svo
þeirra Jóns Þorlákssonar (1744—1819),
Sigurðar Péturssonar (1759—1827), Bcni-
dikts Jónssonar Gröndals (1762—1825) og
Magnúsar Stephensens (1762—1833), er
hann segir, að hafl sýnt fegurð skáldskap-
arins í náttúrlegri einfeldni og nálgast
þannig þjóð sína til þess að fræða hana og
hefja.
Höfundur greinarinnar hefir fylgt svo
vel með sögu landsins, að hann sér hvar
fyrst roðar fyrir sólu. Það er í Kaup-
mannahöfn hjá hinum ungu mentamönn-
um íslands, er þangað hafa farið til náms.
Þeir mynduðu félög, stofnuðu blöð og
breiddu Ijós og menning um bygðir og bæi
landsins frá þessari Aþenuborg Norður-
landa.
Fyrstan þeirra telur hann Bjarna
Thorarensen, hið þróttmikla skáld, með á-
kaflega sterku ímyndunarafli og andans
fjöri. Hann hafi verið íslendingur frá
hvirfli til ilja, tröllaukinn. f honum voru
öll einkenni hinnar íslenzku þjóðar samein-
uð, og því hafi hann einmitt haft jafnmikil
áhrif á þjóð sína og hann hafði. líann hafi
hvorki verið né viljað vera kennari þjóðar
sinnar — hann hafl verið eitthvað æðra,
fyrirmynd hennar, meistari hennar. í orð-
um hans, í öllum gjörðum hans, í skáldskap
hans og í hugsunum hans og tilflnningum
gat þjóðin séð sig sjálfa sem í spegli væri.
Þá kveður hann anda þjóðarinnar
vakna, og þá hafl hin mestu listaverk rekið
hvort annað. Þá byrjaði söguskáldskapur-
inn, nokkuð ný stefna og frábrugðin hinni
fyrri.
Faðir söguskáldanna er hinn nafnfrægi
Jónas IIallgrímsson (1807—1845), brag-
snillingurinn all”a hinna nýrri íslenzku
skálda. Hann skrifaði að eins smásögu
eina og þó ekki nema brot eitt. En málið
er svo lipurt og liðugt, svo óviðjafnanlega
fagurt, og hver einsetninglýsirsvo skarpri
sjón, svo göfugum og fögruni tilfinningum,
að menn geta með réttu sagt, að cnginn
hafl jafnast við hann hvorki fyr né síðar.
“Grasaferðin”* er snilldarverk. í fá-
einum samandregnum orðum getur hann
meistaralega sagt það, er hann ætlar að
segja. Það lilýtur að hrífa hvern og einn
hvernig hann lýsir hinni lijartanlegu ást
systkinanna þcgar þau eru að lcita grasa,
hvernig hún lýsir sér í hveiju orði, liverju
látbragði. Það er cins og sálir þeirraspegli
sig í hverju atkvæði, og málið er svo yndis-
lega einfalt, að lesarinn hlýtur að fylgja
sögunni orð fyrir orð. I sögu þessari er
ekki orði of eða van, þar er ekkert orð er
lýti, ekkert orð er dragi úr Ijóma myndar
þeirrar, er slcáldið dregur upp, þar er
hvorki fordild eða tilgerð, ekkert æsandi,
*) Að mestu þýdd á þyzku af Mag.
Phil. C. Kuchler, 1891.