Öldin - 01.10.1894, Page 4

Öldin - 01.10.1894, Page 4
148 ÖLDIN. haft áhrif nokkur á Jón, er hann samdi þessar tvær sögur sínar. A sitt hæzta stig kemst hinn nýrri sögu- skáldskapur íslands hjá Gesti Pálssyni (1852—1891), sem því miður lifði alt of skamma stund. Aðrar einsgáfurog Gests sem söguskálds, er torvelt að íinna, þótt leitað sé meðal allra þeirra þjóða, er mest fást við bókmentir. Er því ekki að furða, þótt ísiand harmi hinn bráða dauða hans. Bókmentaleg störf sín byrjaði Gestur meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn, er hann stundaði nám þar, sein mentuðum Islendingum er títt. Ilin fyrsta saga hans er “Kærleiksheimilið.”* Er það háðsaga um hinn svonefnda “kristilegabróðurkær- leika,” og kom út í “Verðandi” 1882. Það er einftild frásaga, skrautlaus, er á að sýna sálarstríð persónanna. Saga þessi er ger- samlega laus við allar æsandi myndir til að hrífa hugi manna. Atvikin eru sögð blátt áfram. Með fiíeinum dráttum sýnir hann mynd af lífi niðursetningsins Önnu, ást hennar til Jóns, einbirni hinnar ríku og ósveigjanlegu Þuríðar. En hve snildar- legur er ekki frágangurinn á sögu þessari. Hin lifandi lýsing á öllum hinum sérstöku háttum Islendinga, listasmíðið á einkunn- um þeirra er svo greift út, að hver einstök persóna kemur þar fram sem steypt, en þó lifandi mynd. Einkum er þó aðdáun- arvert hið fína, bítandi, beiska háð, er skáldið lætur dynja yflr einn eður annan, og kærleikurinn, er hann lætur sjálfur í Ijósi til eins eður annars, sem hann er á- nægður með. Það er eins og miðnætursól- in varpi skærum Ijóma á alt þetta verk hans, yfir persónurnar, verk þeirra, hina einföldu, látlausu, en sláandi framsetning sjálfs hans, og til samans myndar það alt eina yndislega heild. Gildi sögunnar verður þó enn meira, er menn atliuga hina *) Kuchler þýddi á þýzku 1894 en frú Muller á Hollenzku eftir fyrri þýðingu Kuchlers. siðferðislegu, góðu hugsun, er liggur til grundvallar fyrir henni. Hið sama er að segja um hinar þrjár aðrar stærri sögur Gests, er komu út árið 1888: “Grímur kaupmaður deyr,” “Til- hugalílið” og “Vordraumur.”* Hin fyrsta “Grímur lcaupmaður deyr,” lýsir kaup- manni einum, sem alia æfi sína hefir svikið og snuðað náungann. En loks, þegar hann er að dauða kominn, þá kemur samvizkan og siær hann svo, að hann örvæntir og fer að hugsa um það, hvort menn geti búist við nokkru endurgjaldi, launum eða hegn- ing í öðru lífi, eða hvort nokkuð annað líf sé til, og svo deyr hann að lokum mitt í þessu hugarstríði. —- Önnur sagan er háð- saga upp á náungann, kærleikann og misk- unsemina, sem menn bera á vörunum, sem alstaðar og æfinlega þykjast vera að bjálpa, en sem oftast reyna að koma því af sér, og mundu heldur vilja horfa á náungann lenda í ógæfu og basli, en að leggja fram eitthvað til lijálpar lionum. — Hin þriðja sagan á að sýna undirferli og óþokkaskap þeirra manna, sem, þótt þeir ríkir séu, helzt vilja vinna alt á kostnað annara ; einnig á hún ao sýna þá, sem látast bera ást til sálar göfugs manns, og gefa honum góðar og glæsilegar vonir, en þegar á skal herða, eru tilfinningarlausir og huglausir og draga sig í hlé og vilja heldur sitja í volgu hreiðrinu, lcýla vömb sína og njóta gæða lífsins, en að koma djarflega fram eins og hjarta þeirra og tilfinningar bjóða þcim. Engin af sögum þessum stendur neitt á baki “Kærleiksheimilinu.” Frásögnin í þeim er ofur stutt og einföld. Öll atvik leiða af sjálfu sér á eðlilegan hátt, og sagan fæðist smátt og smátt svo ofur náttúrlega. Lýsingin á persónunum er meistaraleg. Hver ein einasta persóna kemur lifandi fram fyrir augu lesandans. Háðið hans fína er óviðjafnanlegt, þegar hann dregur *) Allar þessar sögur hefir Kuchler þýtt á þýzku.

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.