Öldin - 01.10.1894, Qupperneq 6

Öldin - 01.10.1894, Qupperneq 6
150 ÖLDIN. í gott söguskáld, en dó of snemma, áður hann gæti Jokið við sögu þessa. Það er fögur frásaga úr sveitalífínu, einföld og hlátt áfram og eru í henni Ijómandi fagrir kaflar. Þó virðist hann á köflum verða of orðmargur. Þó má geta þess, að þessir staðir eru skýr og sönn lýsing á iðju og háttum alþýðunnar, og rithátturinn er svo lipur og þægilegur, að hann ósjálfrátt dreg- ur lesandann með sér til að fylgja persón- um sögunnar. Lýsing Jóns á einkunnum persónanna er ágæt; þær koma eðlilega fram og eru sjálfum sér samkvæmar og tæplega er nokkurstaðar hægt að flnna galla á meðferð efnisins. Enn fremur hefir Einar Gísli Hjör- leifsson áunnið sér nafn sem söguskáld með hinni siðferðislegu, þýðingarmiklu sögu: “Upp og niður,” er kom út ásamt “Kærleiksheimiiinu” í Verðandi 1882, og sögunni “Vonir,”* **) er kom út í Keykjavík 1890. Það er skemtileg saga úr Ameríku. Enn má telja eftir hann : “Hvorn eiðinn áégaðrjúfa?” (Eskifirði 1880) og sögu með ensku nafni: “You are a humbug, Sir,” sem þó er ekki eins mikils virði. Yngstur þessara þriggja er Jón Stef- ánsson, sem undir nafninu Þorgils gjall- andi heflr ritað söguna: “Móamóra,” 1893, og þrj ár stuttar sögur: ‘ ‘Leidd í kyrkj u, ” * * “Séra Sölvi”f og “Ósjálfræði”J og svo liina fjórðu lengri: “Gamalt og nýtt.” Hinar þrjár fyrri hafa allar mikið siðferð- islegt gildi og lýsa töluverðri háðgáfu hjá höfundinum. Best er sagan “Séra Sölvi.” í sögunni “Gamalt og nýtt” hefði höfund- urinn heldur átt að sleppa ádcilum sínum um norrænar skáldsögur, sem hann leggur pcrsónum sínum í munn. Málið bjá Jóni gæti verið betra, on þó mcga menn ekki gleyina því, að skáldið er englnn “lærður maður,” heldur óbreyttur íslenzkur bóndi, *) Miss Léliman Filhés þýddi 1891. **) Kuchler þýddi. t) Kuchler þýddi. X) .Kuehler þýddi. og ætti það að vera ástæða til þess, því fremur, að veita gáfu lians fulla viðurkenn- ing. Til þess að fylla tal hinna yngri sögu- skálda íslands, verðum vér nú að fara aftur í timann, og er þá fyrstur Sigurður Gunn- arsson (1812—1878) með sögu sína: “Ljótunn Kolbrún” og Magnús Grímsson (1825—1860), með “Böðvar og Ásta” og “Þórður og Ólöf.” Á hin fyrri að vera menningarsaga frá trúarskiftunum á Is- landi, en er ekki einungis í hæðsta máta ó- fullkomiu í allri samsetning, heldur er öll svo ófullkomin, ónákvæm og óljós, að les- andinn getur ekki fengið ncina hugmynd af henni, og væri því réttara að telja hana til þjóðsagna. En langt yíir henni stendur hin síðari, bæði hvað málið snertir, og svo liin ágæta lýsing á fjalldölum Islands í inn- ganginum, svo dregur liann og myndir af ástinni mcð hinum næmustu litum. Og verður því gildi bókarinnar töluvert, þeg- ar á alt er litið. En Ijóst er það, að bræð- urnir Grimm* hafa haft töluverð áhrif á hann, e'inkum við samning þessarar síðari sögu. Þá em rómanaskáldin Jón Jónsson Mýrdal (f. 1825), Páll Sigurðsson (f. 1839) og Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (f. 1845). Ilinn fyrsti var óbreyttur snikkari, og skrifaði “Mannamun,” (Akur- eyri 1872), “Yinirnir,” (Akureyri 1878) og “Skin cftir skúr.” Páll Sigurðsson reit “Aðalstein,” og “Draummaður,” er báðar hafa nokkurt gildi, fyrir lýsing skáldsins á sérstökum háttum íslenzkum. Meira gildi hefir þó “Brynjólfur Sveinsson,” eftir Torf- hildi Holm. Heflr hún og skrifað tvoaðra vómana : “Elding” og “Jón biskup Yida- lín,” og cinnig smærri sögur : “Högni og Ingibjörg,” “Kjartan og Guðrún,” “Smá- sögur handabörnum ogunglingum,” “Sög- ur og æfintýri” og “Barnasögur.” Vutta *) Þýzkiv máiriæðingai', nafnfvægir uin hehn allan.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.