Öldin - 01.10.1894, Side 8

Öldin - 01.10.1894, Side 8
152 ÖLDIN. bæta, enda ekki vaxnir því, að segja, hvort hinn háttvirti höfundur dæmir allstaðar rétt eða ekki. Mörg af hinum smærri rit- verkum höfum vér aldrei séð, enda munu mörg Jpeirra alls ekki vera til hér megin hafsins. Að þvi er snertir álitið á vorum eldri, stærri skáldum, mun óhætt að segja, að all- ir Islendingar séu höfundinum samdóma, þegar ritheild þeirra er um að ræða. Og af því hann er svo réttdæmur að því er þá stærri snertir, má gera ráð fyrir að hann sé það einnig að þvi er snertir hina smærri. Þó er það sannast, að vér kunnum ekki sem hezt við niðurröðunina á nöfnum þeirra. Auðvitað eru þau sett niður eftir réttri aldursröð höfundanna, en því skyldi hinum smærri gert það fremur en þeim stærri ? Vér getum ekki neitað því, að OaS heíði þótt hetur fara, að skipa þeim sæti í nafnaskránni samkvæmt því stigi, er þeir hafa áunnið sér með ritum sínum. Það kemur til dæmis hálf-leiðinlcga fyrir, að sjá nöfnum þeirra séra Jónasar Jónas- soxar og Jóxs Ólafssonar skotið langt aftur fyrir nöfn þeirra Magnúsai' Grímsr sonar, Jóns Mýrdals o. fl. Vitaskuld erum vér ókunnir sögunni “Ljótunn Kolbrún,” eftir Sigurð Gunnarsson, en samt kemur oss það svo fyrir, að tilhlýðilegra hefði verið að sjá nöfn þcirra séra Jónasar og Jóns Ólafssonar standa fremst í þriðja floklti söguskáldanna. Það er athugandi að í þessum ritdómi sínum telur hr. Kuchler “Vísindamann” Þorst. Gíslasonar, í “Sunnanfai’a,” skáld- sögu. Þetta er einmitt það, sem vér höfð- um gert oss hugmynd um og haldið frarn í samræðum við aðra, enda suma sem Þorstcini eru kunnugir, en sem héldu því fram, að “Vísindamaðurinn” væri blátt á- fram alvarieg ritgerð. Það virðist líka sönnu nær, að “Vísindam.” sé skáldsaga og ekkert annað. RAFMAGNS-LJÓSA BAÐ. Ein nýjasta uppfindingin er að lækna menn með því, að steypa þeim í bað er samanstendur af engu öðru en ijósstraum- um frá rafmagnsljósum. Enn sem komið er heflr þessi ijós-hita lækning ekki verið reynd nema á einni lækningástofnun í Amei'íku, þeirri að Battle Creek í Mich- igan. Yiir-læknirinn, Dr. Willibald Geb- hardt, sá fyrst ritgerðir um notkun raf- magnsins á þennan hátt í þýzkum lækna- ritum, tók sig svo til og reyndi aðferðina í sinni eigin stofnun. Frá aðferð sinni og tilraunum skýrir liann svo í tímaritinu “Modern Medicine.” Bafmagnsijósa bað þetta er gert á þann hátt, að klefl lítill er búinn til inni í liúsinu. Rúmmál hans er lítið meira en 3 fet á livern veg, rétt svo að frítt sæti só á stól á miðju gólgi, er snýzt á möndli að vild þess er á honum situr, en vegghæð klefans er um 8 fet. Að innan eru vegg- irnir algerlega huldir með spegilgleri, og út úr þeim ganga fjörutíu til fimtíu raf- magnsljós, niðurraðað á þann veg, að Ijós • aflið er jafnt á öllum hlutum líkamans. Göt eru mörg bæði á gólfi og þaki til að leiða lopt bæði inn og út úr klefanum. pegar sjúklingurinn er seztur á stól- inn kveikir hann á ijósunum, einu eða öll- um í senn, eftir vild sinni, er spcglarnir umhverfis undireins margfalda að tölu, og er hann þegar mitt í óumræðilega skæru ijóshafi. í fyrstu óttaðist Dr. Gebhardt að þessi snöggu umskifti frá myrkri til svo mikillar birtu, hefðu ónotaleg áhrif í för með sér, en það gagnstæða átti sér stað. Þessi mikli Ijósstraumur, svo jafn úr öll- um áttum, flutti með sér rósemi og værð frá fyrsta augnabliki. Svo er og útbún- aðurinn þannig, að falli einhverjum ijós- aflið illa, ef á öllum ijósunum er kveikt í byi'jun, getur hann temprað það með því að loka svo mörgum lömpum sem lionum sýnist og smiauka svo ijósafjöldann síðar.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.