Öldin - 01.10.1894, Blaðsíða 12
156
ÖLDIN.
morgun kemur biskupfurstinn, og Hieró-
nýmus, hinn svarni óvinur ykkar og allra
Finna, heflr svarið að hrenna ykkur lifandi
til dýrðar öllum heilögum.”
“Xci, þessi blessaða mjúka og smáa
hönd,” kallaði þá Larson; “mikið naut gat
ég verið að kannast ekki óðara við hana.
Jæja, yndið allra bezta, til heiðurs heilagri
Birgittu fæ ég mér nú fallegan koss ....”
Það var orð og að sönnu, en Katrín sleit
sig aí honum og sagði með skjótiun orðum :
“Vilji junkurinn ckki hafa sig hægan,
verður hann steiktur í bálinu það má hann
reiða sig á. Flýtið ykkuf, bihdið mig hér
við. stólbrúðina og síðan klút fyrir munrí-
inn á mer.”
“Binda þig ?”. svaraði kafteinninn og
glotti.
“FJjótt! Varðmennirnir hafa íengið
vín og eru sofnaðir, en að tuttugu mínútum
liðnum kemur Hierónymus að gá að þeim.
Þið takið kuflana af þeim og skundið út;
varðmanna-svarið er “Pétur og Páll.”
“En þú þá sjálf spurði kafteinninn.
“Þcir flnna mig bundna. Eg hefi
verið gripin og kefid.”
“Soma og blómarós, þú sem kórónar
allar sanniðrandi systur í þessu landi.
Hefði ég ekki svarið að ég aldrei skyldi
lcvongast, þá......nú, nú, Bertel, fljótt !
Pekk, letingi! Vertu blessuð, stelpu
snotra ! einn koss í viðbót... .licilog sæl.”
Fangarnir þutu ailir þrír út.
En óðara en þeir voru komnir niður í
hinn dimma skrúfstiga, sem gekk upp að
dyrum l.lef'ans, voru þeír gripnir eins og
með jáingreipum, felldir og fjötraðir.
“Dragið hunda þessa niður í hvelflnguna,”
kvað þá við kunnug rödd. Það var Hiero-
nýmus.
Fj árhirzlu-h vel íi ng in.
Innan lítils tfma sátu hinir föngnu
menn með hendur og fætur fiarðlega bundn-
ar í dimmum og rökum helli, sem höggv-
inn hafði verið inn í hamarinn; hafði bisk-
upfurstinn af Wurzborg geymt þar fjár-
sjóðu sína áður en Svíar komu og léttu því
starfl af honum. Engin skíma aí' dagsbirtu
komst niður í þetta myglaða hvolf, þar sem
rakinn úr berginu siaðist jafnt og þétt í
dropatali niður úr rifunum með sífeldmn
smellum.
“Þrumur og Króatar ! Eigi og talci
allir árar þennan fyrirdæmda afeyrða ill-
ræðismunk !” æpti kafteinninn þegar hann
fann fasta jörð undir fótunum. “Að loka
okkur hér inni, okkur konungsins og krún-
unnar herforingja, í þessari músagildru !
Diabolus infemalis multum plus pluvimum!
Ertu lifandi, Bertel ?”
“Já, til þess að láta brenna mig lif-
andi á morgun.’k
í-Heldur þú það ?” sagði kafteinninn
næstum því klökkur.
“Ég kannast við hvclflnguna ; berg á
þrjár hliðar, en járngrindur á eina, og sá
maður, sem geymir okkur, er harðari en
járn og klettur. Við fáum aldrei aftur
Finnland að sjá. Hana sé ég aldrei fram-
ar.”
“Heyrðu, Bertel, þú ert röskur piltur,
en samt sem áður verður það ekki varið.
að í aðra röndina ertu hugsjúk herf'a. Þú
ert ástfanginn í dökkhærðu jungfrúnni, nú
því hefi ég ekkert í móti að mæla; Amor
est valde lurifaqins, ástguðinn er útilegu-
maður, eins og Ovidius segir svo hnitti-
lega. En skælur þoli ég ekki. Ef við lif-
um, eru stúlkur nógar til að kyssa, og ef
við deyjum, lofum við skrattanum að eiga
þær. Svo þú ætlar víst að okkur eigi að
steikja eins og reitta rjúpkarra ?”
“Það er undir ykkur sjálfum komið,”
gall við rödd í myrkrinu. Allir fangarn-
ir hrukku við, svo bilt varð þeim.
“Djöfullinn sjálfur stendur mittámilli
okkar,” æpti Larson. Pelck fór að þyija
bænir sínar. Þá skein í myrkrinu birta