Öldin - 01.10.1894, Side 14
158
ÖLDIN.
legt og hyggilegt, að verst er ef málið
verður hrópað út í almcnuing. Látum oss
því, velæruverðugi faðir, snúa okkur að
quæstio quo modo. Setjum svo, eða posito,
að við yrðum afbragðsvel kaþólskir og
gengjum í þjónustu keisarans... .engjyrið
svo vel og koma nær okkur, hann vinur
minn hérna heyrir lieldur báglega síðan
hann var svo heppinn að komast í kunn-
ingsskap við hann Pappenheim heitinn
mikla.”
Munkurinn gekk nær honum en fór
varlega og sá vel um að enginn stæði rnilli
hans og dyranna.
“Það er ég sem ræð málssókninni,”
mælti hann regingslega. “Segiðjáeðanei.”
“Já, já,” svaraði Larson tafarlaust og
hélt áfram að skotra sér til. “Við erum
því greiðir að skera bæði úr quœstio an og
quœstio quo modo. Yðar velæruverðugheit
hafið mikið af mælskunni. Nú tekur við
questio ubi og questio quando, því eftir lóg-
ík og medafysik .... nei, ég bið yður, vel-
æruverðugi herra, ekki segi ég neitt, ég
samþykki alt. En,” sagði kafteinninn og
lækkaði róminn, “viljið þér ekki líta á
hægri vísiflngur Bertels vinar míns ? Hérna
okkur að segja, er þessi vinur minn mesti
bragðakarl; það má mikið vera ef hann
hefir ekki, þegar öllu er á botninn hvolft,
kóngs-hringinn.”
Þetta vakti forvitni munksins svo að
hann gekk feti nær þeim. Eins og áll
veltir nú Larson sér, því sakir bandanna
gat hann ekki staðið upp, og kemst í einu
augnabliki milli munksins ,og dyranna;
nú vildi Iiieronymus leita þeirra, en í
sömu svipan hafði Larson núið í sundur á
steini bandið á hægri hendi sinni; grcip
hann nú í fót munksins og fleygði honum
ofan 4 sig. Hierónymus brauzt um sem
óður væri, Ijósið á slcriðbyttunni slokknaði
og hömuðust þcir þar í myrkrinu. Bertel
og Pekka gátu hvorugir staðið upp, en
veltu sér þó til þeirra og vildu duga Lar-
son, en gátu ekki að gert. Þá fann hinn
djarfl kafteinn til sársauka í öxlinni scm
af hnífi, og vall þar þegar út varmt blóð.
“Þrumur og eldingar!”, æpti hann og náði
óðara daggarði úr hendi fjanda síns og brá
honum. Skipti nú um; munkurinn bað
þegar um grið og lif.
“Sjálfsagt, sonur minn sæll,” sagði
kafteinninn, “en með þremur skilyrðum.
Fyrst skaltu moð eiði afneita honum Ley-
óla, meistara þínum og játa að hann hafi
verið mesta nátthúfii. Gengurðu að því?”
“Eg geng að öllum kostum,” svaraði
munkurinn og stundi við.
“Ilitt skilyrðið er, að þú hengir sjálf-
an þig 4 fyrsta snaga, sem þú finnur 4
veggnum.”
“Já, já, slepp mér þá.”
“Hið þriðja er, að þú farir beina leið
til Belsebúbs, þíns skriftafoður,” og að svo
mæltu hratt hann munkinum tneð miklu
afli 4 múrvegginn, og bærðist hann elcki
úr því; cn Larson skar síðan með morð-
hnífnum böndin af félögunt sinum, og var
nú einungis eftir að finna útganginn úr
prísundinni.
Þegar flóttamennirnir höfðu iæst dyr-
um hellisins utan frá og voru komnir upp
í tröppugöng þau, er lágu upp í hallarloft-
in, námu þcir staðar til ráðagerðar. Á-
stand þeirra var ekki öfundsvert, því þcir
vissu frá fyrri tímum, að tröppur þær lágu
uppaðsvefnherbergibisknpsfurstans; varð
svo fyrst að fara þaðan í gcgn um tvö eða
þrjú horbergi, en þá tók við vopnasalurinn
og þá kom hallargarðurinn, en þaðan lá
leiðin yflr fljótsbrúna, sem var varin af
vopnuðum mönnum. Öll herbergin ncma
svefnherbergið, scm munkurinn virtist
einn hafa ráð yfir, voru full af hermönnum
sjúklingum og gæzlukonum, þegar fang-
arnir voru tveim stundum áður leiddir
niður. “Einn hlut harma ég,” mælti Lar-
son, “að ég dró ekki belginn af rebba þeg-
ar ég hélt í eyrun 4 honum. Ilefði ég haft
guðrækninnar belg, hcfði ég getað gengið
í gegnum endiiangan hreinsunareldinn eins