Öldin - 01.12.1895, Blaðsíða 4
182
ÖLDTN.
Þar hélt hann áfram ritstörfum og kenslu,
til þess er hann fyrir eitthvað þremur ár-
um síðan flutti vestur á Kyrrahafsströnd til
Tacoma, þar sem hann býr síðan og unir
hag sínum ágætlega. Var hann ráðinn
sem háskólakennari er hann fór frá Chic-
ago, og þeim starfa hélt hann um tíma, er
vestur kom til Tacoma. En forstöðumenn
og eigendur háskólans voru methodistar og
vildu gjarnan umsteypa alla nemendur í
einu og sama móti. Gunnlögsson þoliralt
betur en þröngsýni og fanatismus, í hverju
sem er, og er hann sá að um tvent einung-
is var að tefla: hverfa frá skólanum eða
fullnægja öllum kröfum þröngsýnnar skóla-
stjórnar, var hann ekk lengi að liugsa sig
um hvað gera skyldi. Hann yfirgaf skói-
ann, þótt aldurhniginn og þreyttur væri
orðinn, og tók að nýju að búa sór til veg
— að ryðja sér braut um frumskóg mann-
lífsins á vesturströnd Ameríku. Hann tók
enn til að kenna og rita og innan skamms
hafði hann dregið til sín mentafúsan nem-
endaflokk, sem ár frá ári verður stærri og
stærri. Að hnnn hafi nóg að gera máráða
af því, að hann skrifar stöðugt í tíu til
tuttugu tímarit og blöð víðsvegar ílandinu
og þýðir merkar bækur af ýmsum Norður-
álfutungumálum á ensku. Ilann heldur
áfram tímakenslu á hverjum virkum degi,
í ýmsum Norðurálfu og Austurlanda tungu-
málum. Einu sinni í hvcrri viku hefir
hann fyrirlestur um einhverja fræðigrein,
einkum bókmentir og fagrar iistir, fyrir
nemendum sínum og stórmennum borgar-
innar. í eitt skifti talar hann um Indland
þá Egyftaland, Grikki, Kómverja, o. s. frv.
um sögu, bókmentir, iistaverk, tungumál
þessa lands og þjóðar o s. frv. Á þennnn
hátt hafa Tacomabúar f'engið að kynnast
sögu íslands og bókmentum þe«s. Auk
alls þessa flytur próf. Gunnlögsson ekki ó- ?;
sjaldan fyrirlestra, fyrir sérstök félög á ;
sérstökum samkomum, því þegar mikið ■
þykir við liggja, er sjálfsagt að fá hann. j
Af öllu þessu cr auðráðið, að hann eyðir
ekki tíð sinni í yðjuleysi.
Það er engin þurð á mentamönnum og
mentastofnunum í Tacoma, en efalítið er
það, að Gunnlögsson er viðurkendur æðst-
ur allra borgaranna, að því er snertir
tungumál, bókmentir og fagurfræði. Norð-
menn eru þar margir og hafa verðugt eft-
irlæti á honum, enda verða þeir hjálpar
hans ekki ósjaldan aðnjótandi. Til dæmis
má þess geta, að núna í Desember ætluðu
Norðmenn í Tacoma að gefa út fyrsta tölu-
blaðið af mánaðarriti með myndum, á
dönsku, er á að heita “Skírnir,” og í fyrsta
tölublaðinu átti að koma mynd af prófessor
Gunnlögsson og æfisaga hans. Ef ekki er
litið eftir þeim, eru þeir visir til, þegar
fram í sækir, að gleyma íslenzkum upp-
rdna hans, en minnast þess eins, að hann
tilheyrir flokki “Ska.ndinava.”
Á þennan hátt tekur prof. Gunnlög-
son meir en smáræðis þátt í að móta og
fægja þjóðfélagið í þessari ungu, vestrænu
risaborg og í öllum þeim héruðurn, sem
hún að sjálfsögðu verkar á. Ilann er lif-
andi vottur þess, að enda einn einasti fs-
lendingnr getur sett mót á liið hérlenda
þjóðlíf, að enda einn fátækur fslendingur
getur skilið eftir svo glögg för sín í sandi
tímans, að fi’amtiðarmenn landsins geta
lengi, longi rakið þau.
Prof. Gunnlögsson er í við meira en
meðalmaður á hæð, grannvaxinn og hold-
skarpur. Beinvaxinn er hann, cða hefir
verið það, þó nú sé elli og þreyta lítið eitt
- ekki samt nema sárlítið — farin að
beygja herðarnar. Hann er enn iðandi af
fjöri, en ekki er frítt við að óstyrkur sé á
höndum hans og er það órækur vottur um
fjör og viðkvæmni. Andlitið og svipinn
sýnir mvndin, en, eins og annarstaðar er
vikið á, sýnir hún heldur ekki meira. Nú
í seinnitíð er hann orðinn mjög svo heilsu-
lasinn og var það mjög svo framan af síð-
astl. sumri. En þrátt fyifir það hafðihann
þó í hjáverkum í sumar og haust er leið
að snúa þungri bók a f þýzku á ensku, fyr-
gir blaðamann einn í New York.