Öldin - 01.05.1896, Síða 2

Öldin - 01.05.1896, Síða 2
GG ÖLDIN, af fyrirlestri sínum, sem vér hér með vott- um honum þakklæti vort fyrir, jafnframt og vér vonum að hann sjái sér fært áður en langt líður að hirta hann í íslenzkri þýðingu, eins og áður ritgerð sina : “Ygg- drasill Óðinshestur.” í millitíðinni álítum vér fróðlegt ekki síður en skemtilegt fyrir Vestur-íslendinga að fá ofurlitla hugmynd um innihald þess- arar ritgerðar. Sem hetur fer eru þcir óð- um að fækka, Ameríku-Islendingarnir, sem álíta alt íslenzkt einskis virði og sem helzt vildu vera eitthvað annað en íslendingar. Líti menn í kring um sig, ættu þeir sem þannig hugsa líka algerlega að hverfa hr sögunni. Það er tvent, en heldur ekki nema tvent, sem íslendingar geta með sönnu stært sig af, þ. e. tungumálið og hók- menr.irnar gömlu. Það eru kjörgripir sem hver þjóð mundi stæra sig.af. Til þessa hafa þeir kjörgripir verið fáum erlendum mönnum kunnir, en á seinni árum eru þeir óðum að fjölga, sem eitthvað þekkja til Is- lands, meira cn það sem afskræmis ferða- sögur segja þaðan. Líti maður í kring um sig, sér maður að í því efni er virkilega að hefjast nýtt tímahil, eða svo mundu hér- lendir menn segja,væri Ameríka ísland og umheiminum eins ókunn eins og það. Það hefir til þessa verið terra incognita í öllum skilningi, en það fer ekki að verða það lengur. Bhkmentir þess, fornar og nýjar, fara að verða hverjum þeim manni kunn- ar, setn vill lesa það sem ritað er. Vita- skuld er sú viðkynning ekki fullkomin í fyrstu, en fyrst er vísirinn, svo er herið. Hver verður afleiðingin af þeim fróðleiks- molum, sem erlendir menn nú orðið fá svo oft og í svo mörgum myndum, áhrærandi íslendinga og íslenzkar hókrnentir,— hver afleiðingin verður, er ekki unt að segja, en það er hættulítið að geta á að hún verði góð. Og það er óhætt að segja nú þegar, að ís- lendingar, sem þjóðflokkur, vaxa í augum erlendra manna því meir, sem þeir kynn- ast hetur tungumáli þeirra cg hókmentum. Til sönnunar því að það sé virkilega verið að vinna að úthreiðslu þekkingar á íslenzkri tungu og hókmentum meðal annara þjóða manna, þarf ekki annað én benda á framhaldandi störf landa vors Ei- ríks Magnússonar, A. M., í þá átt; á störf Dr. Kuchlers og kappið sem hann leggur á að koma íslenzkri tungu og norrænum fræðum á framfæri; og á störf skáldkon- unnar skozku, Mrs. Leith í Edinhorg, sem lagt hefir fyrir sig að kynna enskulæsum mönnum nútíðar Jjóðagerð á íslandi. Hér eru þeir einir taldir sem mest starfa í þessa átt meðal ensku og þýzkutalandi manna, pn ótaldir allir sem í sömu átt vinna á norðurlöndum. Enn sem komið er er lítið unnið í þessa átt í Ameríku —- hinu nýja heimkynni sjálfra fslendinga, og er það þegar á alt er litið eðlilegt. Þjóðin í heild sinni er enn í nýhyggjahasli og þess vegna ekki eins meðtækileg fyrir þá tilsögn, sem í Norðurálfulöndum þykir ágætasta dægra- dvöl. Hún heflr ekki tíma til að hlusta á slíkt, að grufla í slíku, fyrir önnunum og umstanginu við að koma sér fyrir, að koma húskapnum í það horf, að hún síðarmeir geti sér að skaðlausu lyft huga og augum út yflr hið takmarkaða svið hversdagsstarf- anna. Á hinn bóginn er ekki til það mannval í flokki Vestur-íslendinga, enn sem komið er, að þeir geti unnið eins og þessir upptöldu Islandsvinir lijá stórþjóð- unum í Norðurálfu. Einn vantar kring- umstæður til þess, annan mentun, þá ment- un sem til þess útheimtist, og þann þriðja vantar of til vill áræði til að byrja. Þar við situr enn. En svo gerir tíminn gott úr þessu öllu saman, að minsta kosti er það vonandi. fslendingar hér í landi ættu sannarlcga að láta sér umhugað um, að Ameríkumenn verði ekki til iengdar eftir- hátar Englendinga, Þjóðverja eða annara Norðurálfumanna, að því er snertir þekk- ingu á ísienzkum bókmentum og íslenzkri tungu. En í millitíðinni, á meðan þeir eru í þessu millibils-ástandi, er mikilsvert

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.