Öldin - 01.05.1896, Síða 4
68
ÖLDIN.
á Odda var þá enn nafnfræg mentastofnun;
?,.) Að Snorri er höfandur þeirrar bókar,
er í Uppsala (Svíþjóð) handritinu (Codex
Upsaliensis) er nefnd “Edda”; og 4.) að
fyrriparturinn af þeirri bók er ekkert arm-
að en lausleg þýðing þeirra ijóða í óbundnu
máli, sem eru í bókinni sem gengur und'r
nafninu, ýmist: skáld Edda, eldri Edda,
eða Sæmundar-Edda.
Hér koma og fram mörg önnur sögu-
leg sannindi. Þau eru augljós, það er satt,
og er þess vegna gefinn lítill gaumur.
Það er um þau eins og gang mannsins,
sem er augljós sannleiki, þó ekki sé honum
gefinn gaumur, að er ekki annað en frarn-
haldandi sókn til að verjast falli. Það er
augsýnilegt að Snorri hefir hiotið að hafa
fyrir sér safn af goðfræði-ljóðum, eins og
vér vitum að til er í Konungs-handritinu
(Codex Kegius) í konunglega safninu í
Kaupmannahöfn, af Sæmundar-Eddu. Það
er augsýnilegt að til var bók, sem haíði að
geyma þetta ijóðasafn. það er augsýnilegt
að sú bók heíii' verið geymd einhvers stað-
ar og að Snorri hefir fundið hana einhvers
staðar, eða fengið hana einhvers staðar í
þeim tilgangi að snúa ljóðunum í óbundið
mál. N6 er þess að gæta, að Sæmundar-
Edda er, og heflr æfmlega verið, bók í)\ rir
lærða menn sérstaklega. Hún heflr aldrei
verið alþýðleg bók í þess orðs réttu merk-
ingu, aldreibók, sem fjöldinn heflr verið
sólginn í að lesa. Þó menn alment skildu
orðin, af því orðmyndunin og rithátturinn
var sá sami, þá var efnið svo yfirgrips mik-
ið og myndirnar, sem fram voru leiddar,
svo margbreyttar, að innihaldið var eins
mikil ráðgáta, og enda meiri, fyrir allan
fjölda lesendanna á tólftu öld, eins og það
er leyndardómur fyrir öllum fjölda þeirra
nú á nítjándu öldinni. Kaupendur að
þeirri bók hafa þess vegna hlotið að vera
fáir. Það er kunnugt, að vér getum dæmt
með tiltölulegri nákvæmni um alþýðuhylli
hinna gömlu bóka á Islandi af fjöldanum
af handritunum, eða handrita-brotunum,
sem komist hafa lijá eyðileggingu fram á
vora daga. Af Sæmundar-Eddu handrit-
um eru ekki til nema tvö brot, — því þó
konungs-handritið *) sé miklu stærra brot
en er handritið í Árna Magnússonar-safn-
inn, þá er Codex Regius samt ekki nema
brot.
Það er auðsætt að bók eins og þessa
mundi einkum að flnna í bókasöfnum. Og
á dögum Snorra Sturlusonar voru slíkar
stofnanir margar á landinu, að Odda, Skál-
holti, Haukadal, — að ótöldum klaustrun-
um. Á einhverrí slíkri stofnun var auð-
vitað vænlegast að leita eftir slíkri bók.
Menn gátu naumast búizt við að flnna hana
á almennum bóndabæ.
Þegar þá er athugað, að það er eins
líklegt að bók þessi væri til á Odda, eins
og á nokkrum hinum monlastofnununum,
°g þegar ennfremur er athugað hvað Snorri
dvaldi lengi á Odda og hve nákunnugur
hann var höfðingjunum er þar bjuggu frá
1181 til 1241, þá er alls ckkert ólíklegt í
þeirri tilgátu, að það hafi verið á Odda sem
Snorri kyntist bókinni. Þá er það heldur
ekki nema líklegt, að hann hafl f'engið bók-
ina léða á Odda, í þeim tilgangi að gefa út
sína alþýðlegu útgáfu hennar á óbundnu
máli, ef hann í raun réttri ekki hafði lokið
því verKÍ áður en hann fór frá Odda. [Hér
getur höfundurinn þess í neðanmálsgrein,
að Uppsala-handritið, en sem margt bendir
á að sé hið elzta, beri með sér merki þess,
*) Kcmungs-handritið, eða Codex Regius,
er þannig til orðið, að Brynjólfur byskup
Sveinsson í Skálholti eiguaðist það, árið 1643.
Af þvi lét hann gera eftirrit á bókfell og gaf
það sagnfræðingnum Þormóði Þorfinssyni, en
það er týnt. Það eftirrit nefndi byskup “Edda
Sæmundí Multiscii” (Edda Sæmuudar hins
fróða). En haudritið sem liaun tók nfskrift-
ina af, gaf hann Friðriki III, Danakonungi
árið 1662 og heitir það síðan Codex Rogius, eða
konungs-handritið. Eftir því handriti fóru
þeir Dr. Finnur Jónsson og prof. Wjmmei', er
þeir gáfu út Sæmundar-Eddu, 1 Kaupmanna-
höfn árið 1891.