Öldin - 01.12.1896, Page 3

Öldin - 01.12.1896, Page 3
ÖLDIN. 181 einhvern landa láta það í Ijósi, að það væri nú ekki sérlega mikill vandi, að geta lesið á kjöl á bók og fært manni bók sem hann bæði um. Þetta er nokkuð hornstranda- leg hugmynd um starf deildarstjóra á stóru bókasafni. Fyrst er nú slíkt safn nokkuð ólíkt 50 eða 100 binda lestrarfélags bók- safni í útkjálkasveit. Þó ekki væri annað enn “að geta lesið á kjölinn” á hverri bók í einhverri deild, þá þyrfti til þess eins talsverða þekkingu, þar sem bækur eru á safninu, segjum t. d. á 20 tungum eða fleirum, fornum og nýjum. En þótt margur komi inn á safn eins og Newberry-safnið til að biðja um ein- hverja ákveðna bók, þá er hitt þó tíðara, að maður kemur þangað inn, til að fræðast um eitt eður annað efni eður atriði og snýr sér þá til bókvarðar í þeirri deild, er efni hans heyrir undir, og spyr um, hvað hér sé á safninu um þetta efni, hverjar bækur sé beztar um það skráðar; hann segir bókaverði sem gjörst, hvað hann vilji fræð- ast um og í hverju skyni, og bókavörður velur honum svo það sem bezt á við hæfi hans og þörf. Daglega koma til Steingríms gamlir og ungir guðfræðingar til að spyrja um, hvar hitt eða þetta sé að finna í kyrkju- feðrunum, eða hvert til sé á safninu nokkr- ar góðar ræður yfir þennan eða hinn biílíu- texta o. s. frv. Eða þangað leita blaða- menn, ræðugarpar eða þvíuml. og biðja um að fá að vita, hvað bezt sé ritað um peningasláttu, eða hvað bezt sö ritað til meðhalds einmelmi ('monometallism) eða til meðhalds tvímelmi (bimetallism) og þar fram eftir götunum. Það er ekki of sagt að ekki mundi það meðalprestlings færi að mæta Steingrimi í guðfræði, og væri vel óhætt að vígja hann hvern dag, er vera skyldi, fyrir þá sök. í haust, er leið, sendi ritstjóri eins helzta blaðsins hér (“Times- Herald”) mann út á helztu bóksöfnin hér í borginni til að spyrja, hverjar bækur um peningamálið væru mest lesnar um það leyti, og jafnframt, hverjar bækur væru bezt að lesa til að fræðast um það mál. Á bæjarsafninu (Public Library) snéri blaða- maðurinn sér til yfirbókvarðar; á New- berry snéri hann sér til Steingríms. Hann prentaði ágrip svara þeirra, er hann fékk,. og þurfti þar engan jöfnuð á að gera, að Steingríms bar þar langt af. Svo er hann kunnugur í öllum hinum deildum safnsins, að hann er fróðari um hverja deild heldur en sá er þar á fyrir að ráða. Enda er hann þrauta-athvarf allra á safninu, þegar úr einhverju er að leysa, sem enginn veit annar. Þá er alt af við- kvæðið : “það er bezt að spyrja Steingrím- ef nokkur veit það hér, þá veit hann það.” Málfróður er Steingrímur vel. Auk latnesku og grísku, norðurlandamálanna,. ensku, þýzku og frakknesku, skilur hann talsvert hin nýrri rómönsku mál, persnesku og er víst nú að fást eitthvað við rússnesku. Þjóðversku talar hann fullt svo vel sem ensku. Hann er smekkvís maður og víðles- inn í skáldskap. íslenzkar ijóðabækur kann hann sumar hverjar nærri þ ví utan að, og í öllum mikið. Sjálfur er hann prýði- lega hagmæltur, og hefði ég gaman af að einhverntíma kæmi eitthvað á prent af því tagi eftir hann, t. d. ein snildargóð þýðing úr persnesku á kvæði eftir Omar Khayam. Skoðanir hans eru sumar nokkuð ein- staklegar og elcki við allra skap. Hann hefir litla virðing fyrir höfðatölu-valdi og meirihlutaskoðunum, og lætur sem sér þyki lítils um vert flest það sem íslenzkt er. En undarlega rammíslenzkur er hann alt um það, og enginn heldur drengilegar fram íslandi og öllu, sem íslenzkt er, en hann, þegar liann á orðastað við útlend- inga.^ Eg gat þess í upphafi, að hann væri fæddur á Álftanesi, og er hann náskyldur Sveinbirni heitnum Egilssyni. En að öðr-

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.