Grettir - 27.10.1893, Blaðsíða 3
Til vegabóta voru veittar 1800 kr.;
þar af 1000 kr. til vegagjörðar á Dag- j
verðardal, 300 kr. til vegagjörðar á
Brekkudal og 100 kr. til vegagjörðar á j
Rafnseyrardal.
Til sundkennslu voru veittar 200 kr.
Bókasafni ísafjarðarkaupstaðar voru
veittar 300 kr. til bókakaupa, en jafn-
framt skorað á stjórn safnsins að haga
fyrirkomulagi félagsins þannig framveg-
is, að sýslubóum skuli beimil not safns-
ins með sömu kjörum og tkaupstaðar-
búum.
í stað hreppstjóra ÍMýrahrepps, er
beðizt hafði lausnar, var stungið upp’já'.
Friðriki Bjarnasyni í Meiri-Garði,
G. Hagalín Guðmundssyni á Mýrum og
f>orvaldi Magnússyni á Bakka,
og í stað hreppstjórans í Sléttuhreppi,
er einnig hafði beðið um lausn. var stung-
ið upp á:
Brynjólfi þorsteinssyni á Sléttu,
Guðmundi þorsteinssyni á Hesteyri og
Hannesi Sigurðssyni á Látrum.
Útsvar herra Th. Amlies á Langeyri
lækkaði nefndin um 200 kr.
þá var tekin til umræðu tillaga síra
Stefáns Stephensens í Vatnsfirði, um að
sýslunefndin leiti á ný samkornulags
við kaupmann Ásgeir Ásgeirsson um, að
hann haldi uppi gufubátsferðum á ísa
fjarðardjúpi, og vísaði sýslunefndin máli
þessu frá aðgjörðum sínum að svo stöddu.
þá kom sýsluskiptingarmálið til um-
ræðu, og var samþykkt að skipta Isa-
fjarðarsýslu í 2 sýslufélög, þannig að
vesturhrepparnir fimm: Auðkúlu-, þing-
eyrar-, Mýra-, Mosvalla- og Suðureyr-
arhreppar, myndi sýslufélag fyrir sig.
Samþykkt var að heimila þingeyrar-
hreppi að taka allt að 2000 kr. lán til
þinghúsbyggingar.
Samþykkt var að mæla með þvf, að
þingstaður þingeyrarhrepps verði flutt-
ur frá Meðaldal að þingeyri.
Oddvita var falið með öllum atkvæð-
um að ganga eptir því, að stjórn tele-
fóns^ísfirðinga (þeir Skúli Thoroddsen,
Guðmundur Oddsson og Sigurður Stef-
ánsson) gjöri reikningsskil fyrir næsta
aðalsýslunefndarfund.
Oddvita var falió með öllum atkvæð-
um að ganga eptir reikningsskilum sjóðs
ekkna sjódrukknaðra hjá stjórn sjóðsins
(þeim Sk. Thoroddsen og Sigurði Stef-
ánssyni),* svo og að útvega aðrar skýrsl-
ur um fyrirkomulag sjóðsins.
*) Að vísu var herra verzlunarstjóri
Sophus J. Nielsen kosinn á sýslufundi
1892 í stjórn sjóðsins ásamt þeim Sk.Th.
Vorn síðan kosnir í stjórnarnefnd fyr-
ir sjóðinn :
Árni Jónsson verzlunarstjóri
síra Kristinn Daníelsson og
Lárus Bjarnason sýslum.
í stjórn þilskipaábyrgðarfélags Vest-
firðinga var endurkosinn Björn Pálsson
kaupmaður.
þá kom sýslunefndarmaður Suðureyr-
arhrepps, herra Kristján Albertsson,
fram með þá tillögu, að sýslunefndin
hætti við kaup á gufubát fyrir sýslufé
til að halda uppi samgöngum í sýslunni,
og var tillaga þessi samþykkt með öll-
um atkvæðum.
* * *
það er eigi hægt annað en Ijúka lofs-
orði á gjörðir sýslunefndarinnar á fundi
þessum. Með því að veita svo mikið fé
til vegabóta í’sýslunni hefir hún sýnt
lofsverðan áhuga á að gjöra það, er í
hennar valdi stendur, til að bæta hinar
erfiðu samgöngur í héraði þessu,[en slíku
hafa sýslubúar eigi átt að venjast af fyr-
verandi sýslunefndum, sem ávallt hafa
skorið fjárveitingar til vegabóta 'sem
naumast við neglur sér. Að því er snert-
ir 1000 kr. veitinguna til vegagjörðar á
Dagverðardal, þá gat sýslunefndin eigi
ráðstafað vegabótafénu heppilegar, þvi
að þessi vegur, sem tengir saman Norð-
ur- og Vestur- tsafjarðarsýslu, hefir í
undanfarin ár verið sýslunefndinni og
héraði þessu i heild sinni til stórrar ;
minnkunar, þar sem heita má að hann ;
að norðanverðu hafi með köflum • verið
litt fær með hest og það jafnvel um há-
sumardaginn. En fyrir þessar 1000 kr.
ætti að mega bæta svo veginn að norð-
anverðu á heiðinni, að hann yrði viðun-
andi, svo framarlega sem hagsýnn dugn-
aðarmaður yrði fenginn til að standa fyr- j
ir vegagjörðinni. Sumum kunna að vaxa !
i augum þessar 1000 kr.; en vér verð- !
um að ætla, að sýslunefndin hafi þar alls j
eigi farið fram yflr það, er hóflegt er. j
Að vera að veita smáupphæðir, 100 kr.
og þar undir (sýslunefndin ;i8go veitti
20 kr.) til vegbóta á heiðinni nær engri
og Sig. St.; en svo virðist sem þessir
tveir siðast nefndu herrar hafi vitjað
vera einir um hituna með sjóð þenna, j
að minnsta kosti útbýttu þeir styrk yfir-
standandi ár, án þess að þeir leituðu
álits eða samþykkis herra Nielsens þar
að Iúta;.di, enda tjáist Nielsen ekkert
vita um sjóðinn, hve mikill hann séorð- j
ínn eða hvar hann sé niður kominn, og
aldrei hafi meðstjórnendur sínir lcvatt sig
á fund.
átt og er sama sem að kasta peningun-
um á glæ. því reynslan hefir sýnt, að
þegar meira fé er eigi lagt fram. þá
getur viðgjörðin á veginum aldrei orðið
netna gagnslaust málamynda-kák,
Að sýsluskiptingarmálið náði fram að
ganga á fundi þessum, mun hljóta að
gleðja eigi aðeins fbúana í vesturhrepp-
um ísafjarðarsýslu, heldur yfir höfuð alla
sýslubúa f heild sinni, að minnsta kosti
alla hina betri og sanngjarnari. f>að er
ætíð gleðilegt, þegar hinn góði málstað-
urinn ber sigur úr býtum, og því verð-
ur eigi neitað, að vesturhrepparnir hafa
haft mikið til síns máls, að þvf er snert-
ir sýsluskiptinguna, sem þeir hafa bar-
izt svo ötullega fyrir síðan 1S87.
Sú skoðun er og farin að ryðj 1 sér til
rúms víða við Djúp, að eigi beri lengur
að spyrna á móti þeirri brennheitu ósk
vesturhreppanna, að sýsluskiptingin nái
fram að ganga, og margir skynsamari
menn í norðursýslunni eru nú farnir að
sjá, að samvinnan við vesturhreppana
muni hvorki verða blessunarrík né affan,-
sæl, þar sem vesturhrepparnir ótvírœtt
hafa lýst því yfir, að samvinnan við
norðursýsluna væri þeim ógeðfelld og
óljúf. J>að má því telja það víst, að
sýsluskiptingarmálið hefði náð fram að
ganga eptir sem áður, þó að sýslunefnd-
armenn úr öllum hreppum Djúpsins
hefðu rnætt á fundinum, enda mundi
sýsluskiptingin vera fyrir löngu um garð
gengin, ef einn einstakur maður, náttúr-
lega með sínum vanalegu fylgifiskum,
sem alltaf halda dauðahaldi i taglið á
honum, hefði eigi með sínum vanalega
ófrjálsmannlega undirróðri og ódrengi-
legu lævísi róið að því öllum árum, að
vesturhrepparnir yrðu ofurliði bornir í
þessu áhugamáli þeirra.
Frelsispostulinn mikli er sem sé sjálf-
ur eigi frjálslyndari en svo, að hann
hefir viljað binda vestursýsluna nauðuga
á klafa norðursýslunnar. til þess aðgeta
látið vesturhreppana bera sinn hluta af
kostnáði þeim, er hin hvatvíslegu og
vanhugsuðu fyrirtæki, sem Djúpmenn
hafa verið að burðast við að koma á
laggirnar, kynnu að hafa í för með sér,
þessi fyrirtæki, — hinn alræmdi tele-
fón og gufubáturinn fyrirhugaði,
— sem Djúpmenn sumir hverjir hafa
verið svo hróðugir yfir, en sem vestan-
menn eigi hafa viljað hafa neina hlut-
deild í.
Að þvf er snertir málþráðinn, þá er
hann nú einu sinni lagður og þar er
ekkert við að gjöra; honum er eigi of-
gott að hanga uppí og syngja sinn rauua-