Garðar - 02.01.1894, Blaðsíða 2

Garðar - 02.01.1894, Blaðsíða 2
leiðis timburhús, rjett hjá Skólabænum sem nú er. Aðöðru leyti var kaupstaðarbyggð- in, sem nú er, lítið annað en nokkur hjá- leigukot, er fylgdu jörðunum Seli, Ána- naustum eða Arnarhól, og sem hafa staðið til skamms tíma, með túnblettum umhverf- is, en urðir og holt þess á milli, eða þá f'en og dý, er svo mikið var um fram und- ir miðja þessa öld í skólabrekkunni, þar sem latínuskólinn stendur nú, að hætt þótti stórgripum. Þessu nærri mun hafa verið farið útlit höfuðstaðarins fyrir 100 árum. Pullskýra og áreiðanlega lýsingu er eigi hægt að gera í snatri. Hægra er að segja fljótlega, hvað Eeykjavík var ekki þá, af því sem hún er nú. Hún var ekki stjórnarsetur. Æðsti valds- maður landsins þá, stiptamtmaðurinn, bjó í Viðey. Það var Ólafur Stefánsson, lang- afl landshöfðingjans, sem nú er. Hann hafði flutzt þangað vorið áður (1793), en áður bjó þar Skúli Magnússon landfó- geti, er andaðist ári síðar. Ólafur Ste- fánsson var um þær mundir einnig amtmaðar yflr suðuramtinu. Lands- yflrrjetturinn var þá ekki til orðinn, held- ur gegndu hans störfum lögmenn tveir, annar norðan og vestan, hinn sunnan og austan, ásamt nokkurs konar yflrrjetti á alþingi við Öxará, er þá var háð á hverju ári. Lögmenn voru þá þeir nafnar Magnús Stephensen (Ólafsson stiptamtmanns) norðan og vestan og Magnús Ólafsson — bróðir Eggerts Ólafssonar vísilögmanns — sunnan og austan. Hann bjó þá á Meðalfelli í Kjós,en Magnús Stephensen á Leirá. Magnús Stephensen þjónaði þau missiri einnig landfógetaembættinu og sömuleiðis sýslu- mannsembættinu í Kjósar- og Gullbringu- sýslu. Ekki var Reykjavík orðin biskups- setur þá; landið var enn tvö biskups- dæmi, og sat annar í Skálholti; það var Dr. Hannes Finnsson; en hinn á Hólum, Sigurður Stefánsson, hálfbróðir Ólafs stipt- amtmanns samfeðra. Geir Vídalín, er fyrstur varð biskup yflr öllu landi, var þá dóm- kirkjuprestur i Reykjavík, en bjó á Lambastöðum. Landlæknir var Jón Sveins- son og bjó í Nesi við Seltjörn. Lækna- skóli var enginn til, en nokkrum lækna- efnum kenndu landlæknar við og við. I Reykjavík sátu með öðrum orðum ekki aðrir embættismenn þá en rektor latínu- skólans, G-ísli Thorlacius, og aðstoðarmaður hans, Jakob Arnason, er síðar varð pi'estur að Gaulverjabæ. Þeir bjuggu í skólahús- inu, og hafði rektor hjáleigurnar Melshús og Hólakot til ábúðar. Skólapiltar munu varla hafa farið mikið fram úr 20. — Hist. Brot úr >Vefarannm meö tólf-kónga- vitið«. Þrándur (Þiðrandasen): »Hafðu nú allt á reiðum höndum, Bárður! staupin og vindlana. í hvers eins sæti, því þeir koma nú innaa stundar.------ Jeg var að hugsa um það í nótt milli dúr- anna, hvort stjórninni hjer í landi yrði ekki komið svo fyrir, að vissar mæður hættu því hjeðan af, að bera og barnfæða tij. brauða og- embætta í landinu. Eða er það ekki tíðast svo, að prestskonan verður ljettari að prests- efni og kaupmanns-madaman að búðarsveini? — Mjer finnst að embættin ættu að koma jafnt niður á öilum, og þeir ættu eins að* komast að, sem væri af lágum stigum, eins og hinir, sem væru af hinum heldri. Þannig ætti t. a. m. í eitt skiptið að velja, jeg vil til taka bæjarfulltrúana. af kaupmannastjett- inni, í annað sinn af tómthúsmönnunum og í þriðja sinn af' okkur handiðnamönnunum.. Því þegar, til dæmis að taka, skóarinn yrði bæjarfulltrúi, þá mundi hann líta á hagnað- skósmiðanna, sniddarinn á hagnað sniddar- anna, vefarinn á hagnað vefaranna, og svona koll af kolli; og enginn ætti að vera bæjar- fulltrúi nema í mánuð, svo að allir gætu. komizt að, og enginn tæki sæluna frá öðr- um------. Við getum allir sjeð ótal yíirsjónir og axarsköpt, sem bæjarstjórnin gerir. Imynd- aðu þjer nú (Filpus minn!), að einhver af okkur (12) yrði bæjarfulltrúi, og bætti svo- strax úr þeim brestum, sem við höfum svo opt rætt um, en sem bæjarstjórnin f'ær aldrei náð til að sjá. Ætli bærinn hef'ði eigi mikinn hag at' slíkum f'uiltrúa? Ef' þjer f'aliizt á á þetta, vinir mínir, þá ræð jeg til að semia um það uppástungu. (Þeir játa því aliir).------¦ Þrándur : Heyrðu, Bárður ! Bárður: Já, húsbóndi góður! Þrándur: Dóninn þinn. láttu mig ekki optar heyra slíka titla! Hvenær sem jeg nií kalla til þin hjeðan af, þá áttu að ansa og kalla mig herra Þiðrandasen; og þegar ein- hver spyr eptir mjer, áttu að segja: bœjar- fulltrúi herra Þiðrandasen er heima.

x

Garðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Garðar
https://timarit.is/publication/149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.