Framsókn - 01.09.1900, Blaðsíða 3
35
og dökkeygð, einbeitt og fylgin sér og áköf í lund.
Sigrún var ekki búin að vera lengi á skólanum, þegar
skólastúlkurnar voru farnar að hvísla því sín á milli, að
annaðhvort væri Einar að draga sig eftir Sigrúnu, eða
þá að það væri eitthvað á milli þeirra.
Guðrún heyrði þetta eins og aðrir, og henni var
inálið alls ekki óviðkomandi. Hún átti eina systur, er
Helga hét og henni þótti fjarska vænt um hana. Móð-
ir þeirra hafði cfáið frá þeim ungum og faðir þeirra
hafði ekki kvænzt aftur. Þær systurnar höfðu því ver-
ið hvor annari allt, eftir því sem þær gátu. Þær voru
mjög samrýmdar og sögðu í barnæsku hvor annari öll
sín trúnaðarmál og tóku innilega hlutdeild hvor í annar-
ar kjörum. Einar hafði alizt upp nálægt þeim systrum
og alltaf verið þeim nákunnugur, þangað til hann flutt-
ist í S.kaupstað, sem hann nú var í. Já, hann hafði
meira að segja verið leynilega trúlofaður Helgu. Það
var ein af þessum æskutrúlofunum, sem byrja allt of
snemma, áður en menn þekkja sjálfa sig eða aðra til
hlítar. Hann fann það og sjálfur, þegar hann varð þrosk-
aðri, að Helga varð æ fjarlægari og ijarlægari huga
hans, en samt hafði hann aldrei hugsað sér að rjúfa
trúlofun þeirra, fyr en hann sá Sigrúnu. Eftir það var
hann í engum vafa um, hvernig hann ætti að breyta.
Auðvitað reyna að ná í Sigrúnu, ef þess væri kostur,
því hann var ekki skyldur að halda það, sem hann
hafði lofað meðan hann var svo ungur, að hann þekkti
ekki sjálfan sig og tæpast gat skilið þýðingu þess, er
hann gerði. En hann vissi, að Helga mundi taka sér
þetta nærri; og nú ef Sigrún vildi hann ekki, hvað átti
hann þá að geraf Eiga Helgu. Þá var óþarfi að vera
að rjúfa lofun þeirra og baka henni sorg, enda vildi
hann hana líka helzt, næst Sigrúnu, þegar á allt var
litið. Hann ætlaði því ekki að skrifa Helgu uppsagnar-
bréf, fyr en hann hefði vissu fyrir að Sigrún vildi hann.
Eftir að hann hafði trúlofazt Sigrúnu, hafði hann svo
skrifað Helgu og sagt henni, að hann gæti ekki elskað
hana lengur og því væri ómögulegt, að þau gætu nokk-
urn tíma orðið hjón, það yrði þeim að eins til mæðu
og sorgar, henni jafnt sem honum. Hann minntist ekki
einu orði á, að hann væri farinn að hugsa uin aðra
stúlku, en sagði að hennar ástríka hjarta mundi ekki
geta fellt sig við að vera ekki elskað eins og það ætti
skilið, en hann sagðist að eins elska hana sem systur
og það mundi hann ávallt gera, hann hefði verið svo
ungur, þegar þau hefðu lieitið hvort öðru tryggð sinni,
að hann hefði ekki þekkt sjálfan sig rétt þá. Hann
bað hana að fyrirgefa sér, og óskaði henni með mörgum
orðum farsældar og hamingju, um leið og hann svifti
hana farsældinni og hamingjunni. —
Allt þetta vissi Guðrún vel; hún þekkti þá þungu
sorg, sem lagðist yfir Helgu, þegar hún fékk uppsagnar-
bréfið og sem hún varð að bera í hljóði. Hún þekkti
andvökunætur hennar og tárin, sem hún felldi á nótt-
unni, þegar hún hélt að Guðrún svæfi, og hún fylltist
hatri til Einars, sem hafði leitt þessa mæðu yfir systur
hennar. Hún hugsaði með sér, að ef hún gæti, skyldi
hún sjá svo um, að Einar fengi aldrei Sigrúnu, það
væri honum maklegt fyrir það, hvernig hann hefði far-
ið með Helgu. En hún varð að breyta hyggilega. Hún
mátti ekki segja Helgu, að hún hefði heyrt því fleygt,
að Einar væri farinn að hagsa um aðra stúlku. Nei,
það mátti hún alls ekki; hún hafði nóg að bera samt,
og svo hefði hún þá að líkindum ekki gert fyrir hana
það, sem hún ætlaði að biðja hana um, og sem henni
var svo hugleikið að fá, og það voru bréf Einars til
hennar. Hún ætlaði að biðja hana ósköp vel að lána
sér þau og svo ætlaði hún að sýna Sigrúnu þau, svo
hún gæti með eigin augum séð, hvernig maður hann
var. Hún varð að leggja sig alla til, til að fá bréfin
hjá Helgu. —
Guðrún var Sigtúnu mjög góð og almennileg um
veturinn, en aldrei minntist hún á Einar við hana, fyr
en nokkru fyrir sumarmál, að þær sátu eitt sinn tvær
uppi á lofti, þá segir Guðrún:
„Er ekki annars búðarloka þarna í kaupstaðnum
hjá ykkur, sem heitir Einar Ófeigsson?"
Jú, sagði Sigrún. Hví spyr þú að því?“
„Af því eg þekki piltinn. Hann var á Seyðisfirði
áður en hann fór vestur, og var trúlofaður henni Helgu
systur minni, en það var ekki opinbert; hann sveik
hana svo fyrir engar sakir, eftir að hann var farinn
burt og hún sá svo eftir honum, að hún bíður þess
víst aldrei bætur meðan hún lifir".
„Þetta getur ekki verið satt“.
„Jú! víst er það satt“, sagði Guðrún. „Viltu sjá
bréfin hans til hennar. Eg heyri sagt, að hann sé far-
inn að draga sig eptir þér, en jafngott væri fyrir þig
að lenda ekki í höndunum á honum".
Hún kastaði bréfunum á borðið og rauk út.
Sigrún var sem steini lostin. Átti hún að lesa bréf-
in ? Já! Hún varð að vita vissu sína, hvort þetta
væri satt. Hún varð að sjá höndina hans og lesa bréf-
in hans, svo hún gæti sjálf dæmt þetta mál. Hún sett-
ist niður og fór að lesa eitt á fætur öðru og uppsagn-
arbréfið las hún seinast. Það var því miður höndin
hans“. Hún þekkti hana helzt til vel. Það voru sömu
ástarorðin, sem hann hafði talað við hana og sömu
setningarnar og hann hafði skrifað henni. Uppsagnar-
bréfið var skrifað eftir að hann var kominn að S. og
var trúlofaður henni. Hafði hann þá virkílega verið
svo ósvífinn, að biðja hennar á meðan hann var heit-
bundinn annari stúlku? Og þó var það afsakanlegt og
fyrirgefanlegt, en hann hafði svo oft sagt henni, að
hann hefði enga stúlku elskað fyr en hana, aldrei fyr
hugsað um nokkra stúlku og margt fleira, er hún sá
nú, að verið hafði helber ósannindi. Það var ófyrirgef-
anlegt. Hví breytti hann þannig? Hún hafði aldrei
grennslazt neitt um hagi hans áður, aldrei spurt hann
eftir slíku. Gat hann þá ekki þagað fremuren að ljúga?
Það greip hana einhver vonleysis kvíði. Hvernig gat hún
borið traust til hans og trúað honum fyrir sér? Hún
sá nú eins og í nýju ljósi ýmsa breytni hans, er hún
áður hafði ekki getað samþýtt, og hún fór að renna