Framsókn - 01.10.1900, Qupperneq 1

Framsókn - 01.10.1900, Qupperneq 1
Kostar hér á landi i krutanlands kr. /,jo. FRAMSÓKN. BLAÐ ÍSLENZKRA KVENNA. Gjalddagi /. júli. Uþþs'ógn skrifl. f. i. okt. VI. ár Reykavík, Október 1900. 10. tb 1. Kvæði Benedikts Gröndals. „Uppi á himins bláum boga“. Undarlegt sambland af sælu og kvölum“ Hví leitar þú í ljósum veizlusal að lífsins brunni, þar sem hann er fjærf Hann er þar langt í burt í djúpum dal, þar dögg á smáum eyrarósum hlær; þar fossinn á við fjallagljúfrin tal og fjólum vaggar himinrunninn blær; þar máninn skín um miðja næturstund og mærum geisla slær á haf og grund. Við fjarra strönd, þar bylgjan létt við land sér leikur ein með hægum sjávarnið; við hamravegginn hrjóstugan við sand þar hamast brimið klettabeltin við, þar almenningur ekki minnsta grand af yndi lítur eða hittir frið ; þar márinn grái sveimar yfir sæ og sjónir hvessir langt í mararblæ. Þar byggir drottinn foldar börnum fjær. því fimbulheilög lifir ekki ró í glaumi manna, gullnum veigum nær, þar gígjan deyfir sorg, er undir hló. í einverunnar heim’ þú fundið fær hið fagra mál, er guð þér sjálfur bjó; þar máttu hvíla guðs við góðan barm, sem glaðast barn á Ijúfum móður-arm. Þessi fallegu erindi, sem hér eru prentuð, eru hin síðustu í kvæðinu Ljóðheimur, fyrsta kvæðinu í kvæða- bók skáldsins Benedikts Gröndals, er hinn góðkunni út- gefandi Sigurður Kristjánsson bóksali hefur nýlega gefið út Bók þessi er safn af gömlum og nýjum kvæðum eftir Gröndal og hafa mörg þeirra ekki verið prentuð fyr og svo er um kvæðið Ljóðheim Kvæðin eru 371 bls. og þó er ekki nærri því allt þar saman komið, sem Gröndal hefur ort um dagana. Það er orðin tízka að amast við erfiljóðum og þess vegna er að líkíndum öll- um erfiljóðum sleppt; en hin fögru einkcnnilegu erfiljóð eftir þær systur skáldsins Valborgu og Guðlaugu og Jó- hönnu Kúld systurdóttur hans, sem prentuð eru í Gefn, mundu fremur hafa prýtt bókina en lýtt. Hins - vegar mundi mér að mínnsta kosti ekki hafa þótt gildi bókar- innar rýrna, þó að Þingvallaferðinni og fáeinum öðrum kvæðum hefði verið sleppt. En um þetta eru auðvitað skiftar skoðanir. Það er langt síðan að Gröndal fór að yrkja og bh ta kvæði sín á prenti; þau eru í Svövu, Snót og víðar. Þjóðin tók við þeim alls hugar fegin og eg heyrði marga syngja þau, þegar eg var barn t. d. þessi kvæði: „Yfir öldu bláa". Þá voru ljóð Steingríms lítt kunn og skáldskapur Matthíasar er yngri, nema vísurnar úr Utiiegumönnunum er allir sungu. Um ísland eru ellefu kvæði í bókinni auk Þjóðhátíðarkvæðanna, sem í rauninni mega teljast Islandskvæði. Þar er fegurst þetta kvæði: Þokan vætir þung og köld þangi vaxinn stein — þylja svalar unnir nú um okkar mein, þegir sjór — svífur dimm suddablæjan frá fagurbláum fjallabrúnum frfkkar á. Að íslandskvæðin eru svona mörg bendir á það, að skáldið ann Islandi, enda bera þau það með sér, og ást Gröndals til ættjarðar hans er ekki af þeirri tegund, sem að eins birtist f kvæðum hans, heldur er hún hrein og fölskvalaus. Gröndal hefur verið talinn eitt af stórskáldum vor- um. Enginn getur heldur neitað því, að sum kvæði hans eru gimsteinar t. d. Balthazar, Æskan bls. 50 og Æskan bls. 125. Það sem mér virðist einkenna skáldskap hans er eldfjörið og málskrúðið og jafnframt einkennilega skáld- legur blær. Ekkert íslenzkt skáld á slíkt málskrúð til í eigu sinni sem hann, en hjartnæmi á hann ekki að sama skapi. Það er enginn dimmur þunglyndisblær yfir hinum fjörugu ljóðum hans. Hann leiðir ekki tár fram í augu lesarans og gerir honum þungt í skapi, en hann hrífur anda hans með sér létt og hratt um geiminn og kemur víða við, en einkum heldur hann þangað, sem gott er og hressandi að koma, og því verða Ijóð hans svo tilbreytingasöm og skemmtileg. Það sem mestu er ráðandi hjá Gröndal og knýr hanti til ljóðagerðar er nátturufegurðin og hin dularfullu náttúruöfl að einu leyti, og hins vegar mannlífið að fornu og nýju með gleði þess og dýrð, fánýti og hverfulleik. Allt þetta málar hann með skínandi og fjölbreyttum litum, og oft af mikilli list. Hann hefur miklar mætur á grískum og rómverskum goðum og yrkir margt um þau, en þó daga þau uppi fyrir norrænum goðum, sem hann hefur enn meiri mætur a, kemur þetta ljóslega fram í kvæð- inu „Venus og Freyja". Síðasta erindið er svona. „Bíddu Freyja. aftur kemur Óður austri frá með nýjan bróður, afl og þrek í svásum söngvahljóm. Venus dó, og djúpt í ölduglaumi dvelur hún í fjarrum aldastraumi; hvíta gyðju hylja visin blóm. En þú lifir efst við segulleiti,

x

Framsókn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.